Morgunblaðið - 14.10.1994, Síða 19

Morgunblaðið - 14.10.1994, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 19 LISTIR Möguleikhúsið Tvær barnasýn- ingar um helgina TVÆR LEIKSYNINGAR fyrir böm verða í Möguleikhúsinu við Hlemm um helgina. Laugardaginn 15. október klukkan 15.00 sýnir Furðuleikhúsið íslenska ævintýrið Hlina kóngsson og á sunnudaginn 16. október klukkan 15.00 sýnir Möguleikhúsið Umferðarálfinn Mókoll. Furðuleikhúsið var stofnað í sumar af leikurum sem voru með leiksýningar og uppákomur í Fjöl- skyldugarðinum. I sýningunni um Hlina kóngsson kynnast börnin galdri leikhússins og möguleikum á að skapa leikhús úr hlutum sem þau þekkja úr hversdagslífinu, seg- ir í fréttatilkynningu. Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson en leikarar era Margrét Kr. Pétursdóttir, Ólöf Sverrisdóttir og Eggert Kaaber. Sýningin á Mókolli er unnin í LÖGREGLAN (Bjarni Ingvarsson) ræður Mókolli (Gunnari Helgasyni) heilt i umferðinni. samvinnu við Umferðarráð og var hefur verið sýnd víðsvegar un land- frumsýnd fyrr á þessu ári. Hún ið og er sýningin á sunnudag sú 121. í röðinni. í leikritinu er börnunum kennt að varast þær hættur sem helst kunna að verða á vegi þeirra í umferðinni. Þar segir frá álfinum Mókolli sem býr í litlum álfhól. Dag einn vaknar hann við vondan draum þegar umferðargata er lögð þvert í gegn- um hólinn. Þá þarf Mókollur að læra að komast leiðar sinnar í umferðinni án þess að fara sér að voða. Handritið er eftir Pétur Egg- erz, söngvar eftir Bjarna Ingvars- son, leikmynd gerði Hlín Gunnars- dóttir og leikstjóri er Stefán Sturla Sigurjónsson. Leikarar eru Gunnar Helgason, Bjarni Ingvarsson og Pétur Eggerz. Vakin skal athygli á því að hvor sýning verður aðeins sýnd í þetta eina sinn. Fjórar sýn- ingar opn- aðar í Ný- listasafninu LAUGARDAGINN 15. októ- ber kl. 16 verða opnaðar fjór- ar sýningar í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, Reykjavík. Sýn- endur eru: Gerður Leifsdóttir, Hreinn Friðfinnsson, Ingileif Thorlacius, Níels Hafstein og Haraldur Níelsson. Gerður Leifsdóttir sýnir í Setustofu ljósmyndir og verk úr krossvið. Hreinn Friðfinnsson sýnir eitt verk, glerhillur með álímd- um formum úr silfurpappír sem varpa frá sér ljósi og skuggum. Ingileif Thorlacius sýnir fimm skúlptúra úr fatnaði og ýmsum búsáhöldum. Níels Hafstein og Haraldur Níelsson sýna verk sem unnin eru undir áhrifum stríðsleikja, tíu metra langan útsaumaðan trefil og samhangandi teikn- ingar. Sýningarnar eru opnar dag- lega frá kl. 14-18, þeim lýkur sunnudaginn 30. október. Ensemble Norá á ísafirði Danski kammerhópurinn En- semble Nord heldur tónleika á ísafirði á sunnudaginn, 16. október. Þeir verða í sal grunnskólans og hefjast klukkan 20.30. Hópurinn, sem skipaður er sex ungum tónlistarmönnum, var stofnaður fyrir fimm árum. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga, frumflutt á fimmta tug kammerverka og gefíð mörg þeirra út á þremur geisladiskum. Efnisskrá tón- leikanna á Isafirði verður fjöl- breytt blanda nýrri og eldri verka. Þetta eru fyrstu áskriftartónleikar nýs starfs- árs Tónlistarfélagsins. En- semble Nord er hérlendis í til- efni Danskra haustdaga. Grafík Hjá þeim í DAG opnar Kristín Pálma- dóttir sýningu í Galleríinu Hjá þeim á Skólavorðustíg 6b. Hún sýnir þar hluta af loka- verkefni sínu við grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans. Þaðan útskrifaðist Kristín síðastliðið vor. Galleríið Hjá þeim er opið frá 12-18 virka daga og laugardaga frá 10-14. BikarafhendingMjólkursamsölunnar, i . ^ laugardag og sunnudag 15.-16. okt. Mjolkurbikararnir þátttakan í Mjólkurbikarleiknum síðastliðið sumar svo gífurleg að við urðum uppiskroppa með verðlaunabikara. Og nú er aukasendingin komin með pað sem upp á vantaði! Hér fást bikararnir a ri d uy iiiuu mánudeginum 17. okt. veröa mjólkurbikarar afhentir í Mjólkursamsölunni, Bitruhálsi, á milli kl. 13 og 18 virka daga til 15. nóvember. REYK3AVÍK: Mjólkursamsalan Bitruhálsi: Laugardag og sunnudag 15. og 16. okt. kl. 10 til 16. Mjólkurbíll v/Laugardalsvöll: Laugardag og sunnudag 15. og 16. okt. kl. 10 til 16 verður mjólkurbíll við miðasölu aðalleikvangs. HAFNARFJÖRÐUfR: Mjólkurbíll á bflastæðunum við Fjarðarkaup, laugardag og sunnudag 15. og 16. okt. kl. lOtil 16. YTRI-NJARÐVÍK: Við Hagkaup, laugardag og sunnudag 15. og 16. okt. kl. 10 til 16. NJARÐVÍK: Við Samkaup, laugardag og sunnudag 15. og 16. okt. kl. 10 til 16. VESTMANNAEYJAR: Geisli, Flötum 29, laugardag og sunnudag 15. og 16. okt. kl. 13 til 16. Um leið og við þökkum ungum sem öldnum frábæra frammistöðu og ómælda þolinmæði, hvetjum við þá til aö láta sjá sig á laugardag eða sunnudag! "W MJÓLKURSAMSALAN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.