Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER1994 MORGUNBLAÐIÐ JUNG CHANG SKÓLAFÉLAGARNIR við hlið Sichuan-háskóla í janúar 1975. svamr Villtir svanir eftir kínverska höfundinn Jung Chang hefur farið, sigurför um heiminn. í henni er sönn frásögn þriggja kynslóða kvenna í Kína á þessari öld, frá keisaraveldi til kommúnisma. Mál og menning gefur bókina út í íslenskri þýðingu Hjörleifs Svein- bjömssonar á næstu dögum. í PEKING 1978. AFERÐ okkar lögðum við meira en 3000 kílómetra að baki og hafði ég aldrei komist í aðra eins þrek- raun. Við skoðuðum æskuheimili Maós sem var hvort tveggja í senn safn og helgur staður. Þétta var stærðar hús, miklu fínna en ég hafði búist við, enda reiknað með að sjá hýbýli arðrændra leiguliða. Inni var gríðarstór mynd af móður Maós og hjá henni miði þar sem stóð að hún hefði verið mjög góðhjörtuð og oft gefið fátæklingum mat. Leiðtoginn mikli var þá sonur stórbónda eftir allt saman! En stórbændur voru stéttaróvinir. Hvers vegna voru for- eldrar Maós baðaðir í hetjuljóma en aðrir stéttaróvinir fordæmdir? Þessi spurning kom mér í þvílíkt uppnám að ég sleit hana umsvifalaust úr huga mér. Það var eiturkuldi í Peking þegar við komum þangað aftur um miðjan nóvember. Unglingafjöldinn sem streymdi til höfuðborgarinnar var slíkur að fólkið á móttökuskrifstof- unum á járnbrautarstöðinni hafði ekki lengur undan. Við vorum flutt- ar á vörubíl í skemmtigarð einn þar sem við biðum heila nótt eftir að fá úthlutað samastað í höfuðborginni. Það var útilokað að setjast á jörðina vegna frostsins. Ég dottaði rétt í svip þar sem ég stóð upp á endann. Það var haust þegar ég lagði af stað að heiman og var því ekki með nein- ar skjólflíkur til að klæða af mér napran veturinn í Peking. Vindurinn næddi gegnum merg og bein og nóttin virtist engan enda ætla að taka. Ekki heldur biðröðin sem hlykkjaðist umhverfis ísilagt vatn í miðjum garðinum. Það gránaði fyrir degi og varð albjart og enn héngum við uppi í biðröðinni, alveg slituppgefnar. Það var farið að rökkva á ný þgar við komumst loks á okkar nýja sama- stað, Leiklistarskóla ríkisins. Her- bergið okkar var gömul söngstofa sem var nú búið að breyta í svefn- skála. Á gólfínu voru strádýnur í tveimur röðum en hvorki lök né koddar. Nokkrir liðsforingjar úr fiughemum tóku á móti okkur og sögðust vera á vegum Maós for- manns. Hann hefði falið þeim að sjá um okkur og veita okkur herþjálfun. Umhyggja Maós formanns snart okkur djúpt. Það var nýmæli að þjálfa rauða varðliða í hemaði, en Maó þótti kom- ið nóg af tilviljanakenndum skemmdarverkum þeirra og vildi fela þeim uppbyggilegri verkefni. Hundruð rauðra varðliða héldu til í leiklistarskólanum og voru nú látnir mynda „hersveit“ undir stjóm flugl- iðsforingjanna. Okkur kom ágætlega saman og féll okkur stelpunum sér- staklega vel við tvo þeirra. í takt við tíðarandann spurðum við strax hverra manna þeir voru. Foringinn var af bændafólki norðúr í Iandi, en stjórnmálafulltrúinn af menntafólki í borginni Suzhou sem fræg er fyrir fagra garða. Dag einn buðu þeir okkur sex í dýragarðinn, en báðu okkur að hafa ekki hátt um boðið þar sem jeppinn þeirra tæki ekki fleiri. Raunar létu þeir einnig að því liggja að þeim væri uppálagt að draga hug okkar ekki á neinn hátt frá menningarbyltingunni. Við vild- um ekki að þeir kæmu sér í vand- ræði og höfnuðum því boðinu með þeim orðum að við værum staðráðn- ir í að láta ekkert glepja okkur frá byltingunni. Tvímenningarnir bám í okkur heilmikið af stómm eplum, en þau vom sjaldséð í Chengdu. Þá gáfu þeir okkur vatnshnetur í bráðn- um karamelluhjúp, frægan Peking- rétt. Við vildum sýna lit á móti, læddumst inn til þeirra og söfnuðum saman af þeim skítugum fötunum og þvoðum vel og vandlega. Ég man að ég átti nóg með stóm kakíein- kennisbúningana í ísköldu vatninu, eins stífir og óþjálir og þeir voru. Maó vildi að þjóðin öll tæki herinn sér til fyrirmyndar í þeirri von að hún myndi sýna sér og engum öðmm jafnógagnrýna og fortakslausa holl- ustu og hermennirnir. Um leið og fólk var hvatt til að læra af hermönn- unum var aukin áhersla Iögð á þá virðingu sem þeir voru sagðir verð- skulda. Sægur bóka, blaðagreina, söngva og dansa greindu frá stúlk- um sem lögðu hermönnunum lið með því að þvo af þeim. Ég þvoði meira að segja af þeim nærbuxurnar, en án þess að nokkrar kynferðislegar hugrenningar skytu upp kollinum. Ég býst við að marg- ar kínverskar stúlkur af minni kyn- slóð hafi verið of þrúgaðar af póli- tískum umbrotum tímanna til að þroska með sér þær kynferðislegu tilfinningar sem venjulega fylgja unglingsárunum. En ekki þó allar. Taumhald foreldranna var að engu orðið og það þýddi að -leið fjöllyndis opnaðist. Eftir að ég var komin heim frétti ég að gömul skólasystir mín, lagleg fimmtán ára stelpa, hefði far- ið í ferðalag með nokkrum rauðum varðliðum frá Peking. Hún fór að vera með einum og varð ófrísk. Pabbi hennar barði hana, nágrannarnir horfðu á hana með vanþóknunarsvip og félagar hennar slúðruðu af innlif- un. Hún hengdi sig, en skildi eftir miða sem á stóð að hún „gæti ekki lifað með smáninni". Enginn varð til að vefengja forneskjulegan hugs- unarháttinn sem rak hana í dauðann og hefði það þó verið efni í raunveru- lega menningarbyltingu. En Maó hafði aldrei neinn áhuga á því og þessir hlekkir hugarfarsins voru ekki meðal „hinna gömlu" sem rauðu varðliðunum var sigað á. Menningarbyltingin ól einnig af sér fjöldann allan af ofstækisfullu hreinlífisfólki, einkum úr röðum ungra kvenna. Önnur stelpa í mínum bekk fékk ástarbréf frá sextán ára strák sem hún svaraði að bragði og sakaði um svik við málstað bylting- arinnar. „Að þú skulir ekki skamm- ast þín fyrir svo lágkúrulegar hugs- anir núna þegar stéttaróvinurinn veður uppi og fólk í auðvaldsríkjun- um dregur fram lífið i eymd og vol- æði.“ Margar stelpur sem ég þekkti stilltu yfír á þessa bylgjulengd. Maó hvatti stúlkur til að vera herskáar og í samræmi við það var kvenleiki fordæmdur árin sem ég var að alast upp. Margar reyndu að tala, ganga og haga sér eins og óheflaðir, árásar- gjarnir karlar og hæddust að hinum sem héldu sig við kvenlegri hegðun. En reyndar var ekki hlaupið að því að undirstrika kvenleikann. Þó að ekki hefði annað komið til var okkur bánnað að klæðast neinu nema snið- lausum bláum, gráum eða grænum buxum og jökkum. Liðsforingjarnir okkar stýrðu he- ræfingum á körfuboltavöllum leik- listarskólans á hvetjum degi. Matsal- urinn var við hliðina á völlunum og þangað var ég farin að mæna um leið og við skipuðum okkur í einfalda röð, jafnvel þó að ég væri að koma úr morgunmat. Ég gat ekki um ann- að hugsað en mat, en gerði mér ekki grein fyrir hvað olli. Kannski var það kjötskorturinn, eða kuldinn, eða leiðinlegar heræfíngarnar. Ég fékk vatn í munninn þegar mér varð hugsað til allra þeirra gómsætu rétta sem ég þekkti frá Sichuan; skorpus- teiktir andarungar, súrsætur fískur og drukkinn kjúklingur þeirra á meðal. Engin okkar sex var vön að fara með peninga. Okkur fannst líka eitt- hvað kapítalískt við að fara í búðir og versla. Þó ég gæti ekki hugsað um annað en mat keypti ég mér aðeins einu sinni nokkrar karamellu- húðaðar vatnshnetur, en það var eftir að Iiðsforingjarnir voru búnir að koma okkur á bragðið. Ég splæsti þó ekki á mig hnetunum fyrr en að undangengnum miklum sálarein- tölum og umræðum við hinar stelp- urnar. Þegar ég kom heim eftir ferð- ina lét ég það verða mitt fyrsta verk að rífa í mig nokkrar gamlar kex- kökur, en skilaði ömmu ferðasjóðn- um næstum ósnertum. Hún tók mig í fangið og kallaði mig stelpukjána hvað eftir annað. Ég var líka komin með gikt. Það var svo kalt í Peking að vatnið fraus í krönunum. En þótt ég ætti ekki yfírhöfn urðu útiæfingarnar að hafa sinn gang. Fæturnir urðu að ís- klumpum en heitt vatn höfðum við ekkert til að fá iíf í þá. Við komuna fengum við hver sína ábreiðuna til að sofa við. Nokkrum dögum seinna bættust fleiri stelpur í hópinn en þá voru ábreiðumar búnar. Við héldum þremur en létum þær hafa þijár, enda því haldið að okkur að við ættum að vera hjálpsamar við félag- ana. Okkur var sagt að Maó hefði látið sækja ábreiðurnar í birgða- geymslur fyrir stríðstíma svo að rauðu varðliðarnir hans þyrftu ekki að líða nauð. Þakklæti okkar í garð Maós átti sér engin takmörk. Nú þegar við höfðum varla neinar ábreiður var okkur sagt að þeim mun meiri ástæða væri til að þakka Maó; hann hefði gefið okkur allt sem Kína hefði upp á að bjóða. Ábreiðurnar voru svo litlar að þær dugðu ekki tveimur nema við svæf- um þétt saman. Allt frá því að ég varð vitni að sjálfsmorðstilrauninni höfðu ruglingslegar martraðir ásótt mig, en þær ágerðust eftir að pabbi var færður að heiman og mamma fór til Peking. Fyrir bragðið lét ég oft illa í svefni og henti af mér ábreiðunni. Upphitun var af skorn- um skammti og mér varð því oft sárkalt. Eftir Pekingdvölina voru hnén á mér svo bólgin að ég gat varla beygt þau. Fleira varð þó til að angra mig. Sumir krakkanna utan af landi voru með lýs og flær. Ég kom einu sinni að vinkonu minni grátandi eftir að hafa orðið vör við röð af örsmáum eggjum í handveginum á nærbolnum sínum. Þetta var nit. Ég varð alveg óð. Ég vissi sem var að fólk klæjar ofboðslega undan lús, svo ekki sé talað um hvílíkt merki um sóðaskap það þykir að ala kvikindi á sér. Mig klæjaði stöðugt eftir þetta og leitaði mér lúsa oft á dag. Gat Maó nú ekki farið að taka á móti okkur svo að ég kæmist heim! Seinnipart dags 24. nóvember ver ég í tíma í Maótilvitnunum. Við vor- um í einum af strákaherbergjunum, þar sem ekki þótti siðsamlegt að liðs- foringjarnir og strákarnir kæmu á stelpuvistina. Foringinn kom í gætt- ina, léttur og hress að vanda, og bað okkur að syngja frægasta söng menningarbyltingarinnar — „Stýri- mannslaus getum við ekki siglt gegnum sjóana“ — og sagðist ætla að stjórna. Það hafði hann aldrei gert áður og mæltist nýbreytnin vel fyrir. Augun ljómuðu og roði færðist { kinnar hans meðan hann stjómaði söngnum, en að því búnu sagðist hann hafa góðar fréttir að færa. Við vissum strax hvers kyns var. „Við fáum að sjá Maó formann á morgun!“ tilkynnti hann. Framhaldið drukknaði í fagnaðarópum okkar, fyrst orðvana hávaði en síðan dundu við slagorðin: Lengi lifi Maó formað- ur! Stuðningur okkar við Maó for- mann skal aldrei bila! Foringinn sagði að frá og með þessari stundu mætti enginn yfír- gafa háskólasvæðið. Til að tryggja að ekki yrði misbrestur á yrðum við að fylgjast hvert með öðru. Það fannst okkur sjálfsagt mál, ekki síst þar sem markmiðið var að tryggja öryggi Maós formanns. Eftir matinn kom foringinn að máli við okkur sex og sagði lágri, hátíðlegri röddu: „Eruð þið til í að gera svolítið til að tryggja öryggi Maós formanns?" Við héldum nú það. Hann benti okk- ur að hafa hljótt en hélt svo áfram á lágu nótunum: „Áður en við leggj- um af stað í fyrramálið, eruð þið þá til í að stinga upp á að við Ieitum hvert á öðru til að ganga úr skugga um að ekkert óæskilegt flækist með? Sko, unglingar gætu átt það til að gleyma reglunum ...“ Hann var bú- inn að segja okkur frá þessum regl- um. Við máttum ekki vera með neina málmhluti á okkur á útifundindum, sama hveiju nafni þeir nefndust. Ekki einu sinni lykla. Fæst okkar gátu sofið fyrir spenn- ingi og tilhlökkun. Við spjölluðum fram á rauða nótt, en klukkan fjög- ur fórum við á fætur og skipuðum okkar í beinar raðir og þar með var hægt að leggja upp í fjögurra og hálfs tíma göngu niður á Torg hins himneska friðar. Þegar allt var til- búið hnippti foringinn í Bollu sem stóð upp og lagðj til að við leituðum hvert á öðru. Ég sá að mörgum fannst þetta óþarfi, en foringinn studdi uppástunguna heilshugar og stakk upp á að fyrst yrði leitað á sér. Einum af strákunum var falið varkefnið og fann stóra lyklakippu í vasa hans. Foringinn þottist koma af fjöllum og brosti sigri hrósandi við vitorðskonu sinni. Þessu næst leituðum við hvert á öðru. Þetta sjón- arspil bar vott um ákveðinn starfsst- íl maóismans; það varð að Iíta svo út að vilji alþýðunnar væri hið ráð- andi afl en ekki skipanir að ofan. Hræsni og leikaraskapur voru dag- legt brauð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.