Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Tónar fró Túnfæti að og spilað.“ „Og dansað," skjóta dæturnar inn í. „Já, á þessu stóra gólfi! Og stundum spila ég á litla horn- ið. Maðurinn minn segir að ég hefði orðið „virtúós", eins gott að ég lærði ekki að spila á horn! Brosið í fríi „Það hafa aldrei verið skýrar línur í lífi mínu,“ segir Sigrún. „Oft er það sem eitt símtal getur skipt sköpum og ég tekst á við eitthvað nýtt.“ — Eru óperusöngvarar meiri listamenn en dægurlagasöngvarar að þínu mati? „Þegar menn syngja óperur bætist leiklistin við. Það er útkom- an sem skiptir máli þegar list er annars vegar. Þeir sem sérhæfa sig til dæmis í ljóðasöng eru ekki síðri listamenn. Siimum finnst það ef til vill eft- irsóknarverðara að syngja óperur. En það er engin listgrein æðri annarri. Þetta eru ólík form. Tak- mark mitt er að geta allt. Geta sungið óperur, messur, ljóð og vera með mitt sprell inn á milli. Og ég set líkama, sál og rödd í ákveðna hugarfarsstelljngar eftir því hvert verkefnið er. Ég set ann- an lit í röddina. - Þú segir sprell, ertu húmor- isti? „Lundin býður upp á það. Ég set mig aldrei í alvarlegar lista- mannsstellingar. Þá væri ég ekki heil og einlæg.“ - En vilja ekki listamenn láta taka sig alvarlega? „Ég held að fólk taki söng minn alvarlega. Ég er nú heldur ekki alltaf gapandi." - Menn hafa velt því fyrir sér hvort það sé önnur Diddú til, önn- ur en þessi létta og hressa? „Nei ég er alltaf svona. Ég á þó mínar stundir þegar ég er upp- gefin, þá er ég sjálfsagt fúl og brosið í fríi. Ég verð að gæta þess að syngja ekki þreytt. Fagið útheimtir að ég sé vel upplögð og andlega vel á mig komin. Hljóðfærið verður að vera tilbúið undir átök. Fólk held- ur stundum að maður geti tekið eins og eitt lag við tækifæri, sem er út í hött. Ef þú færð nú tann- pínu í afmælisveislu, ætlastu þá til að tannlæknirinn sem er líka gestur fari að vinna á staðnum?" Spurning um símtal Hvenær upplifði Sigrún erfið- asta augnablikið á óperuferlinum? „Það var í Gautaborg þegar ég söng Gildu í Rigoletto. Ég var að fá flensu í mig en fór samt að syngja. Það var svo í miðri aðal- aríunni sem röddin fjaraði út. Það var skelfilegt augnablik. Eg lauk við aríuna á táknmáli. Svo heppilega vildi til að varasöngkona var í húsinu og hún hljóp upp á svið eftir fyrsta hlé og söng hlutverkið til enda.“ - En hvenær upplifðir þú sig- urinn í hjarta þér? „Það er ekki oft sem ég upplifi sig- urinn. Opera er svo margþætt og þótt heildarútkoman sé góð er ætíð eitthvað sem maður er ekki ánægður með. Ég er alltaf að leita að þessari fullkomnun sem er sjálf- sagt ekki til og meðan sú árátta er til staðar pirrar mig ætíð ein nóta. En mér líður vel meðan ég syng. Ég stefni að því að ná betri tökum á röddinni og vinn stöðugt að því. Röddin er óáþreifanleg, það verður að hafa stjórn á svo mörgu áður en maður nær að stjórna henni.“ Nú eru flestir ánægðir með að hafa ekki misst Sigrúnu út í lönd, en eru samt óhressir yfir því að geta ekki montað sig meira af henni ytra. Ég spyr hvort hún hafí ekkert hugsað sértil hreyfing- ar í því sambandi. „Hver veit nema ég spreyti mig meira erlendis en ég hef gert hing- að til. Það er alltaf ákveðinn þrýst- ingur á mig. Okkur íslendingum fínnst við aldrei hafa sannað okk- ur nema við gerum það gott í út- löndum. Það er mér þó ekkert kappsmál að syngja þar.“ - Þetta er kannski spurning um símtal eins og þú segir? „Það getur verið það, og ég er nú ekki dugleg að hringja! Það verður stöðugt að minna á sig. Ástæðan fyrir því hversu treg ég hef verið að fara utan er ef til vill sú, að mér finnst ég aldrei vera tilbúin.“ - Þekkirðu veikleika þína? „Já ég þekki veikleika mína. Ég vinn í því að laga þá. í söngn- um geta menn ekki gefið kost nema á því besta. Þar vil ég ekki vera hönkuð á veikum punkti. Utan söngsins er nú ýmislegt sem tínist til. Ég hef til dæmis þann leiðinlega ávana að Iáta fólk bíða eftir mér. Tímaskynið er í svo lágu drifi. Ef ég hef tíma aflögu er ég afar róleg, stressa mig aldr- ei á tímanum. Fjölskyldan líður fyrir þetta, ég læt stundum eigin- manninn og dæturnar bíða svo lengi eftir mér að þau eru komin með skúffu þegar ég loks kem, skælbrosandi. En þetta er ekki illa meint, og bitnar ekki á vinnunni. Ég hef annan slæman ávana sem snertir líka þetta tímaleysi. Ég leggst í Morgunblaðið. Ég kúpla mig út sem er kúnst í þessu Morgunblaðið/Kristinn TVÍBURARNIR Valdís og Salome. „Ég vildi eignast mitt fyrsta barn, en þau urðu nu svo reyndar tvö.“ Förinni til Itaiíu var því frestað um tvö ár. Það var svo í miðri aðalaríunni sem röddin fjaraði út. Það var skelfilegt augnablik Það er ekki oft sem ég upplifl sig- urinn. Opera er svo margþætt og þótt heildarút- koman sé góð er ætíð eitthvað sem maður er ekki r ánægður með. Eg er alltaf að leita að þessari full- komnun sem er sjálfsagt ekki til og meðan sú ár- átta er til staðar pirrar mig ætíð ein nóta litla rými hérna og sit í langan tíma með blaðið í fanginu. Er ekki viðræðuhæf á meðan.“ „Hún les hverja einustu auglýs- ingu,“ segir Valdís, „og þegar pabbi biður um blaðið segir hún alltaf bíddu, bíddu.“ - Tíminn, þessi óvinur þinn, líður hratt. 'Hefur aldurskvíði ónáðað þig? „Nei aldrei. Ég er búin að vera í þessu í tuttugu ár og hef enst í þessu eingöngu vegna þess að ég er stöðugt að bæta við mig. Á meðan svo er kemst enginn kvíði að.“ Viðhaldsþjónusta Daglegt stúss og amstur láta ekkert í minni pokann fyrir söng- listinni fremur en annarri list. En hvað er það sem truflar söngkon- una mest? „Afköstin sem söngkona. Þegar ég tek mikið að mér hef ég ekki tíma til að æfa mig sem skyldi. Þá verð ég pirruð. Utanaðkomandi truflanir eins og umtal og öfundj ef eitthvað er, ná ekki til mín. Ég skrúfa bara niður í heyrnartækinu. Ég er svo heppin að hafa það!“ segir hún og skellir upp úr. Tiltekt, innkaup, matargerð og allt þar á milli er svo lítið mál, segir Sigrún að það er ekki orð hafandi á því. Þar hjálpist þau hjónin að. En hvað um peninga, er sá þáttur lífsins ekki oft trufl- andi? „Flestir fá launin sín hver svo sem vinnan er, en söngkona þarf að sanna sig til að fá greitt fyrir vinnu sína. Margir halda að söngv- arar þéni óskaplega vel, en það er ekki rétt, þeir eru ekki vel laun- aðir. Við gefum vinnu okkar oft og fólki finnst kannski sjálfsagt að við gerum það. Mér fínnst það oft sjálfsagt sjálfri. Það gleymist allt sem við höfum þurft að leggja á okkur. Blóð, sviti og tár. Það er dýrt að halda sér radd- lega í formi. Ég er stöðugt í námi og þar sem meistararnir eru ekki hér sem ég get leitað til, verð ég að fara utan. Og það er dýrt að vera í söngtímum. Þetta er eins og hver önnur við- haldsþjónusta,“ segir hún og dæs- ir. Ég get nú ekki stillt mig um að minnast á kjólana í þessu sam- bandi. „Já, þetta eru ekki hversdagsleg vinnuföt það er óhætt að segja það. Svo þarf skó við alla kjólana, og fara í hárgreiðslu og förðun, endalaus útgjöld!“ - Hefurðu einhvern sérstakan fatastíl? „Ég er litaglöð og er oftast í þessum rómantíska búningastíl, hann passar best við karakter minn. Ég er. kjólakerling og læt oftast kjólameistara sauma á mig.“ Við tökum nú dijúga stund í að skoða kjólana, þann listasaum sem er á sumum þeirra, og ég hef orð á því, nokkuð mæðulega, hversu gaman það hljóti að vera að eiga svona marga, fallega síð- kjóla og klæðast þeim oft í mánuði. „Mamma, þú getur nú gefið henni einn kjól, þennan sem þú ert hætt að nota,“ segir Salome þá mynduglega.“ ítalska „elementið“ „Peningar skipta mig ekki öllu máli,“ segir Sigrún. „Ekki meðan ég skulda ekki upp yfir haus og hef í mig og á. Aurarnir fara helst í vinnuföt og námsferðir. Ég þyk- ist vera sparsöm og er alin þannig upp, en ég get verið svakalegur splæsari. Mér finnst gaman að gefa öðrum hluti, kannski af því þeir komast ekki fyrir hér! Ég þarf bara að eiga fyrir bens- íni á bílinn og fyrir efni í kjól svo ég komist til að syngja fyrir fólk- ið.“ Sigrún er á leið til Ítalíu til að undirbúa næsta verkefni sitt hjá íslensku óperunni, sem er La Trav- iata eftir Verdi. ítalir eiga kannski örlítinn heiður af því að Sigrún sneri sér að óperusöng og ég spyr hvort þeir höfði til hennar? „Já, því ítalir syngja með hjart- anu, þeir eru þannig í eðli sínu. Það er þetta ítalska „element“ sem höfðar til mín. Þeir eru opnir og trúir því sem þeir eru að gera. Allt sem þeir segja og gera er gert af tilfínningu.“ - Er ekki leiðinlegt fýrir konu sem elskar ítalska „elementið“ að vera hér innan um okkur þumbar- ana? „Hveijir eru þeir? íslendingar eru ekki þumbarar. Þeir eru líkir ítölum í sér._ Ég er alls ekki sam- mála því að íslendingar séu þung- ir og lokaðir. Það er yfírleitt létt yfir íslendingum. Þeir verða að vísu þumbarar þegar þeir setja sig í yfirmannastellingar. Hér er mik- ið af kóngum sem telja sig mikil- væga og vilja öllu ráða.“ - Þú söngst fyrir Bandaríkja- menn fyrir stuttu, hvernig er að syngja fyrir þá þjóð? „Eg söng í New York fyrir ríka Ameríkana. Þetta var fólk sem hefur séð allt og heyrt allt og því erfitt að gera því til hæfis. Ég fékk afar góðar viðtökur og mér fannst það afrek að hafa náð til þess.“ - Nú hefur aldrei komist hnífs- blað milli þín og íslensku þjóðar- innar. Geturðu útskýrt það? „Nei það get ég varla,“ segir hún og ekki er laust við að hún fari hjá sér. „Kannski erþað vegna þess, að þótt ég sé orðin óperu- söngkona hefur manngerðin ekk- ert breyst. Ég hef heldur ekki verið að ögra fólki. Það er ekki minn stíll." Það er greinilegt að hundurinn Snati elskar þennan stíl því hann flaðrar upp um húsmóður sína. Hann fær þó ekki að fara með henni til ítölsku meistaranna, hann verður bara heima og heilsar og kveður við túnfotinn. •+

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.