Morgunblaðið - 14.10.1994, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
BJARNI Þór Þórhallsson,
opnar bráðum veitingastað á
Grensásvegi, Boston kjúkling.
Nýr kjúkl-
ingastaður á
Grensásvegi
NÝR veitingastaður, Boston
kjúklingur, verður opnaður í
næsta mánuði á Grensásvegi 5.
Staðurinn er um 200 fm og rúm-
ar 55 manns í sæti. Mikil áhersla
verður lögð á hollusturétti og
hafa sérstakar krydduppskriftir
verið keyptar frá Bandaríkjun-
um.
Bjarni Þór Þórhallsson, eig-
andi Boston kjúklings, sem áður
var rekstrarstjóri Dominos
Pizza, segir að boðið verði upp
á fjölbreytt úrval kjúklingarétta,
t.d. grillaða kjúklinga, kjúklinga-
salöt og djúpsteikta kjúklinga.
Bjarni segir að lögð verði
áhersla á hagstætt verð enda
verði rekstrarkostnaði haldið í
lágmarki.
*
Islensku olíufélögin bregðast við samkeppni frá erlendum birgðaskipum
Kemur til greina að senda
olíuskip á úthafsveiðisvæðin
ÍSLENSKU olíufélögin hafa verið að athuga hvernig þau geti brugð-
ist við aukinni samkeppni erlendra birgðaskipa sem selja olíu til
fiskiskipa, einkum á úthafsveiðisvæðunum. Meðal annars getur
komið til greina að senda olíuskip á þessi mið, að sögn Kristins
Björnssonar, forstjóra Skeljungs.
Geir Magnússon, forstjóri Olíufé-
lagsins hf., segir að ef til vill sé
kominn tími til að mæta þessari
samkeppni. Hægt sé að fá leigt skip
með stuttum fyrirvara og segir hann
helst koma til greina að gera tilraun
með að senda olíuskip á Reykjanes-
hrygg þegar úthafskarfaveiðin þar
standi sem hæst. Ekki er vitað um
mörg dæmi þess að íslensk skip séu
að kaupa olíu af birgðaskipum innan
fiskveiðilögsögunnar, viðskiptin eru
mest við úthafsveiðiflotann.
Birgðaskip sem selja olíu og vistir
koma reglulega í Smuguna í Bar-
entshafi. íslensk og erlend skip sem
þar esu í langan tíma kaupa af þeim
olíu og vistir. Birgðaskipin hafa
einnig fylgt úthafsveiðiflotanum á
Reykjaneshrygg og við Grænland
og íslensk skip sem farið hafa til
veiða á Flæmska hattinum hafa átt
viðskipti úti á miðunum. Mikið af
olíunni er selt fyrirfram og fyrir
milligöngu íslensku olíufélaganna.
Danska fyrirtækið Malik Supply
hefur t.d. verið með tvö skip á ferð-
inni og kemur fulltrúi fyrirtækisins
reglulega hingað til lands til þess
að halda tengslum við útgerðarmenn
og samtök þeirra.
Samkeppnisfær í verði
Forstjórar olíufélaganna segja að
þessi viðskipti hafi aukist mikið og
veiti þeim verulega samkeppni, ís-
lensk jafnt sem erlend skip kaupi
minni olíu af þeim. Félögin beittu
sér sameiginlega fyrir verðlækkun
olíu frá birgðaskipum í Smugunni
og hafa síðan verið í sambandi um
þessi mál. Geir Magnússon segist
telja að ef farið yrði út í að leigja
olíuskip og senda á úthafsveiðisvæð-
in yrðu félögin að gera það í samein-
ingu, hvert skip væri í viðskiptum
við ákveðið olíufélag én ekki væri
grundvöllur til þess að senda þijú
skip til viðbótar.
Ekki er greitt flutningsjöfnunar-
gjald eða aðflutningsgjöld af olíu
sem seid er úr birgðaskipi á miðun-
um, hvort sem skipið er á vegum
erlendra aðila eða íslenskra ef hún
kemur aldrei inn í landið. íslensku
olíufélögin teija sig þó oftast vera
samkeppnisfær í verði en það dugi
ekki ef fiskiskipin þurfi að sigla í
land eftir olíunni. Kristinn og Geir
segja að söluverð olíunnar hjá þess-
um skipum sé mismunandi, það færi
eftir aðstæðum kaupanda og selj-
Tilkynning um skráningu skuldabréfa
á Verðbréfaþingi Islands
ííeimsbréf, jR.eiðubréf
• •
og Ondvegisbréf
Heimsbréf, Reiðubréf og Öndvegisbréf
hafa verið skráð á Verðbréfaþingi íslands.
Heimsbréf er verðbréfasjóður sem ávaxtaður er
í erlendum verðbréfum
'm
Reiðubréf er skammtímaverðbréfasjóður
Öndvegisbréf er eignaskattsfrjáls verðbréfasjóður
Skráningarlýsing vegna skráningar ofangreindra verðbréfadeilda
á Verðbréfaþingi íslands liggurframmi hjá
Landsbréfum hf.
Umsjón með skráningu: Landsbréf hf.
If
LANDSBRÉF HF.
LANDSBANKINNSTENDUR MEÐ OKKUR
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 889200, bréfasími 888598.
LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS.
anda. Verðið var til dæmis hátt í
Smugunni vegna þess að fiskiskipin
fengu ekki afgreiðslu í Noregi. Báð-
ir nefna dæmi um að verðið hafí síð-
an oft verið snarlækkað þegar skipin
vildu tæma sig og komast í burtu.
Tollalögsagan 12 mílur
Kristinn nefnir það sem dæmi um
ágengni erlendu birgðaskipanna að
eitt þeirra hafi sést afgreiða olíu til
erlends skips hér inni á firði. Þó
telur hann að ekki sé mikið um að
þau séu að selja íslenskum skipum
olíu í fiskveiðilögsögunni. Sveinn
Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur
Landsambands íslenskra útvegs-
manna,_ segist ekki vita nein dæmi
þessa. íslenska tollalögsagan er 12
sjómílur. Sé olía afgreidd á íslenskt
skip innan hennar telst hún innflutn-
ingur til Iandsins. Ekki yrðu inn-
heimt aðflutningsgjöld þó erlent skip
tæki olíu í tollalögsögunni því sam-
kvæmt upplýsingum Ríkistollstjóra-
embættisins þyrfti að endurgreiða
skipunum gjöldin þegar þau færu
útfyrir aftur.
Nortran USA semur við nýja aðila
um fraktflug til Bandaríkjanna
Emery Airlines
flýgur vikulega
frá Islandi
EMERY Worldwide Airlines fór í sitt fyrsta fraktieiguflug frá Keflavík til
Bandaríkjanna sl. miðvikudag. Flugið var á vegum Nortran USA Inc. í
Bandaríkjunum, en fyrirtækið sem er í eigu Einars Ólafssonar, fyrrum for-
stjóra Cargolux sem starfar nú að flugmálum í Bandaríkjunum, hefur frá
janúar á þessu ári boðið upp á nær vikulegt fraktflug á milli íslands og
Bandaríkjanna. Nortran USA hefur nú samið við Emery Worldwide Airli-
nes um fraktflugið og er stefnt að því að DC 8 vél flugfélagsins fari frá
Keflavík á þriðjudögum í vetur.
Nortran USA er samstarfsfyrir-
tæki Nortran hf. sem er í eigu Þór-
arins Kjartanssonar, umboðsaðila
Cargolux á íslandi. Að sögn Einars
Ólafssonar, eiganda Nortran USA,
eiga fyrirtækin tvö í samvinnu á
ýmsum sviðum, s.s í markaðsmálum,
markaðssetningu og ráðgjöf, en
fraktflug Cargolux á milli Lúx-
emborgar og Bandaríkjanna með
viðkomu í Kefiavík er alfarið á veg-
um Nortran hf.
„Ég stofnaði Nortran USA
snemma á þessu ári, en fyrsta frakt-
flugið á mínum vegum var 6. janúar
sl.,“ sagði Einar í samtali við Morg-
unblaðið. „Flugin eru orðin um 30
á árinu og er magnið vel yfir 500
tonm Samtals eru þetta um 30 aðil-
ar á íslandi sem hafa skipt við mig.“
DC 8 flugvél Emery Worldwide
Airlines tekur 50 tonn af frakt, eti
frá ársbyijun hefur Nortran USA
flutt um 500 tonn af frakt frá ís-
landi til Bandaríkjanna.
Ekki haft okkur í frammi
Aðspurður hvernig standi á því
að svo hljótt hafi farið um þetta
leiguflug með frakt sem raun ber
vitni þrátt fyrir að það hafi staðið
yfir frá byijun árs sagðist Einar
ekki hafa verið í neinum felum með
þessa þjónustu, en ekki heldur verið
að hafa sig í frammi. „Það eru marg-
ir sem vita af þessu, en við höfum
ekkert verið að hampa því. Við höf-
um ekki viljað stíga á tærnar á nein-
um.“
Það sem af er árinu hefur Einar
skipt við nokkur flugfélög í frakt-
fluginu. Emery Worldwide Airlines
er það sjötta í röðinni en samningar
hafa nú náðst á milli þess og Nor-
tran USA um vikulegt fráktflug í
vetur. Flogið er til Hartford í
Connecticut. „Ég valdi þennan flug-
völl því aðkoma að honum er þægi-
leg og hann er miðja vegu á milli
New York og Boston,“ sagði Einar.
Aðspurður um verð sagði Einar
að um væri að ræða sömu gjaldskrá
og Cargolux byði nú sitt flug á.
Fyrir stærri sendingar væru greiddir
1,10 dollarar og 1,30 dollarar fyrir
þær minni.
Fyrirtæki
Snýr Virgin sér að
sölu maríúana ?
London. Reuter.
SÍAUKIN fjölbreytni er í umsvifum
brezka auðjöfursins Richards Bran-
sons og hann hefur gefið í skyn að
Virgin-vörumerki hans verði notað
til þess að selja fjármálaþjónustu -
og jafnvel maríúana.
„Við erum að íhuga fjármálaþjón-
ustu almennt, en allar áætlanir verða
að bíða í að minnsta kosti ár,“ sagði
talsmaður Bransons á dögunum.
Virgin hefur þegar haslað sér
völl á tölvusviðinu og í framleiðslu
og sölu vodka og nú síðast cola-
drykkja. Samningar hafa tekizt við
stórverzlananetið Tesco um sölu á
Virgin Cola í Bretlandi.
Branson útilokar ekki markaðs-
setningu á Virgin-maríúana, ef það
verður leyft. „Ef maríúana verður
lögleitt og brezka læknasambandinu
verður sýnt fram á að það sé mein-
laust mun hann vissulega hugleiða
slíkt,“ sagði talsmaðurinn.
Efahyggjumenn velta því nú fyr-
ir sér hvort Branson sé á leiðinni
yfír strikið. „Fyrst var það Virgin-
vodka, nú er það Virgin- cola. Virg7
in-hnetur hljóta að vera næsta skref-
ið. Það virðist freistandi að nota
Virgin-vörumerkið á allt sem er nógu
afkáralegt," sagði blaðið Financial
Times á dögunum.