Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER1994 MORGUNBLAÐIÐ MATUR OG VÍN Það verður að segjast að það sama á við eins og um svo margt annað hér á landi að íslenska villibráðin er einhver sú skemmtilegasta sem völ er á í heim- inum. Hreindýr, önd, gæs, súla, skarfur og tjúpa. Allt eru þetta sér- stæð hráefni, sem hægt er að fram- reiða á lystilegan hátt. Því miður er villibráðin hins vegar tiltölulega dýr og því ekki á færi nema skotveiði- manna og efnafólks að borða reglu- lega t.d. hreindýr og ijúpu. Fyrir þá sem vilja njóta þessara dásemda náttúrunnar án þess að rúa sjálfa sig inn að beini er tilvalið að nýta sér þau tækifæri sem bjóðast er veit- ingahús efna til villibráðarkvölda um þetta leyti árs. í Skrúð á Hótel Sögu var á dögun- um boðið upp á villibráðarhlaðborð fyrir 2.690 krónur um helgar en því miður verður ekki framhald á. Til nóvemberloka verður villibráðin einnig allsráðandi í Blómasal Hótel Loftleiða og þar kostar borðið 3.950 krónur en er þá fordrykkur innifal- inn. í báðum tilvikum var einstaklega glæsilega staðið að málum og mikið lagt í hlaðborðin. Þó að samsetning- in sé í stórum dráttum svipuð (kalt borð, heitir réttir, kjöt skorið í sal og eftirréttahlaðborð) er stíllinn Morgunblaðið/Sverrir. KOKKAR Hótel Loftleiða við hlaðborð hlaðið köldum villibráðarkræsingum. nokkuð ólíkur. Meira er lagt í fram- setninguna á Loftleiðum og hún er Morgunblaðið/Jón Svavarsson. framúrstcfnulegri. Á meðan villi- bráðarborð Sögu einkenndist af fág- aðri íhaldsmennsku er léttleikinn og hugmyndaflugið ráðandi á Loftleið- um. Og þó auðvitað sé erfítt að al- hæfa, þegar um jafn fjölbreytt úrval rétta er að ræða, fannst mér ég einn- ig greina smá áherslumun milli stað- anna. Hið sérstaka bragð villibráðar- innar var dregið fram á meira áber- andi hátt á Loftleiðum og látið njóta sín á meðan það var dempaðra á Sögu og sósur þar meira afgerandi. Svo er það bara spurning um hvorn stílinn fólk vill frekar. Ágætis vín voru einnig til boða, sem hentuðu villibráðinni ágætlega. Á Sögu sérpantað Bordeauxvín (H. Secondat de Montesquieu), góður Cabemet Sauvignon frá Kalifomíu (Beaulieu Rutherford) og fýrsta vín- ið frá franska Miðjarðarhafshéraðinu Minervois, sem ég sé _hér á landi, Chateau de Blomac. Á Loftleiðum er hins vegar sérstakur vínseðill með Rhone-vínum frá Paul Jaboulet. Flest eru þau góð en segjast verður eins og er að Hermitage „La Chap- elle“ er eins og sniðið fýrir bragð- mestu villibráðina. Hvít og* freyð- andi reynsluvín Ný hvítvín og freyðivín hafa bæst á reynslulistann og bragðaði Steingrímur Signrgeirsson á nokkrum þeirra. v. é 'í. -t/J tafr skelfísk eða léttsteiktum eða gufu- soðnum físki er það tilvalið. í Þýskalandi eru framleidd mörg af bestu hvítvínum heims. Þegar Þjóðveijum tekst best upp í fram- leiðslu á Riesling-vínum eru þau fá Chardonnay-vínin í heiminum, sem standast þeim snúning. Því miður em það hins vegar önnur þýsk vín, sem ráðið hafa ríkjum á markaðnum um árabil, ekki bara hér á landi heldur í flestum ríkjum. í hugum flestra er samasemmerki á milli þýskra vína og ódýrra, sætra og léttra vína, oftar en ekki í lieb- fraumilch-stíl. Þetta er mjög miður. Nú hafa þijú vín frá Þýskalandi bæst inn á reynslulistann og því miður verður að segjast að ekkert þeirra sýnir Þýskaland frá sínum bestu hliðum. Frá framleiðandanum St. Ursula í Pfalz-héraði koma vínin Sommer- haus og Morio Muskat 1993. Raun- ar er Sommerhaus ekki vín í eigin- legri merkingu heldur víndrykkur, blanda af víni og þrúgusöfum. Þar af leiðandi er áfengismagn þess mjög lágt eða 5% og verðið sömu- leiðis eða 520 krónur. Hvað á mað- ur að segja um svona lagað? Á maður að afgreiða það með hroka eða sýna ftjálslyndi og opinn hug? Ef síðari kosturinn er valinn má segja að þetta sé forvitnilegur drykkur. Hann ilmar eins og ódýrt þýskt vín og þegar honum er hellt í glas hvæsir hann svipað og gos- drykkur. Bragðið er töluvert sætt og því ber að drekka Sommerhaus eins kalt og mögulegt er. Hugsan- lega kann þetta að vera svalandi drykkur á sjóðandi heitum dögum og ég gæti ímyndað mér að fyrir fólk, sem öllu jafna drekkur ekki vín, sé Sommerhaus aðgengilegri en margt annað. Það sama má segja um Morio- Muskat (740 krónur) frá sama framleiðanda. Morio-Muskat er yf- irþyrmandi arómatískt vín. sæmi- lega þétt í bragði en kannski örlít- ið beiskt í lokin. Þessi þrúga er blendingur af Silvaner og Pinot Blanc þrúgunum en minnir á hvor- uga. Þrúgan gefur töluverða sætu í bragðið þó að það sé í raun frem- ur þurrt og kann því að höfða til fólks sem vill vínin sín ekki of þurr. Ef það er borið fram með mat myndi það líklega helst eiga við austurlenskan mat. Mörg bestu Riesling-vína Þýska- lands koma frá Johannisberg í Rheingau v/Rín. Þriðja þýska vínið, sem nú er selt til reynslu, er ein- mitt Johannisberger Erntebringer 1992 frá Langebach (790 krónur). Því miður er það ekki mjög sann- færandi, iimi og bragði stillt of mikið í hóf. Varast ber að veita vínið of kallt þar sem þá hverfa þrúgueinkenni þess nær alveg. Þrátt fyrir þessi orð verður þó að taka fram að þessi vín eru svo sem ekkert verri en flest þau þýsku vín önnur, sem seld hafa verið hér á undanförnum árum. Og þau eru ódýr. En unnendur þýskra gæða- vína verða áfram að bíða ... og vona. Vín sem ekki valda vonbrigðum eru hins vegar vínin frá Chancel- fjölskyldunni syðst í Rhone-héraði Frakklands. Áður hefur hér verið fjallað um rauðvín hen.nar, Chateau Val de Joanis, en einnig hafa verið tekin til sölu hvítvín og rósavín undir sama nafni. Þessi fjölskylda hefur gert mikið fyrir vínfram- leiðslu í undirhéraðinu Cote de Luberon og var frumkvöðull að því að það fengi að bera skilgreining- una appelation controlée. Öll eru þessi vín góð en stjörnurnar að mínu mati rauðvínið og rósavínið. Rauðvínið kryddað og sólríkt en rósavínið ferskt og gætt nokkrum ávexti. Rósavín af þessq tagi hefur sárlega vantað á markaðinn hér. Það sem helst er hægt að segja hvítvíninu til lasts er að það skort- ir áberandi sérkenni og karakter. Rétt eins og hin vínin tvö er það hins vegar þægilegt, vandað og ber góðu handverki vitni. Vín þar sem gott jafnvægi er á milli ávaxtar og sýru. Öll kosta vínin 1.110 krón- ur. Reynsluvín eru seld í verslunum ÁTVR í Kringlunni, Heiðrúnu, Eið- i$torgi og á Akureyri. Vertíð fyrir villibráðar- unnendur berast af því að skot- veiðimenn séu villtir uppi á heiðum er tíma- bært fyrir unnendur villibráðar að bretta upp ermarnar o g byija að skima í gegnum til- boð veitingahúsanna. eftir Steingrím Sigurgeirsson Þegar fréttir fara að ENN halda reynsluvínin að streyma inn í ÁTVR og inn á milli er að fínna athyglis- verð vín. Frá Ástralíu koma tvö freyðivín á góðu verði: Great West- ern Brut (960 krónur) og Great Western Rosé (960 krónur) frá fyrirtækinu Seppelts. Great West- ern Brut ættu einhveijir að kann- ast við, þar sem að það var fáan- legt á sérlista ÁTVR fyrir um ári. Nú eins og þá er hér um mjög fram- bærilegt freyðivín að ræða, þegar tekið er mið af verði og líklega besta þurra (brut) freyðivínið sem hér er fáanlegt. Uppruni vínsins leynir sér ekki og hinn mikli ferski ávöxtur ætti að gera það að verkum að jafnvel þeir sem alla jafna vilja ekki þurr freyðivín ættu að geta notið þess. Örlítið sætara (ávaxtasætt en ekki sykursætt) en jafnframt meira um sig er rósafreyðivínið Great Westem Rosé. Það sama á við um það og systurvínið: Hin bestu kaup. Mjög sæt ítölsk Asti-freyðivín framleidd úr Muscat:þrúgunni hafa lengi verið vinsæl á íslandi og selst í miklu magni. Ein nýjungin er ein- mitt slíkt vín: Asti Spumanti frá framleiðandanum Toso. Það er létt í áfengi (7%) og verðið, 620 krón- ur, ætti að vera athyglisvert fyrir unnendur slíkra vína. Fyrir skömmu var fjallað hér um rauðvínið Chateau Coucheroy frá hinum frábæra framleiðanda André Lurton í Bordeaux-héraðinu í Frakklandi. Sala er einnig hafin á hvítvíni frá honum og heitir það Chateau Bonnet (1.050 krónur). Þetta er vín frá undirhéraðinu En- tré-Deux-Mers en þaðan koma flest þurru hvítu Bordeaux-vínin. Lurton svíkur ekki sem endranær og Bon- net er eitthvert hið skemmtilegasta Entre-Deux-Mers vín sem ég hef bragðað. Það einkennist af græn- um eplum og töluverð sýra gefur góðan ferskleika. Þetta er nett, elegant og kannski örlítið brothætt vín, sem tvímælalaust nýtur sín best með mat. Þar verða menn þó að gæta sín á því að kæfa það ekki með of þykkum sósum. Með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.