Morgunblaðið - 14.10.1994, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 13
Sjötíu ár frá stofnun Verkalýðsfélags Akraness í dag
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
SIGFÚS Sigurjónsson mælir þykkt bakvöðva og fitu með sónar-
tæki. Ólafur Gunnarsson á Giljum heldur í hrútinn.
Nota sónartæki til að
skoða kynbótahrúta
Fagradal, Mýrdal - Jón
Vilmundarson, ráðunaut-
ur Búnaðarsambands
Suðurlands, hefur nú í
haust farið um allt Suður-
land til að skoða kynbóta-
hrúta. A þessum hrúta-
sýningum hafa allir eins-
vetra hrútar og álitlegir
lambhrútar verið skoðað-
ir og mældir, síðan er
notað sónartæki til að
mæla fitu og þykkt bak-
vöðva. Þetta sónartæki er
svipað þeim sónartækjum
sem notuð eru á fæðing-
ardeild Landspítalans.
Á hrútasýningu, sem
haldin var að Stóru-Heiði
í Mýrdal, voru saman-
komnir margir lamb- og
einsvetra hrútar. Sigfús
Sigurjónsson frá Borgarfelii sat
við sónarinn og mældi fitu og
þykkt bakvöðva hrútanna, en Jón
Vilmundarson þuklaði og gaf
þeim stig. 26 einsvetra gamlir
hrútar voru sýndir og fengu 24
l. verðlaun A en 2 1. verðlaun
B. Sá besti, Bútur, fékk 86,5 stig
TÓMAS Pálsson á Litlu-Heiði heldur
í verðlaunahrútinn Bút. Jón Vilmund-
arson ráðunautur mælir hrútinn.
og hann átti Tómas Pálsson á
Litlu-Heiði en hrútur með mestan
bakvöðva var frá Jóni Hjaltasyni,
Götum, en hann mældist með 4
mm fitu og 37 mm bakvöðva.
Bestu lambhrútarnir og besti vet-
urgamli hrúturinn eru ættaðir frá
Hermanni Árnasyni, Stóru-Heiði.
Tímamóta-
na minnst
með ýms-
um hætti
Akranesi - Verkalýðsfélag Akra-
ness er sjötíu ára í dag og verður
þessara merku tímamóta í sögu fé-
lagsins minnst með ýmsum hætti á
næstu dögum. Félagið hefur alla tíð
verið öflugur málsvari fyrir verkafólk
og verkalýðsbaráttu og látið til sín
taka í ýmsum framfaramálum á
Akranesi.
Stofndagur félagsins er 14. októ-
ber 1924. Undirbúningsstofnfundur
var haldinn 9. október sama ár í
Báruhúsinu, sem svo var nefnt. Ekki
kemur fram hve margir sóttu þessa
fundi, en frummælandi var Oddur
Sveinsson á Akri, sá hinn sami og
síðar meir varð landsþekktur sem
fréttaritari Morgunblaðsins á Akra-
nesi.
í fyrstu stjórn voru kosnir Sæ-
mundur Friðriksson formaður, Oddur
Sveinsson ritari, Eiríkur Guðmunds-
son féhirðir og Jörgen Hansson og
Ágúst Ásbjörnsson meðstjórnendur.
Varaformaður var kjörinn Sveinbjörn
Oddsson sem síðar varð formaður
félagsins til margra ára.
Kaflaskipti urðu í starfsemi fé-
lagsins 1931 þegar því var skipt upp
í deildir og við það breyttust nokkuð
störf þess og stjórn. Deildirnar fóru
með sín sérmál og á sama tíma og
fundum fjölgaði innan deildanna
dróst saman fjöldi félagsfunda. Ein
veigamesta breyting þessu samfara
var að deildirnar sem stofnaðar voru
í upphafi, kvennadeild, verkamanna-
deild og sjómannadeild, svo og aðrar
deildir sem síðar komu, fengu sjálf-
kjörinn fulltrúa í stjórn félagsins sem
allar götur síðan hefur verið formað-
ur viðkomandi deildar.
Næstu kaflaskil í sögu félagsins í
verða þegar Vélstjórafélagið Víking-
ur, sem stofnað hafði verið 1935,
ákveður að ganga inn í félagið sem
sérstök deild 1936. Þetta var sú
deildaskipan sem lengst var við lýði
utan þess að stofnaðar voru bílstjóra-
deild og matsveinadeild sem lögðust
síðan af innan skamms tíma. Frek-
ari breytingar á þessu skipulagi urðu
ekki fyrr en þijár deildir voru stofn-
aðar með stuttu millibili á síðari árum
jviurgunuiuuiu/ muigriinur
ÞAÐ VAR fríður og föngulegur hópur sem sýndi á konukvöldinu á Grundarfirði.
Líflamba-
sala vegna
fjárskipta
Borg, Eyja- og Miklaholts-
hreppi - Fjárkaupabændur úr
Húnavatns-, S-Þingeyjar- og
Árnessýslum voru hér á ferð í
fjárkaupum. Nú eru þeir að fá
sér nýjan fjárstofn eftir niður-
skurð vegna riðu.
Seld voru hér af Snæfellsnesi
vestan varnargirðingar 670
lömb. Keypt voru lömb í þremur
hreppum, Miklaholtshreppi,
Fróðárhreppi og Eyrarsveit.
Grundarfirði - Á konukvöldi, _sem
haldið var í veitingahúsinu Ása-
kaffi í Grundarfirði um síðustu
helgi, var karlmönnum stranglega
bannaður aðgangur. Að skemmt-
uninni stóðu verslunin Fell, versl-
unin María og hárgreiðslustofa
Kristínar Ýr.
Tískusýning
Á skemmtuninni var tískusýn-
ing, þar sem sýndur var fatnað-
ur, hárgreiðsla, skartgripir og
slæður frá verslunum og hár-
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
STARFSFÓLK Verkalýðsfélags Akraness í dag ásamt Herdísi
Ólafsdóttur, sem um áraraðir var starfsmaður félagsins og forystu-
maður þess. Talið frá vinstri: Herdís Ólafsdóttir, Hervar Gunnars-
son, Guðmundur M. Jónsson og Elín Hanna Kjai-tansdóttir.
eða iðjudeild 1983 og fiskvinnslu-
deild og sjúkrahúsdeild 1988. í ár
var síðan gerð sú breyting á deilda-
skipan félagsins að kvennadeild og
iðjudeild voru sameinaðar í deild iðn-
og verkafólks og síðan hefur Tré-
smiðafélag Akraness runnið saman
Við félagið í sérstaka iðnsveinadeild.
Átta formenn frá upphafi
Alls hafa átta formenn starfað í
Verkalýðsfélagi Akraness frá stofn-
un þess og margir þeirra sem valist
hafa í stjórn hafa langan starfsaldur
að baki. Núverandi formaður, Hervar
Gunnarsson, segir að þó alltaf sé á
brattann að sækja í verkalýðsbarátt-
unni hafi mikið áunnist í starfi
Verkalýðsfélags Akraness.
Hervar segir baráttumálin ætíð
þau sömu. „Er ekki enn í dag verið
að reyna að stía verkafólki í sundur,
reyna að gera samtakamátt þess
veikari og er ekki enn verið að hafa
áhrif á verkafólk á þann hátt að það
sjálft rífi niður sín eigin samtök? Ég
spyr mig oft að því,“ segir Hervar,
„hveijum gagnast slíkt? Þetta var
líka reynt á árum áður, jafnvel strax
við stofnun félagsins, en það fólk sem
í hita og þunga dagsins hefur haldið
merki verkalýðsfélaga á lofti öll þessi
ár á mikið lof og heiður skilinn.“
í núverandi stjórn félagsins eru,
auk Hervars, Lárus Ingibergsson
varaformaður, Elín Hanna Kjartans-
dóttir ritari, Ásmundur Uni Guð-
mundsson vararitari, Jóhann Örn
Matthíasson meðstjórnandi og Þór-
unn Árnadóttir varameðstjórnandi.
Formenn deilda, sem eins og áður
kemur fram eru einnig stjórnarmenn
í félaginu, eru Björn Guðmundsson
formaður iðnsveinadeildar, Elínbjörg
Magnúsdóttir formaður fiskvinnslu-
deildar, Guðmundína Samúelsdóttir
formaður deildar iðn- og verkafólks,
Gunnar Guðjónsson formaður sjó-
mannadeildar, Hulda Sigurðardóttir
formaður sjúkrahúsdeildar, Jón Jóns-
son formaður verkamannadeildar og
Karl Siguijónsson formaður vél-
stjóradeildar.
Tímamótanna minnst
Verkalýðsfélag Akraness mun
minnast þessara tímamóta með ýmsu
móti. Samsæti var haldið fyrir eldri
borgara á Akranesi um síðustu helgi.
Þá mun félagið efna til sögusýningar
á gömlum gögnum úr starfsemi fé-
lagsins í sjötíu ár í húsakynnum fé-
lagsins við Kirkjubraut. Afmælishóf
verður síðan haldið á afmælisdaginn
14. október og síðan verður félagið
með opið hús í húsakynnum sínum
laugardaginn 15. október frá kl. 15
til 18.
Konukvöld í Grundarfirði
Karlmenn, nei takk!
greiðslustofu staðarins. Sýning-
arstúlkurnar voru úr röðum
heimakvenna. Þó karlkyns væri
var fréttaritara hleypt inn á æf-
ingu daginn fyrir skemmtunina
og fékk hann að sjá hluta af tísku-
sýningunni og taka nokkrar
myndir. Horfðu sumir karlmenn
nokkrum öfundaraugum á frétta-
ritara þar sem honum var hleypt
inn í salinn og höfðu orð á að
réttast væri að setja lögbann á
skemmtunina þar sem hún bryti
í bága við jafnréttislög.
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraun_
Kopavogi, simi
S71800
Daihatsu Charade TX '91, blár, 5 g., ek.
aðeins 26 þ. km. V. 680 þús.
Izusu Trooper 4x4 '83, 5 g., ek. 40 þ.
km. á vél, nýskoðaður. Gott eintak. V. 390
þús.
Toyota Hl Lux '88, svartur, 5 g., ek. 153
þ. km., sóllúga, rafm. í rúöum, 5:71 hlut-
föll, 35" dekk, aircond. o.fl. V. 1.100 þús.
Subaru Legacy GL 16V 4x4 '91, hvítur, 5
g., ek. 82 þ. km. V. 1.390 þús.
MMC Galant 2000 GTI 5 g., ek. 92 þ.
km., vól og gírkassi ný yfirfarið, sóllúga,
rafm. í rúður, álfelgur, spoiler o.fl. V. 1.090
þús.
Mazda 626 GLX station '89, sjálfsk., ek.
106 þ. km. V. 850 þús.
Range Rover 4ra dyra '85, sjálfsk., ek.
129 þ. km. V. 1.090 þús.
Cherokee Limited '92, 4.0 L, sjálfsk., ek.
aðeins 31 þ. km., leðurklæddur m/öllu.
V. 2,9 millj.
Nissan Sunny GTi 2000 '93, 5 g., ek. 38
þ. km., m/öllu. V. 1.350 þús.
Toyota Landcruiser Turbo diesel m/lnt-
erc. '89, 5 g., ek. 112 þ. km., 36“ dekk,
kastarar o.fl. V. 1.890 þús.
M. Benz 200 '86, grásans., sjálfsk., ek.
162 þ. km., uppt. vól, sóllúga. V. 1.490
þús.
Chevrolet Suburban 6.2 diesel '88,
sjálfsk., góð vél o.fl. Tilboðsv. 1.150 þús.
Hyundai S Coupó Turbo '93, 5 g., ek. 27
þ. km., rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. V. 1.190
þús.
Toyota Corolla Lirtback GTi '93, 5 g., ek.
17 þ. km., m/öllu. V. 1.390 þús.
Toyota Corolla Touring XL 4 x 4 '89, 5
g., ek. 85 þ. km. V. 890 þús.
Toyota Landcruiser langur (bensín) '82,
óvenju gott eintak. V. 1.050 þús.
Subaru Justy '88, 4ra dyra, rauöur, 5 g.,
ek. 63 þ. km. V. 380 þús.
Nissan Sunny SR 16001 '94, sjálfsk., ek.
10 þ. km., álfelgur, spoiler o.fl. V. 1.280
þús. Sk. á ód. sportbíl.
Plymouth Voyager V-6 7 manna '90,
sjálfsk., ek. 108 þ. km. V. 1.390 þús.
Nissan Sunny SLX Sedan '93, Ijósgrár, 5
g., ek. 34 þ. km., 5 dyra, rafm. í rúðum
o.fl. V. 1.100 þús.
Suzuki Vitara 5 dyra JLXI '92, hvítur, 5
g., ek. 39 þ. km., rafm. í rúðum, hiti í
sætum o.f. V. 1.790 þús.
.....
uaf •
Plymouth Voyager V-6, 7 manna ’90,
sjálfsk., ek. 108 þ. km. V. 1.350 þús.
T --
Honda Civic LSI '92, rauður, sjálfsk., ek.
18 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Toppeintak.
Tilboðsverð 1.090
Honda Civic GLi 16V '90, 5 g., ek. 80 þ.
km., rauður, sóllúga, spoiler o.fl. V. 790
þús. Sk. ód.
Grand Cherokee Laredo '93, sjálfsk.,
m/öllu, ek. 26 þ. mílur. Sem nýr. V. 3.7
millj.
Daihatsu Charade Sedan SG '91, rauður,
sjálfsk., ek. 55 þ. km. V. 790 þús.
Fjöldi bila á tilboðsverði.
Greiðslukjör við allra hæfi.
Opið sunnudaga
kl. 13-16.