Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER1994 B 7 EF nemandinn kemst upp á lag með að nota iykllborðið eru honum allir veglr færir. þurfa að fást við hluti sem þeir hafa litla eða enga þekkingu á. Þannig þurfa þeir að geta leyst tæknileg vandamál, þekkja til ólíkra forrita, skipuleggja fjöinotkun bún- aðar og geta valið réttu forritin. Þetta er fyrir utan allt annað sem þeir þurfa að geta og kunna. Norrænn starfshópur um tölvu- væðingu í skólum (Data Pro Grupp- en) hefur verið í gangi frá 1986. Hörður taldi að slíkt samstarf væri mjög mikilvægt bæði til að hver gæti lært af reynslu annarra og til að stuðla að skiptum á hugbúnaði til kennslunnar. Framtíðina sá Hörður fyrir sér með auknu samstarfi Norðurland- anna. Ekki mætti skilja að tæknileg og kennslufræðileg efni. Leggja verði sérstaka áherslu á víðtæka umræðu milli landa um námsskrár- gerð og fylgirit, miðlun upplýsinga um þróun í hveiju landi, notkun tölva í sérkennslu og til stuðnings við nemendur, ná þyrfti til fleiri kennara. Þá sagði hann, að þróa þyrfti kennslugögn meira með tölv- una í huga sem væri þá hvati til víðtækari notkunar. Þessi þróun kennslugagna myndi eðli sínu sam- kvæmt færast meira til einkaaðila og sérstofnana, sem hefðu þarfir skólana að leiðarljósi. Því miður væri það of algengt að þau forrit, sem notuð væru, hentuðu ekki til kennslunnar. Menntun fyrri kynslóða Margir þeirra einstaklinga sem eru í fararbroddi hugbúnaðarþróun- ar hér á landi hafa haft aðgang að tölvum frá unga aldri. Þeir byrjuðu fyrst í tölvuleikjum, svo þegar leik- irnir voru orðnir leiðinlegir var bytj- að að breyta þeim. Næst var búið til lítið bókhaldsforrit fyrir foreldr- ana eða einhvem kunningja þeirra og svo framvegis. Þegar þessir einstaklingar voru í grunnskóla, voru mjög fáir skólar með frambærilegan tölvubúnað. Nú er öldin önnur. Hver einasti skóli landsins er með býsnin öll af ágæt- lega fullkomnum búnaði. Nemendur frá neðstu bekkjum grunnskóla eru farnir að nota tölvur við ólíkustu verkefni. Tölvan er orðin eðlilegur þáttur í skólastarfi. Næsta skref er að snúa athygl- inni að því hvemig við notum hug- búnaðinn í stað þess að nota tölv- una. Hún er bara hjálpartæki. Við erum fýrir löngu hætt að tala um það að nota síma, en segjumst í staðinn ætla að hringja. Síminn er hjálpartæki til að hafa samskipti við einstakling sem staddur er annars staðar. Komum sams konar hugsun inn í tölvunotkunina. Skrifum, teiknum, reiknum, leikum okkur og svo framvegis með hjálp forrita sem eru keyrð á tölvu. Höfum forskot á mörg önnur lönd Hér á landi eru tölvustofur með 6 til 12 tölvum í liggur við hveijum einasta skóla eða a.m.k. er til áætl- un um að koma upp slíkri stofu. Á annað hundrað skólar eru tengdir Islenska menntanetinu. Og svona mætti lengi telja. í Hollandi þykir gott að hafa fá- einar tölvur í hveijum skóla og þær eru jafnvel hafðar á göngum skól- anna. í Bandaríkjunum er, eins og áður sagði, talað um að tölvuvæðing grunnskóla sé þjóðarskömm. Úrelt- ur og bilaður búnaður gerir skipu- lagða kennslu ómögulega. Tölvur eru illa nýttar vegna þess að hús- næði er óhæft til kennslu, búnaður ósamstæður eða geyma þarf hann í kössum vegna ónægrar kunnáttu kennara og/eða til að koma í veg fyrir þjófnað. Vissulega á margt af þessu líka við hér á landi, en í mun minna mæli. Hjálpa þarf kennurum að umgangast tölvur og hugbúnað þannig að það nýtist betur í kennsl- unni. Ekki er nóg að hafa eina tölvu- stofu fyrir nemendur heldur verða kennarar að hafa aðgang að tölvu í vinnuaðstöðu til að æfa sig. Framtíðarsýn greinarhöfundar um tölvunotkun i kennslu er að auk sérstakra tölvustofa verði ein eða tvær tölvur í hverri skólastofu, sem nemendur geta notað við að leysa verkefni. Þannig gæti stærðfræði- kennari sett nemendum fyrir verk- efni sem vinna ætti í hóp. Hver hópur hefði síðan aðgang að tölvu- forriti, sem gæti hjálpað þeim að leysa verkefnið. Áður en hægt er að setja verkefnið upp í tölvuforrit- inu verða nemendurnir að skilja það. Með þessu næst dýpri skilning- ur á viðfangsefninu og um leið er tölvan eðlilegt hjálpartæki. Höfundur er tölvunarfræði/igur. fSLENSKA MENNTA- NETID Það er ekki hægt að skilja við umræðuna um tölvur og nám án þess að minnast nánar á íslenska menntanetið. Flestir fyrirlesarar á ráð- stefnu Skýrslutæknifélagsins minntust á það í erindi sínu og því ljóst að það er farið að skipta máli í menntakerf- inu. í sumum tilfellum er það nýjung sem breytt hefur hugsunargangi í kennslu, sbr. mannfræðiáfangnann í MH og fjarkennsluna í VMA. Þetta fyrirbrigði, ef svo má segja, er hugmynd sem fæddist hjá Pétri Þorsteins- syni, skólastjóra á Kópaskeri. Á hann mikinn heiður skilinn fyrir framgöngu sína. For- saga málsins er að Pétur kynntist tölvusamskiptum snemma árs 1986 og sann- færðist umsvifalaust um mik- ilvægi þeirra. Á þeim tíma var ekki mikið að gerast hér á landi, en breytingar urðu til batnaðar ári seinna er Há- skóli Islands_ eignaðist tvær Unix-tölvur. Árið 1988 tengdi Pétur skólann sinn á Kópa- skeri við tölvu Háskóla ís- lands. I framhaldi af því varð til hugmynd að tölvumiðstöð skóla. Imba, en svo hét íslenska menntanetið til að byrja með, tók formlega til starfa 17. febrúar 1990 er Grunnskólinn á Raufarhöfn tengdist því fyrstur skóla. Um vorið voru skólarnir svo orðnir tuttugu talsins. Sumarið 1990 var keypt 33 MHz 386 tölva sem keyrði Unix. Skólaárið 1990- 1991 fjölgaði notendum veru- lega og notkunin óx dag frá degi. Vorið 1991 voru rúm- lega 50 menntastofnanir í öll- um fræðsluumdæmum tengd- ar Imbu, svo fjölgaði þeim í 70 og nú er svo komið að 90 af hundraði allra grunn- og framhaldsskóla landsins eru tengdir netinu. Notendur eru í kringum 3.000 (fjölgar ört). Á hveijum degi eru innhring- ingar til menntanetsins milli 900 og 1.400. Menntanetið hefur nú yfir að ráða þremur tölvum sem sjá um innhringingamar. Ein er í Reykjavík (Una), önnur á Akureyri (Huppa) og sú þriðja á Kópaskeri (Urta). Þessum tölvum tengjast notendur með venjulegri upphringingu og eftir það geta þeir farið hvert á land sem er. Kostnaður not- andans felst eingöngu í sím- talinu frá heimili sínu eða skóla til næstu móttökutölvu og búnaðinum, sem notaður til að tengjast netinu. Síðan greiðir hver skóli, sem er tengdur fast gjald, hvort sem allir kennarar skólans nota tölvusamskipti eða ekki. Gjaldið er mismunandi eftir stærð og umfangi skólans. Tölvusamskipti hafa rofið faglega einangrun kennara, ekki einungis kennara í dreifðum byggðum landsins. Nú hafa þeir kennarar sem tengdir eru íslenska mennta- netinu möguleika á jöfnum og stöðugum safmskiptum en ekki einungis stökum fundum og ráðstefnum sem haldnir eru nokkrum sinnum á ári. Vilt þú hætta aö reykja? Ég get hjálpaö þér. Orkustöðvahreinsun og orkugjöf. Bryndís Hrólfsdóttir, heilun & ráðgjöf, sími 673613 Fyrir bömin # Stólar og sessur í bfla fyrir böm á öllum aldri. # Margir gerðir # Margir litir. # Vönduð og viðurkennd vara. #Hjálmar, margar gerðir. # A skíðin, skautana, í hjólatúrinn og reiðtúrinn, I pJÓNTJSTA 8 GÆÐlOGC Borgartúni 26 Reykjavík Bæjarhrauni 6 Hafnarfirði Sími 91-65551 must Allar nánari upplýsingar í símum 628000 og 989-36030. Bréfsími 622725. E. Yngvason Ferjuleiðir vernig væri ab hafa veisluna virkilega eftirminnilega og halda hana um borö í Fs. Árnesi við undirleik haföldunnar, úti á Sundunum bláu eöa inni í Reykjavíkurhöfn? Dæmi um 50 manna veislu í skipinu Tveir salir - veglegt sjávarréttahlaöborö frá veitingastaðnum Oöinsvéum og hljómsveit: kr.2.870 á mann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.