Morgunblaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 21
LISTIR
Samstilltur og
og smekk-
legur söngnr
í Deiglunni - næstsíð-
asta sýningarhelgi
TONLIST
Norræna húsiö
KÓRSÖNGUR
Danski sönghópurinn Pro arte,
stjórnandi Ole Isaksen. Dönsk kórlög
eftir Hartmann, Nielsen, Homboe,
Langgaard og Svend S. Schultz. Mið-
vikudagur 13. október 1994.
DANSKUR sönghópur er kallar
sig PRO ARTE, hélt tónleika í Nor-
ræna húsinu sl. miðvikudagskvöld
og flutti eingöngu danska kórtónl-
ist. Sönghópurinn samanstendur af
10 söngvurum, með þremur í jaðar-
röddunum en tveimur í alt- og tenór-
röddunum. Þetta er allgóður söng-
hópur og flutti hann öll viðfangsefn-
in af þokka en átti þó ekki yfir að
ráða þeim raddþrótti, er t.d. klæddi
messuþætti, „Dominus regit me“ og
„Benedictus" eftir Carl Nielsen og
„Laudate Dominum" eftir Vagn
Homboe, en þessi verk, sem hefðu
þurft stærri og þéttari kórhljóm,
voru þau einu sem einhver veigur
var í og áhugaverð til hlustunar.
Tónleikamir hófust á fimm lögum
eftir Hartmann (1805-1900), en tón-
list hans og samtímamanna hans
hafði nærri því full kennt íslending-
um að gleyma uppruna sínum, á
svipaðan máta og engilsaxneskri
popptónlist er að takast nú á tímum.
Carl Nielsen leiddi þessa þýsk-
dönsku tónmennt á nýjar brautir,
sem gat að heyra í fallegum smálög-
um hans „I aften“, „Skal blomsterne
da visne“ og sérlega fallegu lagi sem
kórinn söng mjög vel, „Senk kun
dit hoved, du blomst“.
Þijú lög, „Vel má jeg kysse dig“,
„Bag muren" og „Træt“, eftir
Langgaard eru sniðuglega upp-
byggð, einkum Bag muren, þar sem
einfalt tónmálið og á stundum svip-
lítið, er marg endurtekið með svipuð-
um hætti og tíðkast hjá „minimalist-
um“. Skrúðstíllinn hjá Svend S.
Schultz (1913) veldur því að öll lög-
in hljóma eins, nema helst síðasta
lagið „Aftenbon" sem var og best
sungna lagið á tónleikunum.
PRO ARTE sönghópurinn er
ágætur, vel samstilltur og syngur
af smekkvísi en er fremur þróttlítill.
Líklega eru viðfangsefnin of einlit
og sum falla ekki sem best að þeim
granntóna söng, sem PRO ARTE
leggur áherslu á og það vantaði einn-
ig lífleg viðfangsefni og verk eftir
yngri tónskáldin.
Jón Ásgeirsson.
-------» 4------
Síðasta sýn-
ingarhelgi
Á sunnudaginn lýkur málverka-
sýningu Ásgeirs Smára Einarsson-
ar, Dönskum dögum, í Galleríi Fold,
Laugavegi 118. Á sama tíma lýkur
kynningu á myndum Kristínar Arn-
grímsdóttur á sama stað.
Á laugardaginn er síðasti sýning-
ardagur ljósmyndasýningarinnar
World Press Photo í Kringlunni.
Byggðasafn Hafnarfjarðar
stendur fyrir finnskri bændamenn-
ingarsýningu í Smiðjunni, Strand-
götu 50. Henni lýkur 19. október.
Sýningunni Stefnumót trúar og
listar sem haldin er í Portinu,
Strandgötu 50 í Hafnarfirði lýkur
á laugardaginn.
NÚ ERU síðustu forvöð að sjá
sýninguna í Deiglunni, 1930-1944.
Með henni er reynt að varpa ljósi
á menningarlíf áranna frá Alþing-
ishátíð til lýðveldisstofnunar.
Tímabilsins, þegar viðhorf alda-
mótakynslóðar létu undan síga
fyrir þéttbýlismenningu og með-
fylgjandi menningarstefnu sem
kenndar eru við módernisma. I
fréttatilkynningu segir: Á sýning-
unni hefur verið kappkostað að
endurskapa anda þessa merka
tímabils með þvi að tefla saman
myndverkum, ljósmyndum og
dæmum um íslenskan listiðnað,
hönnun og byggingarlist. Gefið
hefur verið út rit í tengslum við
sýninguna sem veitir yfirgripsm-
ikla sýn yfir líf og listir þjóðarinn-
ar á þessu tímabili. Á haustdögum
hafa um 2.000 manns notið leið-
sagnar um sýninguna. Henni lýkur
sunnudaginn 23. október. Tekið
er á móti skólahópum frá kl. 8-16.
Almennur opnunartimi er frá kl.
12-16 nema mánudaga. Kaffistof-
an er opin á sama tíma.
Óbilandi traust! MAZDA 323.
I rallakstri skiptir lág bilanatíðni og góð
ending miklu máli. Það á einnig við um
venjulegan akstur. í þýskum bilanaprófum
hafa MAZDA bifreiðar skipað efstu sætin.
Það staðfestir kosti MAZDAsem eru góðir
aksturseiginleikar, þægindi og lágur i
rekstrarkostnaður.
Hagstætt kaupverð MAZDA kemur sér vel
nú. Lág bilanatíðni og lítill rekstrar-
kostnaður nýtist þér til frambúðar.
'.,5
óbilandi traust
RÆSIR HF
Skúlagötu 59, sími 91-619550
Islandsmeistarar i
(gengi N) á Mazdi
SÖLUAÐILAR: Akranes: Bílás sf., Þjóöbraut 1, sími 93-12622. (safjör&ur: Bílatangi hf., Suðurgötu 9, sími 94-3800. Akureyri: BSAhf. Laufásgötu 9, simi 96-26300. Egilssta&ir: Bílasalan Fell,
Lagarbraut 4c, sími 97-11479. Selfoss: Betri Bílasalan, Hrísmýri 2a, sími 98-23100. Keflavík: BilasalaKeflavíkur, Hafnargötu 90, sími 92-14444. Notaöirbllar: Bílahöllin hf., Bíldshöfða5, sími91-674949.