Morgunblaðið - 14.10.1994, Side 24

Morgunblaðið - 14.10.1994, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Mest tekjujöfnun samkvæmt tillögum Alþýðubandalagsins NÝÚTKOMIN skýrsla Ríkisend- urskoðunar um áhrif skattbreyt- inga sl. vetur hefur vakið nokkra athygli og er það að vonum. Skýrslan er viðamikið plagg og vandað og er ekki hægt annað en ljúka lofsorði á Ríkisendurskoðun fyrir það með hversu ítarlegum og vönduðum hætti er tekið á málinu. Eins og stundum áður sannast hið fornkveðna að sínum augum lítur hver á silfrið. Fyrstu viðbrögð fjölmiðlamanna voru þau að tína það eitt úr helstu niðurstöðum skýrslunnar sem mælir gegn þeirri breytingu að lækka virðisauka- skatt á matvæli sérstaklega. Þegar betur er að gáð eru niður- stöður skýrslunnar síður en svo allar á þann veg að þær tali gegn þessari breytingu. í helstu niðurstöðum skýrslunn- ar er m.a. að finna eftirfarandi: / fyrsta lagi, aðgerðin að taka upp lægra skattþrep á matvæli tókst í heildina tekið betur en menn þorðu að vona. I skýrslunni segir að „þrátt fyrir hinn skamma tíma sem bæði skattayfirvöld og skattskyldir aðilar fengu til undir- búnings breytinganna verður ekki annað sagt en hún hafí sem slík tekist betur en vonir stóðu til“. / öðru lagi staðfestir skýrslan það að verðlagsáhrifín komu fram í formi lægra vöruverðs á matvöru og að kaupmáttaraukning varð í samræmi við það sem vonir stóðu til þrátt fyrir hrakspár um annað. / þriðja lagi staðfestir skýrsla Ríkisendurskoðunar þær niðurstöður byggðar á könnunum að kaupmáttaraukn- ing lágtekjufólksins er hlutfallslega lang- mest. Þannig eykst kaupmáttur hjá þeim tekjulægstu um 1,8% á sama tíma og hann eykst aðeins um 0,5% hjá þeim tekjuhæstu. / Ijörða lagi kemur það fram að áhyggjur manna yfír því að þessu fylgdi mikill kostnaðarauki lyrir verslunina virðast ekki hafa verið á rökum reistar. Vissulega kemur fram hjá Ríkis- endurskoðun að það hafí verið ágalli á þessari framkvæmd hversu skammur tími gafst til undirbún- ings og einnig er á það bent og réttilega, að til eru beinni tekju- jöfnunaraðgerðir heldur en að lækka skatt á matvælum, og um það hefur enginn deilt. Nærtæk- asta dæmið eru uppbætur á lægstu laun. Samanburður á einstökum tillögum Eins og frægt varð klofnaði efnahags- og viðskiptanefnd í marga parta á sl. vetri í afstöðu sinni til þessara skattalagabreyt- inga og lögðu 1., 2. og 3. minni- hluti nefndarinnar fram sínar breytingartillögur. 1. minnihluti samanstóð af fjórum stjórnarliðum, 2. minnihluti voru Hall- dór Ásgrímsson o.fl. og í 3. minnihluta var undirritaður f.h. Al- þýðubandalagsins. Ríkisendurskoðun ber ítarlega saman þessar mismunandi til- lögur. Stofnunin kemst að þeirri niður- stöðu að tillögur 3. minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar í skattamálum, tillögur Alþýðubandalagsins, leiði til mestrar tekju- jöfnunar. Þær hafi að sama skapi í för með sér mest tekjutap fyrir ríkissjóð og um það var ekki deilt. Með sama hætti megi segja að til- lögur 3. minnihluta leiði til mestrar aukningar á ráðstöfunartekjum heimilanna en tillögur 2. minni- hluta hins vegar til minnstrar aukningar. M.ö.o. tillögur 3. minni- hluta, þ.e. tillögur Alþýðubanda- lagsins, fela í sér mesta tekjujöfn- un, lögin eins og þau voru af- greidd, lög nr. 122/1993 hafa svo næstmesta tekjujöfnun í för með sér en tillögur 2. minnihluta, þ.e. Halldórs Ásgrímssonar o.fl., minnsta. Þetta stafar af því að almenn lækkun virðisaukakatts úr 24,5% í 23% leiðir ekki til neinnar tekju- jöfnunar og þær ráðstafanir sem tillögur 2. minnihluta gerðu ráð Hjónafólk með 115-200 þúsund króna tekjur, tvö til þrjú börn og vaxtabætur vegna fjár- festingar í íbúðarhús- næði, borgar, að sögn Steingríms J. Sigfús- sonar, langt yfir 60% samtals í gjöld og skatta, beint og óbeint. fyrir að kæmu á móti, ná ekki til nema tiltekins hluta landsmanna. Lækkun á verði matvöru kemur öllum til góða, og þeim hlutfalls- lega mest sem lægstar hafa tekj- urnar. Það er óumdeilt, að þeir tekjulægri eyða hlutfallslega meira af sínu kaupi í mat, sbr. meðfylgj- andi töflu (töflu 6.2. í skýrslu Rík- isendurskoðunar á bls. 53) sem sýnir útgjöld til matvælakaupa sem hlutfall af heildarútgjöldum heimil- anna, flokkað eftir tekjuhópum. Samkvæmt neyslukönnun frá 1990 eru útgjöld til matarkaupa ------i---------------------------- 1 bam 2 böm Matvörur 428.610 513.525 Útgjöld alls 2.415.894 2.778.715 Hlutf. matvöru 17,7% 18,5% eftir ljölskyldustærð eftirfarandi. Miðað er við hjón með börn undir 16 ára aldri. Tölur eru á verðlagi í desember 1990. SJÁ TÖFLU Á mæltu máli þýðir þetta að hjón með 4 börn eyða tæpum 25% í mat meðan einhleypingur sleppur með 16%. Niðurstaðan eru einföld og al- gild sannindi: Eftir því sem launin eru lægri og börnin fleiri fer meira í mat. í skýrslu Ríkisendurskoðunar er einnig að finna þá athyglisverðu ábendingu að ástæða sé til að ætla að svo lítil breyting skattpró- sentunnar eins og tillögur 2. minni- hluta gera ráð fyrir, þ.e.a.s. að lækka virðisaukaskattinn úr 24,5% niður í 23%, gæti skilað sér illa í lækkun vöruverðs. Um þetta segir á bls. 65 í skýrslu Ríkisendurskoð- unar: „Auðvitað gætu verðkannan- ir og eftirlit haft (þar) einhver áhrif en engu að síður er líklegt að erfiðara sé að fylgjast með því að lítil breyting á lækkun almenna hlutfallsins úr 24,5% í 23% skil sér til neytenda í samanburði við þá lækkun virðisaukaskatts á mat- væli sem lögin mæltu fyrir um.“ (Leturbr. greinarhöf.) Það er sem sagt auðveldara að fylgjast með því að heil 10% í verð- lækkun skili sér í tilteknum vöru- flokkum heldur en 1,5% yfir alla línuna. Ein megin röksemd verkalýðs- hreyfingarinnar fyrir því að setja kröfuna um lægra skattþrep á matvæli á oddinn, var sú að slík skattkerfísbreyting væri í eðli sínu þannig að miklu meiri vonir væru Meðalt. 3 böm 4 böm Einhl. heimila. 570.711 652.447 182.902 469.634 2.878.924 2.637.357 1.136.248 2.385.419 19,8% 24,7% 16,1% 19,7 T0LVA 06 PRENTARIFRA KR. 137.900,- Þekking - próun - þjónusta §H ÖRTÖLVUTÆKNIÉÍ ekki spurning! Ótrúlegt verð á Digital tölvum og HP DeskJet bleksprautuprenturum. Tilboðsverð á tölvu og prentara frá kr. 137.900. Prentarasnúra og 500 blaða pappírspakki fylgir með. Fiskveiðistj órnun á villigötum ÞEGAR kvótalögin voru sett var reynt að gera þau eins vel úr garði og unnt var. En eins og við mátti búast eru þau ekki fullkomin frekar en önnur mann- anna verk. Nú hin síð- ari misseri hafa van- kantar þeirra orðið æ meira áberandi, en samt virðist lítið bera á tilburðum til að betr- umbæta þau eða þróa. Fyrst er til að nefna að kvótinn er að færast á nokkurra manna hendur þ.e. til nokk- urra stórra útgerða. Þessar útgerðir nota stórvirka risa- togara til veiðanna. Þetta leiðir af sér að atvinnusköpun í kringum veiðamar er í lámarki, sem aftur leiðir af sér stóraukið atvinnuleysi meðal sjómanna. Hinn svokallaði vertíðarbátafloti er að hverfa, því lyrrnefndar út- gerðir eru að verða búnar að kaupa kvóta hans upp og eilíft vofir yfir að smábátaútgerðin verði þurrkuð út með afnámi eða skerðingu króka- leyfisins. Þegar kvótalögin voru sett var tilgangur þeirra að stjórna sókninni í fískistofnana og gera veiðarnar eins hagkvæmar og kostur er. Nú vita allir sem fylgst hafa með að sjómenn henda físki í stórum stíl á miðunum. Varla getur það talist þjóðhagslega hagkvæmt. Hvers vegna gera sjómenn þetta? Jú ein ástæða þess er að ef þeir landa físki af einhverri tegund sem þeir ekki eiga kvóta fyrir missir skipið veiðileyfíð. Greinarhöfundur fór túr með rækjufrysti- skipi fyrir stuttu. Þetta rækjufrystiskip átti ekki kvóta til veiða á öðru en rækju. Það sama á við um flest önnur rækjuveiðiskip. Um borð í fyrrgreindu skipi vom tvö f æribönd frá aflamóttökunni, annað var ætlað fyrir rækju, það lá inn á vinnsludekkið, hitt var ætlað fyrir físk og ann- að msl sem kom með rækjunni, það lá fyrir borð. Eftir síðarnefnda færibandinu sá undirritaður dauða stórþorska, hvem á eftir öðrum, hverfa fyrir borð. Enda eins gott fýrir útgerð og áhöfn að láta þessa stórþorska og annan fisk fara þá leið því ef fiskinum yrði landað myndi skipið missa veðileyfíð umyrða laust. Það fékk mjög á greinarhöfund að þurfa að horfa upp á fisk drep- inn í stóram stíl og fylgjast síðan með honum renna fyrir borð. Allir íslendingar sem einhveija þekkingu hafa á fiskveiðum vita að ekki er hægt að veiða rækju við strendur íslands án þess að fá fisk með í trollið. Annað dæmi sem greinarhöfund- ur veit um er frá bát sem átti eftir eitt tonn af ýsukvóta. Til að ná þessu eina tonni af ýsu þurfti að henda átta tonnum af þorski sem kom með ýsunni í netin, en þessi bátur átti engan þorskkvóta. Sjálf- sagt era til enn ljótari dæmi. Onnur ástæða þess að sjómenn henda afla sínum fyrir borð er að Annað færibandið var fyrír rækju og lá inn á vinnsludekkið, segir Guðjón Ingólfsson, hitt var ætlað fyrír físk - og lá fyrír borð! fískur sá sem hann samanstendur af er ekki af þeirri stærð eða af þeim gæðum sem þeir óska eftir þ.e. þeir vilja ekki eyða kvóta sínum í físk sem ekki skilar hámarks afla- verðmæti. Algeng dæmi um slíkt era hjá netabátum sem ekki hafa komist í net sín í nokkra daga vegna gæfta- leysis. Stór hluti aflans við slík skil- yrði er lélegt hráefni þ.e. fískur sem hefur legið dauður í netunum í ein- hvern tíma. Sjómenn hafa tilhneig- ingu til að losa sig við slíkan físk með því að henda honum fyrir borð. Skoðað frá stundarhagsmunum áhafnar og útgerðar getur þetta verið skiljanlegt, þar sem fyrir slík- an fisk fæst kanski ekki nema ca. 40 kr/kg eða minna, en algengt gangverð á hveiju kg af óveiddum físk, þ.e. kg í leigukvóta, hefur verið 60 kr/kg (átt er við þorsk). Þannig má segja að útgerðin borgi með að fá að landa slíkum afla. Við hvern er að sakast? Ekki er hægt að ásaka sjómenn. Þeir settu ekki þessa fáránlegu löggjöf. Þeir hafa heldur ekki tök á að breyta henni. Athyglin hlýtur að beinast að stjórnvöldum. Hvernig stendur á því að þau nánast horfa upp á fisk hent í ómældu magni án þess að hafast nokkuð að. Þar sem hér er Guðjón Ingólfsson h I í r I [■ » \ » : *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.