Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUF. 8. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ _______________MALEFNI SLYSAVARNAFELAGSIIMS Svar við yfirlýsingu stjórnar SVFÍ frá Hálfdani Henryssyni MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt yfirlýsing frá Hálfdani Henrys- syni fyrrverandi deildarstjóra björgunvarsveita SVFÍ, sem vilkið var úr starfi af stjórn félagsins fyr- ir hálfum mánuði: „í rúmlega 2 vikur frá því mér var fyrirvaralaust vikið úr starfi hjá Slysavamafélagi íslands hef ég án árangurs leitað eftir skýringum frá stjórn félagsins, fyrst og fremst til að fá tækifæri til að tala mínu máli gagnvart félögum í slysa- varnadeildum og björgunarsveitum og svara beint þeim ávirðingum, sem brottreksturinn byggðist á. Ég hef heyrt ýmislegt haft eftir fram- kvæmdaráðsmönnum á skotspón- um og frétt af tveimur fundum þar sem þeir skýrðu gerðir sínar. Sam- kvæmt mínum heimildum voru skýringar þeirra ekki taldar full- nægjandi þegar litið -var til hinna harkalegu aðgerða og munu þeir ótæpilega hafa fengið að heyra það frá félögum deilda og björgunar- sveita víðs vegar um landið síðustu vikur. Það er svo loks sl. fimmtudag að fjölmiðlum er send greinargerð stjórnar félagsins um þessi mál, undirrituð af 1. varaforseta þess, Gunnari Tómassyni, og er það í fýrsta sinn, sem ég sé svart á hvítu, hvað ég er talinn hafa unnið til saka. Þar er mér borið á þrýn að hafa “farið með málið í íjölmiðla" og verið með einhliða og villandi frásagnir. Ég neita þessu alfarið, en ég hlaut að skýra þeim frá minni hlið málsins, er fjölmiðlar af fyrra bragði höfðu samband við mig. Ég hefði svo sannarlega kosið að fá að ræða mál þetta innan félagsins og ég bað stjórnina er hún kom saman viku eftir uppsögn mína, að fá að koma á fund hennar til að heyra þær ávirðingar, sem á mig voru bornar og að fá tækifæri til að tala máli mínu. Það taldi ég lág- marks mannréttindi. Þetta var hundsað. Yfirklór Greinargerð stjórnar SVFÍ ber þess greinileg merki að hún er sett saman til að réttlæta gjörðir, sem mælst hafa illa fyrir. Þar sem fyrri skýringar hafa ekki þótt fullnægj- andi er nú bætt í og er þá oft farið fijálslega með staðreyndir og mjög hallað réttu máli. Aður en ég sný mér að hinum einstöku “dæmum um samskiptavandamál" vil ég al- mennt segja það, að ýmislegt af því, sem þama kemur fram og ég er talinn ábyrgur fyrir, kemur mér gjörsamlega á óvart, t.d. að brott- för Áma Gunnarssonar úr starfi framkvæmdastjóra hafí átt rætur að rekja til mín. Held ég áð allir, sem þekkja til mála, ekki síst stjórn- armenn, viti að þetta er með öllu rangt. Vann ég gegn stjórninni? Einnig virðist stjórnin vilja gera mig að persónugervingi fyrir gagn- rýni, sem hún hefur orðið fyrir á undanfomum misserum, sérstak- lega af hálfu björgunarsveitamanna og ég gerður ábyrgur sem höfuðpa- ur í samsæri gegn stjórninni. Þetta tel ég slíka fjarstæðu að ekki taki nokkru tali og vísa ég því með öllu á bug. Að vísu hefur það stundum fallið í minn hlut að tala máli björg- unarsveitamanna gagnvart stjóm og framkvæmdastjóra og ég skal alls ekki neita því að þar hafa skoð- anir okkar ekki alltaf farið saman. Ég hef líka á sama hátt túlkað skoðanir stjórnar gagnvart björg- unarsveitamönnum eins og ég hef talið mér skylt. Það hafa vissulega farið fram miklar og stundum harð- ar umræður um ýmis málefni á vettvangi félagsins, m.a. um sam- skipti við Landsbjörgu, stofnun björgunarskóla o.fl. en það er hróp- lega ranglátt að gera mig og aðra starfsmenn björgunardeildar að for- söngvurum í þeirri umræðu og það er reyndar lítilsvirðing við björgun- arsveitamenn félagsins að ætla þeim það að hafa látið okkur ráða afstöðu þeirra í þessum málum. Þeir hafa sínar ákveðnu skoðanir, sem þeir eru fullfærir um að láta koma fram. Hins vegar höfum við starfsmenn vanist því að við hefðum fullt mál- og skoðanafrelsi í umræð- um um einstök mál áður en ákvarð- anir eru teknar um þau. Þar virðist annað hljóð komið í strokkinn en áður var. Aldrei áminntur Ég vil líka taka það fram hér, að það eru hrein ósannindi að ég hafi verið áminntur af forseta fé- lagsins eða öðrum eins og fram kemur í greinargerðinni. Við mig hafði ALDREI verið rætt á neinn þann hátt, sem ég gæti túlkað svo að stjórnin teldi starf mitt þannig af hendi leyst að uppsögn væri til umræðu eða skoðunar. Ekkert slíkt hefur heldur verið bókað í bækur félagsins, sem þó hefði verið eðlileg- ur undanfari svo harkalegra að- gerða sem raun varð á. Ég mót- mæli því einnig að ég hafi „neitað að fara eftir fyrirmælum þrátt fyrir rnarg ítrekaðar aðfinnslur einstakra stjórnarmanna og framkvæmda- stjóra" eins og segir í greinargerð- inni. Þarna er Gunnar Tómasson reyndar kominn í mótsögn við sjálf- an sig því í samtali við ríkisútvarp- ið sunnudaginn 23. október sl. neit- aði hann því aðspurður að ég hefði óhlýðnast stjóm félagsins, eða þannig skildi ég orð hans. Samskiptin við núverandi framkvæmdasljóra Ég sný mér þá að þeim ávirðing- um, sem á mig eru helstar bomar í greinargerðinni. Þar kemur fram að ég hafi strax sett mig upp á móti ráðningu Estherar Guðmunds- dóttur sem framkvæmdastjóra. Ég kannast ekki við að hafa nokkum tíma látið slíka afstöðu í ljós og skiptir þar ekki máli þótt ég hafí sótt um starfið eins og reyndar fleiri starfsmenn. í yfírlýsingunni er vitn- að til ummæla á fundi á Úlfljóts- vatni í október 1993 og sagt að ég hafí lýst því yfir að ég væri „óbund- inn af stjórnvaldi framkvæmda- stjóra". Þetta er rangtúlkun, en hið rétta er að í spjalli við nokkra stjórnarmenn benti ég á ákvæði í ráðningarsamningi mínum, sem hljóðar svo: „Þegin stjórnun: Frá forstjóra hvað varðar allar meiri- háttar ákvarðanir vegna leitar- og björgunarstarfa og tilkynningar- skyldu, stjórnun bakvakta og val starfsmanna." Ég taldi ákvæðið varðandi leit og björgun ekki lengur eiga við þar sem við starfí fram- kvæmdastjóra hafði tekið kona, sem ekki hafði þekkingu á þeim málum, en þetta ákvæði kom inn í samninginn í forstjóratíð Hannesar Þ. Hafstein, sem hafði áratuga reynsju á þessu sviði svo sem alþjóð veit. í þessu fólst engin lítilsvirðing gagnvart Esther Guðmundsdóttur og að öðru leyti véfengdi ég ekki boðvald hennar sem framkvæmda- stjóra. Vil ég og geta þess af þessu tilefni að auk sjómannsreynslu minnar í tæp 30 ár hafði ég lokið prófum frá björgunarskólum bandarísku og bresku strandgæsl- unnar. Um þetta urðu engar deilur á fundinum á Úlfljótsvatni heldur aðeins rætt á vinsamlegum nótum, a.m.k. að því er ég taldi, og síst af öllu kannast ég við að hafa ver- ið áminntur af þessu tilefni. Hvað varðar það að ég hafi skapað óróa á vinnustað finnst mér það furðuleg ásökun og vil ég aðeins í því sam- bandi vísa til yfirlýsingar starfs- fólks SVFÍ, skömmu eftir burt- rekstur minn og birst hefur að hluta í fjölmiðlum. Undir yfírlýsinguna skrifuðu 18, af 20, starfsmönnum félagsins og sýnir það best hug þeirra í minn garð. Fram kemur og að ég hafí verið tregur að veita framkvæmdastjóra umbeðnar upp- lýsingar. Reglulega fékk hún upp- lýsingar um stöðu mála sem mér tilheyrðu, og ég kannast ekki við annað en að greið svör hafi alltaf verið gefín þegar spurt var. Upplýs- ingar sem hún fékk virðast ekki hafa verið lesnar eða kynntar stjórn en í fórum mínum hef ég ótai bréf til framkvæmdastjóra þar sem ég reyni að kynna málefni. Það verður að segjast að sjaldan fékk ég svör eða viðbrögð frá stjórn né fram- kvæmdastjóra. Með hinum nýju stjórnarháttum sem stjórn félagsins tók upp á árinu 1991 rofnaði mjög samband starfsfólks við stjórnina Áður voru starfsmenn oft kallaðir fyrir stjórnarfundi og þeir beðnir um að skýra stöðu málá og svara spumingum er vörðuðu þeirra svið. Nú var slíku hætt en allt skyldi flutt milli stjórnar og starfsfólks með milligöngu framkvæmdastjórans. Starfsmenn voru óánægðir með þennan hátt mála, þar sem hið góða samband sem oftast hafði verið milli stjórnar og starfsfólks, og nauðsynlegt er í slíkum félagsstörf- um rofnaði alveg. Til marks um þetta reyndi ég árangurslaust að kynna stöðu og störf björgunarmið- stöðvarinnar ásamt málefnum Til- kynningaskyldunnar og einkanlega þeirrar sjálfvirku tilkynningaskyldu sem unnið er að, en áhugi fannst mér vera takmarkaður. Fundur björgunarsveita- manna 1993 Sagt er að ég hafi látið skerast í odda með mönnum og sérstaklega bent á fund formanna björgunar- sveita í apríl 1993 í því sambandi, og að fundartíminn hafí verið valinn skömmu fyrir landsþing félagsins í maí það ár til að menn væru mátu- lega heitir fyrir þingið. Það rétta í málinu er að snemma í janúar 1993 var ákveðið að halda fyrrgreindan fund í apríl. Bréf um það efni var kynnt framkvæmdastjóra 21. jan- úar og var engin athugasemd gerð við fundartímann. Á fundi fram- kvæmdaráðs félagsins þann 6. mars 1993 las framkvæmdastjóri upp fyrirhugaða dagskrá fundarins og kynnti fundarstað og tíma. Fram- kvæmdaráðsmenn gerðu engar at- hugasemdir eins og fram kemur í fundargerð. í yfírlýsingu Gunnars Tómassonar kemur fram að ég hafí á formannafundinum hitað menn upp gegn stofnun björgunarskóla. í ræðu minni sem ég flutti á fund- inum er engin ádeila á stjórn SVFÍ. Þar ræddi ég hinsvegar um nauðsyn á stofnun björgunarskóla og hveiju slíkur skóli gæti fengið áorkað. Því er óskiljanlegt að mér sé nú kennt um 'að hafa verið á móti stofnun slíks skóla. Stjórn SVFÍ ætti hins vegar að vera fullljóst að ég taldi stofnun sameiginlegs björgunar- skóla með öðrum björgunarsamtök- um greiðustu leiðina til að bæta samvinnu björgunaraðilanna svo oft hef ég rætt þau mál í ræðu og riti. í ítarlegri fundargerð, sem send var slysavarnafólki um allt land að loknum formannafundi er enga gagnrýni að finna á stjórn SVFI. Hinsvegar eru þar ýmsar tillögur björgunarsveitamanna um bætta skipan björgunar- og fræðslumála sem leggjast skyldu fyrir landsþing félagsins Á fundinum var gerð at- hugasemd við nýgerða bókun fram- kvæmdaráðs þess efnis ef björgun- arsveitamenn, sem óskuðu eftir er- indisflutningi eða kennslu hjá sveit- um sínum, yrðu að fá leyfí fram- kvæmdastjóra félagsins. Þetta töldu formenn þyngja stjórnkerfi félagsins og varla nauðsynlegt að framkvæmdastjóri þyrfti að vita um slíka þætti nákvæmlega hveiju sinni, enda oft erfitt að ná í hann. Samskiptin við Landsbjörgu Mér er gefið að sök að hafa ver- ið á móti samningum við Lands- björgu og unnið gegn þeim ljóst og leynt. Þetta er rangt þótt ég hafi bent á að ýmsir þættir samningsins mættu betur fara. Ég vil benda á í þessu sambandi að ég var skipað- ur í allskonar nefndir, sem unnu að útfærslu samningsins m.a. Landsstjórn björgunarsveita, sem ég hef setið í frá upphafi. Sá þáttur sem við starfsmenn björgunardeild- ar og ég hygg allir björgunarsveita- menn SVFI á landinu vildu að breytt yrði, var undirtitill undir nafninu Landsbjörg ,en það var „Landssamband björgunarsveita“ Við töldum þennan titil gefa ranga hugmynd um starfsemi Landsbjarg- ar þar sem 30 sveitir væru innan þeirra vébanda en 90 sveitir SVFÍ utan. Það hefur nú margoft komið á daginn að við höfðum rétt fyrir okkur bæði hér innanlands, m.a. vegna fjáraflana og erlendis, sér- staklega vegna áratuga sambanda SVFÍ við erlenda björgunaraðila. Hið enska heiti Landsbjargar er „The Association Of Icelandic Rescue Teams“ og öllum ætti að vera ljóst að það getur orsakað misskilning. Björgunarsveitamönn- um þótti stjórn SVFÍ vera slök í þessu máli, enda árangur til lagfær- inga enginn. Björgunarbátur við Reykjavíkurhöfn Þá er í yfírlýsingu Gunnars Tóm- assonar sagt frá fundi um björgun- arbát fyrir Reykjavíkurhöfn og að ég hafi tekið stefnumarkandi ákvörðun án vitundar stjómar og framkvæmdastjórnar. Þetta mál sýnir best það sambandsleysi, sem ríkt hefur innan SVFÍ um nokkurn tíma. Ég hef skrifað allmörg bréf til framkvæmdastjóra SVFI um þetta mál, en af þessum ásökunum í minn garð hlýtur að vera Ijóst að stjóm félagsins hefur sennilega aldrei fengið um það að vita, og svo er líklega um ýmis önnur mál. Það er rétt að viðræður voru í gangi við Reykjavíkurhöfn og fleiri aðila um björgunarbát við höfnina, sem lögreglan í Reykjavík og jafnvel fleiri hefðu aðgang að. Það sem ég hafði um þetta mál að segja var að ég var á annarri skoðun um gerð bátsins en aldrei á móti báta- kaupum. Ég taldi hinsvegar ekki rétt að kaupa stóran dýran harð- botna björgunarbát, þar sem nokkr- ir slíkir væru fyrir. Mín skoðun var sú að í þessu skyni hentaði betur slöngubátur, sem búinn væri tveim- ur vélum og hægt væri að sjósetja af fáum mönnum og nota við björg- un fólks úr flæðiskerjum og úr höfn- inni, en algengustu óhöpp við Reykjavík eru að fólk fellur í höfn- ina eða verður umflotið á flæði- skerjum. Vegna þessa vil ég geta bréfa, sem stjórn og framkvæmda- stjóra bárust um málið og ekki fengust svör við fyrr en nú í fyrr- greindri yfirlýsingu:. Bréf til stjórn- ar SVFÍ dags. 28. ágúst 1992 um fund með lögreglunni og hafnaryfír- völdum í Reykjavík vegna bættrar aðstöðu fyrir björgunarbáta lög- reglunnar og aukna samvinnu undi- irritað af Hálfdani Henryssyni. Bréf til Guðmundar Hallvarðssonar for- manns hafnarstjórnar í Reykjavík dags. 27. sept. 1993 um björgunar- bátamál í Reykjavík undirritað af Hálfdani Henrýssyni, afrit afhent framkvæmdastjóra SVFÍ. Bréf til Estherar Guðmundsdóttur dags. 20. okt. 1993 um fund með um- dæmisstjórum og formönnum björgunarsveita í umdæmi 1 vegna hugmynda hafnayfirvalda, lögregl- unnar, slökkviliðsins og flugmálayf- irvalda um hraðskreiðan björgunar- bát. Bréf til Estherar Guðmunds- dóttur dags. 9. nóv. 1993 frá Torfa Þórhallssyni form. björgunarsveitar Ingólfs í Reykjavík um málefni björgunarbáts í Reykjavík. Frá þessum tíma hafa þessi mál verið í höndum Estherar Guðmundsdótt- ur framkv.stjóra, eða í nær ár. Málefni björgunarskóla í yfirlýsingu Gunnars Tómasson- ar er greint frá að vitað sé að vill- andi upplýsingar hafi komið frá mér um nýstofnaðan björgunar- skóla. Ég lýsi undrun minni á þess- ari staðhæfingu, því ég hef ekkert skipt mér af málefnum björgunar- skólans utan þess að hafa rætt um kostnað sem björgunarsveitir og deildir þurftu að bera vegna nám- skeiða. Ekkert var rætt við mig um niðurgreiðslur námskeiða svo sem fram kemur í yfirlýsingunni. Ég veit ekki annað en að þeir sem þátt hafa tekið í námskeiðum fram til þessa hafi þurft að greiða fullt gjald og gæti nefnt dæmi því til sönnunar. í fundargerð björgunar- ráðs frá 10. okt. sl. og minnst er á, kemur eingöngu fram að miklar kvartanir hafi borist frá björgunar- sveitum en ekkert um niðurgreiðsl- ur. Haft er eftir Esther Guðmunds- dóttur að gerð hafí verið athuga- semd við mig vegna þessa máls og ég brugðist ókvæða við. Það er ekki rétt, um þetta mál hefur ekk- ert verið rætt við mig og mér hefur algjörlega verið haldið utan við það. Um það getur samstarfsfólk mitt hjá 5VFÍ borið. Slysavarna- og bj örgunarmálefni Gefíð er í skyn að ég hafí verið á móti framlögum til slysavarna- málefna og talið slík framlög draga úr framlögum til björgunarstarfs- ins. Ég minnist þess ekki að hafa gefið slíkt í skyn enda alltaf verið hlynntur þeim þætti slysavarna- starfsins. Ég taldi hins vegar að mér bæri að koma á framfæri ósk- um björgunarsveitarmanna víðs vegar um landið um fjárhagslega aðstoð til að treysta þá keðju björg- unarsveita SVFI, sem félaginu hef- ur ætíð verið keppikefli að væri sterk og þar yrði að huga vel að veikustu hlekkjunum. Mér hefur einnig fundist dregið úr slysavöm- um varðandi sjómenn. Ég minnist þess t.d. ekki að háfa séð SVFÍ taka þátt í tilmælum um að senda varðskip í Smuguna, þyrlumál hafa ekki verið í hávegum höfð af hálfu félagsins, í það minnsta ekki á opin- berum vettvangi. Hér áður fyrr voru þetta mikil baráttumál félags- ins, en nú orðið fer ekki mikið fyr- ir slíku. SVFÍ er fjöldahreyfing en ekki fyrirtæki Skipulagsbreytingar geta verið nauðsynlegar og átt fullan rétt á sér og ég tel að breytingar hafi á sínum tíma þurft að gera á innra skipulagi félagsins. Skipurit fyrir- tækja er hins vegar ekki endilega alltaf hægt að yfirfæra beint á fjöldasamtök, þar sem á miklu ríður að gott samband sé milli þeirra, sem eru kjörnir trúnaðarmenn, og laun- aðra starfsmanna. Þetta tel ég að núverandi stjórnendur félagsins hafi ekki gert sér nægilega grein fyrir og hef ég áhyggjur af því fé- lagsins vegna ef svo heldur fram sem nú horfir. Lokaorð í yfirlýsingu Gunnars Tómasson- ar kemur fram að hjá SVFÍ sé jafn- an róinn lífróður í fyrirbyggjandi starfi og til að bjarga mannslífum. Flestum mun vera ljóst að til að róa lífróður þarf að kunna áralagið ef ná á landi. Stjórn SVFÍ þarf nú að taka höndum saman og læra ára- lagið svo komast megi hjá að siglt verði í strand." I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.