Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER1994 MORGUNBLAÐIÐ Akureyrarbær greiðir ekki húsaleigubætur á næsta ári Akureyri. Morgunblaðið. BÆJARRÁÐ Akureyrar telur sér ekki fært að taka upp greiðslu húsaleigubóta að óbreyttum lög- um. Þetta var samþykkt á fundi ráðsins í fyrradag og var ákvörð- unin tekin með vísan til þess að ekki var tekið tillit til eindreginna andmæla sveitarfélaga við einstök atriði í frumvarpi til laga um húsa- leigubætur á síðasta vetri. Beinir bæjarráð þeirri eindregnu áskorun til ríkisvaldsins að lögin um húsa- leigubætur verði nú þegar tekin Alltof margir óvissuþættir til endurskoðunar og fullt tillit tekið til sjónarmiða sem fram hafa komið frá sveitarfélögum. Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, sagði að á sama tíma og verið væri að aðgreina verkefni ríkis og sveitarfélaga væri verið að troða upp á sveitarfélögin flóknu og erfiðu samstarfs- og endurgreiðslukerfi þar sem væru allt of margir óvissuþættir svo ásættanlegt væri fyrir sveitarfé- lögin. Óútfylltur víxill „Það eru fjölmargir þættir sem athugasemdir hafa verið gerðar við. Menn eru hræddir við óútfyllt- an víxil ef svo má segja í sam- bandi við hvað þetta muni kosta. Þá tel ég að eðlilegra og auðveld- ara hefði verið að taka þetta í gegnum almannatrygginga- eða skattkerfið. Ég er líka ósáttur við að þetta skuli ekki ganga jafnt yfír óháð búsetu eins og til að mynda með vaxtabæturnar sem menn fá að uppfyiltum ákveðnum skilyrðum. Það er eiginlega ekkert að mínum mati sem mælir með að þetta verði samþykkt í þessu formi. Ég er ekki á móti því að húsaleigubætur verði teknar upp. Hins vegar finnst mér þetta mál vera dæmi um klúðursleg vinnu- brögð og flaustursleg og þeim Alþingismönnum sem að því stóðu að samþykkja það ekki til sóma. Betra hefði verið að bíða árinu lengur, vinna þetta virkilega vel og að hugur fylgdi máli þegar lög- in yrðu sett á. Meingallað Gísli Bragi Hjartarson, bæjar- fulltrúi Alþýðuflokks, bókaði á fundi bæjarráðs að hann teldi greiðslu húsaleigubóta réttlætis- mál, en hann gæti fallist á að aðferð ríkisvaldsins við fram- kvæmdina sé ekki aðgengileg og ásættanleg. „Alþýðubandalagið hefur lengi verið því fylgjandi að húsaleigu- bætur verði teknar upp. Að mínu áliti er sú leið sém farin er með framkvæmd þessa máls í lögum um húsaleigubætur því miður meingölluð eins og bent hefur ver- ið á í athugasemdum sveitarfélag- anna,“ segir í bókun Sigríðar Stef- ánsdóttur en hún óskaði eftir að málið kæmi til endanlegrar af- greiðslu í bæjarstjórn. RAÐ.A UGL YSINGAR Sýslumaðurinn á Patreksfirði Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Aðalstræti 92, Patreks- firði, fimmtudaginn 2. nóvember 1994 kl. 09.00, á eftirfarandi eignum: Ingibjörg BA-402, sk.nr. 1946, þingl. eig. Hraðfrystihús Tálknafjarðar hf., gerðabeiðendur Verðbréfasjóðurinn hf., Verðbréfasjóðurinn hf. og Veröbréfasjóðurinn hf. Kjarrholt 2, Baröastrandarhreppi, þingl. eig. Katrín Pétursdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verkamanna og Byggingarsjóður verkamanna. Kjarrholt 3, Barðastrandarhreppi, þingl. eig. Barðastrandarhreppur, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Kjarrholt 4, Barðastrandarhreppi, þingl. eig. Jóna Jóhanna Sveins- dóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Langahlíð 5, Bíldudal, þingl. eig. Guðmundur Ásgeirsson og Guðrún Kristjánsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Miðtún 2, íbúð l-B, Tálknafirði, þingl. eig. Hraðfrystihús Tálknafjarð- ar hf., gerðarbeiðendur Det Norske Veritas og Löggildingarstofa ríkis- ins. Sigtún 29, e.h., Patreksfirði, þingl. eig. Patrekshreppur, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður verkamanna. Sigtún 31, e.h., Patreksfirði, þingl. eig. Björg Sæmundsdóttir, geröar- beiðandi Byggingarsjoður verkamanna. Sælundur t, Bíldudal, þingl. eig. Bjarni Gissurarson, gerðarbeiðend- ur Byggingarsjóður ríkisins og sýslumaðurinn á Patreksfirði. Túngata 15, e.h., Patreksfirði, þingl. eig. Ásgeir Hinrik Ingólfsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Vesturbyggð. Vélsmiðjuhús Vatneyri, Patreksfirði, þingl. eig. Arnbjörg Guðlaugs- dóttir, gerðarbeiöendur Iðnlánasjóður, Patrekshreppur og Vestur- byggð. •''" “ íbúðarhús nr. 1, í landi Klak- og eldisstöðvar, Seftjörn, þingl. eigl. Arndís Harpa Einarsdóttir og Einar Pálsson, gerðarbeiðandi Bygging- arsjóður ríkisins. Sýslumaöurinn á Patreksfirði, 26. október 1994. Sjálfstæðisfélag Seltirninga Aðalfundur Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga verður haldinn þriðjudaginn 1. nóvember á Austurströnd 3 og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Gertur .'‘indarins verður Sigríður Anna Þórðardóttir, alþingismaður. Stjórnin. Málverkauppboð verður halið í Gallerí FOLD á Laugavegi 118d (gengið inn frá Rauðarárstíg), sunnudags- kvöldið 30. október. Húsið opnað kl. 20.00. Uppboðið hefst kl. 20.30. Boðið verður uppá léttar veitingar fyrir uppboð. Forsýning verður á myndunum á sama stað laugardag frá kl. 10-18 og sunnudag frá kl. 12-18. GALLERY Laugavegi 118d gengið inn frá Rauðarárstíg, sími 10400. Blab allra landsmanna! -kjarnimálsins! I.O.O.F. 10 = 17510318 =Dn. □ GIMLI 5994103119 I H.v. I.O.O.F. 3 = 17610318 = O Hver er tilgangur okkar hérá jörðinni? Sendið eftir ókeypis upplýs- ingabæklingi til: New Eden, P.O. Box 2, Filey, North Yorkshire, Y014 9HJ, England. Lffefli - Gestalt Námskeið í stjórn og losun tilfinninga Sársauka - spennu - kvíða - fælni - feimni Sálfræðiþjónurta, Gunnars Gunnarss., súni 641803. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 16.30. Ræöumaður Hafliði Kristinsson. Barnasamkoma og barnagæsla 'á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. Munum eftir sam- verustund á þriðjudag „Biðjum börnin heim". Tónleikar og fyrir- bænir til styrktar Sophiu Hansen kl. 20.00. Miðill-heilun Tímar í að komast að rót sjúk- dóma og leysa þá upp! Áruteiknun og leiðsögn. Leið- sögn um mataræði. Flyt erindi um lifandi fæðu og fæðusam- setningu í hópum og félagasam- tökum. Hef sálarmyndir til sölu. Halla Sigurgeirsdóttir, fræðslu- og heilun- armiðill, s. 91-43364. Ungt fólk YWAM - ísland Samkoma í Breiðholtskirkju i kvöld kl. 20.30. Systir Josuana frá Maríusytrum predikar. Mikill söngur, lofgjörð og fyrirbænir. „Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur verið glaðir." Fil. 4:4. LÍFSSÝN Samtök til sjálfsþekkingar Félagsfundur Lífssýnar verður haldinn 1. nóv. i Bolholti 4 kl. 20.30. Á fundinum flytur Sigurö- ur Jakobsson erindi um Carlos Castaneda, lærisvein töfra- mannsins. Munið bænahring kl. 18.45 og hugleiðslu kl. 19.45. Svölurnar halda félagsfund í Síðumúla 25 þriðjudaginn 1. nóv. kl. 20.30. Gestur fundarins verður Vil- hjálmur Ámason, dósent. Kaffi- veitingar. Allar starfandi og fyrr- verandi flugfreyjur velkomnar. Stjórnin. m * VEGURINN Nsjfi v Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Á sunnudag: Fjölskyldusamkoma kl. 11.00. Barnakirkja, krakkastarf og sam- vera fullorðinna. Ræðumaður Samúel Ingimarsson. Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðumaður Einar Gautur Stein- grímsson. Allir velkomnir. „Guð er trúfastur". Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. Orð lífsins, Grensósvegi 8 Almenn samkoma og sunnu- dagaskóli kl. 11.00. Allir vel- komnirl Sjónvarpsútsending á OMEGA kl. 16.30. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28 „Haldið því sem þið hafið." Op. 1:18-29. Almenn samkoma á Holtavegi í kvöld kl. 20 00. Ræöumaður er sr. Lárus Hall- dórsson. Komum saman og lof- um Drottinn. Þú ert velkomin(n). Frá Sálar- **, rannsókna- 1 félagi íslands Hinn virti huglæknir Joan Reid mun starfa fyrir félagið 3.-23. nóvember. Joan Reid er íslend- ingum góðu kunn og hefur kom- ið hingað í ein 30 ára og starfaö með frábærum árangri. Bókanir í einkatfma eru í simum 18130 og 618130. Stjórnin. Frá Sálar- i i rannsókna- félagi íslands Hin fjölhæfi miðill Colin Kingshot starfar fyrir félagið 10.-19. nóv- ember. Hann verður með einka- tíma í áru, teikningu/lestri, krist- alheilun og heilun með hljóð- bylgjum. Einnig námskeið í krist- alheilun. Bókanir í einkatíma og námskeið eru í símum 18130 og 618130. Stjórnin. §Hjálpræðis- herinn y Kirkjutlræli 2 Fjölskyldusamkoma kl. 11. Ester og Erlingur stjórna og tala. Hjálpræðissamkoma kl. 20. Ann Merethe Jakobsen og Erling- ur Níelsson stjórna og tala. Mánudaginn kl. 16 Heimilasam- band. Eirný Ásgeirsdóttir talar. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 68253* Sunnudagsferðir 30. október 1. Kl. 13.00 Gálgaklettur - Þorbjörn - Bláa lónið. Skemmtileg ganga norðan Grindavíkur. Þorbjörn er gott útsýnisfjall. Bað í Bláa lóninu í lok göngunar. Sérstakt kynning- arverð kr. 1.000, frítt fyrir börn með fullorðnum. Baðgjald greiö- ist aukalega. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. 2. Kl. 14.00 Borgarganga fjöl- skyldunnar. Rúta frá BSI, aust- anmegin og ekið út af Ægisíðu. Gengið með strönd Skerjafjarð- ar og farin ný leið fyrir flugvallar- endann og út í Nauthólsvík, til baka að BSl. Um 1-1,5 klst. Ekkert þátttökugjald. Ath. Mæt- ing á BSÍ. Ystu strandir norðan Djúps er bók sem allir ættu að eignast. Þetta er árbók Ferðafélagsins 1994 og er hún innifaiin f ár- gjaldinu kr. 3.100 eða kr. 3.600 (innbundin). Leitið upplýsinga á skrifstofuni. Ferðafélag (slands. Hallveigarstlg 1 • sími 614330 Dagsferð sunnud. 30. október Kl. 10.30 Straumur - Lónakot Verð kr. 1.000/900. Brottför frá BSl bensfnsölu. Haustblót 5.-6. nóvember Á laugardag gengið frá Hellis- heiði að Hjarðarbóli í ölfusi þar sem gist er. Sameiginlegur mat- ur á laugardag og kvöldvaka. Á sunnudag verður gengið frá Hellisheiði að Kolviðarhól. Farar- stjóri er Óli Þór Hilmarsson og kvöldvökustjóri er Lovísa Christ- iansen. Verð kr. 4.900/5.400, innifalinn er kvöld- og morgun- matur. Nánari uppl. á skrifstof- unni. Myndakvöld 3. nóvember Nk. fimmtudag mun Ágúst Guð- mundsson, jarðfræðingur, sýna myndir sínar frá Tröllaskaga og Austfjörðum. Sýnt er í Fóst- bræöraheimilinu við Langholts- veg og hefst sýningin kl. 20.30. Útivist. fomhjólp Almenn samkoma í Þribúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00. Mikill söngur. Barnagæsla. Samhjálparvinir vitna um reynslu sfna af trú og kór þeirra tekur lagið. Kaffi að lokinni sam- komu. Allir velkomnir. Samhjálp. Líkamsrækt - tæki til sölu Til sölu tæki úr líkamsræktar- stöð. Seljast ódýrt. Markaðurinn, Bolholti 6, s. 37713.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.