Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR Frumkvæðið í jökla- rannsóknum tU Noregs Skólar og fræðslukerfi hefur að undanförnu ver- ið í brennidepli. Sem betur fer er þar nú sem víðar í okkar samfé- lagi verið að taka púlsinn og endurskoða. Enda tilneydd þeg- ar ekki gengur lengur að bæta bara á og auka. Mest er unnið að endurskipulagningu á grunn- skóla- og framhaldsskólastigi, en skuturinn hefur eftir legið, háskólastigið. Þó ljóst að þar er ekki síður komið í klandur. Neyðaróp berast, beinast eink- um að því að háskólinn sé í fjár- hagslegu svelti og að 600 nem- endur hverfi þaðan árlega frá námi. Háskóli íslands er í orði skil- greindur sem rannsóknaháskóli. Jafnframt bendir háskólarektor á að engin aukning hafi orðið í raunvísindagrein- um. Hvergi sést þó að nauðsynlegt sé að endurskoða og skipuleggja for- gangsverkefni í kennslu, hvað boðið er upp á. Enginn getur tapað nema sá sem á kost á að vinna, sagði sá spaki Tore Öijasæter. Ætli við eigum ekki kost á að vinna? Ekki kannski alls staðar í öllum greinum sem kenndar eru í heim- inum. En hvar á þá áherslan að vera? Hvar eigum við kost á að gera best, skara fram úr, gera það sem aðrir .hafa ekki sömu möguleika til að gera í rannsóknaháskóla? Við fyrstu sýn blasa við þijár greinar, þar sem landið okkar býður upp á meiri og betri rann- sóknir og okkar vísindamenn hafa vakið heimsathygli. í jarð- vísindum, þar sem þetta unga eldfjallaland okkar liggur eins og opin kennslubók við rannsókn- um. Þar hafa verið unnin afrek, sem staðsetning skóla Samein- uðu þjóðanna hér á landi vitnar um. Norræna eldfjallastöðin hef- ur komið til fjárhagslegrar hjálp- ar, en hlutur okkar Islendinga, að leggja undir hana brúklegt húsnæði, hundsað. í haf- og fiski- fræði, með þetta mikla gjöfula hafsvæði í kring og áralangar rannsóknir á Hafrannsókna- stofnun. Ekki var þó skipaður prófessor í þeirri grein við Há- skóla íslands fyrr en /íú í ár. Þriðja sérgreinin á íslandi, þar sem við höfum meira fram að færa til menntunar en aðrir, er jöklafræðin. Og hvað gerum við? Látum Norðmenn, sem hafa átt- að sig á þessari íslensku þekk- ingu og undirstöðurannsóknum í greininni, taka prófessorinn til sinna háskóla og þarmeð frum- kvæðið í framhaldsmenntun í þeirri grein. Það er sjálfsagt góðra gjalda vert að hafa pró- fessora og framhaldsnám í sams- konar greinum og aðrir háskólar heimsins og beijast við að fá rannsóknafé til þeirra. En af hveiju í ósköpunum gengur ekki fyrir hér að skipa prófessor og koma upp deild í jöklafræðum? Menn hrökkva ekki einu sinni upp við þá fregn að Háskólinn í Osló hafí í fyrra sóst eftir og ráðið dr. Helga Björnsson jökla- fræðing prófessor til sín. Til að fá hann vildu þeir til vinna að hann héldi jafnframt áfram rannsóknum sínum hér á landi og vísindamannsstöðu sinni við Raunvísindastofnun. Jöklarann- ■ sóknir hafa verið öflugar á íslandi á ______________________ undanfömum ára- eftir Elínu Pálmadóttur tuf™ ,Undu-...for- J ustu Helga Bjoms- sonar og fyrir áhuga og stuðning bæði einstaklinga og stofnana. Nú er svo komið að búið er að kortleggja alla jökla landsins, bæði yfirborð og botn. Það hefur verið gert með hinni merku ís- sjá, sem þróuð var af Helga og félögum _ hans á Raunvísinda- stofun. Á því byggist að farið er að skilja margt um eðli og kenjar jökla, t.d. jarðhitalón og flóð undan jökli og framhlaup jökulsporða. Þetta hefur ekki farið framhjá Norðmönnum sem hafa náð í Helga til að veita umsjón þeim stúdentum sem era að búa sig undir meistarapróf og doktorsgráðu í jöklafræðum við háskóla og sett upp prófess- orsstöðu fyrir Helga. Ekki að- eins hugsa þeir sér gott til glóð- arinnar um að taka framkvæðið í jöklafræðum heldur Iíka að fá hann til að þróa námskeið fyrir doktorsefni við aðra norska há- skóla og jafnvel háskóla annars staðar á Norðurlöndum. Háskól- inn í Ósló stefnir að því að bjóða öðrum háskólum námskeið í jöklafræðum fyrir doktorsefni í jarðvísindum. Með þessu er norski háskólinn í tengslum við öflugar jöklarannsóknir - á ís- Iandi. Og aðeins með þessu móti fær Helgi bein tengsl við nem- endur í doktorsnámi og meist- aranámi, sem hann getur ekki haft hér. Er að fara utan til þess. 'Hvers vegna? Vegna þess að þeir sem svo Iangt era komn- ir hér á landi, verða að sækja sína framhaldsmenntun til út- landa. í jöklafræðum er hún ekki til við okkar eigin háskóla. Þarna er grein þar sem íslend- ingar höfðu alla möguleika á að fara fram úr háskólum annars staðar í heiminum, eiga vísinda- manninn til forustu og rann- sóknirnar í landinu. í stað þess að bjóða upp á doktorsnám og meistaranám við Háskóla ís- lands og draga hingað erlenda stúdenta í þeim fræðum, græða á þeim, verða íslenskir stúdentar að fara utan þegar kemur að rannsóknaverkefnum í háskóla- námi. Það hefði getað - og get- ur kannski enn - aukið veg þessa vesalings Háskóla Islands, sem kveinar mest yfír að hafa enga peninga til neins og ekki nægilega vel menntaða nemend- ur til að standast kröfur. Er ekki eitthvað fleira að? Þarf ekki að setjast niður og skilgreina valkosti og forgangs- röðun við Háskóla íslands. Hvar getum við best og betur en aðr- ar þjóðir? Og hvar ráðum við illa við að hanga í öðrum þjóðum og veita til rannsókna því sem þarf til að verði bam í brók? UMHVERFISMÁL///vaba erindi á umfjöllun um böm í pistil um umhverfismál? _ Ofiirsddböm EKKERT ungviði á jörðinni er háðara umhverfi sínu og umönnun en mannanna börn. Og ekkert ungviði þarf eins lengi á forsjá að halda. Þjóðfélög hafa frá örófi alda hagað háttum sínum í samræmi við þessa staðreynd og kynslóð hefur getað tekið við af kynslóð. En ef ráða má af grein sem birtist nýlega í tímariti hinna virtu nátt- úraverndarsamtaka World Watch era blikur á lofti víða um heim varðandi afstöðu hinna fullorðnu til þeirra sem eiga að erfa jörðina. Þar er staðfest að mikill fjöldi bama sé fómarlömb kynferðislegs ofbeldis og það athæfi hafí verið látið viðgangast án þess að því hafí verið gaumur gefinn af ráða- mönnum. Hagur bama hefur því miður ekki vænkast í réttu hlut- falli við framfarir á sviði tækni og vísinda. í sumum tilvikum hefur hann versnað vegna óbeinna áhrifa þeirra. Yið sjáum oft á sjónvarpsskjám hvemig böm hrekjast um eyðimerkur heimalandsins með fjölskyldum sínum og eiga vart málungi matar. Fréttir af slíkum hörmungum ná eyram almennings og þær hvetja stjórnvöld á al- þjóðavettvangi til hjálpar. Öðru máli gegnir um ofbeldi sem beitt er gegn bömum á kynlífs- eftir Huldu markaðinum. Þau Voltýsdóttur mál fá sjaldnast nokkra heildar- umfjöllun í fjölmiðlum enda erfitt að henda reiður á. En umfang þessa hefur aukist gífurlega á und- anförnum áram vegna afskipta- leysis ráðamanna. Höfundur fyrmefndrar greinar aflaði sér víðtækra upplýsinga um ástand þessara mála víða um heim og hversu mikill fjöldi bama má þola slíkt ofbeldi. í ljós kom að ástandið er einna verst þar sem mikill hluti þjóðarinnar býr við örbirgð en er þó innan seilingar við velmegun annarra þjóðfélags- hópa. í Brasilíu era t.d. 250-500 þúsund börn fórnarlömb þessa markaðar. Á Filippseyjum er tala bamanna sem misnotuð era á þennan hátt um 60 þúsund. Á Ind- landi er tala þeirra 400 þúsund, í Taílandi 800 þúsund. Langflest eru þetta stúlkuböm undir 16 ára aldri. I Bogota höfuðborg Kólumbíu hef- ur tala þessara barna þrefaldast á síðustu þremur árum samkvæmt opinberam skýrslum og sýnir það hvert stefnir. Þá talar það og sínu máli að í skýrslum um búsetu- skipti í Taílandi era stúlkubörn á aldrinum 10-14 ára langfjölmenn- asti hópurinn sem flyst til borg- anna. Þar í landi hafa bamaveiðarar þann háttinn á að þeir leita uppi stúlkuböm í afskekktum héraðum inni í landi þar sem afkomumögu- leikar eru hvað minnstir. Foreldr- um þeirra er sagt að nú bjóðist dótturinni tækifæri til að vinna fyrir góðu kaupi á heimili efnafólks í borginni og þeim eru boðnir pen- ingar sem fyrirframgreiðsla af launum barnsins. Að afloknum þessum viðskiptum er baminu komið fyrir í vændishúsi þar sem „umboðsmennimir“ hafa af því tekjur. Ein af ástæðum fyrir því að þetta athæfi hefur náð þeirri útbreiðslu sem raun er á er að það tilheyrir undirheimum stórborga, menn blygðast sín fyrir að viður- kenna slíkt í sínu heimalandi og ráðamenn kinoka sér við að hafa af því afskipti. Þó koma upp tilvik þar sem vitneskjan skín í gegn þótt ekki séu höfð um hana orð. Til dæmis má ýmislegt ráða af auglýsingaskilti sem dreift var á vegum samtaka í Japan sem beij- ast í samvinnu við stjórnvöld gegn útbreiðslu alnæmis. Á skiltinu var mynd af glaðbeittum manni úr við- skiptaheiminum veifandi flugfar- seðli og undir myndinni stóð: „Góða skemmtun, en gættu þín á alnæmi". (!) I vændishúsahverfi í Bangkok era höfð í flimtingum þessi skilaboð til stúlkubamanna: „10 ára = kona, 20 ára = gömul kona, 30 ára = dauð kona“. Eftir að alnæmisveiran kom til sögunnar hefur þróunin á þessum vettvangi orðið æ uggvænlegri. Eftirspurnin vex og nú þykja stúlkubörnin eftirsóknarverðari því yngri sem þau era. Þá er minni hætta á að stúlkan hafí smitast. Ef hún smitast er hún send til síns heima þar sem varnir eru nánast engar. I þeim löndum þar sem til- burðir hafa verið hafðir uppi til að stöðva þetta barnaofbeldi virðist spjótum ekký beint að þeim sem sökina bera. í Taílandi var efnt til átaks gegn þessum siðferðilega vágesti. En þar var aðaláherslan lögð á að foreldrar innrættu dætr- um sínum sjálfsvirðingu! Sökinni var þannig dengt á þær. En þegar lögreglustjóri var spurður hvers vegna ofbeldismönnunum væri ekki stungið í fangelsi þegar upp um þá kæmist svaraði hann: „Það væri brot á mannréttindum." Börnin hafa ekkert bolmagn til að halda fram sínum rétti. Þau vita hins vegar að þau eiga aðild að athæfi sem á að fara leynt og er til skammar í augum annarra þjóðfélagsþegna. Þeirra umhverfi býður aðeins upp á stöðugan ótta við það sem bíður þeirra næsta dag og lamandi hræðslu við kvalara sína. Á síðustu árum hafa hjálpar- stofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna staðið að aðstoð við þess- ar umkomulausu litlu manneskjur. Barnahjálp UNESCO hefur gengið til liðs við alþjóðleg kvennasamtök sem beijast gegn hvers kyns vændi og kynferðislegum misbeitingum. Skrifstofa hefur verið sett á lagg- irnár í Taílandi í samvinnu við yfir- völd þar sem fómarlömbin geta leitað hjálpar. Þar er líka tekið við nafnlausum ábendingum um þessa starfsemi. Að aflokinni umhverfisráðstefn- unni í Ríó um árið vora sendar út harðorðar áskoranir á hinar ríku þjóðir heims að stöðva eyðingu hinna náttúrulegu auðlinda van- þróuðu þjóðanna, regnskóganna, dýrmætra málma í jörðu, gróður- ríkis og votlendis. Engum datt í hug áskorun um að stöðva ofbeld- ið sem vitað er að viðgengst gagn- vart börnum eins og hér um ræð- ir. Þó er ljóst að þar er vegið að þeim vaxtarbroddi sem þjóðirnar byggja á framtíð sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.