Morgunblaðið - 14.10.1994, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
■+■ Margrét Ág-
' ústsdóttir fædd-
ist á Þingeyri yið
Dýrafjörð 30. mars
1928. Hún lést á
Landakotsspítala 8.
október síðastlið-
inn. Forejdrar
hennar voru Ágúst
Aðalsteinn Jónsson,
sjómaður á Þing-
eyri, og Guðmunda
Ágústa Jónsdóttir,
kona hans. Systkini
Margrétar eru
Ragnar Jón, skip-
sljóri, Óiafía Guð-
rún, húsmóðir, Ólafur, starfs-
maður Álverksmiðjunnar í
Straumsvík, og Ágústa Aðal-
heiður, söngkona í Holti í Ön-
undarfirði. Margrét gekk á
Húsmæðraskóla Reykjavíkur
og starfaði ung í Apóteki Akra-
ness. Hinn 12. júlí 1953 giftist
hún Ársæli Jónssyni skipasmið.
Þau eignuðust fjögur börn, er
upp komust: Guðmund Ágúst,
húsasmið í Halmstad í Svíþjóð,
Guðrúnu Jónu, iðjuþjálfa í Hed-
ensted á Jótlandi, Eddu Haf-
dísi, læknaritara á Þingeyri, og
Gunnar Hólmstein, háskóla-
nema í Reykjavík. Margrét
söng í Kirkjukór Akraness frá
þvi á miðjum sjötta aratugnum
og til síðasta dags. Utför henn-
ar verður gerð frá Akranes-
kirkju i dag.
EKKI kom mér í hug, að Magga
systir .ætti skammt ólifað, þegar
hún heimsótti okkur í sumar, glöð
í bragði eins og hún átti vanda til.
En að lokinni skurðaðgerð á Landa-
kotsspítala í fyrra mánuði varð
fljótlega ljóst, að bati var ekki á
næsta leiti. Laugardaginn 8. októ-
ber barst okkur sú sorgarfregn, að
hún væri látin. Með henni er geng-
in göfug og góð kona, sem var
okkur betri en enginn. Við stöndum
eftir hnípin með söknuð okkar og
trega.
Margrét Ágústsdóttir fæddist á
Þirígeyri við Dýrafjörð 30. mars
1928. Foreldrar hennar voru hjónin
Ágúst Aðalsteinn Jónsson, sjómað-
ur þar, og Guðmunda Ágústa Jóns-
dóttir. Ágúst var sonur hjónanna
Jóns Hólmsteins Guðmundssonar,
skipstjóra á Þingeyri, og Ólínu
Bjarnadóttur. Hann var valmenni,
fríður sýnum, músíkalskur, trú-
hneigður og kirkjurækinn. En hans
naut við stutt, því hann dó úr berkl-
um á Vífilsstöðum 30. október
1937. Fimm vikum áður skrifaði
hann Margréti, dóttur sinni, á póst-
kort eftirfarandi: „Eg vona, elsku
vina mín, að þú hafír verið góð við
hana mömmu þína í sumar og verð-
ir alla tíð. Það gleður hann pabba
þinn.“ Óhætt er að segja, að Mar-
grét hafí orðið vel við þessari ósk,
því að á milli þeirra mæðgnanna
var mjög kært meðan báðar lifðu.
Guðmunda var dóttir Jóns Jó-
hannssonar, sjómanns á Þingeyri,
og Guðrúnar Steinþórsdóttur frá
Brekku í Dýrafirði. Eftir að Ágústs
missti við, hóf hún að vinna við flök-
un í frystihúsinu, en það er karl-
mannsverk. Enginn var fljótari og
velvirkari en hún, enda voru yfír-
menn ekki lengi að koma auga á
dugnaðinn og guldu henni karl-
mannskaup umyrðalaust. Hún
hætti að vinna komin fast að átt-
ræðu og andaðist á Akranesi 30.
júní 1990; hafði þá lengi verið til
heimilis hjá Margréti og manni
hennar. Hún átti sér hjá þeim trygg-
an og öruggan stað, sem helst
mátti Iíkja við dvöl á hóteli handa
betur stæðum, að viðbættri þeirri
hlýju hjartans, sem hvergi er að
fínna, nema í samskiptum náinna
ástvina, sem koma sér saman.
Margrét var næstelst af fimm
börnum Ágústs og Guðmundu. Hin
fjögur eru þessi í aldursröð: Ragnar
Jón, skipstjóri í Reykjavík, kvæntur
Guðnýju Pétursdóttur, Ólafía Guð-
rún, húsmóðir í Reykjavík, gift
Hreini Árnasyni, Ólafur, starfsmað-
ur álverksmiðjunnar í
Straumsvík, býr í
Reykjavík, kvæntur
Helgu Guðmundsdótt-
ur, og Ágústa Aðal-
heiður, söngkona,
Holti í Önundarfirði,
gift Gunnari Bjöms-
syni.
Að Margréti stóðu
styrkir stofnar. Föður-
ættir eru Vigurætt,
rakin til Þórðar stúd-
ents í Vigur, sem
margir kunnir íslend-
ingar eru komnir af,
og Reykjalínaætt frá
séra Jóni Reykjalín á Ríp. Ófáir
niðja hans hafa verið þekktir söng-
menn og tónlistarfólk. Má nefna
séra Jón yngra Reykjalín á Þöngla-
bakka í Fjörðum, er fegurst þótti
syngja allra íslenskra presta í ára-
tuga afskekktri verunni við nyrsta
haf. Móðurættir eru Samsonarætt,
kennd við Samson hirðstjóra og
skáld Samsonarson í Hólahólum,
sem fjöldi ágætra listamanna rekur
til ætt sína, og ætt fræðimannanna
á Núpi, en sá stofn hefur um aldir
getið af sér athafna- og stjórnmála-
menn, sem hafa sett svip á samtíð
sína.
Margrét var níu ára, þegar faðir
hennar féll frá. Eftir það ólst hún
upp hjá móður sinni á Þingeyri,
með bræðrum sínum, Ragnari og
Ólafi, því að Ólafía fór skömmu
síðar til frænku föður þeirra, Maríu
Hjartar á Þingeyri og manns henn-
ar Jóns Bjarnasonar, en Ágústa
ólst upp hjá móðurömmu sinni á
Brekku, Guðrúnu Steinþórsdóttur,
og manni hennar, Árna Guðmunds-
syni frá Ánanaustum. Eldri bróðir-
inn, Ragnar, byijaði til sjós 16 ára
að aldri og studdi þaðan í frá móð-
ur sína og heimili hennar með ráð-
um og dáð af miklum drengskap
og karlmennsku. Unga ekkjan vann
utan heimilisins og því kom í hlut
Margrétar að gæta systkina sinna
og létta undir við heimilisstörfin,
bæði innan stokks og utan.
í þann tíð var algengt, að Þing-
eyringar héldu vinnukonur. Stúlkur
réðust í vistir fljótlega eftir ferm-
ingu. Það varð úr, að Margrét fór
til sæmdarhjónanna Ingunnar Ang-
antýsdóttur og Magnúsar Amlín og
minntist hún þess oft síðar á ævi,
hve vel sér h^fði fallið dvölin hjá
þeim. Og ekki þarf að spyrja að
því, að þau hafa haldið upp á hana.
Haustið 1949 fóru þær systur
Margrét og Ólafía á Húsmæðra-
skólann í Reykjavík. Fengu þær
báðar verðlaun fyrir afburða náms-
árangur í matargerð og hannyrðum.
Þær skiptu raunar með sér fyrstu
verðlaununum, því að ekki reyndist
unnt að gera upp á milli þeirra.
Ég hefi séð hluta af handavinnu
þeirra frá skólavistinni. Upphleypti
flatsaumurinn er sem steyptur í
gips.
Sumarið eftir fóru þær á síld
norður í Siglufjörð, með tveimur
móðursystrum sínum, þeim Ás-
laugu og Gyðu Árnadætrum. Sú
siðamefnda var stofnandi og eig-
andi verslunarinnar Parísartískunn-
ar í Reykjavík, en tók sér nú orlof
frá saumi tískufatnaðar til þess að
rifla upp gamla daga á Siglufirði.
Um þetta leyti hvarf raunar norður-
landsstofninn af íslandsmiðum, svo
að afraksturinn af þessu síldar-
sumri varð helst sá, að hinar flínku
hannyrðakonur frá Brekku komu
heim með forkunnarfallega dúka,
sem þær höfðu saumað á síldinni.
í gamla daga var haft á orði, að
Þingeyri væri með siðmenningar-
legri bæjum á landinu. Einhverjir
töldu meira að segja, að hefði Vikt-
oría Englandsdrottning komið hing-
að til lands, þá hefði helst mátt
reyna að bjóða henni gistingu á
Þingeyri. Svo mikið er víst, að þær
Dýrafjarðardrósir, sem ekki fóru til
starfa á Bessastöðum, gátu gert sig
kostbærar og valið úr betri vistum
í höfuðstaðnum. Nú gerðist það,
að Fríða Proppé, apótekari á Akra-
nesi, sótti fast eftir því að ráða
Möggu og Ollý til sín, og varð það
úr að Ollý varð stúlka í húsinu en
Magga afgreiddi í lyfjabúðinni. Hún
var stórglæsileg í hvíta sloppnum
og tók nú að bera mjög á aukinni
umferð ungra Akurnesinga kring-
um apótekið, og þótti engum mikið.
Hinn 12. júlí 1953 gekk Margrét
að eiga Ársæl Jónsson, skipasmið
frá Sandvík á Akranesi, ættaðan í
báðar ættir af Snæfellsnesi. Þau
byijuðu að búa í Sandvík, en reistu
síðar húsið nr. 63 við Heiðarbraut
á Akranesi, þar sem þau bjuggu
síðan. Ársæll lést um aldur fram
hinn 18. mars 1988.
Þeim varð fjögurra barna auðið,
er upp komust, en auk þess fædd-
ust þeim andvana tvíburar, full-
burða, næst yngstu böm þeirra.
Börnin eru þessi:
Guðmundur Ágúst, húsasmiður,
býr í Halmstad í Svíþjóð, kvæntur
Hrafnhildi Ingólfsdóttur, sjúkraliða
frá ísafírði, og eiga þau tvö börn,
Daníel Ársæl og Margréti Lindu,
en Guðmundur gekk syni Hrafn-
hildar, Ingólfí, í föðurstað.
Guðrún Jóna, iðjuþjálfi, býr í
Hedensted á Jótlandi, gift Peter
Elbæk, dýralækni. Þau eiga einn
son, Christian.
Edda Hafdís, læknaritari á Þing-
eyri, gift Angantý Val Jónassyni,
sparisjóðsstjóra. Þau eiga fjögur
böm: Óttar, Ágúst, Elínu Eddu og
Ingunni Ýr.
Gunnar Hólmsteinn, les stjórn-
málafræði við Háskóla Islands, býr
í Reykjavík. Sambýliskona hans er
María Gunnbjörnsdóttir, læknir.
Margrét söng í Kirkjukór Akra-
ness frá því á miðjum sjötta ára-
tugnum og fram til síðasta dags.
Slíkt starf krefst sem kunnugt er
mikillar einbeitni og tíðum tals-
verðra fórna, ef vel á að vera. Hún
lét sig aldrei vanta, hvorki við æf-
ingar né athafnir. Á engan er hall-
að, þótt sagt sé, að Kirkjukór Akra-
ness hafi verið sá virkasti á landinu
undir stjórn Hauks Guðlaugssonar.
Tónleikar vom haldnir í kirkjum
landsins, farið í söngferð til ísrael
jólin og áramótin 1977-8 og til
Austur-Þýskalands vorið 1980.
Fáum dögum áður en Gunnar
fermdist, tók Margrét þátt í upp-
töku á páskamessu í sjónvarpssal,
þótt ærin væm verkefnin vegna
fjölskylduhátíðarinnar, sem í vænd-
um var. Oft vom æfíngar á hveiju
kvöldi fyrir jólin. Eftir þær vom
stundum kaffíboð hjá kórfélögum,
sem gátu teygst fram eftir nóttu.
Þá var Margrét hrókur alls fagnað-
ar og gladdi viðstadda með hnyttni
sinni, orðheppni og fyndni. í kjölfar
ferðarinnar til Þýskalands gaf kór-
inn út tvær hljómplötur undir nafn-
inu „Heyrirðu ei?“, og þar syngur
Margrét fallegri röddu neðri Iínuna
í tvísöng með Guðrúnu Ellertsdóttur
í lagi Mendelsohns „Ieh wollt’ meine
Lieb“, við kvæði Heinrichs Heine.
Hér fyrr meir, þegar aðkomu-
stúlka kom til Þingeyrar, þá var
vant að spyija: „Er hún falleg, get-
ur hún sungið, er hún þrifin?“ Ríf-
lega uppfyllti Margrét þessi skilyrði
öll. Þó er ekki nógu djúpt tekið í
árinni að segja, að hún hafí verið
lagleg kona, því að hún var gullfal-
leg. Við sáum hana síðast heima
hjá Gunnari, syni hennar, 28. sept-
ember síðastliðinn og ég dáðist í
þúsundasta skipti að þessu drottn-
ingarlega útliti. Svipurinn þagði
ekki yfir neinni af þeim fjölmörgu
dyggðum, sem henni voru með-
fæddar. Drengskapur, heiðarleiki,
hjálpsemi, góðhugur og gestrisni,
auk skarprar greindar; allt var þetta
auðfundið í návist þessarar mann-
kostakonu. Meðfædd háttvísi herín-
ar, en ekki tillærð, að viðbættum
einhveijum óskilgreinanlegum eig-
inleika, laðaði fram það besta í
þeim, sem hún átti samskipti við.
Hún var líka ákaflega vel látin af
öllum þeim, sem þekktu hana.
Nú mundi ef til vill flögra að ein-
hveijum, að kona með þvílíka eðlis-
kosti ætti það til að hreykja sér.
En ekkert var fjær Margréti. Það
var heldur, að hún væri of hógvær.
Framúrskarandi viðurgjörningur
var borinn fram með afsökunar-
beiðni af hálfu þessarar stórmynd-
arlegu húsfreyju. Og hún var vand-
lega á verði yfír því, að ekkert
„aukabragð“ væri að matnum. Svo
var hún nákvæm, að jafnvel ekki
við morgunverð í skyndingu mátti
setja mjólkurfemuna á eldhúsborð-
ið, heldur þurfti einlægt að hella
mjólkinni í ijómakönnu.
Á ferðum okkar Ágústu til
Reykjavíkur og vestur aftur, kom-
um við jafnan við hjá henni og gist-
um oftast. Það var eins og að koma
heim til sín. Skarðið, sem hún lætur
eftir sig, verður ekki fyllt.
Gunnar Björnsson.
Þegar ég ung stúlka kom fyrst
á heimili tengdamóður minnar til-
vonandi, sýndi hún mér stolt mynd-
ir á kommóðunni í stofunni, af börn-
unum sínum, sem þá voru öll flutt
burt nema Ólafur sonur hennar og
maðurinn minn. Ég komst ekki hjá
því að heyra hve hreykin hún var
af þeim öllum, en þegar hún benti
á mynd af dóttur sinni Margréti
kom sérstakur svipur á andlitið og
röddin breyttist þegar hún sagði:
Finnst þér hún ekki falleg? - Jú,
mér fannst þetta falleg stúlka -
en hún hélt áfram, að eftir því
væri hún góð og elskuleg. Mér ungri
stúlkunni fannst að þetta hlyti nú
að vera orðum aukið — enginn
gæti verið svona frábær. En annað
átti eftir að koma í ljós - hún var
bæði miklu fallegri en myndin og
mannkostirnir meiri eftir því sem
maður kynntist henni betur. Þetta
var hún Magga, elskulega mágkona
mín, ættuð frá Þingeyri í Dýrafirði
- sem við kveðjum í dag. Við eigum
erfítt með að sætta okkur við þetta
og skiljum ekki tilganginn. Hún
lagðist inn á spítala 14. september
þannig að í dag eru rétt fjórar vik-
ur síðan - og nú er hún öll.
Margrét þurfti snemma að axla
ábyrgð, þar sem pabbi hennar dó
þegar hún var níu ára gömul, næst-
elst fímm systkina. Þá urðu miklar
breytingar hjá fjölskyldunni,
mamman þurfti að fara að vinna
úti til þss að sjá heimilinu farborða.
Ekki var þó lagst í sorg og sút því
mamman var glaðvær og dugleg
og kölluðu þau bemskuheimilið
„Glaumbæ" því þar var oft glatt á
hjalla. Og þótt þröngt væri í búi
voru bernskuárin hamingjurík.
Systkinin tvístruðust, Ágústa ólst
upp hjá afa sínum og ömmu og
' Ólafía fór til mætra hjóna á Þing-
eyri, en alltaf héldu þau hópinn.
Ragnar, elsti bróðirinn, fór í burtu
til sjós kornungur, til þess að létta
undir með rekstri heimilisins og
sýndi fádæma kjark. Það urðu því
Magga og Ólafur, sem lengst voru
með mömmu sinni. Hún fór snemma
í móðurhlutverkið og reyndi að ala
þennan bróður sinn upp og oft þurfti
hún að dröslast með hann með sér.
Það var stutt í stríðnina þeirra á
milli. Hún sagðist hafa átt í erfíð-
leikum með þennan óþekka strák,
sem mamman dekraði kannski
óþarflega mikið við, og hann stríddi
henni á fullkomnunaráráttu. Á bak
við stríðnina lá mikil væntumþykja.
En það má segja að upp frá þessum
tíma hafí Magga verið samnefnari
fyrir fjölskylduna og höfuð ættar-
innar síðari ár.
Já, hún var glæsileg kona, sem
eftir var tekið hvar sem hún fór
og bar sig eins og sannkölluð hefð-
arkona. En ekki síður var hún vel
gefín og hugsandi. Hún var sérstak-
lega skemmtileg og kímnigáfan á
sínum stað. Þær brölluðu margt
saman systurnar, sem allar bjuggu
á Akranesi í mörg ár, enda voru
þær alveg einstaklega samiýndar
og má segja daglegur samgangur
á þeim árum milli heimilanna. Syst-
urnar voru allar mjög söngelskar,
sem var arfur frá tónelskum for-
eldrum, og höfðu allar fallegar
söngraddir. Magga söng í Kirkjukór
Akraness alla tíð, en var nýlega
hætt. Það gaf henni mikla gleði og
félagsskap að starfa þar.
Ung stúlka fluttist hún til Akra-
ness í atvinnuleit og þar kynntist
hún manninum sínum Ársæli Jóns-
MARGRÉT ÁGÚSTSDÓTTIR
syni, miklum ágætismanni, sem var
ættaður frá Akranesi. Þau bjuggu
öll sín búskaparár á Akranesi, fyrst
á Vesturgötu og síðan byggðu þau
sé hús á Heiðarbraut 63 þar sem
þau bjuggu alla tíð síðan. Ársæll
lést 1988, langt um aldur fram. Þau
eignuðust fjögur börn, sem öll eru
mannvænleg og gott fólk, og tví-
bura fæddi hún andvana 1962 og
varð það henni mikil sorg. Hún tók
móður sína til sín þegar hún var
orðin slitin og þreytt og bjó hún
hjá þeim Ársæli og síðan henni til
dauðadags í júní 1990. Það var því
ekki skrýtið að móðirin dýrkaði
þessa dóttur sína, sem hugsaði um
hana af einstakri alúð og umhyggju
og sem var sú sem sat við dánar-
beð hennar þegar hún féll frá. Hún
var lengst af heimavinnandi hús-
móðir, sem átti fallegt og notalegt
heimili og sem bar myndarskap
hennar vitni. Þar voru allir vel-
komnir og öllum tekið eins og þeir
væru sérstaklega velkomnir og veitt
var af rausnarskap. Hún var líka
vinamörg og fólk sóttist eftir fé-
lagsskap hennar, og aldrei hallaði
hún á neinn heldur reyndi að bera
blak af viðkomandi ef aðrir voru
með áfellisdóma. Mér og minni fjöl-
skyldu sýndi hún einstaka elsku-
semi og urðum við góðar vinkonur,
og vináttan dýpri eftir því sem við
fullorðnuðumst og þroskuðumst.
Ef við hjónin þurftum að fara eitt-
hvað burt og koma þurfti bömunum
fyrir áður fyrr þá var það ákveðið
inál að helst vildu þau vera hjá
Möggu „frænku".
Seinni árin fór hún að vinna við
kaffiveitingar og fleira í Lands-
bankanum á Akranesi. Hún var vel
kynnt þar sem annarstaðar. Sést
það m.a. á því að þegar starfsfólkið
frétti lát hennar, fékk það lánaða
mynd af henni og stilltu henni upp
í kaffistofunni ásamt blómum og
kertaljósi til þess að votta henni
virðingu.
Já, það syrgja margir í dag, börn-
in hennar sem elskuðu hana og virtu
og hver sorgin er sárust, tengda-
börnin, systkinin, mágar og mág-
konur, systkinabörn, frændur og
allir vinirnir, en sárast er að litlu
barnabömin, sem hún elskaði og
naut þess að vera með og sem rétt
vom farin að skilja hvað þau voru
heppin að eiga svona góða ömmu,
fái ekki að njóta hennar lengur. Þau
spyija mikið og erfitt er um svör,
en ábyggilega passa foreldrarnir
upp á að þau skilji seinna meir hve
einstök amma var og vonandi bera
þau mannkosti hennar áfram í sér.
Elsku Guðrún, Gummi, Edda,
Gunnar og fjölskyldur, okkur skort-
ir orð, en megi góður guð gefa
ykkur styrk til þess að sigrast á
sorginni. En eitt vitum við að þið
eigið dýrmætan sjóð minninga, sem
enginn tetur tekið frá ykkur um
yndislega mömmu. Ég og fjölskylda
mín kveðjum ástkæra systur, mág-
konu og frænku með virðingu og
þökk.
Sofnar drótt, nálgast nótt,
sveipar kvöldroða himinn og sær.
Allt er hljótt, hvfldu rótt,
guð er nær.
(Ók. höf.)
Helga Guðmundsdóttir.
Ein af fyrstu og sterkustu
bernskuminningum okkar bræðra
er þegar við ásamt Möggu frænku
förum með sjóflugvél til Dýrafjarð-
ar. Magga tók það erfiða hlutverk
að sér að passa hugmyndaríka
drengi sumarlangt hjá ömmu Guð-
mundu á Þingeyri. Þar tókst henni
við erfiðar aðstæður, þar sem stutt
var í fjöruna, að afla sér óviðjafnan-
legrar virðingar og væntumþykju.
Nú þegar leiðir okkar skiljast
veltum við því fyrir okkur hvers
vegna hún var okkur svona kær.
Hún hafði einfaldlega til að bera
öll þau helstu persónueinkenni sem
við leggjum til grundvallar því að
geta talist góð manneskja. Sam-
neyti okkar við Möggu hafði ávallt
mannbætandi áhrif á okkur.
Það eru ekki nema þijár vikur
síðan hún hitti litlu drengina okkar
á förnum vegi og gantaðist með