Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 53
h
I
I
I
I
:
i
J
i
i
i
J
UNGLINGAR
Fjölskyldan
XJVERNIG sjáið þið „fyrir-
myndarfjölskylduna" fyrir
ykkur? Hvernig ættu samskipti
fjölskyldumeðlima að vera (svo
góður andi ríki á heimilinu)?
Verðið þið vör við „kynslóðabií"
í þjóðfélaginu?
Kynslóðabil: Minnka má bilið með
því að auka samskipti
milli fólks.
Einelti: Dæmi
eru um einelti for-
eldra á börnum
og öfugt.
Fyrirmyndar-
fjölskylda: Hver
og einn á sína
ímynd.
Traust: Börn og
unglingar verða
að ávinna sér
traust foreldra.
Ef það glatast er erfiðara að vinna
það aftur.
Reglur: Ekki banna allt og ekki
leyfa allt.
Að skammast sín fyrir foreldra:
Unglingar skammast sín oft fyrir
foreldra sína og það getur verið
sárt bæði fyrir foreldra og ungl-
inga.
Þarfír: Ekki er hægt að koma til
móts við allar þarfír, t.d. peninga,
umhyggju og athyglisþarfír.
Systkini: Gott er ef
þau geta staðið sam-
an. Mistök eldri
systkina bitna oft
á þeim yngri.
Það er til
foreldra-
vandamál
NAFN: Baldur Árnason.
ALDUR: 13 ára.
HEIMA: Reykjavík.
SKÓLI: Hlíðaskóli.
Getur skólinn verið betri en
hann er?
Mér fínnst að það megi skipta
nemendum meira niður eftir getu.
Þannig að þeir sem eru lélegir séu
ekki að taka tíma frá hinum.
Hverju myndir þú vilja breyta
í, þjóðfélaginu?
Eg myndi vilja minnka ofbeldi og
atvinnuleysi.
Hvað er það skemmtilegasta
sem þú gerir?
Að vera með skemmtilegu fólki.
Hvað er það leiðinlegasta sem
þú gerir?
Að vakna og fara í skólann.
Hvernig er fyrirmyndarungl-
ingur?
Skemmtilegur og félagslyndur og
einnig myndarlegur.
Hvað er unglingavandamál?
Það eru vissulega til unglinga-
vandamál og hafa alltaf verið en
ég get ekki útskýrt nákvæmlega
hvað það er.
Er til foreldravanda-
mál?
Já, foreldrar sem
drekka og vanrækja
börnin sín og sinna
þeim ekkert. Beita
þau andlegu og
líkamlegu ofbeldi
og hjálpa þeim
ekki við heima-
lærdóminn.
Hvað ætlar þú að verða
þegar þú verður stór?
Cg hef ekki hugmynd um
það, mig langar til að verða
arkitekt.
Hver er munurinn á önd
og strætisvagni?
Ekki málið, önd er dýr og
strætisvagn er vél.
„Lonníetta'
Ég lonníettumar lét á nefið
svo lesið gæti ég frá þér bréfið
ég las það oft og mér leiddist aldrei
og lifað gæti ég ei án þín.
Júlíus
Rosalega
Hilmar
flottur sportbfll
■Jo-nv.o
Mannréttindi
GETA unglingar gert sérstakar
kröfur um réttindi sér til
handa? Er eitthvað sem greinir
unglinga frá öðrum hvað þetta
varðar? Eru mannréttindi unglinga
virt á íslandi?
— Flest mannréttindabrot eru
framin innan skólans: starfsfólk,
aðstaða, „skólareglur" og ungling-
amir sjálfír.
— Framkoma lögreglu við unglinga
er oft mjög dónaleg og ósanngjörn.
— Auka mætti jákvæðari frétta-
flutning af unglingum.
— Flest stærri bæjarfélög standa
vel að félagsmálum en þau smærri
ver.
— Allir eiga rétt á félagslífí óháð
búsetu.
— Lög og regla eru oft of strangar
gagnvart unglingum.
— Hafa mætti unglinga með í ráð-
um í þeim málefnum sem þeim
koma við.
Islenskt
þjóðfélag’
1-1VAÐ er það að vera íslending-
ur? Hvernig tilfínning er það?
Hafa íslendingarþað gott? Hvern-
ig viljum við að Island framtíðar-
innar verði?
— Landinu líður vel og þar sem
því líður ekki vel er verið að bæta.
— Við höfum það gott vegna þess
að meðaltekjur eru háar og at-
vinnuleysi ekki ríkjandi. Það er
trúfrelsi í landinu. En ofbeldi
mætti vera minna.
— Flestum þykja stjórnmál leiðin-
leg en það fer eftir umræðuefninu.
— íslendingur verður að tala ís-
lensku og hafa einhverja tengingu
við land og þjóð.
— íslendingar eru vandlátir og
vanþakklátir.
— Við erum friðsöm þjóð.
— Unglingum er oft kennt um
ólætin sem fullorðnir eiga þátt í.
— Nauðsynlegt er að foreldrar
hlusti á börnin sín eins og þau ætL
ast til að við hlustum á þau.
— Unglingar geta lært af foreldr-
um sínum sem eru lífsreyndari en
þeir, þó verða unglingarnir jafn-
framt að koma skoðunum sínum á
framfæri.