Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÓPERUSÖNGKONUR syngja yf- irleitt ekki dægurlög eða djass, en Diddú syngur hvaða tóna sem er. Söngkona sem syngur nætur- drottningu Mozarts af sama áreynsluleysi og hún syngur djas- slag eftir Gerswin, hlýtur að hafa óvenjulegan bakgrunn, og ekki síður persónuleika. Á nýjum geisladiski segist hún sýna flest sem hún getur, og til að komast að því hvað það er og hvert hún stefnir, heimsótti Morgunblaðið hana upp í Mosfellsbæ. Sigrún Hjálmtýsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum Þorkeli Jóelssyni tónlist- armanni, og tvíbura- dætrunum Salome og Valdísi á tónlistarbýlinu Túnfæti, ekki langt frá Laxnesi. Þótt hund- urinn taki á móti mér eins og á alvöru sveitarbæ hverfur þó sveit- arstemmningin að nokkru leyti þegar inn er komið. Á vinstri hönd blasir við tónlistarstofa í smíðum og á hægri hönd kjólasafn glæsi- legj; þannig að ekki fer á milli mála að hér búa listamenn sem þurfa oft að koma fram í fínum „dressum". Þetta eru heldur engir hversdagskjólar, heldur síðir sam- kvæmiskjólar sem sökum pláss- leysis komast ekki lengur inn í stóra, brúna skápinn. „Mamma þarf að fá nýjan skáp,“ segja tvíburamir af festu. „Þetta eru nú bara vinnugall- arnir," segir söngkonan. í þessu húsi hefur verið mikið unnið því að nú er viðbyggingin með tónlistarstofu á efri hæð og herbergjum á neðri hæð svo til lokið. Þá mun Sigrún syngja aríur og söngperlur meðan hún horfir yfir dalinn sinn, Flóann og Esj- una, Þorkell mun leika á homið og tvíburamir Salome og Valdís á komettana sem þær em að læra á. „Hausmusik" kalla Þjóðveijar það. í hæstu hæðir Músíkin á nýja geisladiskinum sem nú er að koma út með Sig- rúnu hefur hljómað um dagana á flestum íslenskum heimilum. Þetta era lög sem ég skulda almenningi," segir Sigrún. „Sum þessara laga hafa verið áhrifavald- ar í lífí mínu, eins og til dæmis Heyr mína bæn sem Ellý Vil- hjálmsdóttir söng á sínum tíma og Siboney með Guðrúnu Á. Sim- onar. Þessi lög hittu beint í hjart- að. Ég var ekki nema fíögurra ára gömul þegar ég heyrði þau og svo stutt í loftinu að ég horfði undir útvarpið. Varð að teygja mig til að hækka í því. Flest lögin era sígildar söng- perlur. Einnig eru tvö ný lög eftir Gunnar Þórðarson og eitt lag eftir Jóhann G. Jóhannsson. Gunnar útsetti sjálfur annað lag sitt og er það í fyrsta sinn sem hann út- setur lag fyrir sinfóníuhljómsveit. Að öðra leyti sá Þórir Baldursson um útsetningar nema að sjálf- sögðu við ítölsku lögin sem ég mátti til með að læða að. Undir- spil annaðist Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Robins Stap- eltons en yfírumsjón með öllu sam- an hafði Björgvin Halldórsson. Þama sýni ég flest sem ég get, fer í hæstu hæðir eins og í lagi eftir Bemstein en syng jafnframt lög þar sem ég verð að ná til áheyr- andans með nálægð og einlægni. Lögin era tekin upp í Háskólabíói og einnig í hljóðveri þar sem ég slökkti ljósin og söng við kertaljós til að ná fram réttu stemmning- unni.“ , Röddin tók af skarið Eftir að hafa slegið í gegn sem Hvað ertu búin að fá marga? „Það var svo á Ítalíu sem rödd- in tók af skarið,“ segir Sigrún. „Meistari minn þar var mjög ánægður með hljóðfærið.“ ) - Hefði ekki verið betra að i hefja söngferilinn sem óperasöng- , kona? ' „Nei, þá væra allir orðnir leiðir á mér! Ég er mjög seinþroska hvað sönginn snertir. Ég þurfti langan tíma og aðdraganda. Það er líka gott að hafa reynt eitthvað ann- að.“ Ekkert múður Sigrún talar um rödd sína sem hljóðfæri. Á það hefur hún fram r að þessu æft sig inni á salerni að | sögn, því húsið sem fjölskyldan hefur búið í til þessa er aðeins um fímmtíu fermetrar. Það verður því margt sem breytist þegar nýja viðbyggingin verður tekin í gagn- ið, en vonandi hverfur ekki þetta skemmtilega andrúmsloft sem skapast þegar antikhúsgögn, orgel og önnur hljóðfæri, nótur, bækur ) og gamlir munir stilla saman j strengi sína. Og svo horfir Esjan . á þetta allt saman inn um * gluggann. I þessari stofukyrrð upplýsa systurnar mig samviskusamlega um baksturshæfíleika móður sinn- ar, sem standa ekki sönghæfileik- um að baki, og Sigrún segist hafa bakað frá unga aldri. „Ég var ekki nema þrettán ára þegar ég . bakaði fyrir heila fermingar- veislu." r Það hefur verið liðstyrkur fyrir ) heimili með sjö börn, en hvernig fannst henni að alast upp með mörgum systkinum, fékk hún ekki takmarkaða athygli? „Það var nú lítið talað um at- hyglisþörf í þá daga,“ segir hún. „Við þurftum snemma að standa á eigin fótum, taka þátt í öllu og vera ekki með neitt múður. Við I voram hávær ijölskyldan, þökin | lyftust þar sem við voram saman | komin, það var talað og hlegið • hátt. Kannski var það dulin þörf fyrir athygli sem ýtti mér út í sönginn,“ segir hún og hlær hátt. - Hvað heldurðu að hafí verið það besta sem þú tókst með þér úr foreldrahúsum? „Að þurfa að standa á eigin fótum. Það var heldur aldrei neinn , þrýstingur. Okkur var í sjálfsvald sett hvað við vildum gera og verða I og innan veggja heimilisins feng- | um við að móta karakter okkar í friði. Ég sótti mikið í ömmu, nöfnu mína, og var ekki nema fimm ára gömul þegar ég fór ein með strætó til hennar. Stundum held ég nú að allar þessar uppeldisumræður hafi gert það að verkum að börn eru ofvernduð. Nýtni hafði ég líka með mér að | heiman. Pabbi vann einn fyrir þessum krakkaskara og mamma var í því að ala upp. Við borðuðm I oft skyr man ég, en við tókum ekki eftir því hversu oft það var því mamma bar það þannig fram. Maður kunni svo vel að meta allt. Ég átti eina dúkku og hana tók ég með mér sem heimanmund! Hér kemst ég ekki inn í herbergið fyrir dóti. Nú hefur allsnægtar- kynslóðin sem keyrir í menntó á bíl tekið við.“ - Og hefur fyrirmyndirnar úr sjónvarpinu. „Við náum ekki Stöð 2 og eigum ekki myndbandstæki. Á sumrin er stundum ekki kveikt á sjónvarp- inu vikum saman. Við hjónin vinn- um mikið og viljum því helst hafa slökkt á tækinu þegar við erum með telpunum.“ - Hvað gerir fjölskyldan þá saman? „Það er svo margt, það er spjall- Morgunblaðið/Kristinn TAKMARK MITT er að geta sungið óperur, messur, Ijóð og vera með mitt sprell inn á milli. dægurlagasöngkona, leikið í kvik- myndum og á sviði, setur Sigrún punlctinn yfir i-ið með óperasöng. Ef punkturinn er þá kominn. En hvemig eiga sér svona umskipti stað? „Ég var að byija að syngja með Spilverki þjóðanna þegar ég kynn- ist Þorkeli manninum mínum. Eft- ir stúdentspróf úr Verslunarskól- anum ákvað hann að hlýða hjarta sínu, eins og hann hefur reyndar alltaf gert, og leggja tónlistina fyrir sig þótt hún þætti ekki mjög arðbær atvinnugrein. Hann fór til náms í Guildhall School of Music and Drama í London. Ég var á þessum tíma í leiklistarskólanum og var mjög leitandi. En ástin tog- aði mig út til London og ég hóf nám við sama skóla, þótt mér fyndist það í raun mjög fíarstæðu- kennt. Ég hafði aflað mér lág- markskunnáttu í tónlist en var með mjög lítinn bakgrann. Ég náði þó inntökuprófínu, þeir heyrðu tóninn í hljóðfærinu. Þor- kell hvatti mig til að halda áfram, sagði að ég gæti ekki hætt úr því að ég hafði náð þessum áfanga. Ég renndi blint í sjóinn og þetta nám var enginn dans á rósum. Við byijuðum tuttugu en voram aðeins fíögur sem útskrifuðumst. Það var lengi að bijótast um í mér hvort ég ætti að fara heim og syngja dægurlagatónlist eða halda áfram að læra og snúa mér þá að sígildum söng. Það var á endanum röddin sem tók af skar- ið. En hún þróaðist mjög hægt. Ég var með annan fótinn hér heima, söng þá dægurlög og það traflaði röddina. Það má lýsa því sem svo að ef ég hafði náð að komast fímm skref upp á við, datt ég aftur niður um þijú skref. Ég fór í framhaldsnám og það var þá sem röddin tók allt í einu skref fram á við. Þá varð ég áfjáð í að geta meira. Ég hafði alltaf átt mér þann draum að fara til Ítalíu en frestaði förinni þangað um tvö ár því ég varð ófrísk. Ég vildi eignast mitt fyrsta bam, en þau urðu nú svo reyndar tvö,“ segir hún og horfir á tvíburana sem nú era átta ára gamlir og borða heimabakaða snúða með friðarsvip. Þeir fylgjast þó grannt hvor með öðram og svo segir Salome snöggt við systur sína: Morgunblaðið/Kristinn Kjólasafnið kemst ekki lengur fyrir inni í brúna skápnum. Listasaumur er á mörgum kjólanna sem kjólameistari Sigrúnar saumar, en söngkonan er litaglöð og gefin fyrir rómantískan bún- ingastíl sem hentar vel karakt- er hennar. „Mamma þarf að fá nýja skápa,“ segja dætumar, og þess verður ekki langt að bíða að þeir komi því að litla býlið Túnfótur er nú að breyt- ast í stórt og rúmgott tónlistar- býli. Morgunblaðið/Kristinn Stafurinn sem fyrri eigandi Túnfóts, Jón Jónsson, skildi eftir hangir í bitanum ásamt þurrkuðum rósavendi ópemsöngkonunnar. Hann var bróðir Ásgríms Jóns- sonar listmálara, og mun víst hafa málað eins og bróðirinn. Hann skildi ekki eingöngu staf- inn sinn eftir, heldur líka anda listarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.