Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 B 5 Segja gíslana vera á lífi Phnom Penh. Reuter. STJÓRNVÖLD í Kambódíu neit- uðu í gær, að þrír gíslar Rauðra khmera hefðu verið teknir af lífi þrátt fyrir frétt þess efnis, sem höfð var eftir hershöfðingjum í stjórnarhernum. Erlendir stjórnar- erindrekar í höfuðborginni, Phnom Penh, eru þó svartsýnir á, að mennirnir, Ástrali, Breti og Frakki, muni finnast lífs. Ieng Mouly, upplýsingará ðherra Kambódíustjórnar, sagði, að skæruliðaforinginn Noun Paet hefði farið með gíslana frá bæki- stöðvunum í Vine-fjöllum en stjórnarherinn náði henni á sitt vald sl. þriðjudag, Sagði hann, að skæruliðaflokksins væri leitað á stóru svæði. Sok Bunsoeun hershöfðingi og aðstoðaryfirmaður hersins í Suð- ur-Kambódíu sagði á fimmtudag, að Noun Paet hefði látið taka mennina af lífi 27. september en þeir eru Bretinn Mark Slater, Ástr- alinn David Wilson og Frakkinn Jean-Michel Braquet. Mouly sagði hins vegar, að sést hefði til mann- anna í fylgd með skæruliðunum fyrir fáum dögum. Hrakn- ingar í gúmbát Madrid. Reuter. FRÖNSK kona, Louise Longo- Huyghe, fannst í liðinni viku illa haldin en á lífi í gúmbát eftir tveggja vikna sjóhrakn- inga. Eiginmaður hennar hafði látist viku fyrr og fimm ára dóttur þeirra skolaði fyrir borð rétt áður en hjálp barst. Hjónin ætluðu að sigla til Senegal í Vestur-Afríku frá La Rochelle í Frakklandi. Þau yfirgáfu skútu sína um 120 mílur undan norðvesturströnd Spánar í vonskuveðri. Skútan fannst síðar á reki og leit var hafin að fólkinu. Áhöfn rússn- esks flutningaskips kom auga á bátinn og björgunarþyrla var send á vettvang. Amerísku LURA FLEX RÚMIN • Gæði í gegn • Betri svefn • Stressið burt! Venjulsg amarfik dýna Gerið góð kaup strax í dag 15%afstóttur c§5Nýborg ÁRMÚLA 23 - SÍMI812470 Styðjum mann með nýjar hugmyndir sem geta skapað atvinnutækifæri fyrir þúsundir manna. I Styðjum Kristfán Pálsson I í 3.-4. SÆTIÐ í prófkjöri Sjálfstœðisflokksins í RE YK J ANESK J ÖRDÆMI Þarfer maður sem lœtur verkin tala Stuðningsmenn rm .til framtíðar A þessu ári hafa yfir 800.000 einstaklingar víðs vegar um heiminn komist að þeirri niðurstöðu að „Hyunáai er betri"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.