Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER1994 MORGUNBLAÐIÐ RAÐ/A / JCZI Y^IMC^AR ■ \ v / v—/L / N \—'/ V/ v Byggingarkrani til sölu Linden byggingarkrani til sölu. Þarfnast smá- vægilegrar lagfæringar. Upplýsingar gefnar í síma 32354. Einbýlishús Óska eftir einbýlishúsi 130-200 fm til leigu á svæði 101. Tilboð sendist til afgreiðslu Mbl., merkt: „Svæði 101“. Risajólamarkaður verður opnaður á 1.500 mz gólffleti um miðj- an nóvember á besta stað á Skeifu-/Faxa- fenssvæðinu. Óskum eftir traustum söluaðil- um. Hagstæð leiga. Upplýsingar í síma 989-27040. Ferðaþjónusta Óska eftir samstarfi við fjársterka aðila um að hrinda íframkvæmd hugmynd um framtíð- ar fjáröflun fyrir hin ýmsu líknarfélög. Svör sendist til Æ.H., pósthólf 82, 202 Kópavogi. Peningar - hagnaður Viltu eignast hlut í fyrirtæki sem setur á markaðinn í Danmörku arðvænlega vöru árið 1995? Fyrirtækið verður í eigu íslendinga. Söluaðferðin er „network marketing" og hefur á einu ári tekist ótrúlega vel til í Nor- egi og Svíþjóð. Vörurnar eru seldar sama viðskiptavini aftur og aftur, samkeppni er ekki til staðar vegna einkaleyfa. Vegna sérstöðu vörunnar og öruggrar sölu- aðferðar verður um verulegan hagnað að ræða. Áhugasamur aðili þarf að leggja fram fjármagn en ekkert vinnuframlag og er hagn- aðarvonin í samræmi við það. A stuttum kynningarfundi verður málið reifað, vörurnar sýndar og farið yfir uppbygginguna. Áhugasamir aðilar leggi inn fyrirspurnir hjá Mbl. merkt: „STÓRT - 95“. BESSASTAÐAHREPPUR Húsnæðisnefnd Bessastaðahrepps óskar hér með eftir umsóknum um eina fjög- urra herbergja almenna kaupleiguíbúð sem til úthlutunar er á vegum nefndarinnar í ár. Réttur til úthlutunar er bundinn við eftirfar- andi skilyrði: 1. Lögheimili sé í Bessastaðahreppi. 2. Greiðslugeta sé fyrir hendi, sbr. reglur Húsnæðisstofnunar ríkisins. 3. Skilyrði um iðgjaldagreiðslu til lífeyris- sjóðs, skv. 12. gr. laga um Húsnæðis- stofnun ríkisins. Áætlaður afhendingartími er í árslok 1995. Áætlað söluverð er um níu milljónir króna m.v. vísitölu byggingarkostnaðar í október 1994. Um lán og lánskjör vísast til laga nr. 70/1990 um Húsnæðisstofnun ríkisins með síðari breytingum. Umsóknum skal skilað til skrifstofu Bessa- staðahrepps, Bjarnastöðum, í síðasta lagi fimmtudaginn 17. nóvember 1994 á eyðu- blöðum sem þar fást. Athugið að eldri, óaf- greiddar umsóknir þarf að endurnýja. Húsnæðisnefnd Bessastaðahrepps. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Iðnskólinn í Reykjavík þakkar öllum þeim, sem sóttu skólann heim, sendu honum kveðj- ur, gáfu honum gjafir eða styrktu hann á annan hátt á 90 ára afmælinu. Skólameistari og skólanefnd. Handverk - reynsluverkefni minnir á að frestur til að skila inn tillögum í samkeppni um hönnun á minjagripum og minni nytjahlutum úr fslensku hráefni er tii föstudagsins 4. nóvember nk. kl. 12 á hádegi. Tillögurnar skulu berast skrifstofu verkefn- isins á Laufásvegi 2, 101 Reykjavík fyrir þann tíma. Allar nánari upplýsingar fást í síma 91-17595. Styrkir til námsefnisgerðar á framhaldsskólastigi Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir um- sóknum um styrki til námsefnisgerðar í bók- legum og verklegum greinum á framhalds- skólastigi. Minnt skal á að heimilt er, skv. nýjum reglum um úthlutun, að verja allt að fimmtungi heildarúthlutunar til að efla tiltek- in svið. Umsóknir skulu berast menntamálaráðu- neytinu, námsefnisnefnd, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 18. nóvember nk. á þar til gerðum eyðublöðum, sem hægt er að fá í ráðuneytinu. Útboð Sorpstöð Suðurlands óskar eftir tilboðum í gerð sorpurðunarsvæðis í landi Kirkjuferju- hjáleigu í Ölfusi. Helstu verkþættir: Uppúrtekt: 15.000 rm __ Dren-og burðarlög: 3.000 rm Frárennslislagnir: 500 m Girðingar: 1.000 m Steypt hreinsivirki: Útboðsgögn fást keypt hjá Verkfræðistofu Suðurlands hf., Eyravegi 27, Selfossi, á kr. 5.000. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 11.00, fimmtudaginn 10. nóv. nk., en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóð- endum, er þess óska. Auglýsing um deiliskipulag 5. áfanga sumarbú- staðahverfis og breytingu á áföng- um 1-4 f landi Vatnsenda, Skorra- dalshreppi Samkvæmt ákvæðum í gr. 4.4. í skipulags- reglugerð nr. 318/1985, með breytingum 1. júlí 1992 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi 5. áfanga sumar- bústaðahverfis í landi Vatnsenda og breyt- ingum á samþykktu skipulagi 1.-4. áfanga. Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð og skilmálum liggurframmi á Grund og að Dag- verðarnesi í Skorradal og hjá Skipulagi ríkis- ins, Laugavegi 166, frá 4. nóvember til 2. desember, á skrifstofutíma. Jafnframt er til sýnis hugmynd að heildarskipulagi jarðarinn- ar Vatnsenda. Athugasemdum skal skila fyrir 10. desember til hreppsnefndar Skorradalshrepps, Grund, Skorradal og skulu þær vera skriflegar. Oddviti Skorradalshrepps, Skipulagsstjóri ríkisins. Styrkir til handritarann- sókna í Kaupmannahöfn í framhaldi af lyktum handritamálsins ákváðu dönsk stjórnvöld að veita íslenskum fræði- manni styrk til handritarannsókna við Stofn- un Árna Magnússonar (Det Arnamagnæ- anske Institut) í Kaupmannahöfn. Styrkurinn veitist til allt að tólf mánaða dvalar og nem- ur nú um 16.700 dönskum krónum á mán- uði, auk ferðakostnaðar. Styrkur Árna Magnússonar (Det Arna- magnæanske Legat). Sjóðurinn Det Arnamagnæanske Legat hefur það verkefni að veita íslenskum ríkisborgur- um styrki til rannsókna íÁrnasafni eða öðrum söfnum í Kaupmannahöfn. Styrkir eru veittir námsmönnum og kandídötum, sem hafa sýnt svo mikla þekkingu á sviði norrænnar eða íslenskrar tungu, sögu eða bókmennt- um, að vænta megi að þeir muni inna af hendi verk í þessum greinum, sem þyki skara fram úr. Til úthlutunar á næsta ári eru 32.000 danskar krónur. Umsóknarfrestur um ofangreinda styrki á árinu 1995 er tii 5. desember nk., en um- sóknir ber að stíla til Árnanefndar (Den Arna- magnæanske Kommission) í Kaupmanna- höfn. Nánari upplýsingar um styrkina og til- högun umsókna fást í menntamálaráðuneyt- inu, Stofnun Árna Magnússonar á íslandi og skrifstofu heimspekideildar Háskóla íslands. Menntamálaráðuneytið, 27. október 1994. Sjómannasamband íslands 19. þing Sjómannasambands íslands verður sett miðvikudáginn 2. nóvember nk. kl. 10.00 árdegis í þingstofu A, Hótel Sögu. Sjómannasamband íslands. VÍMULAUS ÆSKA foreldrasamtök Aðalfundur vímulausrar æsku verður haldinn miðvikudaginn 9. nóvember 1994 kl. 17.00 á Grensásvegi 16. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. ALÞJÓÐLEG UNGMENNASKiPTI Aðalfundur verður haldinn í Félagsmiðstöð- inni Frostaskjól, Frostaskjóli 2, laugardaginn 12. nóvember kl. 16.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir AUS-arar eru hvattir til að mæta. Stjórnin. Rafiðnaðarsamband íslands Rafiðnaðarmenn ríkisstofnunum Rafiðnaðarsamband íslands heldurfund með rafiðnaðarmönnum sem starfa hjá ríkisstofn- unum nk. þriðjudag, 1. nóvember, kl. 18.00 í félagsheimilinu Háaleitisbraut 68. Fundarefni: Væntanlegir kjarasamningar. Miðstjórn RSÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.