Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 47 CAROL Pazandak, prófessor frá Minnesota, með Sam- starfsverðlaunin í Reykjavík. Prófessor frá Minnesota heiðraður CAROL H. Pazandak, prófessor við Minnesota-háskóla í Bandaríkjunum, hefur verið sæmd „samstarfsverð- launum" — Partnership Award — fyrir starf að sameiginlegum hags- munamálum íslands og Bandaríkj- anna. Charles E. Cobb, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, afhenti verðlaunin í árlegum Leifs Eiríkssonar kvöldverði í Reykjavík. Frú Pazandak hefur stjómað áætl- un háskólans í Minnesota um skipti á nemendum þaðan og frá Háskóla íslands síðan áætluninni var hrint af stokkunum 1982. Skiptin hafa farið fram á hverju ári' og einnig hefur verið skipst á kennurum. Cobb sendiherra stofnaði til „sam- starfsverðlaunanna“ 1991 í tilefni af því að liðin voru 50 ár síðan Bandaríkin og ísland tóku upp stjórnmálasamband. Til þess að minnast afmælisins fól Cobb Pétri Bjarnasyni myndhöggvara að gera bronsmynd undir yfirskriftinni „sam- starf“. Verðlaununum fylgir smækkuð eftirmynd af upphaflegu styttunni. Þau eru árlega veitt Bandaríkja- manni, sem er búsettur á íslandi eða dvelst þar styttri eða iengri tíma. Nefnd skipuð fulltrúum bandarísk- íslenska verslunaráðsins, félags ís- lenskra stórkaupmanna, íslensk- ameríska félagsins og bandaríska sendiráðsins á Islandi úthlutar verð- laununum. Fnl Pazandak hlaut verðlaunin fyrir áralangt starf sitt að því að efla nemendaskipti háskólans í Minnesota og Háskóla íslands. Charles Cobb gat þess þegar verð- launin voru afhent að Bandaríkin og ísland hefðu átt með sér langt og giftusamlegt samstarf. Frú Pazand- ak kvaðst vona að hún hefði stuðlað að áframhaidandi velgengni nem- endaskiptanna með starfi sínu að þeim. Háskólinn í Minnesota hefur veitt styrki til framhaldsnáms ár hvert, en uppihald hefur verið greitt fyrir framlög einstaklinga í sérstakan há- skólasjóð, sem var stofnaður með það fyrir augum. Minnesota-íslands sjóðnum var gefið nafnið Val Bjornson Scholar- ship Fund þegar Valdimar Björnsson, Vestur-íslendingurinn góðkunni, lést 1987, í viðurkenningarskyni við þátt hans í því að hrinda nemendaskiptun- um af stokkunum og stuðning hans við ísland og íslenska stúdenta í Minnesota um árabil. Háskólarnir hafa skipst á prófess- orum samkvæmt áætluninni og hafa fyrirlesarar frá Minnesota komið til íslands og íslendingar haldið fyrir- lestra í Minnesota. Prófessor Pazandak var boðið að skipuleggja stúdentaráðgjöf við Há- skóla Islands og tók hún sér hálfs árs leyfi til þess 1994. Hún hefur einnig kennt sálfræði og unnið að því að koma á ráðgjöf fyrir kandí- data. FÓLK í FRÉTTUM Pavarotti „hrekktur“ í New York ► ÞEGAR tenórsöngvarinn Luciano Pavarotti var hylltur í fimm mínútur eftir aríu í þriðja þætti óperunnar Toscu í Metro- politan-óperuhúsinu í New York síðastliðið mánudags- kvöld, fékk stjórnandinn James Levine þá flugu í höfuðið að endurtaka aríuna. Aríur sem þessi hafa reyndar aldrei áður verið endurteknar í sýningu í óperuhúsinu, þrátt fyrir áköf fagnaðarlæti, en Levine gaf hljómsveitinni engu að síður merki um að endurtaka „E luce- van le stelle“. Þegar Pavarotti heyrði hljómsveitina leika tónana sem koma á undan aríunni en ekki þá sem eiga að koma á eftir, þá var honum sýnilega brugðið. „Hann gapti og byrjaði að ganga varlega fram sviðið," sagði óperustjórinn Joseph Volpe. „Síðan söng hann enn LUCIANO Pavarotti. betur en í fyrra skiptið og allt ætlaði að ganga af göflunum. Þetta var einstök upplifun." En ástæðan fyrir því að Le- vine ákvað að endurtaka aríuna var að sýninguna bar upp á Hrekkjavökuna svonefndu eða „Halloween“. „Þetta var okkar framlag til dagsins," sagði hann. „Við hrekktum Luciano og glöddum áheyrendur.“ Jólahlaðborð Borgarinnar Ida Davídsen frá Kaupmannahöfn kemur til að setja upp okkar danska jólahlaðborð fimmtudagínn 24. nóvember kl. 18.00. Ida verður sjálf alla fyrstu helgina, fimmtudag, föstudag og laugardag. Opið öll kvöld frá kl. 18.00 og i hádeginu alla virka daga frá kl. 12.00 til 14.00. Verð í hádeginu er kr. 1.890,- Verð á kvöldin er kr. 2.590,- Borðapantanir í símum 11440 og 11247. PLATA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.