Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ K Sjálfstæðisflokkurinn á Vestfjörðum Ólafur færður upp fyrir Guðjón KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæð- isflokksins í Vestfjarðakjör- dæmi ákvað að Ólafur Hanni- balsson blaðamaður skyldi skipa þriðja sæti framboðslista flokksins í komandi þingkosn- ingum, en Guðjón A. Kristjáns- son, forseti Farmanna- og fiski- mannasambandsins, sem hafn- aði í því sæti í prófkjöri, færast niður í fjórða sætið. í kjördæ- misráðinu greiddu 23 atkvæði með Ólafi í þriðja sætið, 21 með Guðjóni og tveir seðlar voru auðir. Geirþrúður Charlesdóttir, formaður kjördæmisráðs, sagði að fylgjendur þess að Ólafur og Guðjón skiptu um sæti hefðu talið listann breiðari með þeim hætti; ella hefðu efstu þijú sætin öll verið skipuð mönnum úr sjávarútvegi. Úrslit prófkjörs áttu að gilda Guðjón sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann væri ekki ánægður með ákvörð- un ráðsins. Niðurröðun í próf- kjöri hefði átt að gilda. Honum þætti lítið til þeirra röksemda koma, að þrír efstu menn mættu ekki allir tengjast sjáv- arútvegi. „Flokkurinn sem ég starfa í hefur þær leikreglur að kjördæmisráð á síðasta orðið og ég verð að sætta mig við það,“ sagði hann. „Það er ekki minn stíll að fara í langvarandi fýlu.“ í fyrsta sæti á lista flokksins í Vestfjarðakjördæmi er Einar K. Guðfmnsson alþing- ismaður og Einar Oddur Kristj- ánsson útgerðarmaður skipar 2. sætið. í 5. sæti er Hildigunn- ur Lóa Högnadóttir, 6. Ingi- björg Guðmundsdóttir, 7. Sig- ríður Sveinsdóttir, 8. Gunnar Jóhannsson, 9. Steingerður Hilmarsdóttir og 10. Matthías Bjarnason. Allt við það VERKFALL sjúkraliða hefur leitt til þess að álag á annað starfsfólk á heilbrigðisstofnunum hefur aukist verulega. Ragnheiður Stephensen, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Hrafnistu í Hafnarfirði, segir að þreytu sé farið að gæta hjá starfs- fólkinu. Deila sjúkraliða og stjóm- enda sjúkrahúsanna í Reykjavík um undanþágulistana er óleyst. Sjúkra- liðar mæta ekki til vinnu á deildum þar sem ágreiningur er urri listana. Verkfallið kemur mjög illa við Hrafnistu í Hafnarfirði, en þar dvelja 87 heimilismenn á þremur öldrunardeildum og 139 eru á dval- arheimilinu. Um þriðjungur starfs- fólksins er sjúkraliöar og þeir eru allir í verkfalli. Stofnunin þarf að leita til undanþágunefndar Sjúkra- liðafélagsins með allar undanþágur. Um helgina fékk stofnunin þrjár undanþágur fyrir tvær kvöldvaktir og næturvakt. Ættingjar koma til hjálpar Þegar Morgunblaðið ræddi við Ragnheiðí var enginn sjúkraliði við vinnu á Hrafnistu. „Þetta er búið að vera erfitt, en á örugglega eftir að versna. Því lengur sem verkfall- ið stendur þess erfiðara verður það. Starfsfólkið vinnur undir meira álagi í verkfallinu og það er hætt við að það þreytist,“ sagði Ragn- heiður. Ragnheiður sagði að ættingjar hefðu hjálpað til um helgina og forðað vandræðaástandi. Fólk hefði FRÉTTIR Skattafsláttur foreldra vegna kostnaðar við menntun unglinga Afturvirk leið- rétting leyfileg FORELDRUM námsmanna, sem eru á aldrinum 16-20 ára og hafa minni árstekjur en 415 þús. kr., er heimilt að sækja um til skatt- stjóra að fá tekjuskattstofn sinn lækkaðan vegna kostnaðar við nám barna sinna. Jóhanna Sigurð- ardóttir alþingismaður vakti at- hygli á því í grein í Morgunblaðinu sl. laugardag, hversu fáir hefðu nýtt sér þessa heimild á undan- förnum árum og sagði að þar sem skattayfirvöld hefðu leiðrétt framtöl allt að sex ár aftur í tím- ann væru allar líkur á að þeir sem ekki hafi haft vitneskju um þennan skattafslátt og eigi rétt á honum geti fengið leiðréttingu frá skatta- yfirvöldum. Steinþór Haraldsson, lögfræð- ingur hjá ríkisskattstjóraembætt- inu, staðfesti að fólk gæti sótt um leiðréttingu vegna menntunar- kostnaðar barna fyrir ótiltekin ár aftur í tímann og sagði að skatta- yfirvöld væru ekkert sérstaklega bundin af sex árum í þessu sam- bandi. Gleymska eða þekkingarleysi Hafi unglingurinn engar tekjur og foreldrar fullnýta persónuaf- slátt sinn, getur skattalækkunin í heild numið um 60 þús. kr. Ef unglingurinn hefur rétt til námsl- áns fellur þessi heimild þó niður. Margir foreldrar virðast mjög oft annaðhvort gleyma að sækja um þennan skattafslátt á ári hveiju eða ekki vita um hann en Steinþór sagði að hjá upplýsingadeild ríkis- skattstjóra væri nú unnið að undir- búningi átaks í að kynna þessi mál. Oft væri erfitt að upplýsa fólk um rétt sinn í skattamálum en hann sagði að fyrir tveimur árum hefði birst stutt grein um þessa heimild til skattaafsláttar í Morgunblaðinu og í kjölfarið hefðu borist um 800 umsóknir um leið- réttingu. í grein sinni sagði Jóhanna Sig- urðardóttir ekki óvarlegt að áætla að heimilin ættu inni 150-200 millj. kr. hjá skattayfirvöldum vegna þessarar heimildar skatta- laganna. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson VERIÐ er að endurbyggja gömlu brúna vlð Fitjaála undir Eyja- fjöllum og gera hana tvöfalda til þess að auka umferðaröryggi. Það er Jón Valmundsson brúar- Mýrdal sem sér um framkvæmd- haust. Brúin var byggð fyrir smiður Vegagerðarinnar í Vík í ina, sem áætlað er að ljúki í nokkrum áratugum og segir Þór- hallur Ólafsson umdæmisverk- fræðingur Vegagerðarinnar á Selfossi endurbæturnar hluta af stóru átaksverkefni Vegagerðar- innar um að fækka einbreiðum og hættulegum brúm. sama í vinnudeilu sjúkraliða og stjórnenda sjúkrahúsanna Þýðir aukið álag á annað starfsfólk komið og klætt vistmenn, sem ekki gætu klætt sig sjálfir, matað þá og hjálpað þeim í rúmið. Nokkrir ætt- ingjar hefðu útvegað sér bedda og sofið hjá sínu fólki um helgina. Ragnheiður sagði að ekki væri hægt að treysta á ættingja með sama hætti núna því að flestir þeirra væru bundnir í vinnu. Harðari undanþágur? Ragnheiður sagði að það væri sín tilfinning að undanþágunefnd Sjúkraliðafélagsins væri að herða reglur um undanþágur. „Við feng- um ansi lítið síðast þegar við sóttum um,“ sagði Ragnheiður. Helga Steinarsdóttir, formaður undanþágunefndar, sagði ekki rétt að nefndin væri að herða undanþág- ur. „Við skoðum undanþágubeiðnir með tilliti til þeirrar mönnunar sem fyrir er á deildunum. Það kann að líta þannig út að þetta virki harð- ara einn daginn miðað við annan. Forsendan er sú að það er mismun- andi mönnun á deildunum af öðru starfsfólki frá degi til dags. Það er því ekki hægt að segja að við séum að herða undanþágur. Við höfum verið mjög harðar og ég held að það sé ekki svigrúm til að herða reglurnar. Nefndin veitir aðeins undanþágur fyrir neyðarþjónustu þar Sem ástandið er verst,“ sagði Helga. Sjálfseignarstofnanir og sjúkra- hús utan Reykjavíkur fengu undan- þágu frá verkfalli í upphafí verk- falls fram til dagsins í dag. í gær samþykkti undanþágunefnd undan- þágu hjá þessum stofnunum fyrir tvo daga í viðbót. Aukið álag á annað starfsfólk Á öldrunardeildum í Hátúni er ágreiningur milli Sjúkraliðafélags- ins og Ríkisspítala um hvaða sjúkraliðar eigi að vinna í verkfall- inu. Sjúkraliðar mæta til vinnu á einni deild, en ekki á hinum tveim- ur sem ágreiningur er um. Tals- menn Sjúkraliðafélagsins hafa sagst tilbúnir til að veita einhveijar undanþágur í Hátúni svo fremi sem um það sé sótt til undanþágunefnd- ar. Stjórnendur Ríkisspítalanna vilja hins vegar ekki sækja um und- anþágu til nefndarinnar þar sem þeir líta svo á að Hátún sé á undan- þágu og sjúkraliðum sé skylt að mæta. Guðrún Karlsdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri í Hátúni, sagði að verkfallið hefði enn ekki bitnað á sjúklingum, en annað starfsfólk deildanna hefði orðið að bæta við sig vinnu. Hún sagði að á u.þ.b. annarri hverri vakt hefði verið kall- aður út aukamannskapur, hjúkrun- arfræðingar og starfsstúlkur. Guðrún sagði að erfitt væri að skipuleggja vinnuna við þessar að- stæður. „Ég vænti þess við hver vaktaskipti að sjúkraliðar mæti, en það hefur ekki gengið eftir enn.“ Hún sagði að þetta mál væri erfitt fyrir alla aðila, ekki síður sjúkralið- ana sjálfa, sem væru í þeirri stöðu að þurfa að gera upp á milli hags- muna vinnustaðarins og hagsmuna stéttarfélagsins. Kristín A. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, sagði að listarnir, sem lægju til grundvallar við framkvæmd verkfallsins í Há- túni, gerðu ráð fyrir að tvær öldrun- ardeildir af þremur væru opnar. Ekki hefði hins vegar verið rætt við Sjúkraliðafélagið um hvaða deildir ættu að vera opnar og það sætti félagið sig ekki við. Kristín sagði að deilan í Hátúni væri hlið- stæð öðrum deilum þar sem deilt væri um framkvæmd verkfallsins. Hún nefndi sem dæmi að á lyflækn- isdeildum væri gert ráð fyrir að hjartadeild væri opin og ein deild að auki. Hún sagði að Ríkisspítal- arnir hefðu tekið ákvörðun um að hafa stærstu lyflæknisdeildina opna og sinna auk þess sjúklingum á öðrum deildum með þeim mannskap sem væri tíl taks. Kristín sagði að sjúkraliðar sættu sig ekki við þessa túlkun. Lítill árangur varð af fundi sjúkraliða og samninganefndar rík- isins í gær. Annar fundur er boðað- ur í dag. Búist er við að Félagsdómur felli úrskurð í dag í ágreiningi Sjúkra- liðafélagsins og Landakotsspítala. ýrskurðurinn gefur vísbendingu um hvers má vænta í öðrum málum sem eru til úrskurðar hjá dómnum, en Hrafnista í Hafnarfirði og Sunnuhlíð í Kópavogi hafa vísað ágreiningi sínum við Sjúkraliðafé- lagið til Félagsdóms.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.