Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MIIMINIIIMG + Ólafía Þórðar- dóttir var fædd 24. febrúar 1927 á Firði í Múlasveit, A-Barðastrandar- sýslu. Hún lést á Borgarspítalanum 30. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Berg- ljót Einarsdóttir og Þórður Jónsson bóndi og hrepp- stjóri á Firði. Þau voru bæði ættuð úr Múlasveit. Ólafía átti fjögur systkini. Elstur var Óskar bóndi á Firði, hann var kvæntur Kristínu Þor- steinsdóttur frá Litluhlíð á Barðaströnd. Óskar er iátinn. Næst var Guðbjörg, gift Hösk- uldi Jóhannessyni veitinga- manni og leigubílstjóra. Hösk- uldur er látinn. Þriðja var Guð- rún, gift Aðalsteini Helgasyni bónda á Sveinanesi i Múlasveit. Aðalsteinn er látinn. Fjórða var Ingibjörg, gift sr. Arelíusi Ní- elssyni. Þau eru bæði látin. Sjö árum yngri en Ingibjörg var svo Ólafía. Hún giftist Jóni Júl- íusi Sigurðssyni útibússtjóra hjá Landsbankanum, bæði í Reykjavík, Höfn í Hornafirði og Eskifirði. Þau eignuðust MEÐ þessum línum vil ég minnast móðursystur minnar Ólafíu Þórðar- dóttur sem lést eftir alvarleg veik- indi, sem hún tókst á við með kjarki og bjartsýni. Upp í huga minn kem- ur hve traustum og ósýnilegum böndum þessi mæta kona var bund- in mér og mínum alla ævi. Fjörður í Múlasveit, þar sem Olla fæddist og ólst upp, mátti teljast eitt mesta höfðingjasetur sveitar- innar, því þar var alltaf flest fólk og mest umleikis bæði á sjó og landi. Auk þess að vera ágæt bú- jörð með margt fé á þeirra tíma mælikvarða voru þar mikil hlunn- indi, dúntekja, selveiði og kofna- tekja. Ég á margar góðar endur- minningar úr æsku sem tengjast þeirri glaðværð sem þar ríkti, hve fagurt var oft að horfa frá Firði út á Breiðafjörð með þær mörgu eyjar sem tilheyrðu landareigninni og þær ferðir sem famar voru út í eyjar og inn í íjörð á bátum við að nytja dún og sel. Þarna fæddist Olla og ólst upp við þessi fjölbreyttu sveitastörf sem unnin voru á þessu heimili, yngst fímm systkina, bróður og þriggja systra, börnum afa míns og ömmu þeirra Bergljótar Einarsdóttur og Þórðar Jónssonar hreppstjóra. Afi var ákaflega hugþekkur maður, ljúfur í umgengni, hafði sitt fram með hægð, var léttur í máli, ræð- inn, gamansamur og hló dátt og Blómastofa Friófinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öllkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. fimm börn. Þau eru: 1) Halldóra Berg- Ijót, f. 1952, gift Agústi H. Þor- björnssyni út- gerðarmanni á Höfn í Hornafirði. 2) Guðrún Júlía, f. 1959. Hún er hjúkr- unarfræðingur Heilsugæslustöðv- arinnar á Höfn í Hornafirði. Sam- býlismaður Guð- rúnar er Sigurður Grétar Ragnarsson verksljóri. 3) Þórð- ur, f. 1961, banka- maður í Landsbankanum. Sam- býliskona Þórðar er Stefanía Jónsdóttir hjúkrunarfræðing- ur. 4) Ólafía Hrönn, f. 1962, leikkona hjá Þjóðleikhúsinu. Sambýlismaður hennar er Þór Indriðason rithöfundur. 5) Sig- ríður Ragna, f. 1970, nemi í Háskóla Islands. Hennar sam- býlismaður er Auðunn Atlason ritstjóri. Ólafía vann lengi á langlínu Landsímans. Eftir að hafa fylgt eiginmanni sínum á Höfn og Eskifjörð starfaði hún hjá Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar og Reykjavíkur- deild Rauða krossins. Útför hennar fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag. oft í laumi. Ekki þótti hann refsi- glatt yfirvald. Amma var ólík manni sínum, oft alvarleg, hugsandi og athugul á svip. Hún var mjög greind og ákveðin í orðum og athöfn, frá- bær að dugnaði og höfðingi mikill í sjón og raun, stórbrotin og gestris- in. Fjarðarheimilið var rómað fyrir gestrisni og höfðingsskap enda var þar oft gestkvæmt og margt fólk. Mér hefur alltaf fundist að Olla frænka hafí fengið í vöggugjöf það besta úr fari foreldra sinna, þessa fínlegu kímni hans afa og hæfileik- ann til að sjá alltaf þetta spaugilega í tilverunni og fari fólks og gera létt gaman að ótrúlegustu atvikum án þess þó að særa neinn, enda var oft hlegið dátt að gamansemi henn- ar, og var hún vinamörg og vin- sæl. Besta leiðin til að fá fréttir af frændfólkinu var að hringja í Ollu því hún fylgdist svo vel með öllum og var sérlega frændrækin. Hún líktist líka ömmu, því hún var föst fyrir og óhagganleg í þeim málum sem samviska hennar og sannfær- ing bauð og varði mál sitt með sterkum rökum. Hún var líka rausn- arkona heim að sækja og alltaf virt- ist nóg til, einkum af kjarngóðum íslenskum mat. Hún fagnaði gast- um vel að gömlum íslenskum sveit- asið og alltaf var vel útilátið ef Olla skammtaði. Olla frænka var afskaplega ættfróð og naut þess að ræða um ættir og rekja þær. Hún var í báðar ættir komin af góðum og gildum vestfirskum ætt- um sem bjuggu mann fram af manni við Breiðafjörð og Djúp. Við ræddum um Djúpadalsætt og prestaættina af Snæfjallaströnd í föðurætt ög ættina frá Ólafi lög- sögumanni á Eyri og skyldmenni Jóns forseta í móðurætt. Hún var stolt af uppruna sínum og fræddi mig um frændsemi okkar sem hún gat rakið aftur og fram þannig að ég vissi deili á ótrúleg- ustu frændum. Eftirlætis tóm- stundaiðja hennar var að leika golf og spila brids og náði hún góðri leikni í hvoru tveggja. Olla giftist Jóni Júlíusi Sigurðs- syni, bankaútibússtjóra frá Flatey á Breiðafirði, góðum manni og gegnum til orðs og æðis, fróðum manni og vel að sér í flestu. Þau eignuðust fimm börn, sem öll eru gift og fjölgar afkomendum þeirra með hverju ári. Þau hjónin vöktu jafnan athygli hvar sem þau komu, myndarleg á velli, skrafhreyfin og kát. í nokkur ár bjuggu þau á Hornafirði vegna starfa Jóns Júlíus- ar við Landsbankann þar og báru alltaf hlýhug til þess staðar eftir að þau fluttu aftur suður og eiga þar afkomendur. Þar voru þau búin að koma sér upp sumarbústað í fögru skógivöxnu umhverfi austur í Lóni og á ég þaðan góðar endur- minningar er ég kom þar ásamt fjölskyldu minni og dvaldi hjá þeim í góðu yfirlæti. Ekki er hægt að hugsa sér betra viðmót en systkinin frá Firði sýndu hvert öðru svo aldrei kom til sund- urlyndis og þá hjálpsemi sem alltaf var hægt að veita, sérstaklega þeim sem minna máttu sín og nú er þeirra jarðvist lokið, móður minnar, Ósk- ars og Ollu. Það var þeirra háttur að halda sinni reisn þó á móti blési og uppörva þá með bjartsýni og hvatningu sem til þeirra leituðu. Olla starfaði hjá Rauða krossi Reykjavíkur hin síðari ár, en sem ung stúlka vann hún hjá Landssím- anum og veit ég að þar fór góður starfskraftur því hún var úrræða- góð og Stjórnsöm. Mér og systkinum mínum og börnum okkar er mikill söknuður að Ollu, því frændræknari frænku var ekki hægt að eiga. Ekki man ég eftir neinu því boði sem haldið var í minni ijölskyldu að hún léti sig vanta eða ég hafi beðið hana þeirrar bónar að hún tæki öðruvísi en vel. Eg bið því góðan guð að fylgja þessari mætu konu og styrkja og styðja eftirlifandi eiginmann og börn um alla framtíð. Þórður Arelíusson. Það var e.t.v. ekki óvænt, andlát tengdamóður minnar Ólafíu Þórðar- dóttur, en það var engu að síður sárt þegar það bar að. Það var eink- um sárt börnum hennar og ættingj- um og öllum þeim fjölmörgu sem hún hafði kynnst á lífsleiðinni. Ólaf- ía dó allt of snemma og hennar andlát er harmdauði. Það var fyrir tæpum fimm árum sem ég kynntist Ólafíu, þá nýkom- inn sem yngsti tengdasonurinn inn í stóra íjölskyldu, alls fimm barna og tengdabarna og þá átta barna- barna. Og mér var tekið eins og ég væri einn af fjölskyldunni og hefði alltaf verið frá fyrsta degi. Feimni eða óframfærni var ekki fyrir hendi þegar ég kynntist tengdaforeldrum mínum í fyrsta skipti. Þar átti Ólafía að ég held mestan hlut að máli. Með húmor og hlýju tók hún á móti mér í Brúna- landinu og bauð í kaffi. Og svo var skrafað og skeggrætt í eldhúsinu um allt og ekkert, þar sem saman léku gaman og alvara. Oftar en ekki hafði gamanið yfirhöndina. Þeir kaffitímar lifa áfram og sú minning er glaðleg og björt. En um leið og ég gleðst yfir minningunni hugsa ég til þess með trega að Ólafía sé horfin á braut. En leiðarlok á lífsins göngu þurfa ekki endilega að vera sorgleg og sár. Á þeim er önnur hlið; svarið við spurningunni hvort gengið var til góðs? Ólafía Þórðardóttir gat lit- ið ánægð til baka, móðir fimm barna og amma tíu barnabarna. Hún lifði góðu lífi og gæfuríku og var fjölskyldu sinni góð móðir, amma og tengdamóðir, hún ól upp börn, hélt stórt heimili og vann úti. Slíkt er myndarlegt lífsverk. Veröldin er full af andstæðum. í lífinu felst dauðinn, í gleðinni felst sorgin. Við gleðjumst yfir lífinu og við syrgjum hina látnu. Þannig er það einnig á þessari stundu. Líf Ólafíu gleður þá sem áttu í því hlut- deild, ótímabært andlát hennar vek- ur upp sorg hjá þeim hinum sömu. En sú sorg mun líða hjá að mestu þó hún muni aldrei hverfa. Og eftir stendur glaðvær minning. Auðunn Atlason. Mig langar að minnast í örfáum orðum tengdamóður minnar, Ólafíu Þórðardóttur, sem er látin langt um aldur eftir erfið veikindi síðastliðin tvö ár. Kynni okkar hófust fyrir níu árum, er ég kynntist Þórði syni hennar. Frá fyrstu stundu hefur hún reynst mér sem besta móðir og sonum mínum hin ljúfasta amma. Ólafía var góð heim að sækja og hrókur alls fagnaðar. Hennar er nú sárt saknað af eig- inmanni, bömum, barnabörnum og tengdabörnum. Við þessi þáttaskil þegar leiðir skilja, í bili, þakka ég samfylgdina, vináttuna og hlýjuna og margvíslega hjálp. Elsku Jón og börn, ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð og megi guð vera með ykkur og veita ykkur styrk eftir þennan mikla missi. Eða eins og skáldið sagði: Þótt líkaminn falli að foldu og felist sem stráið í moldu þá megnar Guðs miskunnarkraftur af moldum að vekja hann aftur. (Stef. Thor.) Stefanía Gerða Jónsdóttir. Ólafía, ein besta vinkona móður, okkar er látin. Við systurnar áttum því láni að fagna að kynnast Ólafíu og h'ennar fjölskyldu á æskuárum okkar á Hornafirði. Alltaf var okkur vel tekið af þeim hjónum og þau komu ávallt fram við okkur sem jafningja, enda var það svo að oft komumum við á heimili þeirra. Ólafía hafði þann góða eiginleika að koma alltaf auga á björtu hlið- amar á lífinu, þess vegna þótti okkur alltaf gaman að heimsækja hana, þá var spjallað um menn og málefni, og -skipti ekki máli hvort talað var um mál sem efst voru á baugi í blöðunum eða mál sem komu upp í skólanum og aldrei vorum við feimnar við að segja það sem í bijósti okkar bjó, því að Ólafía virti skoðanir bæði barna og fullorðinna. Ólafía var mikill húmoristi, og þar sem hún var, var jafnan mikið hlegið. Mikið var gaman að heyra hana segja sögur af utanlandsferð- um þeirra hjóna, því alltaf gat hún séð skoplegu hliðina á öllu, jafnvel vandræðalegustu augnablikum. Þegar íjölskylda hennar fluttist til Reykjavíkur komum við oft við í Brúnalandinu til þeirra Jóns og Ólafíu. Þar var alltaf tekið mjög vel á móti okkur og það fyrsta sem við gerðum var að setjast í eldhús- ið, heyra skemmtilegar sögur og þiggja góðar veitingar. Elsku Ólafía, við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast þér, minningarnar um þig munu lifa og eru okkur mikils virði. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir) Elsku Jón, börn, tengdabörn og barnabörn. Góður Guð veri með ykkur ölffim. Sólveig Margrét, Unnur og Melrós. Elsku Olla. Þú varst meira en vinkona okkar alla tíð. Sannkölluð stóra systir. Þú hafðir þessa sérstöku skap- gerð sem hjálpaði þér í gegnum líf- ið og ekki síst gegnum veikindin, þessa skapgerð sem er svo fáum gefin, sambland af miklum húmor, gleði og skilningi. Þú hafðir ekki eingöngu áhuga á þinni fjölskyldu heldur gafst okkur og fjölskyldu okkar svo mikið, hvort sem amaði eitthvað að, eða til að gleðjast. Þannig munum við alltaf minnast þín. Elsku Olla. Þið Jón voruð svo samhent að koma börnum ykkar áfram í lífinu. Öll hafa þau gengið menntaveginn og staðið sig vel í lífinu. Það eru svo sannarlega góð- ar minningar sem þú tekur með þér til nýrra heimkynna. Við vitum að barnabörnin eiga eftir að sakna ömmu sinnar, hláturs hennar og skilnings. ÓLAFÍA ÞÓRÐARDÓTTIR Elsku Olla, þið Jón áttuð það sameiginlegt að njóta þess að taka á móti gestum af glæsibrag, þótt undirbúningurinn hafi ekki alltaf verið mikill. Þá var nú stutt í bó- heminn, margar hugmyndir fædd- ust, góðlátlegt grín gert að mönnum og dægurmálum. Þú hafðir sérstaka hæfileika til að sjá spaugilegu hlið- arnar. Elsku Olla, það var svo mikil reisn yfir þér og gaman að sjá hvað þú geislaðir af gleði þegar þú gast sinnt þínum áhugamálum sem voru brids, golf og ekki síst að fara í verslunarferðir hér heima og er- lendis. Þú fórst seint út á vinnu- markaðinn aftur og hafðir svo mik- . inn metnað að þú fórst í Versló, enda hefðu þínir forustuhæfileikar ekki notið sín til fulls annars. Þá vorum við stoltar af þér, stóra syst- ir. Elsku Olla, sárt þykir okkur að kveðja þig, en minningarnar munu lifa með okkur og okkar fjölskyld- um. Elsku Jón, Begga, Gunna, Doddi, Lolla, Sigga, tengdabörn og barnabörn, biðjum við góðan Guð að vera með ykkur í sorginni. Auður Þórisdóttir og Erla Sigurhjörnsdóttir. í sólhvítu Ijósi hinna síðhærðu daga býr svipur þinn Eins og talblátt regn sé ég tár þín falla yfir trega minn. (Steinn Steinarr) Vinkona okkar hún Ólafía Þórð- ardóttir, eða Olla eins og við köll- uðum hana alltaf, er dáin. Hún átti við langvarandi veikindi að stríða sem hún bar með eindæm- um vel og þrátt fyrir veikindin var alltaf stutt í glettnina og góða skap- ið sem hún átti í svo ríkum mæli. Við vorum íjórar ungar og hressar konur sem stofnuðum spilaklúbb fyrir nærri fjörutíu árum og það var alltaf svo gaman hjá okkur að við þóttumst þess vissar að klúbbur- inn okkar væri sá skemmtilegasti í bænum, en svo flutti Olla með fjölskyldu sinni út á land í nokkur ár. Það var alltaf tilhlökkun að hitt- ast og grípa í spil þegar hún skrapp í bæinn. Eftir að hún flutti til baka ákváðum við að endurreisa klúbb- inn, en því miður varð það alltof stuttur tími, því við áttum eftir að segja svo margt og gera svo margt skemmtilegt saman. Okkur er þó efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta hlýjunnar og glettn- innar sem einkenndi hana Ollu vin- konu okkar, hún átti alltaf nóga gleði til að gefa öðrum. Við sendum ijölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Klúbbsystur. Það kom okkur ekki á óvart er okkur barst fréttin af andláti Ólafíu Þórðardóttur. Ólafía hóf störf fyrir Reykjavík- urdeild og Kvennadeild Rauða kross Islands 1982 og starfaði óslitið þar til hún varð að láta af störfum vegna veikinda. Hún sá um bókhald og gjaldkerastörf deildanna og leysti þau störf af einstakri sam- viskusemi. Hún var sérstaklega já- kvæð og viðmótsþýð og var þess vegna hugþekk þeim mörgu er komu mánaðarlega að skrifborðinu hennar með reikninga eða annað er þurfti úrlausnar við. Ólafía var einstaklega hnyttin í tilsvörum og hafði ávallt gamanyrði á takteinum. Hún var svo sannar- lega hið jákvæða andlit deildanna sem hún starfaði fyrir. Hún var góður félagi okkar og verður sárt saknað af félagskonum kvennadeildarinnar. Við þökkum af alhug störf henn- ar og viðkynningu alla. Eigin- manni, börnum og öðrum ástvinum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Sigurveig H. Sigurðardóttir, Karitas Bjargmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.