Morgunblaðið - 14.10.1994, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 25
til að hún yrði varanleg aðgerð
heldur en jafngild hækkun tiltek-
inna bótaliða eða afnám skerðinga.
í skýrslu Ríkisendurskoðunar er
í kafla 11 farið yfir það hvernig
skatthlutfallið í staðgreiðslu hefur
hækkað undanfarin ár. Hvernig
persónuafsláttur hefur lækkað og
skattleysismörkin þar með lækkað
stórlega, eða úr 851.000 kr. að
núvirði 1988 þegar staðgreiðslu-
kerfið var tekið upp, niður í
690.000 kr. á árinu 1993, sem er
lækkun upp á 19%. Ekki er listinn
fallegri þegar kemur að því hvern-
ig barnabætur, vaxtabætur o.fl.
hafa verið skertar.
Lægra skattþrep á matvæli, góð
sem sú aðgerð er, breytir auðvitað
engu um nauðsyn þess að til við-
bótar sé álagning skatta með
manneskjulegum hætti og þannig
úr garði gerð að hún dreifi byrðun-
um eðlilega. Því fer víðs fjarri í
dag. Ýmist með skerðingu eða
vaxandi tekjutengingu þótaliða
bótaliða hjá fólki með miðlungs-
laun er búin til gífurleg skattbyrði
á ákveðnu launabili og jaðarskatt-
prósenta sem er alltof há. Þannig
er t.d. ljóst að hjónafólk með tekj-
ur á bilinu 115-200 þús. kr. með
tvö til þijú börn eða fleiri á fram-
færi og talsverðar vaxtabætur, svo
ekki sé nú talað um ef við bætast
tekjutengdar afborganir af náms-
lánum, er að borga langt yfir 60%
samtals í gjöld og skatta beint og
óbeint.
Þessu þarf að breyta og auðvitað
er það fáránlegt og út úr öllu korti,
að einmitt við þessar aðstæður
skuli koma fram tillaga um að
falla frá því á nýjan leik að leggja
á hátekjuskatt.
Höfundur er varaformaður
Alþýðubandalagsins ogsiturí
efnahags- og viðskiptanefnd
Alþingis.
verið að tala um auðlind sem þjóðin
byggir afkomu sína á, auðlind sem
þarf að nýta með sérstakri að-
gæslu, er ekki ásættanlegt að að
jafn illa sé á málum haldið og að
framan greinir.
Þar sem greinarhöfundur gagn-
rýnir stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi
telur hann skyldu sína að leggja
fram tillögur um úrbætur. Þær eru
í stórum dráttum svohljóðandi:
1. Ekki skal beita skip veiðileyfis-
sviptingu eða áhöfn og útgerð þess
annarri hegningu þótt það landi
afla án þess að eiga kvóta fyrir
öllum þeim fisktegundum sem hann
er samsettur úr.
2. Sá hluti afla sem samsettur
er úr fisktegundum sem veiðiskipið
á ekki kvóta fyrir skal gerður upp-
tækur en greiða skal sjómönnum
lítillega umbun fyrir að koma með
hann að landi.
3. Ef áhöfn fiskiskips er staðin
að því að henda nytjafiski fyrir
borð skal svipta viðkomandi skip
veiðiheimildum samstundis í að
minnsta kosti eitt ár og dæma skal
skipstjórann til greiðslu á háum
flársektum.
4. Halda skal uppi virku eftirliti
með hvort veiðiskip henda óæski-
legum afla fyrir borð.
HAGKAUP fV HAGKAUP
ss
któnut
múltíðin*
Á sláturmarkaði SS í Hagkaup gerir þú hagkvæmustu
matarinnkaup ársins. Úr fimm slátrum, sem kosta
aðeins 2.445 krónur er hægt að tilreiða 46 máltíðir.
Hver máltíð kostar því aðeins 59 krónur.
Sala á ófrosnu slátri stendur yfir frá kl. 14.00 til lokunar
þriðjudaga til föstudaga og frá kl. 10.00 til lokunnar
laugardaga. Frosið slátur fæst alla daga í frystiborðinu.
Nú er tækifærið til þess að gera hagkvæmustu matar-
innkaup ársins. Komdu á sláturmarkað SS í Hagkaup
Skeifunni eða í Hagkaup Kringlunni og gerðu góð kaup.
‘Miðað er við 350 gr. af sláturmat f hverja máltíð. Meðlæti ekki meðtalið.
HAGKAUP
Skeifunni - Kringlunni
Höfundur er
sjávarútvegsverkfræðingur.
Launartíanur 15. októher onið
risHusýning
Café Kolbert skemmtír
Matreiðslumeistarinn Rasmus
I PERLUNNI