Morgunblaðið - 14.10.1994, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 43
FRÉTTIR
ÆVAR S. Hjartarson, framkvæmdastjóri GMÞ bílaverkstæðið
hf. og Birgir Garðarsson, framkvæmdasljóri á Ólafsfirði með
BB dekk á milli sín.
Sólaðir hjólbarðar
frá Ólafsfirði
GMÞ bílaverkstæðið hf., Fosshálsi
27, Reykjavík, hefur gerst söluaðili
og dreifiaðili BB dekkja frá Ólafs-
firði. Einnig hefur verið opnað nýtt
hjólbarðaverkstæði í Njarðvík undir
heitinu Púst- og gúmmíþjónusta
Valda. Það hefur á boðstólum BB
dekk.
BB dekk er íslensk framleiðsla á
sóluðum dekkjum. Framleidd eru
dekk í mörgum stærðum, allt frá
dekkjum undir tjaldvagna til 16
tommu dekkja á fólksbíla.
í fréttatilkynningur frá GMÞ seg-
ir: „GMÞ bílaverkstæðinu hf. felst
verulegur akkur í að geta boðið við-
skiptavinum þjónustu á einum stað.
Hægt er að koma með bíia t.d. í
■ NÆSTA skákæfing barna og
unglinga hjá Taflfélagi Reykja-
víkur fer fram laugardaginn 15.
október kl. 14 í félagsheimilinu í
Faxafeni 12. Teflt verður 7 um-
ferða æfingamót og veitt eru verð-
laun fyrir þrjú efstu sætin. Þar sem
unglingaflokkur Haustmóts Taflfé-
lags Reykjavíkur fer fram á sama
tíma má búast við að lítið verði um
sterkari skákmenn á æfingunni. Á
síðasta æfingamóti sigraði Davíð
Kjartansson með 4,5 vinninga af
5. Skákæfingarnar eru ókeypis og
eru opnar öllum börnum og ungling-
um (bæði drengjum og stúlkum)
14 ára og yngri.
■ KEPPNI í unglingaflokki 14
vetrarþjónustu og fá um leið umfelg-
un og jafnvægisstillingu á sama
stað. Slík hagræðing er mikil fyrir
viðskiptavininn og bílgreinina.
Með BB dekkjum er haldið áfram
á þeirri braut að auka framboð á
íslenskum vörum þar sem hæstu
gæðastuðlar eru hafðir að leiðarljósi.
Á boðstólum verða ný dekk undir
allar fólksbifreiðir (merki Kléber).
GMÞ bílaverkstæðið hf. veitir eig-
endum General Motors bifreiða sér-
sakan afslátt. Eigendur Blazer og
Isuzu jeppabifreiða geta fengið, auk
BB dekkja, BF Goodrich dekk. Opn-
unartimi GMÞ bílaverkstæðisins fyr-
ir hjólbarðaþjónustu um helgar verð-
ur sérstaklega auglýstur."
ára og yngri á haustmóti Reykjavík-
ur 1994 hefst laugardaginn 15.
október kl. 14, 1.-4. umferð, og
lýkur laugardaginn 22. október,
5.-7. umferð. Tefldar verða sjö
umferðir eftir Monrad-kerfi og er
umhugsunartími 30 mínútur á skák
fyrir hvern keppanda. Verðlauna-
gripir og bókaverðlaun verða fyrir
að minnsta kosti 5 efstu sætin.
Keppnin fer fram í félagsheimili
Taflfélags Reykjavík í Faxafeni 12.
Sérstök athygli er vakin á því að
öllum unglingum (bæði drengjum
og telpum) 14 ára og yngri er heim-
il þátttaka. Þátttökugjald er 400
kr. fyrir félagsmenn TR en 600 kr.
fyrir aðra.
Hundaræktarfélag
Islands 25 ára
Ráðstefna
um íslenska
fjárhundinn
í ÁR eru liðin 25 ár frá stofnun
Hundaræktarfélags íslands og 15
ár frá stofnun ræktunardeildar fyr-
ir íslenska fjárhundinn. Hunda-
ræktarfélag íslands var stofnað af
áhugafólki um varðveislu íslenska
fjárhundsins 4. september 1969.
Áðalmarkmið félagsins var þá og
er enn að forða þessum þjóðararfi
okkar íslendinga frá útrýmingu,
hreinrækta stofninn og varðveita
hin sérstöku einkenni hundsins.
íslenski íjárhundurinn er eina
hundakynið sem við íslendingar
eigum og berum ábyrgð á. Það er
skylda okkar að varðveita þessa
arfleifð þjóðarinnar, segir í fréttatil-
kynningu fráfélaginu. Islenski fjár-
hundurinn telst til elstu hundakynja
og fullyrða má að ef ekki hefði
verið gripið inní og stofnað félag
til varðveislu hans og ræktunar,
væri hann ekki til í dag.
Hundaræktarfélag Islands og
deild íslenska fjárhundsins eru
þakklát fyrir þann árangur sem
náðst hefur og við eru stolt af þjóð-
arhundi okkar.
50 ÁR eru liðin sunnudaginn 16.
október frá dauða séra Jóns Sveins-
sonar, Nonna, höfundar Nonna bók-
anna sem selst hafa í milljónum
eintaka um allan heim. Nonna verð-
ur sérstaklega minnst við hámessu
í Kristskirkju á sunnudag kl. 10.30.
Nonni var einungis 12 ára gam-
all er hann yfirgaf föðurland sitt
og að námi loknu gerðist hann jesú-
ítaprestur og starfaði m.a. í Dan-
mörku. Fyrir utan að skrifa bækur
síðar ferðaðist hann umhverfis
hnöttinn í fyrirlestraferð þar sem
hann ijallaði aðallega um Island.
Til að heiðra minningu Nonna
kemur hingað til lands séra Gunth-
er Schuly jesúítaprestur sem starfar
sem prófessor í félagsvísindum við
Gregoriana-háskólann í Róm. Mun
í tilefni þessara tímamóta gengst
félagið fyrir ráðstefnu sem tileinkuð
er íslenska fjárhundinum. Ráðstefn-
an verður haldin á Holiday Inn,
Hvammi, sunnudaginn 16. október
nk. og hefst kl. 13. Á ráðstefnunni
flytja m.a. ávörp Guðrún R. Guð-
johnsen, formaður félagsins, Páll
A. Pálsson, fyrrverandi yfirdýra-
læknir, fjallar um uppruna og for-
tíð íslenska fjárhundsins, Sigríður
Pétursdóttir, Olafsvöllum, ræðir um
ræktunarmarkmið og formaðúr fé-
lagsins ræðir stöðu og stefnu í
ræktun hundsins. Þá ræðir Per
Erik Sundgren, erfðafræðingur,
vandamál í ræktun lítilla hunda-
stofna. Sýnt verður myndband um
íslenska fjárhundinn.
séra Schuly halda fyrirlestur um
Nonna í Safnaðarheimili Krists-
kirkju, Hávallagötu, mánudaginn
17. október kl. 20.30 og eru allir
velkomnir. Fyrirlesturinn verður á
ensku.
-------»■■■♦■-♦------
■ Hjálparsveit skáta heldur
þriggja kvölda námskeið í ferða-
mennsku fyrir almenning 17., 18.
og 20. október. Leiðbeint verður
um fatnað, mataræði, ferðatækni,
útbúnað, ofkælingu, kortalestur,
áttavita og önnur staðsetningar-
tæki. Þá verða lögð rötunarverkefni
fýrir þátttakendur. Þátttökugjald
er 5 þúsund kr. og eru kennslugögn
innifalin. Skráning fer fram í
Skátabúðinni, Snorrabraut 60.
Þing Neytenda-
samtakanna
Tillögur
að nýjum
lögum
ÞING Neytendasamtakanna verður
haldið 14.-15. október í Rúgbrauðs-
gerðinni Borgartúni 6, og hefst þing-
haidið kl. 9.30 báða dagana.
Á þinginu verða auk venjulegra
þingstarfa ávörp Sighvats Björgvins-
sonar viðskiptaráðherra og Ingibjarg-
ar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra,
Birna Hreiðarsdóttir, fulltrúi Neyt-
endasamtakanna í stjórn Staðlaráðs
íslands fjallar um gildi staðla fyrir
neytendur, og Þórólfur Matthíasson
lektor í hagfræði fjallar um ávinning
neytenda ef landdbúnaðarafurðir
verða seldar á ESB verði. Þá verða
bomar fram tillögur að nýjum lögum
Neytendasamtakanna og fjallað um
markmið og leiðir í starfsemi samtak-
anna næstu tvö árin.
-----» ♦ ♦----
Hvataverð-
laun Visa veitt
VISA ísland hefur um nokkurt skeið
starfrækt þjónustukerfi sem nefnt
er Alefli. Um er að ræða styrktar-
kerfi fyrir félög og samtök sem auð-
veldar þeim fjáröflun frá velunnur-
um sínum og föstum styrktaraðilum.
Um 200 félagasamtök notfæra sér
nú Alefli og er áætlað að kerfíð flytji
til þeirra liðlega 100 milljónir á þessu
ári frá tæplega 10 þúsund korthöf-
um, samkvæmt frétt frá Visa ísland.
„Þeim sem styðja félög sín þannig
með reglubundnum hætti veitist sitt
hvað í staðinn í hvatningar- og þakk-
lætisskyni frá Visa. Með úrdrætti
úr lukkupotti eru veitt tvenns konar
hvataverðlaun, annars vegar fyrir
stuðning við íþróttir og hins vegar
fyrir stuðning við menningu, mann-
úð og listir,“ segir ennfremur í frétt-
inni.
Á dögunum voru veitt 19 hvata-
verðlaun fyrir stuðning við íþróttir,
tvær utanlandsfe.rðir til London
ásamt aðgöngumiða að knattspyrnu-
leik og 17 bókaverðlaun. Fyrir stuðn-
ing við menningu, mannúð og listir
voru veitt 16 hvataverðlaun, sex
aðgöngumiðar á Galakvöld í Perl-
unni á vegum tónlistarsamtaka og
10 geisladiskar.
Hátíðarhald í minningu
séra Jóns Sveinssonar
Y]S / VJOISVDNRATOO V flNtJJH