Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 B 13 LÖGREGLUMENN fylgjast með götuversluninni í Arbatstræti. Þessi mynd er tekin á páskadagsmorgnn. um fyrir dollara. Sumir þessara banka hafa farið á hausinn og milljónir manna misst aleiguna. Nú er ríkið búið að taka fyrir æv- intýramennskuna og bankakerfið er að ná jafnvægi. Eftir að verðlagning var gefin fijáls voru settar upp kauphallir og margir auðguðust á verðbréfabraski. Guð- rún segir að mikill auð- ur komi einnig af því sem selt er til útlanda og víða í viðskiptalífinu séu kunnugleg andlit. „Þeir sömu ráða nú og réðu áður. Yfirstéttin er sú sama. Það eru sömu forstjórar í verk- smiðjunum og voru apparatsjíkar í flokkn- um. Þeir hafa bara breytt formerkjum. Þeir sem áður voru kommúnistar eru nú kapítalistar." Guðrún segir að vopnasala úr landinu blómstri, einn- ig er selt gull, demant- ar, olía, plútón og fleira. „Eg held að allt það versta í kapítalis- manum hafi komið þarna upp. Allt sem hægt er að selja dýru verði er selt og af því hafa menn auðgast óhugnanlega." MARGIR Rússar búa nú við þröngan kost. Þessi sjö ára drengur spilar á nikk- una sína í von um að vegfarendur gauki að honum rúblum eða kópekum. grimmur kapítalismi. Þau hafa ekki kynnst neinu öðru en stjórnleysi og grimmd. Hugmyndafræðin sem var er horfin og allt með öfugum for- merkjum við það sem áður var. Hvernig eiga þau að skilja það? Það kemur ekkert í staðinn. Þau hafa ekki trú, því foreldrarnir eru yfir- leitt ekki trúaðir. Þau hafa engin boðorð til að styðjast við, þú skalt ekki stela, drepa, ljúga...“ Auðlegð og örbirgð Guðrún segir að sameignarhyggj- an sé mjög djúpstæð hjá Rússum og hafi einkennt líf þeirra um aldir líkt og sást í þorpunum þar sem allir unnu saman. Eignarrétturinn er ekki til í hugum margra, enda var hann „af hinu illa“. „Þess vegna finnst börnunum þegar þau sjá allar þessar vörur og allt þetta dót að þau megi bara taka það sem þau langar í. Því skyldu þau ekki eiga þetta eins og næsti maður? Allar lífsnauðsynjar voru mjög ódýrar í sovétkerfinu. Matvara, Inísnæði, hiti, rafmagn og þess háttar var niðurgreitt. Nú verður að selja þetta allt á raunvirði, en launin hafa ekki fylgt hækkununum. Milljónir manna lifa því í örbirgð. Á sama tíma verða aðrir óhugnanlega ríkir." Viðskiptafrelsinu fylgdi að allir máttu stofna banka og um tíma var banki í nærri hveiju húsi. Óðaverð- bólgan fór yfir 2000% á ári og fólk var sífellt á hlaupum að skipta rúbl- Rússneskt stórveldi Sumum hergagna- verksmiðjunum hefur verið breytt til frið- samlegrar framleiðslu. „Það vill stundum gleymast að Rússland á háþróaða tækni, en hún er hernaðartækni. Það er greinilegt að þeir ætla að halda áfram að vera stórveldi. Þeir ætla að festa rússnesku landamærin við mörk hinna fyrrverandi Sovét- ríkja. Til að það megi verða þurfa þeir að nýta hernaðartækni sína.“ Guðrún álítur að Jeltsín sé að reyna að treysta stöðu sína sem keisari í nýju Stór-Rússlandi en reynist það erfitt eftir að miðstjóm- arvaldið minnkaði og héraðsstjórar fengu meiri völd. Þeir neiti einfald- lega að hlýða Jeltsín. Hún segir að nú sé engin raunveruleg virk stjórn- arandstaða í Rússlandi og Jeltsín eigi engan keppinaut sem mark sé takandi á. í staðinn hafi komið póli- tískur skrípaleikur, hálfgerðir trúð- ar á borð við Zhírínovskíj. „Ég held aðv hættan sé helst sú að herinn seilist til valda. Næsti forseti verði úr hernum og það verði hluti af því að láta stórveldisdrauminn rætast. Það eru gífurleg auðævi í þessu landi og spurning um hver nær tök- um á þeim.“ Guðrún segist ekki treysta sér til að spá um hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Rússa. Enginn hafi séð fyrir þær stórkostlegu breyting- ar sem urðu þar að því er virtist fyrirvaralaust. „En það er eins og það sé einhver geijun í mannkyn- inu. Fólkið neitar allt í einu að láta fara svona lengur með sig og þá tekur sagan á sprett." Til heljar og heim BÓKIN Til heljar og heim er 2_20 síður og prýdd fjölda mynda, útgefandi er Mál og menning. Á hverri textasíðu eru tveir dálk- ar. Við hliðina á meginmáli er mjór dálkur með tilvitnunum í fjöl- miðla þar sem rakin er rás atburða í Rússlandi frá 1990. Tilvitnan- irnar bera þess glögg merki að 'fjölmiðlarnir flytja ópersónulegar fréttir af pólitík og efnahagslegum atburðum, en segja fátt af daglegri lífsbaráttu þeirra milljóna sem landið byggja. Meginmál bókarinnar er byggt á viðtölum við fólk sem á undanfarið hefur lifað byltingu frá kommúnisma til kapítalisma. Suma viðmælend- ur hefur Guðrún þekkt í þijá áratugi, öðrum kynntist hún nýlega. Hér fer á eftir brot úr kaflan- um Gull í tönn, þar sem segir af myndhöggvaranum Veru Alexandrovnu, en hjá henni leigði Guðrún herbergi. EG SIT í breiðri glugga- kistunni í eldhúsinu innan um sultukrukk- ur, krúsir með sýrðum gúrkum, hveitipakka og radísur, klóra kettinum Fílíp á bak við eyrun og horfi út um gluggann. Rúðurnar eru skítugar og glerið undarlega bylgjað svo fólkið handan við það er ekki alveg í fókus. Þarna er ungur maður með gítar í fanginu. Varirnar hreyfast. Líklega er hann að syngja en enginn stansar til þess að hlusta. Það er hætt að rigna og napur vindur blæs. Fólkið á götunni er dúðað og stikar áfram án þess að líta til hægri eða vinstri. Á morgun er hátíðisdagur. Byltingarhátíð á Rauða torginu. í síðasta sinn segja menn. En það er enginn asi á fólki, enginn æsingur, enginn að flýta sér að kaupa inn fyrir lokun. Ég sé end- ann á biðröð fyrir utan grænmet- isbúðina á neðstu hæðinni. Skyldi eitthvað fást þar núna? Þegar ég leit þar inn í morgun á leiðinni á bókasafnið sá ég ekki annað en stórar krukkur með eplasafa og lauk í kassa. Eplasafinn kost- ar átta rúblur krukkan og gengur ekki út. Hann er of dýr. Kannski ég fái þá að kaupa hann þótt ég geti ekki sýnt kortið sem sannar að ég búi í borginni og allir verða að hafa til þess að fá afgreiðslu. í grein í Prövdu í morgun var sagt að vatnið í borginni væri kannski mengað. Kannski. Það er sagt að vatnið sé mengað. Við vitum það ekki alveg fýrir víst. Kannski er það mengað og kannski fáum við taugaveiki af því að drekka það. Hér ber eng- inn virðingu fyrir sannleikanum. Hann er ekki til. Hann er horfmn. Húsmóðirin, Vera Alex- androvna, er ekki lengur á snær- um ríkisins fremur en aðrir rúss- neskir listamenn. Nú er maturinn ekki lengur svo til ókeypis og bráðum verður Vera að byrja að greiða alvöruleigu fyrir íbúðina sína. Hinu þögla samkomulagi milli Veru og ríkisins hefur verið sagt upp, ríkið sér ekki fyrir henni lengur, en í staðinn má Vera tala eins illa um ríkið og hún vill og það gerði hún með tilþrifum í morgun þegar við drukkum saman morgunteið í eldhúsinu. En það var eins og hún saknaði ríkisins pínulítið. Ríkið á til dæmis að sjá um að gert verði við kranann í eldhúsinu þar sem streyma dag og nótt þúsundir lítra af sjóðheitu vatni til einskis gagns. „Ríkið á að gera við hann,“ sagði hún. „Gætirðu ekki fengið mann frá einkafyrirtæki til þess að gera við kranann?“ spyr ég. „Það er ómögulegt, það er allt- of dýrt og svo eiga þeir enga varahluti greyin." Efasemdir mínar um ágæti einkaframtaks sem ekki á einu sinni pakkningu í krana eru ekki teknar til greina. það er eins og að segja Veru að það séu til betl- arar og atvinnuleysingjar á Vest- urlöndum. Það getur ekki verið satt. Hvert á maður þá að snúa sér í þessum heimi? En Vera á enn eftir að skilja að ríkið mun aldrei framar gera neitt fyrir Veru Alexandrovnu, myndlistar- konu við Arbatstræti í Moskvu og nú verður hún að bjarga sér sjálf. Eldhúsið er aðalsamkomustað- ur heimilisins. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja eins og tíðkað- ist í húsum betri borgara um aldamótin þegar húsið var byggt. Gluggarnir sem snúa út að Ar- batstræti ná næstum því upp í loft og gluggakistan er að minnsta kosti metri á dýpt. Til hliðar hanga falleg þykk glugga- tjöld með blómamynstri en þau eru aldrei dregin fyrir svo alltaf má sjá hvað til er í forðabúri heimilisins í gluggakistunni. Þar eru vistir sem gestir heimilisins hafa fært Veru og þar situr bröndótti kötturinn Fílíp sem Vera elskar út af lífinu, innan um krukkur og krúsir og saltsíld vafða í dagblaðapappír. Taktu þig á fyrir jólin IVáðu Taranlegum árangri með góðu aðhaldi og fræðslu Nýr lífsstíll - 7 vikna námskeið hefst 9. nóv. fyrir konur á öllum aldri. • Regluleg vigtun og mælingar • Fastir fitubrennslutímar • Skemmtilegar haustgönguferðir • Aðhald og fræðsla í mataræði • Uppskriftir af léttum og góðum tækifærismat KennQri er Glódís Gnnnarsdóttir AŒ, Þrautreyndur kennori í fitubrennslu og einkQþjolfiin. • Mappa með fróðleik og upplýsingum aíí' IIKAMSRÆKT Faxafeni 12 • s: 889400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.