Morgunblaðið - 30.10.1994, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.10.1994, Qupperneq 18
18 B SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER1994 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN NII/4UGÍ YSINGAR „Au pair“ Bamgóð 19 ára eða eldri „au pair“ óskast til að gæta 7 mánaða barns auk léttra heimilis- verka, á reyklausu íslensku heimili í Frakk- landi. Frönskukunnátta æskileg. Upplýsingar í síma 641589. Heildverslun Lítil heildverslun óskar eftir að ráða starfs- kraft í fullt starf. Um er að ræða fjölbreytt skrifstofu- og sölustarf. Bókhaldskunnátta og reynsla af tölvum er nauðsynleg. Einnig er nauðsynlegt að viðkomandi hafi bíl til umráða. Æskilegur aldur er 25-40 ár. Með allar umsóknir verður farið sem trúnað- armál og öllum umsóknum svarað. Ráðning verður sem fyrst. Umsækjendur skili inn umsókn til afgreiðslu Mbl. fyrir 5. nóvember nk. merktri: „H - 5226“. fBORGARSPÍTALINN Læknar Staða deildarlæknis við lyflækningadeild Borgarspítalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 15. nóvember nk. í sjö mánuði eða samkvæmt samkomulagi. Hlíf Steingrímsdóttir, deildarlæknir, veitir upplýsingar um stöðuna. Umsóknir sendist fyrir 5. nóvember nk. til Gunnars Sigurðssonar, yfirlæknis lyflækn- ingadeildar. SÖLU- MARKAÐSSTJÓRI ÓSKUM EFTIR AÐ RÁÐA sölu- og markaðsstjóra hjá Heimsmynd. STARFIÐ FELST f umsjón með auglýs- inga- og áskriftaöflun, tilboðsgerð og frá- gangi sölusamninga, viðhaldi viðskipta- tengsla og öflun nýrra jafnframt því að sinna markaðssetningu svo og öðrum þeim verk- efnum er tengjast auglýsinga- og markaðs- málum. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur séu með marktæka þekkingu og reynslu af sölu- og markaðsmálum. Kostur er ef þekking um prentvinnslu er fyrir hendi. Viðkomandi þarfa að vera vel skipulagður, hafa frumkvæði og geta unnið sjálfstætt. Leitað er að kröftugum og hugmyndaríkum aðila til að takast á við kref jandi verkefni. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 9. nóvember nk. Ráðning verður sem fyrst. Um er að ræða áhugaverð laun og starf fyrir réttan aðila. Vinsamlega athugið að fyrirspurn- um varðandi ofangreint starf verð- ur eingöngu svarað hjá STRÁ Starf s- ráðningum. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á skrif- stofunni, sem opin er frá kl. 10-16. Viðtalstímar eru frá kl. 10-13. Starfsráðningar hf Suöurlandsbraut 30 ■ 5. hceð ■ 108 Reykjavík , Sími: 88 30 31 Fax: 88 30 10 CuÍný Hardardóttir Siglufjörður Blaðbera vantar á Háveg, Hverfisgötu og Lindargötu. Upplýsingar í síma 71489. Heildverslun í Garðabæ óskar eftir skrifstofumanni í hálft starf. Þarf að geta stemmt af og gengið frá bókhaldi í hendur endurskoðanda, séð um launaútreikning o.fl. Svar sendist á afgreiðslu Mbl., merkt: „H - 7522". Tveir Norðmenn 25 og 27 ára, sem núna starfa sem mat- reiðslumaður og afgreiðslumaður í Noregi, óska eftir vinnu á íslandi, hvar sem er, við hvað sem er. Æskilegt að húsnæði fylgi með, eða sé útvegað. Þeir áælta komu til íslands snemma í desember nk. Áhugasamir snúi sér til Agnars Erlingssonar í síma 14150/15150 í vinnutíma, fax 615150, Reykjavík. Umboð Til afhendingar eru mjög góð umboð. Boðleiðin inn á markaðinn er augljós og markhópurinn skýr. Um er að ræða vissa einkaleyfisvernd sem hefur það í för með sér að samkeppni er ekki til staðar. Gott tæki- færi fyrir rétta aðila eða fyrirtæki. Áhugasamir aðilar leggi inn fyrirspurnir hjá afgreiðslu Mbl. merktar: „Bjart - 95“. Ollum fyrirspurnum verður svarað. FRAMKVÆMDASTJÓRI Óskum eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa hjá framleiðslu- og þjónustufyrirtæki í Reykjavík. Starfsmannafjöldi 25-30, Starfs- og ábyrgðarsvið: 1. Dagleg framkvæmdastjóm, ábyrgð, stjómun og stefnumótun í framleiðslu, gæðamálum, markaðs- og söluaðgerðum. 2. Stjórnun og ábyrgð á gerð framleiðslu- rekstrar- og greiðsluáætlana og daglegri fjármálastýringu. 3. Framkvæmdastjóri heflir frumkvæði að stefnumörkun og mótun framtíðar- markmiða í samvinnu við stjórn og aðra stjórnendur fyrirtækisins. Kröfur til umsækjenda: Leitað er að manni með stjórnunar reynslu og þekkingu á íslensku atvinnulífi. Háskólamenntun á viðskipta- og/eða rekstrarsviði æskileg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar "Framkvæmdastjóri 321" fyrir 5. nóv. n.k. i Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólakennarar Staða aðstoðarleikskólastjóra í Lindarborg v/Lindargötu er laus til umsóknar. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Ragnheiður Halldórsdóttir, í síma 15390. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Sjúkraþjálfarar Yfirsjúkraþjálfari óskast til starfa nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Um fullt starf er að ræða. Möguleiki er á að nýta aðstöðu eftir dagvinnutíma. íbúð í boði ef óskað er. Allar nánari upplýsingar í síma 26222 milli kl. 10 og 12 alla virka daga. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Leikskólakennarar Leikskólinn á Hólmavík óskar að ráða leik- skólastjóra og leikskólakennara. Um er að ræða 62,5% störf. Nánari upplýsingar gefur Stefán Gíslason, sveitarstjóri, í síma 95-13193, (heimasími 95-13112). Umsóknir þurfa að berast skrifstofu Hólma- víkurhrepps, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík, í síðasta lagi mánudaginn 14. nóvember 1994. Sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps. OSTA OG SMJÖRSALAN SH Verslunarstjóri - Ostabúðin - OSTA OG SMJÖRSALAN SF. óskar að ráða verslunarstjóra í Ostabúð fyrirtækisins á Bi- truhálsi 2. Starfið Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini, umsjón með versluninni og tengd störf. Hæfniskröfur Lögð er áhersla á þjónustulipurð og sjálf- stæði í starfi ásamt metnaði til að veita fyrsta flokks þjónustu. Góð framkoma ásamt snyrtimennsku nauð- synleg. Reyklaus vinnustaður. Vinnutími frá kl. 9-18.30. í boði er sérlega gott framtíðarstarf í skemmtilegu umhverfi. Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir hjá Ráðgarði. Ath. upplýsingar um starfið eingöngu veittar hjá Ráðgarði. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs á eyðublöðum er þar liggja frammi merktar: „Ostabúðin11 fyrir 5. nóvember. nk. RÁÐGARÐUR hf. STfÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17105 REYKJAVÍK SÍMI616688

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.