Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER1994 B 19 ATVINNIIAI ir^l Y^IKir^AP Mm.m í Oll n/UJ7/-\í\ KÍSILIÐJAN VIÐ MÝVATN Framkvæmdastjóri Kísiliðjan hf. í Mývatnssveit óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra Kísiliðjan hf. starfrækir verksmiðju, sem framleiðir síunar- og fylliefni úr kísilgúr, aðallega til útflutnings. Sala og markaðssetning á útflutn- ingsmörkuðum er í höndum Celite Corporation, stærsta framleið- anda á kísilgúr í heiminum. Starfsmannafjöldi er 45-50. Afkoma félagsins er góð og eiginfjárstaða er mjög traust. Aðaleigendur Kisil- iðjunnar hf. eru Rikissjóður (slands (51%) og bandaríska fyrirtækið Celite Corporation (48,56%). Starf framkvæmdastjóra er fjölþætt og er aðallega fólgið í stefnumörkun, áætlanagerð og framkvæmd markmiða vegna náma- vinnslu og framleiðslu, ásamt stjórnun, fram- kvæmd og ábyrgð á daglegum rekstri félagsins. Framkvæmdastjóri kemur fram fyrir hönd félagsins og gætir hagsmuna þess út á við. Búseta í Reykjahlíð er skilyrði. Félagið leitar eftir aðila með haldgóða reynslu í fyrirtækjastjórnun, sem er tilbúinn að takast á við krefjandi stjórnunarstarf. Viðskiptafræðimenntun eða sambærileg menntun er æskileg. Góð enskukunnátta er skilyrði. Skriflegum umsóknum um starf framkvæmda- stjóra, ásamt upplýsingum um starfsferil og menntun, skal skila á íslensku og ensku og merkja stjórn félagsins og berast Kísiliðj- unni hf., 660 Reykjahlíð, fyrir laugardaginn 12. nóvember 1994. Nánari upplýsingar um starfið veita: Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri, sími 96-44190 og Pétur Torfason, stjórnarfor- maður, sími 96-22543. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og þeim svarað. FORSTÖÐUMAÐUR Óskum að ráða forstöðumann fyrir Vin. Vin er athvarf fyrir geðfatlaða rekið af Rauða krossi íslands. Starfssvið forstöðumanns: Umsjón með daglegum rekstri Vinjar, yfirstjórn starfsmanna, skipulagning og ffamkvæmd samskipta við skjólstæðinga, og umsjón með daglegum fjármálum. Þátttaka í stefnumörkun um málefni Vinjar. Samstarf við innlenda aðila, sem fulltrúi RKÍ. Skipulagning og ffamkvæmd fagþjálfúnar. Við leitum að einstaklingi sem hefúr reynslu af störfúm að málefnum geðfatlaðra. Gerð er krafa um menntun í félagsráðgjöf, hjúkrunarfræði, sálfræði eða öðrum sambærilegum greinum. Reynsla af stjómun nauðsynleg. Viðkomandi þarf að geta axlað ábyrgð og starfað sjálfstætt og skipulega. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar "RKÍ. 383" fyrir 5. nóvember n.k. Hagvai agurhf Skeifunni 19 Reykjavík [ Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Laus störf 1. Ritari hjá opinberri stofnun í miðborg Reykjavíkur. Almenn ritarastörf, s.s. bréfaskriftir, ritvinnsla (Word f. Windows) og símavarsla. Skilyrði er að viðkomandi hafi reynslu af ofangreindu auk góðrar kunnáttu í ensku og einu norðurlanda- máli. Æskilegur aldur 25-35 ára. 2. Sendill hjá útgáfufyrirtæki á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Einnig tilfallandi aðstoð á skrifstofu og vörukynningar. Viðkomandi verður að leggja til eigin bifreið. Vinnutími kl. 9-17. 3. Fulltrúi hjá opinberri stofnun í miðborg- inni. Fjölbreytt starf, sem felur í sér m.a. ritvinnslu, skjalavörslu og ýmis sérverk- efni. Vinnutími kl. 8-16. Umsóknarfrestur ertil og með 2. nóvember nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá ki. 9-15. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. W Skólavörðustig 1a - 101 Reykjavlk - Simi 621355 LANDSPÍTALINN .../' þágu mannúðar og vísinda... KRABBAMEINS OG LYFLÆKNINGADEILD 11-E Hjúkrunarfræðingar Nú eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga til umsóknar. Á deild 11-E fer fram hjúkrun sjúklinga með krabbameins og illkynja blóð- sjúkdóma á öllum stigum. Hjúkrunarmeð- ferðin beinist að viðbrögðum sjúklinga og aðstandenda við sjúkdómnum og meðferð. Meðferðin felst í krabbameinslyfjameðferð, geislameðferð og líknandi meðferð. Fyrirhug- uð er breyting á skipulagsformi hjúkrunar úr hóphjúkrun í einstaklingshæfða hjúkrun. Því er nú kjörið tækifæri fyrir áhugasama hjúkrunarfræðinga sem vilja veita einstak- lingshæfða hjúkrun að koma til starfa og taka þátt í starfi sem miðar að því að efla gæði hjúkrunar. Nánari upplýsingar veita Þórunn Sævars- dóttir, deildarstjóri, s. 601225 og Bergdís Kristjánsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, s. 601303/601300. BARNA- OG UNGLINGAGEÐDEILD DALBRAUT 12 Hjúkrunardeildarstjóri Laus er til umsóknar staða hjúkrunardeildar- stjóra á dagdeild. Staðan veitist frá 1. nóv- ember eða síðar. Æskilegt er að umsækj- andi hafi framhaldsnám í geðhjúkrun og reynslu af vinnu með fjölskyldur. Einnig eru lausar til umsóknar stöður hjúkr- unarfræðinga á Barna- og unglingageðdeild, meðal annars á nætuvaktir og afleysing deildarstjóra í orlofi, frá 1. janúar 1995-30. september 1995. Upplýsingar veitir Anna Ásmundsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, s. 602500. LYFLÆKNINGADEILD 11-A Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingur óskast á Lyflækninga- deild 11-A. Á deildinni eru 18 sjúkrarúm. Aðaláhersla er lögð á hjúkrun sjúklinga með meltingafæra-, lungna-, innkirtla- og smit- sjúkdóma. Vinnuhlutfall eftir samkomulagi. Veitt er góð aðlögun. Upplýsingar gefa Halldóra Kristjánsdóttir, deildarstjóri, s. 601230, og Bergdís Krist- jánsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, s. 601303/601300. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39 -108 Reykjavlk - sími 888500 - fax: 686270 Forstöðumaður á fjölskylduheimili Félagsráðgjafi óskast til að veita forstöðu áfangaheimili fyrir foreldra með börn. Auk starfsreynslu er krafist menntunar og/eða reynslu í fjölskylduvinnu. Umsóknarfrestur er til 10. nóvember nk. Umsóknir berist til Anni G. Haugen, yfir- manns fjölskyldudeildar FR, Síðumúla 39, sem einnig veitir nánari upplýsingar um starf- ið (sími 888500). se: Alþingi Skrifstofa Alþingis leitar að starfskrafti við tölvudeild til almennra starfa við notendaleið- sögn og tölvurekstur. Gerð er krafa um háskólamenntun í tölvunar- fræði eða sambærilega starfsreynslu. Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri tölvu- deildar í síma 630651. Umsóknarfrestur er til 7. nóvember og ber að skila umsóknum til starfsmannastjóra í Austurstræti 14. ÍSGÁTT - tölvupóstur - SKÍMA hf. rekur tölvupóstmiðstöðina ÍSGÁTT. Við hana tengjast allar helstu tegundir tölvu- póstkerfa. Þá er ÍSGÁTT tengd öðrum X.400-landskerf- um og Internet. Leitað er að tæknimanneskju með viðeigandi menntun • og starfsreynslu til að hafa umsjón með ákveðnum þáttum í rekstri ÍSGÁTTAR: Unix-stýrikerfi, forritun í C, SMTP og X.400 tengingum. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, vera fær um að leysa tæknileg viðfangsefni, hafa gott vald á ensku og hafa þjónustu- lund sem hæfir í framsæknu þjónustufyritæki. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til SKÍMU hf., Lágmúla 8, 108 Reykja- vík, fyrir 15. nóvember nk. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. ffl Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í störf í neðangreinda leikskóla: Holtaborg v/Sólheima, s. 31440 Njálsborg v/Njálsgötu, s. 14860 í 50% starf f.h.: Álftaborg v/Safamýri, s. 812488 í 50% starf e.h.: Fffuborg v/Fífurima, s. 874515 Heiðarborg v/Selásbraut, s. 77350 Einnig vantar leikskólakennara, þroskaþjálfa eða starfsmann með aðra uppeldismenntun í 50% stuðningsstarf, ýmist fullt starf eða að hluta, í eftirtalda leikskóla: Bakkaborg v/Blöndubakka,s. 71240 Rofaborg v/Skólabæ, s. 672290 Stakkaborg v/Stakkahlíð, s. 39070 Þroskaþjálfi eða leikskólakennari með sér- menntun óskast í 4 klst. stuðningsstarf f.h. á leikskólann Foldaborg v/Frostafold, s. 673138 til að sinna einu barni. Þá vantar matráð í leikskólann Bakkaborg v/Blöndubakka,s. 71240 Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.