Morgunblaðið - 30.10.1994, Page 15

Morgunblaðið - 30.10.1994, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER1994 B 15 Án formerkja ANDLÁT Ham var meðlim- um sveitarinnar mikill léttir, enda gafst þá tækifæri til að sinna öðru og annarri gerð tónlistar. Fyrsti Ham- limur sem gefur út eftir and- lát sveitarinnar er Siguijón Kjartansson sem stofnaði eins manns hljómsveitina Ólympíu, en fyrsta breiðskífa Ólympíu kemur út í vikunni. Lag með Ólympíu kom út á safndisk Smekkleysu í sumar og brá mörgum í brún við að heyra Siguijón syngja við tölvupoppundir- leik, en fregnir herma að á breiðskífunni skiptist á rokk og tölvutónar. Siguijón segir að hann hafi alla tíð sett sér að gera breiðskífu, en ekki með neinum formerkjum. „Ég ætlaði bara að taka upp plötu, ég var ekki að einskorða mig við ein- hvem stíl, ætlaði mér bara að velja þann stíl sem hæfði hveiju lagi.“ Siguijón neitar því ekki að í rokklögunum megi eflaust greina einhveija Hamlega takta, og ekki nema vonlegt, „enda hef ég ekki breyst í annan mann“. „Mér fannst ég vera kominn í sköpunarlegt einstigi og mikill léttir að hætta í Ham, því þá opnuðust gáttir fyrir nýjum hlutum og ég fór þegar semja lög fyrir Ólympíu. Ymsu bregður fyrir á plötunni og með- al annars nýtir ég org- el Bústaðakirkju, enda er kraumandi kirkjuorgel ekta rokkhljóðfæri, þó það skapi viss vandræði í tón- leikahaldi.“ Morgunblaðið/ Sverrir Léttir Siguijón Ólympía Kjart- ansson. Kraftur Quicksand Jesus, Finni, Amar, Franz og Dabbi. DÆGURTONLIST Kraft- mikil keyrsla Hvab er danstónlistt Dansrokk- fönksveim DANSSVEITIN Bubbleflies vakti mikla athygli á síðasta ári fyrir sveimkennt rokk og líflegt tónleikahald. Síðan hefur hljómsveitin leikið af krafti víða um land en tók sér hlé til að hljóðrita breiðskífu sem gefin var út í vikunni. Bubbleflies á sér sér- kennilegan aðdrag- anda, því segja má að sveitin hafi orðið til þegar undirbúið var tónleikahald w^m^mmmmmmi til að fylgja fyrstu breiðskíf- unni eft- ir. Fram að því var eftir Árna Bubbl- ttatthíosson eflies þriggja manna sveit og einn þeirra sem stofnsettu hana er Davíð Magnússon gítar- leikari. Davíð segir að platan nýja, Pinocchio, hafi verið tekin upp í ágúst og segja megi að hún sé rökrétt framhald fyrstu skífu sveitarinnar, með þeim fyrirvara þó að sveitin hef- ur þróast hratt frá því hún var þriggja manna hljóð- verssveit í að vera starf- andi dansrokksveit. „Platan er markvissari og betur undirbúin," segir Dansrokkfönksveím Bubbleflies. íiður Snorri Davíð, „við vorum með fleiri markaðri í stíl, við höldum lög áður en farið var af stað því að gera bara það sem og hún er meiri hljómsveitar- við viljum gera í hvert sinn. plata, en hún er ekkert af- Við viljum ekki afmarka okkur lítinn hring sem við megum ekki fara út fyrir enda erum við að þessu til að skemmta okkur.“ Tónleikagestir hafa tekið eftir því að meira ber á gítar- leik en í árdaga, en Davíð gerir lítið úr því og segir að þó ef til vill beri meira á gítarhljómi, sé hann fráleitt í aðalhlutverki. „Aðal mun- urinn er vitanlega að nú erum við með bassa- og trommuleikara, sem ekki var á síðustu plötu. Við vinnum samt áfram mikið á tölvur og það er ekkert minna af hljómborðum; frekar er meira af öðrum hljóðfærum. Við erum samt allir miklir áhugamenn um danstónlist og það ægir öllu saman á plötunni, hvort sem það er fönk, danstónlist eða rokk, enda má dansa við alla tón- list, það er öll tónlist dans- tónlist.“ Útgáfutónleikar Bubbl- eflies verða í Tunglinu föstu- daginn 4. nóvember. ROKKSVEITIN Quicksand Jesus er meðal þeirra sveita sem senda frá sér sína fyrstu breiðskífu fyrir þessi jól. Hljómsveitin hefur þó áður látið á sér kræla, því hún átti lög á tveimur safnplötum Skífunnar. Liðsmenn Quicksand Jesus segja að plata sveit- arinnar, sem heitir The More Things Change, the More They Stay the Same og kem- ur út á fimmtudag, hafí verið tekinn upp á eins einfaldan hátt og unnt var, en hún var tekin upp í hljóðveri suður í Keflavík. Græjur og tól voru sett í samband og síðan var keyrt í gegnum prógrammið líkt og á tónleikum. Alls tóku þeir félagar upp sautján lög og létu það ekki á sig fá þó finna megi einhveija hnökra. Sveitin á nóg af lögum á lag- er, því þeir félagar segjast þegar vera með aðra plötu tilbúna til upptöku, en fyrst sé að selja þessa, sem þeir gefa sjálfír út. Quicksand Jesus hefur vakið athygli fyrir þéttan leik og kraftmikla keyrslu á tón- leikum og tækifæri gefst til sannfærast á útgáfutónleikar verða Tjamarbíói 11. nóv. Madonna og Björk VINSÆLDIR Madonnu hafa farið minnkandi hér á landi ekki síður en annars staðar. Þannig var áhugi á væntanlegri breiðskífu hennar, Bedtime Stories, harla lítill þar til það spurð- ist að eitt lag á plötunni væri eftir Björk Guðmunds- dóttur. Madonna lýsti því fyrir skömmu í viðtali við tískublaðið Face að plata Bjarkar, Debut, væri uppá- halds plata sín í mörg ár og meðal annars þess vegna hafi hún leitað til Nellees Hoopers, sem stjórnaði upp- tökum á Debut, til að vinna með sér að Bedtime Stories. Það hlaut því að fara svo að ein- hveiju svipaði saman á plöt- unum tveimur, og hér á landi að minnsta kosti hafa menn beðið spenntir eftir að fá að heyra Bjarkalagið í flutningi Madonnu, en það er reyndar ekki eftir Björk eina. Fyrsta smáskífan af Bedtime Stories, Secret, hefur náð hylli hér, sem « ætti að ýta undir áhuga á breiðskífunni, en Bjarkarlagið, sem ber reyndar mikinn „Debut- svip“ hjálpar eflaust til líka, ekki síður en ný og öllu siðlegri ímynd Ma- donnu. Siðleg Madonna. pf' „'tíÍÍmUí ’gHjHI' pv* Sóló- skífa Björns Jörundar ROKKSVEITIN góðkunna Nýdönsk hefur lagt upp laupana og gefur ekki meira út í bráð. Aðdáendur sveit- arinnar skyldu þó ekki ör- vænta, því einn liðsmanna hennar, Björn Jörundur Friðbjörnsson kvaddi sér hljóðs í liðinni viku með sólóskífu. Björn segist hafa lengi ætlað sér að gera sóló- skífu, en meðan Nýdönsk var á fullu gafst lítill tími til slíks. Þegar liðsmenn sveitarinnar ákváðu svo að fara í frí hafi hann sest nið- ur, ákveðið hvert þemað ætti að vera og setið svo við á kvöldin frá janúar og fram í maí og samið lög og texta. Björn segist hafa viijað vinna plötuna með öðrum og því hafi hann fengið þá tónlistar- menn sem leika með hon- um á plötunni til að leggja hugmyndir í púkkið, enda eru allar útsetningar skrifaðar á alla sem léku á plötunni, Björn sjálfan, Ey- þór Gunnarsson, Sigurð Bjólu, Ólaf Hólm og Þor- stein Magnússon. Björn segist þó hafa verið verk- stjóri, enda hugmyndin og lögin öll hans. Björn segist hafa haft mikið gaman af því að vinna með þessum piltum og ekki hafi hann minna gaman af því að setja saman hljómsveit þá sem hann ætlar að leika með víða um land, til að fylgja plötunni eftir. Svo gaman reyndar að hann segist hafa fullan hug á að vinna frekar með sveitinni eftir áramót og þá jafnvel að vinna plötu í sam- einingu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.