Morgunblaðið - 14.10.1994, Page 10

Morgunblaðið - 14.10.1994, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Samningsstj órnun tekin upp í samskiptum ráðuneyta og tveggja stofnana Á að efla sjálfstæði og sam- keppnisvitund ríkisstofnana Ráðuneyti hafa gert þjónustusamninga við tvær stofnanir ríkisins. í þessu felst að stofnan- irnar selja ríkinu þjón- ustu fyrir ákveðið verð. Til greina kemur, geti þær ekki boðið ein- hveija þjónustu á sam- keppnishæfu verði, að ríkið leiti til annarra. FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra og Sighvatur Björgvinsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og heilbrigðis- og tryggingaráðherra, undirrituðu í gær samninga, sem ráðuneyti Sighvats gera við Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins og Geislavarnir ríkisins. Þetta eru fyrstu þjónustusamningarnir, sem gerðir eru við ríkisstofnanir, en með þeim er reynt að líkja eft- ir markaðskerfinu með því að rík- ið kaupi þjónustu stofnahanna fyr- ir ákveðið verð. Samningsstjórnun af þessu tagi miðast að því að gera ríkisrekstur- inn hagkvæmari og þjónustu við almenning betri, að sögn Friðriks Sophussonar fjármálaráðhen-a. Friðrik sagði þessa tiiraun með samningsstjórnun vera hluta af átaki ríkisstjórnarinnar til nýsköp- unar í ríkisrekstri. „Nýjungin er einkum fólgin í tvennu. Annars vegar er sjálfræði stofnunarinnar aukið. Hins vegar er gerður formlegur þjónustu- samningur, þar sem skráð er niður hvaða árangri stofnunin á að ná og hvaða endurgjald kemur fyrir frá viðkomandi ráðuneyti,“ sagði Friðrik. Hann sagði að fordæmi væru fyrir þessu fyrirkomulagi meðal annars í Bandaríkjunum, þar sem markaðslausnir hefðu löngum ver- ið í fyrirrúmi, og einnig á Norður- löndunum í vaxandi mæli. Kemur til greina að kaupa þjónustu annars staðar í máli Friðriks kom fram að með þessum breyttu vinnubrögð- um skerptust öll samskipti stofn- RAÐHERRARNIR Sighvatur Björgvinsson og Friðrik Sophusson voru kampakátir við undirritun fyrstu þjónustusamninganna. Margvíslegar kröfur gerðar um árangur í þjónustusaimiingiun MEÐ þjónustusamningum við Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins og Geislavarnir ríkis- ins er ábyrgð stofnananna á eig- in rekstri aukin og jafnframt sjálfstæði þeirra. Jafnframt eru gerðar sértækar kröfur um árangur og tímamörk sett í mörgum tilfellum. Meðal atriða í samningnum við Geislavarnir má nefna að ráðstöfun eigin tekna sé á eigin ábyrgð stofnunarinnar og sé henni heimilt að ráðstafa tekjum milli viðfangsefna og rekstrarl- iða, svo femi að fjárhagslegum markmiðum sé náð og sam- keppnisstarfsemi ekki niður- greidd, í samræmi við sam- keppnislög. í samningum beggja stofnana eru ákvæði um að íjár- málaráðuneytið feli þeim fram- kvæmd kjarasamninga fyrir sína hönd. Stofnanirnar annast því alfarið ráðningar- og launamál, í samræmi við Jög, reglur og kjarasamninga. í tilviki Geisla- varna skal starfsmannafjöldi stofnunarinnar ráðast af verk- efnum hennar og fjárhag. Meðal krafna til árangurs í samningnum við RB má nefna að 75% rannsóknarverkefna skili þeim árangri, sem stefnt sé að, að 95% unninna verkefna teljist fullgóð, þ.e. að ekki berist kvart- anir vegna þeirra, og kostnaðar- þátttaka þriðju aðila í ýmsum verkefnum verði fastákveðið hlutfall. Jafnframt eru gerðar kröfur um árangur í rannsókn- um og verkefnum sett ákveðin tímamörk. Nefna má verkefni um þróun léttsteypu, gæðaflokk- un og nýtingarmöguleika ís- lenzkra steinefna til mannvirkja- gerðar, um stærð viðhaldsmark- aðarins, og greiningu á orsökum tæringar og annarra bilana í lagnakerfum. Gæðastjórnun í samningnum við Geisla- varnir eru meðal annars gerðar kröfur um gæðastjórnun í rekstri, tillögur um aðlögun ís- lenzkrar geislavarnalöggjafar að kröfum Evrpópusambands- ins, mat á geislaálagi þjóðarinn- ar vegna röntgengreiningar og úttekt á notkun sneiðmynda- tækja. ana og ráðuneyta. „Kaupandi" þjónustunnar, ríkið, vissi betur en áður hvað hann væri að kaupa og „seljandinn“, þ.e. viðkomandi rík- isstofnun, gæti sett fram skýrari markmið og áætlanir til að ná þeim markmiðum. Þannig yrðu stjórnvöld betur upplýst um starf stofnana, og auðveldara væri að fylgjast með því hvernig ríkis- stofnunum vegnaði. Onnur fyrirtæki fá tækifæri Fjármálaráðherra sagði til í dæminu að ef ríkisstofnun næði ekki þeim markmiðum, sem fram kæmu í þjónustusamningi, eða ef í ljós kæmi að hægt væri að kaupa þjónustuna ódýrari annars staðar, kæmi til greina að beina viðskipt- um ríkisins á því sviði til einkaað- ila. „Vandinn hjá ríkinu er sá, að ef aðeins ein stofnun sinnir til- teknu verkefni, getur hún í tímans rás farið að gera annað en það, sem til er ætlazt af henni. Með þessu er tryggt að við fáum þann árangur, sem við erum að leita eftir, og sú „hótun“ býr að baki að ef stofnanirnar standa sig ekki, getur ríkið alltaf leitað til annarra, sem eru með sams konar þjónustu á markaðnum. Þetta gefur öðrum fyrirtækjum því tækifæri til að bjóða ríkinu upp á tiltekna þjón- ustu og keppa við ríkisstofnanir í verði. Þannig getur þetta orðið í framtíðinni,“ sagði Friðrik. Krafa um árangur Friðrik sagði miklu máli skipta að vel væri skilgreint í samningun- um hvað ríkið fengi fyrir pening- ana. í dag stjórnaði ríkið útgjalda- málum sínum með því að tak- marka peningana, sem stofnanir og fyrirtæki þess fá, og viðbrögð stofnana væru þá oft að draga úr þjónustu sinni. Erfitt væri fyrir ríkið að fylgjast með slíku. í þjón- ustusamningum væri hins vegar gerð krafa um hvaða árangur starfsemin ætti að bera. Undir þjónustusamningana rit- uðu einnig forstjórar og stjórnar- formenn Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins og Geisla- varna ríkisins og lýstu þeir allir ánægju með hið nýja stjórnunar- og samskiptaform. Fram kom í máli ráðherranna að meðal ríkis- stofnana, sem verið væri að und- irbúa þjónustusamninga við, væru Kvennaskólinn í Reykjavík, Bændaskólinn á Hólum og Vita- og hafnamálastofnun. Málflutningur í Félagsdómi í máli Atlanta gegn FÍ A fór fram í gær Niðurstöðu að vænta áður en verkfall hefst MÁLFLUTNINGUR í máli flugfé- lagsins Atlanta gagnvart Félagi íslenskra atvinnuflugmanna fór fram í félagsdómi í gær. Niður- stöðu er að vænta um helgina eða fyrir boðað verkfall FÍA gagnvart flugfélaginu á hádegi á mánudag. Ekki tókust sættir í deilunni á fundi með sáttasemjara á miðviku- dag. Lokatilraun til sátta Sigurvin Einarsson, gjaldkeri FÍA, sagði að sáttasemjari hefði gert lokatilraun til að sætta aðila með fundi á miðvikudagskvöld. Lögfræðingur Atlanta, sem einn hefði mætt fyrir hönd fyrirtækis- ins, hefði hins vegar hafnað öllum viðræðum á sömu forsendum og áður. Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir í ályktun áhyggjum sínum yfir þeirri staðreynd að stofnað hafi verið nýtt stéttarfélag, sem gengið hafi verið til samninga við á meðan á samningaviðræðum flugfélagsins Atlanta hf. og FIA stóð. Alþýðusambandið telur að- ferðina til þess fallna að veikja stöðu og starfsemi stéttarfélaga almennt og bijóta niður samstöðu launafólks í baráttu fyrir bættum lífskjörum. Það lýsir yfir fullum stuðningi við það sjónarmið FÍA að stofnun Fijálsa flugmannafé- lagsins undir áðurnefndum kring- umstæðum sé aðför að starfsemi stéttarfélaga í landinu almennt. Getur gengið af verka- lýðshreyfingunni dauðri Stjórn Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur og nágrennis lýsir yfir fullum stuðningi við FÍA í ályktun. Stjórn félagsins tekur undir að stofnun nýs stéttarfélags sem losi atvinnurekendur undan lögboðinni samningsskyldu sé al- varleg atlaga að grundvallarrétt- indum stéttarfélaga og lögboðnum samningsrétti þeirra fyrir félaga sína. Sjómannafélag Reykjavíkur skorar á ASÍ að veita FÍA allan þann stuðning sem hægt sé að veita í kjarabaráttu félagsins við Flugfélagið Atlanta, „vegna þess að allt þetta mál getur gengið af verkalýðshreyfingunni dauðri“. Prófkjör á Vestfjörðum Tveir berj- astum efsta sætið NÍU bjóða sig fram í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum sem fram fer á morgun, laugardag. Prófkjör- ið er opið flokksbundnu sjálf- stæðisfólki 16 ára og eldra og öðrum þeim sem undirrita stuðningsyfirlýsingu við flokkinn Eftirtaldir bjóða sig fram: Ásgeir Þór Jónsson verslunar- maður í Bolungarvík, Einar Kristinn Guðfinnsson al- þingismaður, Einar Oddur Kristjánsson framkvæmda- stjóri á Flateyri, Gísli Ólafs- son verktaki í Vesturbyggð, Guðjón Arnar Kristjánsson skipstjóri, Hildigunnur Lóa Högnadóttir framkvæmda- stjóri á ísafirði, Kolbrún Hall- dórsdóttir fiskvinnslukona á ísafirði, Ólafur Hannibalsson blaðamaður og Sigríður Hrönn Elíasdóttir sveitarstjóri í Súðavík. Kosið er um Ijögur efstu sæti framboðslistans. Einar Kristinn og Einar Oddur sækjast eftir stuðningi í efsta sætið. Matthías Bjarnason, sem skipað hefur það sæti í mörg ár, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Guðjón Arnar stefnir á annað sætið og Ásgeir Þór segir að mark- mið sitt sé að ná kosningu í 4. sæti listans. Hinir fram- bjóðendurnir fimm, Gísli, Hildigunnur Lóa, Kolbrún, Ólafur og Sigríður Hrönn, sækjast allir eftir stuðningi í þriðja sætið. Kjörstaðir verða opnir á öllum helstu þéttbýlisstöðum kjördæmisins en á misjöfnun tímum. Lengst er opið á ísafirði og í Bolungarvík frá klukkan 10 til 22, en víða er lokað klukkan 18 eða 19. Utankjörstaðaratkvæða- greiðsla fer fram í dag og á morgun á skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins í Valhöll og einnig í dag í Kaupvangi við Mýrarveg á Akureyri. Saab-bifreiðir Auðvelt að koma í veg fyrir stuld SAAB-bifreið var í fyrrinótt stolið frá Grenimel í Reykja- vík og er talið þar hafi verið að verki sami maður eða sömu menn og brutust inn í bakarí við Hagamel sömu nótt. Þar var sprengd upp hurð og stol- ið 8.000 krónum í skiptimynt. Að gefnu tilefni vill lögregl- an í Reykjavík benda Saab- eigendum á að láta hreinsa kveikjulása í bifreíðum sínum. Þeir eru á milli sætanna í Saab-bílum og snúa þannig að skítur kemst auðveldlega ofan í þá. Þegar hann safnast fyrir í einhvern tíma endar með því að hægt er að ræsa bílinn með ýmsu öðru en rétt- um lykli. Þess vegna þarf að þrífa kveikjulásana reglulega með hreinsiolíu og koma þannig á auðveldan hátt í veg fyrir að Saab-bifreiðum sé stolið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.