Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 25 LISTIR ir í London SJÖFN Haraldsdóttir opnaði sýn- ingu í The Crypt-Gallery, st. Mart- ins in the Fields, í London í gær, mánudag. Sýningin er liður í lýð- veldishátíðinni „50 Northern Light Years“ og er sett upp með aðstoð menningarskrifstofu sendiráðsins í London. Sýningin er sett upp undir yfirskrifinni „Look North“ sem hef- ur verið samheiti íslenskra menn- ingarviðburða í Bretlandi undanfar- in ár. A sýningunni sýnir Sjöfn um sex- tíu verk, olíumálverk og verk unnin á handgerðan pappír með bleki. Myndirnar eru allar unnar á árun- um 1993-1994. Sjöfn lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1973 og Cand. phil. prófí frá Listaakadem- íunni í Kaupmannahöfn 1984. Hún rekur eigin vinnustofu og gallerí í Listhúsinu í Laugardal. ------» ♦ ♦------ Nýjar bækur • Út er komið tímaritið Bjartur ogfrú Emilía - tímarit um bók- menntir og leiklist - 15. tölublað. Að þessu sinni er tímaritið helgað póstkortum sem bókmenntaformi. Fyrr á þessu ári gekkst tímaritið fýrir póstkortasamkeppni undiryf- irskriftinni Póstkortsem bók- menntaform. Þátttaka var góð og bárust á fjórða hundrað póstkort í keppnina. Vinningskortið auk þijá- tíu og sjö póstkorta birtast nú í tímaritinu. Tímaritið Bjartur og frú Emilía kemur út fjórum sinnum á ári. Hægt er aðpanta áskrift ísíma ritstjórnar. Áskriftargjald fylgir ártali; 1994 krónur fyrir árið 1994. Prentsmiðja Árna Valdemarssonar prentaði og Gretar Reynisson sá um kápugerð. Útgefendur eru bókáútgáfan Bjarturogleikhúsið Frú Emilía. • Sagnabrunnur Islendinga er úrval snjallra lýsinga, ummæla og tilsvara í íslendingasögunum. Bókin er að sögn útgefanda, ekki síst gagnleg ræðumönnum, bréfriturum og áhugamönnum um íslenska tungu sem vilja skreyta mál sitt perlum úr fombókmenntunum. Um val á textum sá Hannes Hólm- steinn Gissurarson. Bókin er í rit- röðinni Sólstöfum. Bókin er innbundin oger 112 bls. Almenna bókafélagið gefur bókina út og Prentsmiðjan Oddi hf. sá um prentun. Bókin kostar 1.490 krónur. + NÚ STENDUR yfir sýning Sjafnar í London. Sjöfn sýn- CCCÖ DAGAR KYNNINGAR VERÐA Á HINUM VINSÆLU ^ eCCÖSKÓM í EFTIRTÖLDUM VERSLUNUM VIKUNA7. TIL12. NÓVEMBER ecco Laugavegi 41, Reykjavík Skðverslun Þórðar Kirkjustræti 8, Reykjavík Betrr Búðin Kirkjubraut 1, Akranesi Skóbúðin Borg Brákarbraut 3, Borgarnesi Skóhornið Hafnarstræti 24, ísafirði M.H. Lyngdal Hafnarstræti 103, Akureyri Skóbúð Húsavíkur Garðarsbraut 13, Húsavík Krummafótur Lyngás 1, Egilsstöðum Sportvöruverslun Hákonar Sófussonar Strandgötu 44, Eskifirði Við Lækinn Egilsbraut 21, Neskaupsstað Skóbúð Selfoss Austurvegi 13-15, Selfossi Axel Ó. Vestmannabraut 23, Vestmannaeyjum Skóbúðin Keflavík Hafnargötu 35, Keflavík í þrjátíu ár hefurCCCO í Danmörku framleitt gæðaskófatnað. Á öllum stigum framleiðslunnar er þess gætt að gæði sitji í fyrirrúmi. Við hönnun og framleiðslueccöskónna er frá upphafi tekið tillit til þarfa líkamans. Öll rannsóknar- og þróunarvinna CCCO miðar að því að ná hámarksþægindum fyrir fæturna vegna þess að þegar fótunum líður vel þá líður líkamanum CCCö vinnur sífellt að því að hagnýta ný efni, nýja tækni og þekkingu í því skyni að framleiða betri skó. ecco skóna hafa meðal annars verið settar nýjungar sem þekkjast aðeins í bestu íþróttaskóm, eins og höggpúði í hæl og laus innlegg. Markmiðið er ánægja í hverju spori! Hugmyndirnar eru sóttar í náttúruna og lífíð. Skór fyrir lífsglatt fólk! ATH. 10% AFSLATTUR ALLA KYNNINGARDAGANA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.