Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Með morgunkaffinu ÞAÐ er sölumaður fyrir utan og hann er hræðilega uppáþrengjandi. I DAG NOVEMBERTILBOÐ A HREINLÆTISTÆKJUM O.FL. 20-40% AFSLÁTTUR VATNSVIRKINN HF. Ármúla 21, símar 68 64 55 - 68 59 66 Umsjón Margcir I’ ctursson ÞESSI staða kom upp á „Sikileyjar“-mótinu í Buenos Aires sem lauk fyrir mán- aðamótin. Lettinn Aleksei Shirov (2.740) var með hvítt en ungverska stúlkan Júdit Polgar (2.630) var með svart og átti leik. Shirov lék síðast 16. Rb3-a5. sjá stöðumynd 16. — Re3!! (Hugmyndin er glæsileg: 17. Dxg5? — Rf3 mát og eftir 17. Bxe3 — Dxe3 hótar svartur Rf3+ og máti á d2) Dg3 — Dxg3, 18. Rxg3 - Rxc2+, 19. Kdl — Rxal, 20. Rxb7 — b3, 21. axb3 — Rxb3 og með skiptamun yfir vann Júdit skákina örugglega. Hún .vann Shirov líka í fyrri skák þeirra á mótinu. Um helgina: Unglinga- meistaramót íslands fyrir 20 ára og yngri (skákmenn fæddir 1974 og síðar) fer fram dagana 10.-13. nóv- ember næstkomandi í Skák- miðstöðinni við Faxafen. Keppnin hefst fimmtudaginn 10. nóvember kl. 20. Skrán- ing í síma Skáksambandsins frá 10-13 virka daga og á mótsstað. VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Góð þjónusta í Ullarhúsinu OFTAR en ekki er kvart- að yfir lélegri eða ófull- nægjandi þjónustu á ýmsum sviðum verslunar og þjónustu. Hinsvegar er ósjaldan þagað yfír því sem vel er gert. Mig langar til að greina frá dæmi um óvenjulega og ótrúlega góða þjónustu sem ég fékk í Ullarhúsinu í Aðal- stræti. Svo var mál með vexti að við hjónin, sem búum erlendis, fengum glæsi- legan, uppstoppaðan stokkandarstekk í jóla- gjöf frá bömum okkar og bamabörnum um síð- ustu jól. Um mitt sumar kom í ljós vandamál með fuglinn sem óljóst var hvert mætti rekja. í sumarleyfi okkar á íslandi í júlfmánuði lögð- um við leið okkar í Ullar- húsið og náðum tali af eigandanum og greind- um henni frá vandamál- inu. Hún tók okkur strax einstaklega vel og leitaði umsvifalaust skýringa hjá sérfræðingi sem kannaðist strax við vandamálið, en taldi óvíst hvar orsakanna væri að leita. Eigandinn tók þá af skarið og bauð okkur að velja annan fugl úr safni því sem hún hafði á boðstólum, án þess að við hefðum gert nokkra kröfu til slíks, enda töldum við okkur ekki eiga rétt í þessu máli. Reyndar færðumst við undan því í fyrstu að taka þessu boði því okkur fannst ekki viðeigandi að verslunin tæki á sig allan skaðann. Það var hinsvegar ekki við annað komandi af hálfu eiganda en við veldum okkur annan fugl og endirinn varð sá að við gengum út úr versl- uninni með glæsilegan lóm sem nú prýðir heim- ili okkar ásamt öðrum íslenskum fuglum. Við hjónin vildum koma á framfæri kæru þakklæti til eigenda Ull- arhússins, þótt seint sé, og jafnframt benda á dæmi um óvenjulega og óvænta þjónustu, ef hægt er að kalla slíkan rausnarskap því nafni. Kristján Stefánsson, Hrönn Kjartansdóttir, 17 val de Lérng, L-6137 Junglinster, Luxemborg. Tapad/fundið SVÖRT kvenhandtaska með axlaról tapaðist á 11-sýningu í Stjörnubíói sl. föstudagskvöld. í töskunni voru ógrynni af allskyns munum, þ.á m. ávísanahefti, debetkort, peningar, farseðlar og margt fleira. Skilvís fínnandi vinsamlega hringi í síma 97-12485 (Egilsstaðir) eftir kl. 20 eða í síma 91-18620 eft- ir kl. 21. Fundarlaun. Hringur fannst HRINGUR fannst að- faramótt laugardagsins 29. október. Upplýsingar í síma 685817. Barnapeysa fannst BARNAPEYSA á 5-6 ára fannst við Brekku- læk sl. sunnudag. Upp- lýsingar í síma 685817. Kettlingar ÓSKUM eftir kettiing- um. Upplýsingar í síma 13633. Víkveiji skrifar. •• ÞAÐ þykir orðið sjálfsagt, að fólk sem nær ekki árangri í prófkjörum eða öðrum tilraunum til þess að komast til metorða í einum flokki, leiti fyrir sér annars staðar. Þannig var strax farið að spyrja Eggert Haukdal, sem lenti í fjórða sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Suðurlandi, hvort hann hygði á sér- framboð. Hann gaf ekkert út á það og gaf þar með til kynna að það væri ekki útilokað. Eggert hefur raunar áður farið í sérframboð á Suðurlandi og náði þá kjöri. Samkvæmt fréttum DV í gær- morgun hafði Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, sem lenti í þriðja sæti í prófkjöri innan Framsóknarflokks- ins, þá þegar ákveðið að taka ekki sæti á listanum og blaðið hafði uppi vangaveltur um, hvort hún mundi fara í frambpð með Jóhönnu Sigurðardóttur. Nýlega sagði Gerður Steinþórs- dóttir skilið við Framsóknarflokkinn jog sterkur orðrómur um, að hún muni hazla sér völl í stjómmála- starfi á öðrum vettvangi, þótt hún hafi á engan hátt gefið þeim orð- rómi byr undir vængi. Þetta er væntanlega til marks um, að tengsl við stjórnmálaflokka eru ekki jafn sterk og áður og væntanlega endurspeglar þessi þró- un einnig þá staðreynd, að munur- inn á stefnu flokkanna er ekki eins mikill og áður var. Það er kannski ekkert erfítt fyrir fólk að fara á milli flokka og stjórnmálahreyfínga af þeirri einföldu ástæðu, að stefnu- munur er ekki svo mikill. ÞAÐ kemur Víkverja ekki á óvart, að Hrafn Gunnlaugsson skyldi fá kvikmyndaverðlaun í út- löndum fyrir síðustu mynd sína. Myndin er lítil perla og fékk ekki þær viðtökur hér heima, sem efni stóðu til, hugsanlega vegna þess, að höfundur hennar var þá umdeild- ur vegna starfa á öðm sviði. IBANDARÍSKA fréttaskýringar- þættinum 60 mínútur, sem Stöð 2 sýnir á sunnudagskvöldum, var í fyrrakvöld greint frá þeim erfiðleik- um, sem kaupsýslumenn lenda í, ef þeir vilja eiga viðskipti við Rússa eða stunda viðskipti í Moskvu eða annars staðar í Rússlandi. Banda- rískur veitingahúsaeigandi lýsti því, að hann hefði þurft að fá ljósrit af gögnum hjá opinberri stofnun. Hann fékk þau svör, að það væri ekki hægt af því að konan, sem tæki ljósritin væri í fríi. Hann spurði þá, hvort einhver annar starfsmað- ur gæti ekki gert þetta, en fékk þau svör, að konan hefði tekið lykil- inn að tækinu með sér í fríið! Þetta minnti Víkverja á raunir íslendings, sem ætlaði að kaupa brauð í bakaríi í Moskvu, sem ekki hafði fengizt í nokkra daga en fékkst nú. Og að sjálfsögðu var biðröð. Þegar íslendingurinn nálg- aðist afgreiðsluborðið sagði af- greiðslustúlkan eitthvað á rúss- nesku, sem varð til þess, að nokkr- ir þeirra, sem í biðröðinni vom hurfu á brott. Þegar að afgreiðsluborðinu kom var upplýst hvað hafði gerzt. Þeir einir fengu að kaupa brauð, sem höfðu kaupverðið nákvæmlega í höndunum, 420 rúblur. íslending- urinn var bara með 500 rúblur og fékk ekkert brauð. Það kom ekki til greina að skipta og heldur ekki að taka þá hærra verð, eða 500 ríiblur, fyrir brauðið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.