Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 25
I MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER1994 B 25 Mikill íslendingur í sér MARGIR íslandsmenn, sem eru í útlegð úti í hinum vonda heimi, þrá fátt meira en ein- hvers konar viðurkenningu frá sínu heittelskaða eylandi. Flestir þeirra hafa auðvitað ekkert til þess unnið að fá neins konar klapp á bakið frá fóstuijörðinni, sem þeir yfirgáfu eins og skít í polli til þess að eltast við betri lifskjör í útlandinu. En margir þeirra sjá þetta allt öðru vísi og sumir hafa lagt þó nokkuð á sig til þess að halda í íslenskt þjóðemi og tungu. Nokkrir útlaganna fá uppreisn æru, að því að þeim finnst, ef komast í fjölmiðlana á íslandi, þar sem ijallað er um þá út af þessu eða hinu málinu. Slíkri umfjöllun lýkur oft eitthvað á þá lund, að viðkomandi útlagi er sagður vera mikill íslendingur í sér. Er það hið allra mesta hól, sem hægt er að krækja í og eru ekki allt of margir, sem hljóta þann heiður í lifandi lífí. Þegar þeir hrökkva upp af og fá ritaða um sig minningar- grein í Mogga, er miklu algeng- ara, að þeir séu sagðir hafa verið miklir íslendingar í sér. En það gagnar nú lítið, þegar þeir eru dauðir á annað borð. Þið hafið eflaust veitt því at- hygli, eins og ég hefi gert, að það er ekki hægt að verða mikill ís- lendingur í sér, ef viðkomandi býr á íslandi. Það er alveg sama, hvað þið rembist við að vera þjóðleg, dugleg, vinsamleg, ábyggileg, al- mennileg, menningarleg og hvað annað, sem þið getið verið. Þið getið orðið stórmenni og leiðtogar og alltaf verðið þið íslendingar, og einhver gæti ef til vill kallað ykkur mikla íslendinga, en bara við, sem erum i útlöndum, getum orðið miklir íslendingar í okkur. Og það þýðir ekkert fyrir ykkur að öfundast! Það kvisaðist, hérna vestur í henni Ameríku, að ég hefði eitt- hvað verið að spekúlera í því, hveijir væru miklir íslendingar í sér, og hvemig fólk almennt gæti komist í flokk þessara merku manna. Nokkrar persónur hringdu í mig og langaði að kanna málið. Það var enginn vafi á því, að þær höfðu mikinn áhuga á að ná viður- kenningu sem miklir íslendingar í sér. Þótt ég sé hvorki sérfræðing- ur í málinu né dómari þar um, fannst mér forvitnilegt að finna út, hvað sumir þessara ímynduðu umsækjenda hefðu að segja. Fyrst talaði ég við Sigmund Almundsson, sem verið hefír í Ameríku um 40 ár og komið ár sinni mjög vel fyrir borð. Hann á hér verksmiðju, sem framleiðir rennilása, sem aðallega eru notað- ar í buxnaklaufar á vinnubuxum, en svoleiðis buxum klæðist hálft mannkyn eins og ykkur er kunn- ugt. Sigmundur býr með seinni konu sinni, en hann er tiltölulega nýbúinn að yngja upp hjá sér, í glæsilegu húsi, sem stendur niður við sjó. Stórir Kjarvalar og As- grímar hanga þar á veggjum og margir metrar af íslenskum bók- urri prýða hillur. „Þegar ég fór frádslandi, voru þar litlir möguleikar fyrir mann eins og mig,“ sagði verksmiðjueig- andinn. „Mjög snemma fékk ég áhuga á rennilásum, en lítill skiln- Þórir S. Gröndal ingur var þá á slíku með þjóðinni, enda langflestum buxnaklaufum landsmanna Iokað með tölum. Lít- ið var um vinnu nema þá í sjávar- útvegi, en á honum hafði ég engan áhuga.“ Þegar ég spurði hvaðan hann væri ættaður, glotti hann og tók bók úr skápnum og skellti henni á borðið, pottþéttur. „Það er hér allt svart á hvítu í nýúkominni bókinni um Geitafjarðarættina. Ég styrkti útgáfuna sjálfur,“ sagði hann stoltur, og gat ég séð, að hann var hreykinn af því, hvernig hann hafði séð fyrir og afgreitt þessa spurningu mína. „Ég hef alltaf haldið góðu sam- bandi við landið mitt og ég elska fólkið og náttúruna. Á hveiju sumri hef ég farið heim og veitt lax. Stundum hefi ég farið með viðskiptavini héðan og banka- stjóra, og þótt ég segi sjálfur frá, þá hefí ég eytt dágóðum skildingi í þessum ferðum. Og það hefir sko ekki skaðað landið!" Hann var kominn á skrið, svo ég lét hann bara tala. „Ég elska menningu íslands og sérstaklega sönginn og ljóðin. Stephan G. Stephansson er mitt uppáhald. Ef til vill fínn ég til skyldleika við hann, því hann var Vestur-íslend- ingur, eins og ég vissulega er sjálf- ur. Þegar ég var heima í sumar er leið, fór ég á tónleika. Meðal annarra góðra söngvara var þar Kristinn Sigmundsson. Undir lok- in sté hann fram á brík leiksviðs- ins, þandi út bijóstkassann og söng „Þótt þú langförull legðir“. Ég fékk gæsahúð og hárin risu á höfði mér.“ Sigmundi Almundssyni héldu nú engin bönd. Hann þandi sjálfur út sinn kassa og tók að syngja. Það var langt frá því að vera fall- egur söngur, og hundurinn hans, sem sofíð hafði undir stól, þaut út, ýlfrandi. Hann kláraði tvö er- indin og þegar hann kom að „nótt- laus voraldar veröld, þar sem víð- sýnið skín“, runnu tárin niður eft- ir vöngum hans. Skömmu seinna kvaddi ég og sagðist vera viss um, að hann væri mikill íslendingur, en tíminn yrði um það að dæma, hvort hann væri það líka í sér. Ein íslensk kona sýndi áhuga á þessu máli og heimsótti ég hana. Hún var einnig búin að dvelja í Ameríku í marga áratugi, en hún hafði gifst amerískum manni, sem hún kynntist á íslandi. Nú var hann dáinn fyrir nokkru og hafði látið eftir sig dágóðan sjóð, svo Dalfríður, en svo hét konan, þurfti ekki_ að ugga. um framtíðina. „Ég hefí ávallt elskað ísland," sagði hún alvarleg á svip, „en ég hefi bara ekki getað sýnt það í mörg ár, því maðurinn minn var á móti íslendingum.“ Það brá skugga á andlit hennar, og hún flýtti sér að segja: „Blessuð sé minning hans og dollararnir." Tók hún nú að útskýra hvers vegna maður hennar hefði fengið andúð á íslandsmönnum og öllu, sem ís- lenskt var nema henni sjálfri. Svo virtist, sem ættingjar kon- unnar og vinir hefðu gengið fram af Ameríkananum, en í mörg ár höfðu heimsóknirnar verið mjög tíðar. Gegndarlaus gleðskapur og glaumur landans gekk fram af mannræflinum, og þá kastaði tólf- unum, þegar Dalráður, bróðir Dalfríðar, réðst á hann og kjálka- braut hann, þegar hann vildi koma fólkinu í rúmið. í 16 ár hafði ekki verið minnst á Ísland á heimilinu. Enginn ís- landsmaður hafði stigið þar inn fyrir dyr, og heldur ekki hafði Dalfríður fengið að heimsækja sitt ástkæra ættland. Á laun las hún íslendingasögur og einu sinni hafði henni tekist að fá smásend- ingu af harðfíski í pósti án þess að maður hennar yrði var við. Hún faldi fiskinn úti í bílskúr og naut . hans þar, þegar tækifæri gafst, en hurð skall nærri hælum, þegar ektamakinn þefaði um í skúrnum, einn laugardag, og sagðist fínna þar ýldulykt. Ekki gat ég eytt miklum tíma með Dalfríði, en ráðlagði henni að lesa meira af íslendingasögum og líka kveðskap landsmanna. Svo sagði ég henni, að hún skyldi nota eitthvað af dollurunum, sem mað- ur hennar hefði skilið eftir fyrir hana, til þess að fara til íslands og njóta þar lífsins. Samkomulag um flugvöll í Hong Kong Hong Kong. Reuter. KÍNVERJAR og Bretar hafa því sem næst náð samkomulagi um nýjan alþjóðaflugvöll í Hong Kong. Deilt hefur verið um hvernig fjármagna eigi framkvæmdina í mörg ár en hún er stærsta bygg- ingarframkvæmd heims. Nú hafa þjóðirnar hins vegar gefíð í skyn að samkomulag verði undirritað í næstu viku en kostnaður við bygg- inguna er áætlaður sem svarar tæplega 1.300 milljörðum ísl. kr. Framkvæmdir við Chek Lap Kok-flugvöll hafa haldið áfram, þrátt fyrir deilu Kínveija og Breta. ísafjörður - Hnífsdalur Nýr umboðsmaður, Auður Yngvadóttir, hefur tekið til starfa. Sími 94-5477. - kjarni málsins! Prófkjör Sjálfstæðisflokksins Reykjanesi 5. nóvember 1994 Tryggjum Arna Ragnari Arnasyni góða kosningu - 2.-3. sæti Ingvar Jóhannsson, framkvstj., Njarðvík Dagbjartur Einarsson, útgerðarmaður, Grindavík Karl Njálsson, fiskverkandi, Garði Geirmundur Kristínsson, sparisjóðsstjóri, Keflavík Einar Símonarson, útgerðarmaður, Grindavík Þórður Ólafsson, íþróttakennari, Sandgerði Kristberg E. Kristbergsson, skipasmiður, Njarðvík Þórunn Benediktsdóttir, hjúkrunarfr., Keflavík Jón Guðlaugsson, form. Sjálfstfél. Keflavikur Jón H. Jónsson, franikvstj., Keflavík Finnbogi Björnsson, framkvstj., Garði Alma Sigurðardóttir, húsmóðir, Keflavik Sigurður Ingvason, oddviti, Garði Reynir Sveinsson, bæjarfulltrúi, Sandgerði Guðmundur Sigurðsson, firamkvstj., Vogum Jón A Jóhannsson, læknir, Njarðvík Böðvar Jónsson, fasteignasali, Njarðvík Guðmundur Einarsson, framkvstj., Grindavík HAI.I.nÓRU KRINGLUNNll 7 - HÚSI VERSLUNNAR - SÍMI (5)88 1990 AHA-GLY DERM ÁVAXTASÝRU MEÐFERÐ BYLTING I HÚÐMEÐFERÐUM GÓEXJR ÁRANGUR Á HRUKKUM, BÓLUM, ÞURRI HÚÐ, GRÓFRI HÚÐOG Fl_ Halldóra M. Steingrímsdóttir ^IL SNYRTI OG FÖRÐUNARFRÆÐINGUR /CIL 'Sr \Sir GLYDERM* ALHLIÐA SNYRTIPJÓNUSTA GLYDERM* Nasjonalgalleriet - Norska ríkislistasafnið Forstjóri Nasjonalgalleriet er rfkislistasafn, sem hefur að markmiði að efla áhuga og auka þekkingu á norskri og erlendri myndlist. Þessu markmiði er reynt að ná með því að kaupa, geyma og sýna mynd- list og vinna á vísindalegan hátt með hana. Nasjonalgalleriet ber sérlega ábyrgð á því að varðveita hina sögulegu hefð í noskri myndlist. Núverandi forstjóri Nasjonalgalleriet lætur af störfum fyrir aldurs sakir í ágústmánuði 1995 og er staðan því auglýst laus til um- sóknar. Umsækjendur verða að haia að baki háskólamenntun í listasögu eða samsvarandi og geta sýnt fram á mikla vísindalega hæfni. Við mat umsókna verður lögð áhersla á skjalfesta þekkingu á norskri nítjándu og tuttugustu aldar list svo og reynslu aí söfnum og stjórnun. Að öðru leyti er bent á stöðulýsingu, sem hægt er að nálgast hjá menntamálaráðuneytinu (Kulturdepartementet) ísíma 90 47 22 34 80 01. Umsækjendur verða metnir af sérfróðri neínd. Sá sem ráðinn verður, verður að fallast á þær breytingar á starfs- og ábyrgðarsviði, sem síðar kunna að verða ákveðnar. Laun eru greidd samkvæmt launakeríi ríkisins, þrepi 60. Frá launum eru dregnar greiðslur í Lííeyrissjóð ríkisins. Konur eru sérlega hvattar til að sækja um stöðuna. Skilyrði ráðningar er að viðkomandi hafi gott vald, jafnt skriflega sem munnlega, á norsku, dönsku eða sænsku. Nánari upplýsingar veitir Sigve Gramstad, deildarstjóri í síma 90 47 22 34 80 00 eða stjómarformaðurinn Jens Kristian Thune, hæstaréttarlögmaður, í síma 90 47 22 44 25 10. Umsókn, ásamt staðfestum afritum af meðmælum, prófskjölum og vísindalegum verkum (í þremur eintökum), sendist til Kulturdepartementet, Postboks 8030 Dep, 0030 Oslo, Noregi, fyrir 24. nóvember 1994.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.