Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER1994 B 11 MANNLÍFSSTRAUMAR LÆKNISFRÆÐI/Er von á hlekknum sem vantabi? Harðjaxl ÞEGAR Darwin og skoðanabræður hans voru að smíða þróunarkenn- inguna á öldinni sem leið töldu þeir víst að meira en lítill skyldleiki væri með okkur og sumum ápateg- undum í Afríku. Og á þeim áratugum sem liðnir eru frá því Darwin hvarf af sjónarsviðinu hefur hitt og annað komið í ljós sem styður tilgátur þeirra félaga og þá ekki síst æva- forn og steinrunn- in bein sem menn hafa rekist á víðs vegar um lönd á suðurhveli jarðar. Hér verður drepið á fátt eitt af því tagi. Arið 1891 fannst hluti af gamalli hauskúpu á Jövu og á sömu slóðum lærleggur ári seinna. Síðan þá hafa mörg bein til viðbótar kom- ið í leitirnar á eynni og þykir mega af þeim ráða að þar hafi frummenn átt heima fyrir hálfri annarri milljón ára. Þeir voru að líkindum fyrstu útflytjendur frá Afríku, móðurjörð mannkynsins. Eitt með öðru sem gefur vísbendingu um býsna náinn skyldleika jövumannsins við apana eru stórar og vígalegar augntennur hans. Pekingmaðurinn finnst í helli austur í Kína 1927 og er talinn „aðeins“ 400 þúsund ára gamall. Tennur hans líkjast meira geiflun- um okkar en þeim vígbúnaði sem jövumaðurinn hafði í munninum. Nokkru áður hafði fundist haus- kúpa í Taung í Suður-Afríku og athugull maður að nafni Raymond Dart kvað upp úr með það að hún hefði hvorki setið á herðum manns né apa, heldur einhvers þar á milli. — Og þegar saxast fer á ofanverða 20. öld verða merkar líkamsleifar sem dregnar eru fram í dagsljósið æ fornlegri og árið 1974 fannst beinagrind ungrar og smávaxinnar konu sem til hægðarauka var gefið nafnið Lucy. Hún hafði lifað og dáið austanvert í miðri Afríku, þar sem nú heitir Eþíópía, og miklu fyrr en aðrir sem hér hafa verið upp taldir; raunar varla síðar en fyrir rösklega þremur milljónum ára. Og þá er komið að harðjaxlinum, elstu mannaleifum sem fundist hafa og það ekki fyrr en nú fyrir skömmu. Suður í Eþíópíu um 70 ,kílómetra frá staðnum þar sem Lucy bar beinin var japanskur stein- gervingafræðingur á hnotskóg dag einn í desember fyrir tæpum tveim árum. Og sem hann rölti um eyði- mörkina og virti fyrir sér steinvölur og hvaðeina sem skar sig úr, kom hann allt í einu auga á eitthvað sem glitraði í sandinum. Þegar hann tók það upp sá hann að þetta var brot af mannskjálka og það sem blikað hafði í sólarbirtunni var glerungur á heillegasta jaxlinum. Aldursat- huganir benda til að sá eða sú sem tuggði matinn sinn með þessari tönn hafí verið uppi æðilöngu á undan Lucy eða fyrir nærri hálfri fímmtu milljón ára. Eftir þetta óvænta stökk svo langt aftur í tímann skjóta gamlar spurningar upp kollinum. Einn aðdáenda Darwins og samtíðar- maður hans um skeið var Þjóðveij- inn Ernst Haeckel. Hann mun fyrst- ur manna hafa talað um „týnda hlekkinn" (missing link) sem hlyti að vera vel geymdur einhvers stað- ar á bernskuslóðum mannkyns og kæmi vonandi upp úr kafínu fyrr eða síðar. Hugmyndin um þennan hlekk sem vantaði í þróunarkeðju mannsins, millistig manns og apa, hefur ekki átt upp á pallborðið hjá vísindamönnum síðari ára. Þeir segja sem svo að tilgangslaust sé að bíða eftir einum slíkum hlekk; apaþjóðin hafí einhvern tíma í óra- fyrnd greinst í tvennt og önnur ættkvíslin haldið áfram að vera apar, en hin smám' saman tekið breytingum sem í aldanna rás stefndu lengra og lengra í þá átt að verða apamenn, mannskepnur, eftir Þórorinn Guðnoson í EYÐIMÖRKINNI þar sem jaxlinn fannst. frummenn eða hvað sem okkur finnst við hæfi að nefna þessa fjar- skyldu ættingja. Ef sú væri raunin vantar líklega engan hlekk, enda varla þörf á honum eða pláss fyrir hann, en þó sagði einn af forsprökk- um leiðangursins sem fann harð- jaxlinn og ýmisskonar beinarusl úr sextán öðrum kroppum á sama stað, að jaxlinn væri „elsti hlekkur sem vitað er um úr þeirri keðju sem tengir okkur við foreldra manns og apa“. — Og breskur sérfræðingur í þessum efnum hefur látið hafa eftir sér um síðustu rannsóknir í Eþíópíu: „Mér virðist sem þessi bein gætu verið úr sameiginlegum forföður eða því sem næst. Það er erfitt að stilla sig um að impra á týndum hlekk.“ VERALDARVAFSTUR/£m sömu áhriffrá „tíbm1 efnis og efninu sjálfu? _ Vatnsvandamál náttúru og landbúnaÖar DAUÐI stöðuvatna vegna súrefniss- korts og vandamál landbúnaðarins vegna uppsafnaðs hlands hafa plag- að mörg lönd nú á síðustu áratugum. Menn standa ráðalausir gagnvart vandanum, því bæði er hann illleys- anlegur og sömuleiðis kosta þekktar lausnir ógrynni fjár. Þýskur vélfræðingur að nafni Roland Plocher hefur þó ekki setið aðgerðalaus. Hann hefur um tíu ára skeið notað nýstárlega aðferð með mjög góðum árangri. Hann seg- ist hafa fengið punkta til lausnar vandamálinu frá Nicola Tesla, Vict- or Schauberger og Wilhelm Reich, sem allir skildu eft- ir sig ítarlegar frá- sagnir af starfi sínu á mörkum vís- eftir Einor Þorstein inda og hins óþekkta og umdeilda. En hvers vegna hefur lausn Ro- lands Plochers ekki breiðst hraðar út þrátt fyrir vísindalega staðfestan árangur? Bæði er það að grundvöllur uppgötvunar hans er utan við skiln- ingssvið vísindanna og hitt að hann hefur ekki viljað selja framleiðslu- réttinn til að tryggja að hugmynd- inni verði ekki bara stungið undir stól. Lausn hans er nefnnilega það ódýr að allir hafa efni á að nota hana og er því í harðri samkeppni við efnaverksmiðjur. í dag er framleiðsla hans notuð í Þýskalandi (af 25 þúsund bændum), á Spáni, á Ítalíu, í Danmörku og í Bandaríkjunum. Mælingar á vötnum sem hann meðhöndlar me§ tækjum sínum sýna stöðugt súrefnismagn, sviffrumungum fækkar, hiti vatns- ins lækkar, ph-gildi er stöðugt, sýra og önnur umhverfiseitrun minnkar og neikvæðum jónum fer stigfjölg- andi í kringum tækin. Þetta sýna rannsóknir Helmuts Arffs frá Land- búnaðarháskólanum í Hohneheim. Plocher telur sjálfur að það' sé vísindunum áður óþekkt alheims- orka sem valdi þessum niðurstöðum. En tækni hans felst í því að færa upplýsinguna um súrefni í önnur efni eins og malaðan kvartsstein eða álfólíu með aðstoð alheimsorkunnar. Fræðilega segir hann unnt að færa upplýsingu hvaða efnis sem er í önnur efni. Það sé rétt eins og unnt sé að færa hljómlist yfir á geisla- diska. Hvað snertir kvartssteinsduft- ið til dæmis þá færi hann ákveðið „tíðni“-munstur frá súrefninu yfir í atóm steinsins. Þegar síðan duftinu er hellt útí hlandforina þá flytji hann yfir í hana upplýsingar um súrefni, samkvæmt lögmáli endurómsins (re- sonans), sem virki eins og súrefni. Hlandið er nú lífgað og má nota til áburgðar án frekari áhættu á meng- un í náttúrunni. Siegfried Höller er suður-þýskur bóndi, sem hefur notað þessa tækni í nokkur ár. Hann er með kýr og notar duftið í hlandið. Eftir árið hvarf ammoníaksstækjan úr fjósinu og kýrnar urðu heilbrigðari. Nafnið á framleiðslu Plochers er Penac. Höller notaði hana einnig til RÖRIN með upplýsingaber- andi efni áður en þeim er sökkt í stöðuvatnið Kleiner Abersee í Bayern. Þar er nú aftur líf eftir 20 ára dauða. að hreinsa hlandforina alla. En það er þekkt vandamál hvernig hlandið myndar þykka skán á yfírborðinu, sem ekki er hægt að ná burtu nema með vélum með miklu erfiði. Eftir sex mánuði hafi Penac-duftið leyst þetta allt upp án véla. Og það var auðvelt að keyra hlandið á túnið. Lyktin var mild en ekki stækja og kýrnar voru farnar að bíta gras á sama túninu skömmu síðar, sem er óhugsandi ef ómeðhöndlað hland á í hlut. Reynslan af þessu Penac-hlandi til áburðar er það góð, að Höller hefur ákveðið að hætta að kaupa tilbúinn áburð, en hann hafði borgað 200 þúsund krónur fyrir hann áður á ári. Árangurinn er ekki síðri í með- höndlun stöðuvatna. Súrefnis-upp- lýsingafyllt fólía er sett í vatnsþétt rör og síðan komið fyrir á botni þeirra. Á sex til tólf mánuðum lifna algerlega dauð stöðuvötn við og kostnaðurinn er sáralítill. Nú er Plocher að gera tilraunir með álfólíu-ræmur á vatnsrörum og klóakrörum til að hindra stíflumynd- anir og lífga bæði vatn og klóakúr- gang, sem brotnar þá auðveldar nið- ur. Og nú er það spurningin: Er góð- ur árangur það sem sækjumst eftir eða sönnun á óþekktum vísindakenn- ingum? LIFSSKOLINN VESTURBERGI73 Selma Júlíusdóttir, ilmfræð- ingur, heldur námskeið í meðferð ilmolía og sog- æðanuddi, helgina 5.-6. nóvember Námskeið verða haldin í vetur um heilun, þyngra eyrnapunktanuddi og um forvarnir almennt gegn sjúkdómum. SÍMI77070 ----- r Þessa viku veitum við 25% afslátt af eftirfarandi vörum frá BABY BJÖRN: / Fullt verö Afsláttarverö ömmustólar, dökkbláir 3.700 kr. 2.775 kr. Skiptitöskur 3.950 kr. 2.963 kr. Buröarrúm/kerrupoki 8.600 kr. 6.450 kr. . Ný sending af SiMO kerruvögnum. Nylonyfirbreiösla fylgir vögnunum í nóvember. ALLT FYRIR BORNIN Klapparstíg 27, sími 19910. |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.