Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN var viðstödd síðustu byltingarhátíðina í nóvember 1990. Sagnfræði augnabliksins eftir Guðna Einarsson. Myndir frá Rússlandi tók Guðrún Finnbogadóttir. RÚSSLAND hefur gengið í gegnum aðra byftinguna á þessari öld, nú frá kommúnisma til kapítalisma. Um sjö áratuga skeið var þessu þjóðfé- lagi stýrt í stóru og smáu eftir hugmyndafræði sem búið er að leggja fyrir róða. Guðrún Finnbogadóttir hefur skrifað bók, Til heljar og heim, um áhrif þessarar síðari byltingar á líf rússnesks almennings. Guðrún fór fyrst til náms í Rússlandi á valdatíma Khrústsjovs og dvaldi þá í landinu tæpt ár. Hún fór aftur til Rússlands 1990, þegar hvað mest ólgaði í kjöl- far perestrojku og glasnost, og síðan einar tíu ferðir næstu þrjú árin. Erindi hennar var meðal annars að taka viðtöl við rússneska rithöfunda vegna doktorsverkefnis í samanburðarbókmenntum við Sorbonne-háskób ann í París. Guðrún er þar búsett og er fréttaritari Ríkisútvarpsins. í Rússlandi hitti Guðrún gamla vipi og kynntist nýjum. Bókin geymir sögu þessa fólks og áhrif hinnar síðari byltingar á líf þess. Guðrún segir að bókin sé ekki fræðileg úttekt heldur sagnfræði augnabliksins, leiftur úr lífi fólks sem tapaði grundvelli tilverunnar í einni svipan. EG KOM aftur til Rúss- lands meðan per- estrojkan var i fullum gangi ög áður en hjól sögunnar fóru að snú- ast jafn hratt og síðar varð. Ég náði því að vera viðstödd síðustu byltingarhátíðarhöldin á Rauða torginu 7. nóvember 1990,“ segir Guðrún. Bókin spannar tíma- bilið frá því í nóvember 1990 og til sama tíma í fyrra. Guðrún segir að fyrir þann tíma hafi ríkt stöðnun Breshnev-tímans og síðan kom per- estrojka Gorbatsjovs og glasnost. Byltingin sem nýlega er gengin yfír var ekki hafin í árslok 1990 og þrátt fyrir kosningarnar 12. desember í fyrra og nýja stjórnarskrá virðist sem enn hafí ekki komist festa á rússneskt þjóðfélag. Guðrún segir að nú bindi menn vonir við að þjóðfélagsþróunin í framtíðinni verði jafnari en verið hefur undan- farin ár. „Ef það verður ekki, þá getur það haft hinar hræðilegustu afleiðingar fyrir okkur öll. Það virð- ist sem þessar vonir rætist ekki í bráð, því á aðeins einu ári hefur gengi rúblunnar fallið unj 250% miðað við Bandaríkjadollar og iðn- aðarframleiðslan heldur áfram að minnka." Guðrún segir að í Rússlandi hafi hún hitt margt það besta fólk sem hún hefur kynnst. „Það er svo dá- samlegt, gestrisið og göfugt í þessu hræðilega ástandi. Svo fiæðir lfka illskan yfír. Stundum fannst manni eins og búið væri að sleppa öllum árum vítis lausum.“ Húsið við Arbatstræti Þegar Guðrún kom til Moskvu haustið 1990 fékk hún leigt hjá konu sem er myndhöggvari og býr í sögufrægu húsi við Arbatstræti. í þessu sama húsi er rithöfundurinn Anatolíj Rybakov fæddur og uppal- inn. Hann er höfundur bókarinnar Börn Arbats, sem kom út í ís- lenskri þýðingu Ingibjargar Har- aldsdóttur 1989. Sögusvið bókar- innar er að miklu leyti í þessu húsi. Húsið við Arbatstræti varð dval- arstaður Guðrúnar í þau skipti sem hún fór til Moskvu á árunum 1990 til 1993. Arbatstræti er fyrsta göngugatan í Moskvu og í hjarta borgarinnar. „Ég var mjög heppin að fá þarna leigt,“ segir Guðrún. „Húsið er mjög miðsvæðis og þama var stöðugur straumur af fólki. Myndhöggvarinn átti fjölda vina og kunningja, sérstaklega listamenn, reyndar allskonar fóik. Hún er mjög gestrisin og hjartahlý kona. Húsráð- andinn talaði gjarnan um húsið sem Guðrún Finnbogadóttir örkina hans Nóa og sagði: Við erum hér í örkinni meðan heimurinn ferst í syndaflóðinu fyrir utan.“ Spegill mannlífsins Mannlífið á Arbatstræti endur- speglaði það sem var að gerast í þjóðlífinu. Á götunni spratt upp markaður þar sem listamenn komu og seldu verk sín og trúbadúrar sungu. Eftir að verðlagning var gefín frjáls í byijun árs 1992 varð sprenging í efnahagslífinu. Fjöi- skrúðugt markaðslíf spratt upp á götunni. „Sölumennskan varð svo tryllt. Það var eins og hálf þjóðin, jafnt börn og gamalmenni, væri komin út á götu að selja jafnt það sem fannst uppi á háalofti og nið- urgreiddar vörur úr ríkisverslun- unum.“ Markaðsstarfsemin á göt- unum keyrði úr öilu hófi og þar kom að Jeltsín lét reka sölufólkið burt. Valdamikil mafía Mafíustarfsemi hefur blómstrað í Rússlandi og er talið að allt að þriðjungur peningamagns í umferð fari um hendur mafíunnar. „Ég held að mafían sé eitt af því óhugn- anlegasta sem nú er að gerast í Rússlandi. Mér finnst Vesturlönd vera einkennilega róleg yfir þessari þróun,“ segir Guðrún. „Rússneska mafían er að teygja anga sína til Vesturlanda og er meðal annars að sprengja eiturlyfjamarkaðinn með því að láta flæða yfir hann ódýr eiturlyf að austan." Guðrún segir að talið sé að meira en 15 milljónir hafí ánetjast eiturlyfjum í Rússlandi á undanförnum fjórum árum. í kjöl- far eiturlyfjanna hefur fylgt mikil glæpaalda. Hatrið blossar upp „Kommúnisminn gengur ekki upp sem hagfræðikenning," segir Guðrún. „í honum eru ósköp falleg- ar kenningar, góðar og göfugar hugmyndir. En það er búið að sanna að hann gengur ekki upp. Að taka það sem maður þarf og gefa það sem maður getur. Þetta hentar ekki manneskjunni. Ef svona kenningar henta ekki manneskjunni, þá kemur að því að hún kastar þeim burt og. tekur eitthvað annað í staðinn. En hvað kemur í staðinn? Það er grimmur kapítalismi. Maður sér það hvar sem er. Rússar eru ekki hrifn- ir. Þeir hafa orðið fyrir vonbrigðum. Þetta var ekki það sem þeir vildu. Hættan er sú að þetta fari út í of mikla þjóðernishyggju." Guðrún ferðaðist til nokkurra lýð- velda. Meðal annars fór hún til Kákasus þar sem hefur geisað stríð. Hún hitti þar fólk sem hefur horft upp á hörmulega atburði. Stríðið geisar enn með hryllilegum afleið- ingum og ekki horfur á að átökum ljúki í bráð. Það er víðar barist í fyrrum sovétlýðveldum og í Tadsjí- kístan er í raun borgarastyrjöld. „Það er einkennilegt hvernig hatrið hefur kraumað undir. Það virtist allt svo slétt og fellt meðan mið- stjórnarvaldið hélt í skefjum því sem kraumaði undir niðri. Um leið og Sovétríkin sprungu og miðstjórnar- valdið hvarf kom þetta allt upp á yfirborðið," segir Guðrún. í Kákas- us búa um 50 þjóðir, ef miðað er við tungumái, sem sagt var að byggju saman í sátt. Hatrið er nú allt í einu orðið svo áþreifanlegt að hjón skilja vegna þess eins að þau eru ekki af sama þjóðerni. Fjölskyld- ur sundrast og áratuga vinátta gleymist vegna kynþáttaátaka. Guðrún segir að ági-einingur þjóðanna í Kákasus tengist ekki ólíkum trúarbrögðum, því þjóðirnar þar eru flestar hallar undir íslam. Georgíumenn og Armenar eru hins vegar kristnir. Það sem nú sprettur upp á yfirborðið í sinni grimmustu mynd er þjóðernishyggja sem mið- stjórnarvald Sovétríkjanna og sjö áratuga áróður átti að þurrka út. í staðinn var boðuð alþjóðahyggja kommúnismans en boðskapurinn féll í grýtta jörð. „Það kemur svo greinilega í ljós nú að þetta hefur alls ekki tekist,“ segir Guðrún. ÖIIu snúið á hvolf Breytingarnar í fyrrverandi Sov- étríkjunum undanfarin ár eru meiri en flesta Vesturlandabúa órar fyrir. Rússar hafa sjálfir átt fullt í fangi með að fylgjast með þegar þjóðfélag þeirra hefur tekið algjöra koll- steypu. „Líf þessa fólks hefur bók- staflega sprungið í öllum skilningi," segir Guðrún. „Það er ekki bara það sem sést utan frá heldur einnig það sem snertir hið innra líf. Meirihluti fólksins er að einhveiju leyti heila- þveginn frá fæðingu, ef svo má segja. Það sem áður var gott er nú í einu vetfangi orðið illt. Það var öllu snúið á hvolf.“ Á kommúnistatímanum hafði fólkið ekki hugmynd um hvað var að gerast á Vesturlöndum. Þaðan bárust ekki neinar fréttir. Ríkið sá fyrir fólkinu eins og börnum. Ef maður var þægur og góður þá fékk maður framfærslu. „Svo var þessu kippt í burtu, allt í einu. Það er líkt og maður tæki lítið barn, setti það á vergang og segði: Bjargaðu þér nú sjálfur!“ Guðrún segir að margt fólk skorti allt frumkvæði, það sé vant því að láta hugsa fyrir sig. Nú þegar forsjána vantar verði það sinnulaust um allt og alla. Guðrún telur að þetta umrót komi verst niður á börnum og unglingum. Hún óttast að það taki heila kynslóð að koma hlutunum aftur í sæmilegt horf. Unga kynslóðin, sem nú vex úr grasi, er Iíkamlega vannærð og hefur engan andlegan grunn til að byggja á. „Upplausnin hefur svo mikil áhrif á þau. Það sem kom í staðinn fyrir kommúnismann var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.