Morgunblaðið - 14.10.1994, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 33
MINNINGAR
Nú er Laufey amma mín dáin,
skrýtið hvað hlutirnir geta gerst
hratt. Fyrir sex vikum fékk ég að
vita að hún væri með krabbamein
og fimm vikum síðar er hún dáin.
Eg vildi ekki trúa þessu í fyrstu,
mér fannst þetta svo óraunveru-
legt. Af hveiju amma mín? En svona
er lífið.
Þegar ég var lítil var það fastur
liður hjá foreldrum minum að fara
í bíltúr á sunnudögum, og fara síð-
an í heimsókn til ömmu og afa á
Vitastígnum. Okkur Laufeyju syst-
ur þótti svo gaman að koma þang-
að. Amma átti altaf nóg af kökum
og góðgæti, sem hún gaf okkur.
Ég á aldrei eftir að gleyma hvar
hún amma geymdi kökurnar, mig
langaði svo oft að hjálpa henni að
ná í þær uppi á háaloftið, en það
fengum við næstum því aldrei að
gera því stiginn var svo hættulegur
að hennar sögn.
Mér þótti alltaf gott að tala við
ömmu mína, hún var svo hlý og
góð. Eftir að ég eignaðist dóttur
mína, Sunnevu Ósk, fannst mér
gott að hlusta á hana þegar hún
var að gefa mér góð ráð, því mér
fannst hún vita svo miklu meira en
Ömmu og afa þótti svo gaman
þegar ég kom í heimsókn með
Sunnevu Ósk og móttökurnar voru
einstakar. Afi fór með Sunnevu Ósk
út að labba en á meðan sátum við
amma saman og spjölluðum.
Elsku amma, ég kveð þig með
þessum erindum:
Láttu ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Vertu yfír og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfír minni.
(Sigurður Jónsson.)
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, i þina hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér..
(H.P.)
Hildur Betty.
Ég vil nú að lokum senda henni
Siggu þinni elskulegri og sonum
ykkar, föður og öðrum ástvinum
innilegar samúðarkveðjur frá mér
og minni fjölskyldu. Megi algóður
Guð vera með ykkur nú á erfiðum
stundum í lífi ykkar.
Megi minningin um þig, góði
vinur, lifa og megi dugnaður þinn
og æðruleysi vera öðrum hvatning
þegar á bjátar.
Vertu svo Guði falinn og megi
hans eilífa ljós lýsa þér þar sem
þú ert nú. Mig langar svo að lokum
að fá að kveðja þig með litlu AA-
bæninni okkar, sem þér þótti svo
vænt um:
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það,
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því,
sem ég get breytt, og
vit til að greina þar á milli.
Blessuð veri minning Snorra Jó-
hannssonar.
Guðmundur Þ. Guðmundsson.
LEGSTEINAR
I
Flutningskostnaður innifalinn.
Stuttur afgreiðslufrestur.
Fáið mynaalistann okkar.
720 Borgarfir&i eystra, simi 97-29977
RUDOLF
THORARENSEN
+ Rudolf Thorarensen fædd-
ist í Berlín 4. desember
1937. Hann lést 5. október síð-
astliðinn og fór útför hans fram
frá Keflavíkurkirkju 14. októ-
ber.
MIG langar í fáum orðum að
minnast Rúda frænda eins og ég
kallaði hann, en hann var giftur
móðursystur minni.
Minningar frá ýmsum tímum
streyma fram í hugann og allar
bera þær ljóma af þeirri glettni,
góða vilja og húmor sem Rúdi var
gæddur. í þau ótalmörgu skipti sem
við hittumst, állt frá því ég fyrst
man eftir mér, minnist ég þess hvað
hann átti auðvelt með að nálgast
okkur systkinin með glaðværð sinni.
Alltaf hafði hann tíma til að spjalla
við okkur og sýndi því sem við vor-
um að fást við ósvikinn áhuga. Ef
umræðurnar ætluðu að verða allt
of alvarlegar átti hann það oft til
að brjóta þær upp með brandara
eða góðlátlegu gríni svo að allir
gátu hlegið. Síðast er við hittumst,
sem var nú í sumar er ég kom í
heimsókn til þeirra hjónanna ásamt
dóttur minni og foreldrum, sannað-
ist það enn einu sinni hve mikil-
vægt það var fyrir Rúda að allir
væru í góðu skapi í kringum hann.
_ Við vorum ekki fyrr komin inn úr
dyrunum er Rúdi var byijaður að
kæta litlu dóttur mína og áður en
heimsóknin var á enda var sú litla
orðin dáleidd af þessum einstaka
manni sem svo auðveldlega gat
sett sig í spor hennar og skildi svo
vel hvað hún var að hugsa. Það að
geta glatt samferðafólkið, bæði
stórt sem smátt, var alltaf svo ofar-
lega í huga hans og fórst honum
svo vel úr hendi.
Þegar Rúdi var kallaður héðan
úr þessari veröld fækkaði um eitt
þeim ljósum sem lýsa upp tilveruna
fyrir okkur hin.
Elsku Edda, Stella, Skúli og afa-
börnin, megi Drottinn veita ykkur
huggun í sörg ykkar og kraft til
þess að takast á við lífið framund-
an.
Ingibjörg Hreiðarsdóttir.
Scandic parket er vönduð gæðaframleiðsla.
Á
Scandic er rakaþolið og umhverfisvænt.
A
Scandic parketið er auðveldara
að leggja en annað parket.
Scandic hefur meira höggþol en sambærilegt parket.
Scandic parket er slitsterkt og þohr mikinn umgang.
Scandic parket má shpa oftar en einu sinni.
Scandie parket fæst sérpantað í mörgum htum.
HÚSASMIÐJAN
Súðarvogi 3-5, Reykjavík
Skútuvogi 16, Reykjavík
Helluhrauni 16, Hafnarfirði
og helstu byggingavöruverslanir
á landsbyggðinni
SCANDIC