Morgunblaðið - 14.10.1994, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
___________________________________FRÉTTIR____________________________________
Dagskrárstjóri Rásar 2 sagði Illuga Jökulssyni og Hannesi H. Gissurarsyni upp störfum J
Vilja draga úr
pólitík í pistlum
Illugi Sigurður G. Hannes H.
Jökulsson Tómasson Gissurarson
Sigurður G. Tómasson, dagskrárstjóri dægnrmála-
útvarps Rásar tvö, hefur sagt Illuga Jökulssyni
og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, pistlahöfund-
um á Rás tvö, upp störfum. Fundur á vegum
starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsins mótmælti
uppsögn Illuga harðlega og sagði hana aðför að
skoðanafrelsi í landinu. í viðtali við Egil Ólafsson
segir Sigurður það misskilning.
„VIÐ ALITUM það aðför að skoð-
anafrelsi í landinu að segja upp
pistlahöfundi vegna pólitísks mál-
flutnings. Siíkt brýtur í bága við það
meginhlutverk Ríkisútvarpsins að
endurspegia á hveijum tíma sem
flestar þær hugsanir og hugmyndir
er bærast með þjóðinni. Við krefj-
umst þess að uppsögn pistlahöfund-
arins verði þegar í stað dregin til
baka,“ segir í ályktun vinnustaða-
fundar Ríkisútvarpsins. Ályktunin
var gerð áður en upplýst var um
uppsögn Hannesar Hólmsteins.
Vilja draga úr pólitík í
pistlunum
„Það var ákvörðun yfirmanna
Ríkisútvarpsins að það væri rétt að
draga úr pólitíkinni í pistlum í dæg-
urmálaútvarpi Rásar tvö. Það er
mikil umfjöllun um pólitík í dægur-
málaútvarpinu og stendur ekki til
að breyta því neitt,“ sagði Sigurður
G. Tómasson um ástæður uppsagn-
arinnar.
Sigurður var spurður hvort hann
hefði tekið þessa ákvörðun einn eða
í samráði við yfirmenn Ríkisútvarps-
ins. „Hún er tekin í samráði við yfir-
menn útvarpsins, framkvæmda-
stjóra útvarpsins og væntanlega út-
varpsstjóra."
Sigurður neitaði að svara spurn-
ingu um hvort hann væri persónu-
lega fylgjandi uppsögn Illuga.
Ekki náðist í Elfu Björk Gunnars-
dóttur, framkvæmdastjóra Ríkisút-
varpsins, en í útvarps- og sjónvarps-
fréttum í gærkvöldi sagði hún að
Illugi hefði margoft gerst brotlegur
við starfsreglur Ríkisútvarpsins.
Hún sagði að uppsögnin væri ekki
tilkomin vegna pólitísks þrýstings,
enginn hefði reynt að beita hana
þrýstingi. Hún sagðist hafa rætt
þetta mál við útvarpsstjóra. Hann
stæði ekki að ákvörðuninni, en væri
henni samþykkur.
Ekki flokkspólitískir
Illugi Jökuisson sagði að þó pistl-
ar sínir hefðu verið pólitískir hefðu
þeir ekki verið flokkspólitískir.
„Þetta hefur verið mín eigin pólitík
og í hæsta lagi pólitík þeirra sem
eiga sér ekki aðra málsvara, svo ég
noti hátíðlegt orðalag. Ef sú pólitík
á ekki heima í Ríkisútvarpinu þá
þykir mér afar illa komið.“
„Ég hef í þessum pistlum mínum
aldrei sagt neitt sem mætti flokkast
undir stuðning við einn eða annan
stjórnmálaflokk nema í þessum pistli
rétt fyrir borgarstjórnarkosningarn-
ar. Hann var þess eðlis að þá voru
kostimir bara tveir, þannig að ef ég
gagnrýndi annan framboðslistann
hlaut það að skiljast sem stuðningur
við hinn. Ég hef gagnrýnt flokka,
en engan stutt. Ég hef náttúrlega
gagnrýnt flokka sem eru við stjórn-
völinn vegna þess að það eru stjórn-
völd í landinu á hveijum tíma sem
þarf að gagnrýna."
Síðdegis tilkynnti Sigurður G.
Tómasson Hannesi H. Gissurarasyni
um uppsögn. Sigurður sagði að
ákvarðanir um að segja Hannesi og
Illuga hefðu verið teknar samhliða,
en sér hefði gengið illa að ná síma-
sambandi við Hannes og því hefðu
fréttir af uppsögnunum ekki borist
samtímis.
„Ég hef að vísu ekki fengið skrif-
lega og rökstudda uppsögn eins og
Ríkisútvarpinu er skylt að senda til
mín samkvæmt stjórnsýslulögunum.
Ég lýsi furðu minni á því ef verið
er að reka mig á einhvern sambæri-
legan hátt og Illuga Jökulsson vegna
þess að framkvæmdastjóri hljóð-
varpsins hefur lýst því yfir að hann
hafi margoft gerst brotlegur við
venjulegar starfsreglur útvarpsins,
en það hefur aldrei komið fram nein
slík athugasemd við mína pistla,“
sagði Hannes H. Gissurarson.
Hannes sagðist ætla að íhuga
hvort Ríkisútvarpið væri skaðabóta-
skylt vegna uppsagnarinnar.
Ekki pólitískur þrýstingur
Illugi sagði í lok pistils síns á Rás
tvö í gærmorgun að forstöðumaður
dægurmálaútvarps Rásar tvö hefði
sagt sér upp störfum vegna þess að
hann nennti ekki að hlusta lengur á
kvartanir valdhafandi manna út af
þeim.
„Mér finnst það satt að segja
ansi mikil leti í einum embættis-
manni ef hann nennir ekki að sinna
skyldum sínum betur en þetta; hann
vilji frekar segja mönnum upp en
að þurfa að hlusta öðru hvoru á
kvartariir í einhveijum."
Sigurður sagði að hlustendur hefðu
alloft haft samband við sig og gagn-
rýnt pistla Illuga. Hann sagði að
margir virtust standa í þeirri trú að
þeir lýstu skoðunum Ríkisútvarpsins,
en það væri að sjálfsögðu alrangt.
„Ég hef ekki fengið neinar ábending-
ar eða kröfur frá stjórnmálamönnum
um að reka Illuga. Ég veit ekkert
um hvað aðra snertir."
Illugi hefur flutt pistla á Rás tvö
í yfir fjögur ár. Hann fullyrti að
Sigurður G. Tómasson hefði aldrei
gert eina einustu athugasemd við
pistlana, hvorki um form né inni-
hald. Hann sagði að eina athuga-
semdin sem hann hefði fengið hefði
verið frá staðgengli Sigurðar vegna
pistils sem fluttur var skömmu fyrir
borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Athugasemdin hefði verið við tíma-
setningu pistilsins, ekki form hans.
Sigurður sagði þetta ekki rétt.
Hann sagðist nokkrum sinnum hafa
gert athugasemdir við pistla Illuga, *
bæði um efni og efnismeðferð. )
Sigurður var spurður hvort þessi
ákvörðun væri afleiðing þess uppn-
áms sem varð eftir pistil llluga fyrir
borgarstjórnarkosningarnar í vor.
„Það má segja að þessi ákvörðun
sé tekin í ljósi reynslunnar."
Sigurður sagði að pistlahöfundar
væru ekki ráðnir til starfa hjá Ríkis-
útvarpinu heldur væru þeir verktak- |
ar. Þeir ynnu tímabundið, hættu og
kæmu aftur til starfa. Sigurður sagði "
alls ekki útilokað að hlustendur ættu )
eftir að heyra Illuga og Hannes flytja
pistla á Rás tvö aftur. Illugi kveðst
aftur á móti líta svo á að um endan-
lega uppsögn sé að ræða.
Rætt á Alþingi
Svavar Gestsson kvaddi sér hljóðs
um störf Alþingis í gærmorgun þeg-
ar uppsögn Illuga lá fyrir og sagðist )
myndu beita sér fyrir umræðu um
stöðu Ríkisútvarpsins á Alþingi í ljósi *
þess að stofnunin byggi við óþolandi )
pólitískt einelti af hálfu Sjálfstæðis-
flokksins.
Svavar sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi að hann væri
þeirrar skoðunar að uppsögn Illuga
væri ekki sambærileg við uppsögn
Hannesar Hólmsteins. Svavar hefur
óskað eftir umræðu á Alþingi utan
dagskrár og verður hún nk. þriðju- |
dag.
Hjálmar Jónsson varaþingmaður t
Sjálfstæðisflokks, sem einnig situr í |
útvarpsráði, sagði í umræðunum á
Alþingi gær að í útvarpsráði hefði
ekki komið fram neitt vantraust á
Illuga, eð_a aðra pistlahöfunda út-
varpsins. Á Ríkisútvarpinu væri fyrir
hendi hlutlægni sem tryggði að allar
skoðanir fengju að njóta sín þar.
„Svavari er fijálst að túlka at-
burði eins og honum sýnist. Hann k
er sjálfsagt að höfða til nokkurra
undangenginna ára og þá getur hver i
dæmt fyrir sig,“ sagði Sigurður G. }
Tómasson um ummæli Svavars.
Búist er við að mál Illuga verði
rætt á fundi útvarpsráðs í dag.
HELGI Ingólfsson sagnfræðingur hlaut í gær
bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar
fyrir skáldsöguna Letrað í leikandi vindinn.
Verðlaunin voru nú veitt í fyrsta sinn til að
heiðra minningu borgarskáldsins. Dómnefnd
valdi sögulega skáldsögu Helga úr fjörutíu
handritum; að 21 Ijóðabók, 17 skáldsögum
og tveim leikritum. Hulda Valtýsdóttir blaða-
maður, Kolbrún Bergþórsdóttir gagnrýnandi
og Dagný Kristjánsdóttir dósent skipuðu
nefndina. Þær höfðu til hliðsjónar borgina,
bókmenntahefðina og valdið á íslenskri tungu.
Allt þetta einkenndi verk Tómasar, sem lést
fyrir ellefu árum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
afhenti Helga verðlaunin í Höfða.
Bókin er enn ókomin út, en ef dæma má
af viðmóti útgefenda sem viðstaddir voru í
Höfða í gær er ekki langt þar til hún verður
fáanleg á prenti. Þetta er pólitísk örlagasaga
og djörf lýsing á lífi í hinni fornu Rómaborg.
Hún gerist árið 63 fyrir Krist, segir frá íjórum
ungum mönnum og einkum skáldinu Catúll-
usi. Dagný Kristjánsdóttir orðaði það svo í
ávarpi sínu, að á þessum tíma hefði róm-
verska heimsveldið staðið á tímamótum, vald
öldungaráðsins verið vefengt, spilling gegn-
sýrt stjómkerfíð og allt gegnið kaupum og
sölum. „Sagan er ákaflega vel skrifuð,“ sagði
Dagný, „stíllinn er þéttur og myndríkur; lykt,
hávaði, hiti og þrengsli á götum Rómaborgar
verða áleitin í textanum. . . í þessari skáld-
sögu er mikil þekking á hugmyndaheimi,
heimspeki og trú tímabilsins samankomin og
vekur furðu hve mikla skírskotun Letrað í
leikandi vindinn hefur til nútíma okkar - en
það er aðal góðra sögulegra skáldsagna."
Hljóp yfir æskusögurnar en valdi
fornöldina
Með þessum verðlaunum stekkur fram á
sjónarsviðið nýr og áður óþekktur höfundur.
Helgi er 37 ára kennari í fornaldarsögu við
Menntaskólann í Reykjavík. Hann kveðst
hafa skrifað í tuttugu ár, bæði fyrir sjálfan
Pólitísk örlög og
ástir í Rómaveldi
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar voru í gær veitt
í fyrsta sinn. Helgi Ingólfsson hlaut þau fyrir heimildaskáldsög-
una Letrað í leikandi vindinn. Þórunn Þórsdóttir fylgdist með
verðlaunaveitingunni og ræddi við Helga um bókina.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HELGI Ingólfsson tekur við bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar úr
hendi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarsljóra.
sig og í vinnunni, en ekkert hafí komið út
af skáldskap nema ein smásaga í Tímariti
Máls og menningar. Svo hafi það verið fyrir
þrem, fjórum árum að nemendur hans hafi .
fengið það verkefni að flytja erindi um ljóð-
skáldið Catúllus. „Þótt þau væru nú misjöfn I
varð mér ljóst hve góður efniviður væri þarna. |
Því get ég þakkað nemendunum innblástur-
inn og vinum mínum nokkrum sem ég hitti
á þessum tíma og ræddi við um bókmenntir
dagsins. Okkur fannst vanta epískar skáld-
sögur og einfaldlega skemmtilegar bækur.“
Síðari hluti sögunnar í smíðum
Helgi segist þannig hafa ákveðið að setjast
niður og semja bók um pólitíska refskák, ást- |
ir og örlög Rómveija skömmu fyrir valdatöku
Sesars. „Eg skrifaði fyrst svona 400 síður og
lá svo yfír heimildum, slípaði og stytti um nær |
helming. Á þessum rúmu þrem árum lærði
ég að hugmyndin er tíundi hluti góðrar skáld-
sögu og handavinnan yfírgnæfandi. Nú stend
ég uppi með fímmta handrit sögunnar og hef
það endanlegt. Ég er meira að segja kominn
með um fjórðung af síðari hluta hennar, sjálf-
stæðu framhaldi þessarar bókar.“
Letrað í leikandi vindinn gerist að sögn
Helga á tveim sviðum; stjórnmálum og skáld- |
skap. Umhverfið er framandi en þó kveðst
Helgi vísa til nútímans með ýmsum hætti. j
„Hver metur söguna fyrir sig þegar þar að
kemur," segir han véfréttalegur þegar nánar
er innt eftir þessu. Stíll hennar er meitlaður
og yfirleitt frekar hlutlægur að Helga sögn.
Hann nefnir Anthony Burgess sem áhrifa-
vald á skrif sín og segist geta talið upp fjöl-
marga fleiri. Þótt hann hafi hér verið sagður
nýr höfundur, á hann fullar hirslur af sögum.
„Ég er löngu búinn að losa mig við minn-
ingabækurnar,“ segir hann, „þær fengu hæli
í skúffu. Mér fannst þær einfaldlega ekki
vera til útgáfu og er líklega ólíkur mörgum .
öðrum höfundum á mínum aldri að því leyti I
að ég kem seinna fram. Vel annan tíma.“