Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER1994 MORGUNBLAÐIÐ TÖLVIIRI SKÓLAST ARFI Næsta skref, segir Marinó G. Njálsson, er að snúa athyglinni að því hvemig við notum hugbúnaðinn í stað þess að nota tölvuna. Hún er bara hjálpartæki. DÆMIGERÐ tölvustofa í íslenskum skóla. Morgunblaðið/Sverrir Björn Bergsson hefur góðfús- iega leyft Morgunblaðinu að birta nokkur dæmi um samskipti nemendanna við frumbyggjana. Með bréfunum, sem hér er höfð á ensku en eru lítillega stytt, fylgja athugasemdir Bjöms. 1. bréf Eftir nokkrar tílraunir tókst- nemendunum loksins að komast í samband við einstakiing af La- kota-ættbálki og er eftirfarandi bréf fyrstu viðbrögð hans. Halló. - Nei, ég held ekki að beiðni þín sé framhleypin. Ég mun gera hvað ég get til að breíða út orðið. ... Ef þú vilt, get_ ég sent fyrir- spurnina áfram. Ég ætia einnig að búa til tilkynningu og setja hana upp í frumbyggjafræðslum- iðstöðinni í skólanum. Ég mun einnig grafa upp þau netföng sem ég get hjá ættflokk- unum ijórum, sem þú minnist á. ... Ég óska þér góðs gengis. Ef þú hefur áhuga á að spyija um „trúarbrögð1' Lakota, þá er ég boðinn og búinn að hjálpa. Það eru ákveðnir hlutir, sem ég vii gjaman að nemendur þínir viti. Hi ye! ÚR NET- DDCCIiy uKtrUM Kim Morris (Wakinyan Chikala) Lakota Natíon/ Oglala „Svona persónulegt samband," segir Bjöm, „breytir indíánum úr fyrirbæri í kvikmynd eða þurri tölfræði í lifandi fólk með raun- veruleg vandamál. Fólk sem í stað þess að skera höfuðleður af nem- endum mínum sendir þeim upplýs- ingar í gegnum tölvu og hefur auk þess áícveðnar skoðanir á því hvemig eigi að fjalla um eigin þjóð í ritgerðinni." 2. bréf Se’kon Terry (Terry sá um samskiptin) Það væri mér sönn ánægja að heyra beint frá nemendum þínum. Hvað netföng varðar, þá hef ég netfang Oneida ættflokksins ... ... Mig langar líka til að þakka þér fyrir. Þú ert að gera mikil- væga hluti fyrir mig og mína. Dave (Kayoshk) „Þetta bréf er dæmi um sam- skipti á netinu og hvemig við fundum netfóng," segir Björn um bréfið. 3. bréf Nemendurnir rákust á að ekki mátti spyrja um allt. Hvers konar upplýsingar em þið að leita að (menning, saga, o.s.frv.)? Ég get mögulega látið ykkur hafa upplýsingar um Dine (Navajo) ættflokkinn. Samt verðið þið að skiija að get ekki sagt ykkur allt sem þið biðjið um og ég vona að þið skijjið það. Virðingarfillst, Joseph J. Otero, Dine/Hopi Um þetta bréf segir Bjöm: „Þetta bréf er dæmi um, það sem ekki má segja öðrum frá. Nem- endur rákust á að ekki var hægt að spyija indíánana um hvað sem er. Engu að síður kom það á óvart hvað indíánarair voru tílbúnir að segja frá varðandi menningu þeirra. Hefur hefðbundin notkun tölva í skólastarfí gengið sér til húðar? Þetta var meðal þeirra spuminga sem komu upp á ráðstefnunni Tölv- ur og nám, sem haldin var á vegum Skýrslutæknifélagsins í lok ágúst. Þar var komið saman skólafólk úr grunn- og framhaldsskóla að velta því fyrir sér hvort verið væri að gera hlutina rétt. Niðurstaða ráð- stefnunnar, ef hægt er að tala um niðurstöður, var að við værum að mörgu leyti á réttri leið, en margt mætti betur fara. Einstaka aðili tók, að vísu, svo djúpt í árinni að segja, að of oft værum við að gera ranga hluti og gera þyrfti gagngerar breytingar strax! Úrelt fyrirkomulag? Sumir frummælendur deildu á það fyrirkomulag, sem víðast ríkir, að hafa.sérstakar tölvustofur og þar af leiðandi sérstaka tölvutíma. Þetta væri gamaldags hugsunarháttur og sóun á verðmætum. Ennþá verra væri að hafa sérstaka tölvuáfanga, þar sem nemendum væri kennt að nota tölvur. Líkja mætti því við að hafa áfanga í notkun og umgengni við blýanta. Tölvan væri líkt og blý- anturinn hjálpartæki og það ætti að umgangast hana sem slíka. Atli Harðarson, tölvukennari við Fjöl- brautaskóla Vesturlands, gekk svo langt að leggja til að grannáfangi í tölvufræðum í framhaldsskólum, TÖL102/103, yrði Iagður niður. En hvað á að koma í staðinn? Hugmyndir fyrirlesara voru margar, en granntónninn var, að nemendur verða að nota tölvur sem verkfæri í almennum áföngum. Þurfi að leysa verkefni er ekkert sjálfsagðara en að nota til þess tölvu. En, af hveiju að kenna tölvunotk- un í námi? Anna Kristjánsdóttir, prófessor við Kennaraháskóla ís- lands, ræddi um skólastarf í ljósi tæknibreytinga. Hún benti. á að skólastarf hafi þegar orðið fyrir tals- verðum áhrifum vegna tæknibreyt- inga og sagði, „að til þess að áhrif þeirra verði i senn skýnsamleg og mannvæn þarf að greina vel kjam- ann í breytingunum". Hún velti líka fyrir sér hvaða tæknilega kunnátta væri nauðsynleg til að nota tölvum- ar. Eiga nemendur að vinna einir eða í hópum? í erindi Önnu kom fram að haust- ið 1990 hafi tölvunotkun verið lítil í skólum. Norðausturhornið skar sig helst úr með rúmlega tuttugu nem- endur á hveija tölvu, en í R.eykjavík var þetta hlutfall mun óhagstæðara. En, hvers vegna þróast tölvuvæðing í skólum hægt? Er það vegna skorts á vélbúnaði? Anna taldi það líklega skýringu, en ekki þá einu. Skortur á hugbúnaði? Skortur á kennara- námskeiðum? Vantar þrýsting frá foreldram? Eða skilningsleysi ráða- manna? Vafalaust eiga öll þessi at- riði sinn þátt. í Bandaríkjunum er talað um tölvuvæðingu grannskóla- kerfisins sem þjóðarskömm. Eram við kannski bara óþolinmóð? Anna hvatti skólafólk til að standa saman og taldi að skortur væri á víðtæku samstarfi, yfírsýn vantaði og við þyrftum að viður- kenna að við vissum oft ekki hvert skuli stefna. Hún benti á að við ættum margt eftir ólært, en helsta vandamálið væri skortur á notkun upplýsingatækninnar. Tölvan gæti styrkt sjálfstjóm, en hún gæti líka fest okkur í sjálfvirkni. Skrifa í skrefum Þuríður Jóhannsdóttir, íslensku- kennari í MH, flutti erindi sem hét „Skrifað í skrefum", eftir vinnuferli fyrir ritgerðasmið, sem hún kennir. Hún sagði, að tölva og ritvinnslufor- rit væru verkfæri. Það væri í verka- hring þess, sem kennir ritgerða- smíð, að kenna á ritvinnsluforrit. Tölvan ýtir, að hennar áliti, undir skipulögð vinnubrögð. Aðrir kostir þess að skrifa á tölvu era: nemend- ur skrifa meira, endurskoða efnið betur, eiga auðveldara með að um- skrifa, tilflutningur texta er ekkert mál, textinn lítur vel út - skriftin skiptir ekki máli, vinna með útlit skjalsins eykur máltilfínningu og tilfinningu fyrir lesandanum, það ýtir undir gagnrýni og er aðlögun að aðstæðum á vinnumarkaðnum. Með hjálp íslenska menntanetsins er síðan hægt að efla aðra þætti, eins og öflun upplýsinga og heim- ilda. Þá er hægt að skrifast á við aðra, mynda umræðuhópa og fá gagnrýni frá umræðuhópnum um efni sem verið er að skrifa um. Þuríður nefndi dæmi um tölvu- notkun frá Rungsted Gymnasium í Danmörku. Þar var öllum kennuram kennt á ritvinnsluforrit skólans og hugmyndafræði skrefaskrifa. Allir nýnemar fá byrjendanámskeið í að skrifa í -skrefum á tölvu og þeim kennt að umgangast tölvuna sem verkfæri. Skriftarverkstæði er opið vissa daga í viku og kennarar hafð- ir á vakt til aðstoðar. í lok erindis síns fór Þuríður yfir þau ritvinnsluforrit, sem era á markaðnum, út frá kennslufræði- legum þáttum. Það kom fram hjá henni, að þau forrit, sem eru vinsæl- ust (Word og WordPerfect), vantaði kennslufræðileg atriði alveg. Hún taldi að Writers Helper, Ritvöllur og Sögusmiðjan (en það er danskt forrit sem Hildigunnur Halldórs- dóttir hjá Námsgagnastofnun hefur aðlagað) væra að mörgu leyti betri. Menntanetið við heimildaöflun Þeir, sem kynnst hafa Mennta- netinu og í gegnum það Intemet, hafa komist að hvílíkan hafsjó upp- lýsinga er þar að finna. Oft er sagt að Intemet sé stærsti gagnabanki í heimi. Ef upplýsingarnar liggja ekki á lausu, sendir maður bara hjálparbeiðni út á netið og fyrr en varir hefur einhver svarað. Bjöm Bergsson og Terry Gunnell kennarar í MH hafa einmitt notað þennan „eiginleika" netsins. Þeir félagar vom með erindi á ráðstefn- unni, sem hét_ „Til móts við nýja heimsmynd". í mannfræðiáfanga, sem Bjöm kenndi, þurftu nemendur að skrifa ritgerð um frumbyggja Norður-Ameríku og nota Mennta- netið til að afla heimilda. Með hjálp Terrys komust nemendur í samband við á annan tug ættbálka frum- byggja (indíána), þar af í gott sam- band við sex. Hluta úr skólaári stóðu nemendur í bréfaskriftum við nokkra einstaklinga og tókst þannig að afla upplýsinga fyrir ritgerðir sínar. (Nokkur dæmi um þessi sam- skipti eru sýnd í ramma hér á opn- unni.) Bjöm lagði áherslu á það, að til að fá upplýsingar urðu nemendur líka að vera tilbúnir að veita upplýs- ingar. Nemendur þurftu að ávinna sér traust frumbyggjanna, sýna nærgætni í spurningavali og vera tilbúnir að gefa af sér til baka. Þetta dæmi sýnir vel hvað hægt er að gera með tölvuna og íslenska menntanetið sem tæki. Sumir nem- endanna höfðu lítið eða ekkert unnið á tölvu áður en þeir skráðu sig í áfangann, hvað þá að þeir kynnu að nota Menntanetið. Meðan á kennslunni stóð þurftu némendur eðlilega að nota hvort tveggja. Fyrst nutu þeir leiðsagnar kennara, en er á leið gerðu þeir hlutina sjálfir. Þann- ig var tölvan hjálpartæki, sem fyrst og fremst auðveldaði nemendum að komast í samband við heimildar- menn. Það sem gerði tölvuna heppi- legri en að nota síma og faxtæki (sem hefðu vissulega getað komið að sömu notum) er sá samskipta- máti sem Intemetið býður upp á. Fjarkennsla Um nokkurt skeið hefur verið boðið upp á fjarkennslu með hjálp íslenska menntanetsins. Verk- 1 menntaskólinn á Akureyri hefur lík- legast gengið lengst á þessari braut. Haukur Agústsson, kennslustjóri hjá skólanum, sagði frá reynslu skólans og þeim reglum sem hann fylgir í fjarkennslunni. Fyrst tók hann fram, að fjar- kennsla um tölvur líður fyrir subbu- skap bréfaskóla i Bandaríkjunum. Fjarkennsla um tölvu er jú bara nútímalegt form á bréfaskólum. Það nám er talið jafngilt námi á almenn- ' um skólabekk og því var lögð á það áhersla í upphafí að fjarkennslan skipaði sama sess. Reynsla Verkmenntaskólans er, líkt og víðast þar sem fjarkennsla hefur verið reynd á þennan máta, að árangur nemenda er betri en þeirra sem sitja í kennslustofum. Haukur taldi það meðal annars að 1 þakka viðmiðum sem sett voru í j upphafí. Þau voru: 1. Nemendur teljast nemendur skólans, sbr. öld- ’ ungadeildarnemendur. 2. Kennslan miðast við áfanga kennda í skólan- um. Fullri yfírferð er náð á hverri önn. Föst skilaskylda á verkefnum. Nemandi strikast út af nemenda- skrá, ef skilað er einni viku of seint. 4. Aðeins eru lögð fyrir verkefni sem hægt er að senda um tölvunet. 5. Nemendur þurfa ekki að taka sér j fyrir hendur ferðir vegna námsins. ) Próf tekin í skóla í nágrenni nem- andans. ’ í haust varð stökkbreyting á um- fangi fjarkennslunnar á Akureyri. Það sem áður var sjálfboðavinna tveggja kennara, er orðið að skipu- lögðu námi í samræmi við námsskrá. Á yfirstandandi önn era í boði ellefu áfangar. Þetta era byijunaráfangar í bókfærslu, dönsku, ensku, sögu, stærðfræði, sálfræði, íslensku og I þýsku. Auk þess era kenndir þrír ) framhaldsáfangar í ensku. Athygli . vekur að ekki er boðið upp á neinn ’ tölvuáfanga, sem sýnir að það er langt frá því að vera sjálfsagt að kenna tölvufög í fjarkennslu. En það er fleira sem gerir fjar- kennslu góðan kost. Hér er eitt dæmi frá Bandaríkjunum. í Fíladelf- íu era einmenningstölvur notaðar við lestrarkennslu fyrir lágtekjufólk. Enginn kom á kvöldnámskeið, sem I voru auglýst, en 100 manns skráðu j sig á námskeið um Intemet þar sem . hægt var að fá lánaða tölvu heim. Framtíðin Hörður Lárusson, deildarstjóri í framhaldsskóladeild menntamála- ráðuneytisins, ræddi um tölvunotk- un í skólum með tilliti til framtíðar- innar. Hann sagði, að á Norðurlönd- unum hefði þróunin verið sú, að fjár- mögnun tölvubúnaðar hafi færst frá * ríkinu til sveitarfélaga og einkaað- ) ila. Hér á landi á þetta við hvað v varðar grunnskólann, en framhalds- skólarnir verða að sækja til ríkisins. Til að geta skoðað framtíðina verðum við að átta okkur á núver- andi stöðu. Hörður taldi, að meðal vandamála i dag væri rekstrarör- yggi tölvukerfa. Ef nota eigi tölvur í kennslu, verði að vera hægt að treysta tölvukerfinu. (Greinarhöf- undur þekkir það af eigin reynslu, > sem yfirmaður tölvumála hjá Iðn- ) skólanum í Reykjavík. Fari net- v þjónninn „niður“ meðan kennsla stendur yfir hefur það ekki bara áhrif á skrifstofu skólans heldur fellur mögulega niður kennsla í fiór- um kennslustofum, auk þess sem það kann að hafa áhrif á kennara, sem nota tölvur við undirbúning kennslu. Með réttu vali á búnaði, markmiðssetningu varðandi „viðun- andi“ rekstraröryggi og réttri þjálf- * un tölvuumsjónarfólks er að mestu j hægt að útiloka þetta vandamál.) k Því miður má of oft rekja vandamál í tölvunotkun til þess, að kennarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.