Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Ekki ákveðið með
þátttöku í rekstri
leikskóla FSA
BÆJARRÁÐ Akureyrar frestaði á fundi sínum i síðustu viku afgreiðslu
á erindi heiibrigðis- og tryggingaráðuneytisins þess efnis að gerður verði
samningur milli ráðuneytisins og Akureyrarbæjar um þátttöku í rekstri
hæjarins í leikskóla Fjórðungssjúkrahússins á Ákureyri, Stekks.
Á fundi bæjarráðs var samþykkt
fjárveiting til áfengisvarnamefndar,
100 þúsund krónur á þessu ári, til
að standa undir nauðsynlegum
kostnaði við námskeið og fieira til
áfengisvarna. Nefndin sótti einnig
um sömu upphæð á næsta ári en því
erindi var vísað til gerðar fjárhagsá-
ætlunar næsta árs.
Þá kom fram á fundinum að ekki
yrði gerð athugasemd við að hafin
yrði hönnunarvinna vegna breytinga
og lagfæringa á Samkomuhúsinu á
Akureyri en hún verður greidd úr
Húsfriðunarsjóði.
Bæjarráð frestaði að afgreiða er-
indi frá Tónmenntaskólanum sem
sótti um fjárstyrk til niðurgreiðslu á
skólagjöldum nemenda skólans sem
svarar 25 þúsund krónum á ári á
hvem nemanda. Afstaða verður tekin
við gerð fjárhagsáætlunar fyrir
næsta ár.
Deildir Slysavarnafélagsins á Ak-
ureyri hafa farið þess á leit að Akur-
eyrarbær veiti þeim fjárstyrk til að
standa undir greiðslu bílastæða-
gjalda vegna nýbyggingar deildanna
við Norðurgötu sunnan Strandgötu.
í greinargerð bæjarverkfræðings
kemur fram að deildunum beri að
taka þátt í kostnaði við gerð 16 bíla-
stæða utan lóðar með greiðslu bíla-
stæðagjalds að upphæð tæplega 2,2
milljónir króna. Bæjarráð heimilaði
í gær að gerður Verið greiðslusamn-
ingur um bílastæðagjaldið til þriggja
ára með fullnægjandi tryggingu en
afstaða til styrkveitingar verður tek-
in við gerð fjárhagsáætlunar fyrir
næsta ár.
Innbrot í sundlaugína
OLVAÐUR maður var færður í
fangageymslu lögreglunnar á Ak-
ureyri eftir að hafa brotið sér leið inn
á sundlaugarsvæðið og inn á skrif-
stofu sundlaugarvarðarins aðfara-
nótt laugardags.
Maðurinn hugðist að sögn lögreglu
fara í sund og tók í sundur girðingu
til að komast inn á sundlaugarsvæð-
ið. Honum snerist hins vegar hugur
þegar inn var komið og braut sér
leið inn á skrifstofu. Hann hafði
stungið á sig einhveijum fjármunum
þegar lögreglan kom á staðinn.
Lýst eítir gömlum myndum!
i
Útgerðarfélag Akureyringa hf. á 50 ára afmæli á
næsta ári. Af því tilefni lýsir félagið eftir myndum
af öllu því, er tengist starfsemi þess undan-
gengna áratugi.
Myndir tengdar fyrstu áratugunum í sögu félagsins
eru sérlega kærkomnar.
Þeir, sem kunna að eiga myndir tengdar sögu
ÚA í fórum sínum og vilja lána þær, vinsamlegast
sendið þær á skrifstofu félagsins við fyrstu hentug-
leika.
Utanáskriftin er:
Útgerðarfélag Akureyringa hf.,
b.t. Jóns E. Aspar,
Fiskitanga,
600 Akureyri.
Mikilvægt er að nafn og heimilisfang sendanda fylgi
myndunum, þannig að unnt verði að endursenda
þær.
ÚTGERÐARFELAG
AKUREYRINGA
®saa
Skært lúðr-
ar hljóma
UM 130 hljóðfæraleikarar á aldrin-
um 8-20 ára auk fararstjóra og
stjórnenda frá Kópaskeri til
Hvammstanga tóku þátt í skólalúð-
rasveitamóti Norðurlands, sem
haldið var nýlega á Dalvík. sem
tókst í alla staði mjög vel.
Á mótinu spiluðu 1., 2., og 3.
sveit en í þær er raðað eftir styrk-
leika og í vetur munu þeir sem
lengst eru komnir eða 3. sveit halda
áfram að æfa og spila saman.
Áhugi fer vaxandi
Eftir strangar æfíngar voru
haldnir tónleikar, þar sem allar
sveitir komu fram og spiluðu auk
þess sem yngsta sveitin spilaði við
upphaf barnamessu í Dalvíkur-
kirkju.
Vaxandi áhugi hefur verið á
blásturshljóðfærum meðal ungs
fólks og öflugar lúðrasveitir eru nú
starfandi við fjölmarga skóla. Mót
sem þetta er árviss viðburður og
næsta haust fá Mývetningar að
njóta blásturstónanna.
♦ ♦ ♦
Sýning í vinnu-
stofuganginum
SÝNING myndlistarkonunnar Höddu
verður í Vinnustofuganginum út nóv-
ember.
Hadda er ein af listakonunum í
Grófinni. Hún stundaði ýmiss konar
handverks- og listnám í Svíþjóð og
útskrifaðist úr málaradeild Myndlist-
arskólans á Akureyri árið 1991. Sýn-
ingin, sem er þriðja sýning Höddu,
er opin á sama tíma og vinnustofan
Grófin, þ.e. þriðjudaga til laugardaga
frá kl. 14 til 17.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
300 á skíðum
um helgina
„VIÐ VORUM bara með eina
barnalyftu opna en aðsóknin fór
fram úr björtustu vonum. Ætli
hafi ekki um 300 manns rennt sér
í fjallinu um helgina," sagði Ivar
Sigmundsson, umsjónarmaður
skiðasvæðisins í Hlíðarfjaili, um
fyrstu skíðahelgina á Akureyri.
Ivar taldi að 10 ár væru síðan
skíðasvæðið hefði verið opnað jafn
snemma. „Við vorum eiginlega
ekki viðbúnir þessu. Veðrið var
með eindæmum og færið alveg
sérlega gott. Núna erum við að
vinna í rafmagninu og verðum
ekki með opið í vikunni nema á
miðvikudaginn milli klukkan fjög-
ur og sex eða sjö. Hins vegar stefn-
um við á að opna aðra lyftu um
næstu helgi," sagði ívar. En undir
lok vikunnar skýrist hvort hægt
verður að opna svokallað Hjalla-
braut, samsíða stólalyftunni, um
helgina.
Zontahreyf-
ingin 75 ára
ZONTAKONUR halda 75 ára af-
mæli Zonta International (Alþjóða-
samtaka Zonta) hátíðlegt út um
allan heim í dag. Á Akureyri eru
tveir klúbbar, Zontaklúbbur Akur-
eyrar, stofnaður árið 1949, og Zon-
taklúbburinn Þórunn hyrna, stofn-
aður 1984. Klúbburinn Þórunn
hýrna heldur upp á afmælið og 10
ára afmæli sitt með kynningar-
kvöldi á Fiðlaranum í kvöld.
Býrð þú íhurðarlausu?
Þýsku Moralt innihurSirnar eru
glæsilegar og á góÖu verSi.
Einfaldar í uppsetningu.
HafiÖ samband og fáiö
sendan nýja glæsilega Moralt
innihurðabæklinginn okkar.
Söluaðili í Reykjavík: Innflytjandi:
Harðviðarval,
Krókhálsi 4,
sími 91-671010.
Simi, 96-30320
Zontahreyfingin, alheimssamtök
kvenna úr ýmsum starfsstéttum,
er upprunnin í Bandaríkjunum.
Fyrsti klúbburinn var stofnaður
vorið 1919 og sama haust urðu til
samtök Zontaklúbba. Nú eru um
1100 klúbbar starfandi, með um
36.000 félaga í 65 löndum.
störfum samfélagsins. Síðast enn
ekki síst vinna Zontakonur að því
að auka skilning, góðvild og frið á
alþjóðiegum vettvangi.
Á vegum samtakanna eru nokkr-
ir sjóðir og úr einum þeirra, minn-
ingar^jóði um Ámelíu Earhart flug-
mann, er árlega úthlutað styrkjum
til kvenna sem stunda æðra há-
skólanám á sviði geimvísinda og
verkfræði. Þannig hafa, frá stofnun
sjóðsins, tæplega 500 konur verið
styrktar til mennta á sviðum þar
sem karlmenn hafa fyrst og fremst
haslað sér völl.
CINAHL-skrá
Markmið Zontahreyfingarinnar
er fyrst og fremst að efla stöðu
kvenna um allan heim á sviði laga-
setningar, stjórnmála, efnahags og
menntunar. Hreyfíngin miðar að
því að stofna og styrkja Zonta-
klúbba, efla góðan félagsanda og
kynni milli starfsstétta. Hún hvetur
til að háleit, kristileg og siðræn
gildi séu höfð að leiðarljósi í öllum
Eins og áður segir eru tveir Zon-
taklúbbar starfandi á Akureyri og
efnir annar þeirra, Þórunn hyrna,
til kynningarkvölds á Fiðlaranum í
kvöld. Kynnt verður svokölluð
CINAHL-skrá, tilvísanarit á sviði
hjúkrunar og tengdra greina innan
heilbrigðiskerfísins og árviss gjöf
klúbbsins til Bókasafns Háskólans
á Akureyri. Klúbburinn býður til
sín hjúkrunarfræðingum, ljósmæðr-
um, sjúkraliðum og fleiri stéttum í
tilefni hins tvöfalda afmælis.
Tiikiiliu
og motald
Innbyggð, utanáliggjandi, PCMCIA
frákr. 10.000,-
*B0ÐEIND-
Austurströnd 12. Sími61206I.Fax612081
-kjarni málsins!
-