Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Tíðindalítið á nesinu, óhreint á sandinum Tvö byrjendaverk KVIKMYNDIH II ás kó I a bí ó FERÐIN AÐ MIÐJU JARÐAR * Vi NIFL * * Ferðin að miðju jarðar: Leikstjóri Ásgrimur Sverrisson. Handrit As- grímur Sverrisson og John Milarky. Kvikmyndataka Nestor Calvo Pic- ardo. Leikendur Jóhanna Jónas, Jak- ob Þór Einarsson, Kristbjörg Kjeld, Guðmunda Elíasdóttir, Eyvindur Er- lendsson, Hjálmar Hjálmarsson. Nat- ional Film and Television School 1994. Nifl: Leikstjóri Þór Elís Pálsson. Handrit Jón B. Guðlaugsson og Þór EIís Pálsson. Kvikmyndataka Ólaf- ur Rögnvaldsson. Tónlist Lárus Grímsson. Aðalleikendur Magnús Jónsson, Þórey Sigþórsdóttir, Erl- ingur Gíslason, Þröstur Guðbjarts- son, Jakob Þór Einarsson, Stefán Sturla Siguijónsson. Niflungar 1994. FERÐIN að miðju jarðar hefst í mystískum dumbungi vestur á Fróðárheiði, en þið ættuð ekki að reikna með a.m.k. neinum meiri- háttar undrum. Uppá heiðinni bilar bíllinn hennar Mjallar (Jóhanna Jónas), ungrar leikkonu sem ung hleypti heimdraganum, kvaddi sjáv- arplássið sitt á nesinu og hugðist leggja undir sig heiminn sem fræg leikkona. Hennar helstu sigrar til þessa hafa þó verið heldur lágreist- ir, svosem hallærisleg sjónvarps- auglýsing (sá kafli er besti hluti myndarinnar) og í pússi hennar er kvikmyndahandrit myndar um per- sónur Njálu í nútímanum, mikið sorðið og dópað, að Mjallar sögn, sem á eina línu í verkinu. Henni er bjargað ofanaf heiðinni af Bárði (Jakob Þór), ungum trillukarli á bát föður hennar. Ferðin til átthaganna er tilkomin vegna þess að mamma hennar hefur beðið Mjöll að hjálpa sér í veikindum en þegar vestur er komið kemur í ljós að hún er alheil og annað býr undir. Myndin mun vera útskriftarverk- efni frá NFATS og fáir stökkva fullskapaðir listamenn úr skóla. Ásgrímur og félagar engin undan- tekning. Myndin líður átakalítið áfram en með fullri virðingu fyrir fegurð náttúrunnar. Tökuvélin fer vítt og breitt norðan og sunnan fjall- LISTIR ATRIÐI úr stuttmyndinni Ferðin að miðju jarðar. garðsins, tökunum síðan raðað saman af smekkvísi, ekkert endi- lega samkvæmt kortabókinni. Ýjað að dulúð þjóðtrúarinnar, sem virðist ætla að verða lífseigust vestast á Snæfellsnesinu (kannski fyrst og fremst vegna óskhyggju aðkomu- manna). Bjargvættur stúlkunnar heitir Bárður (Snæfellsás), huldu- fólk býr í hól sínum og titillinn tal- ar sínu máli. Ver tekst til með að gera mann- fólkið spennandi, persónusköpun og -sambönd grunn og samtölin klén. Efnið léttvægt og markmiðið óljóst. Jóhönnu Jónas og Jakobi Þór tekst þó bærilega upp þó svo þau nái ekki að skyggja á umhverfið. Nifl gerist í nútíð og fortíð og hér er tekist á við þjóðsöguna fuil- um fetum. Ungur kaupsýslumaður (Magnús Jónsson) ekur austur Með- allandssand á sínum glæsijeppa, búnum allri nýjustu tækni og vísind- um. Á leið hans verður dularfullur puttalingur, ung og fögur stúlka (Þórey Sigþórsdóttir), listakona segir hún. Gabbar uppann niður á sandinn þar sem hann lendir í þjóð- sögunni miðri, á ofanverðri 18. öld. Þessi stuttmynd á sín góðu augnablik líkt og þegar sveitaklerk- urinn umhverfist í stólnum í jarðar- för þess sjórekna og flytur bölbæn- ir af miklum móð. Fengist á skemmtilegan hátt við gamla þjóð- sögn og hún færð í samhengi við nútíðina, sú blanda verður bæði fyndin og súrrealísk í senn. Hér er komið efni í forláta hrollvekju í fullri lengd og mér segir svo hugur um að það sé á færi þessara ungu manna að klára það verk sjálfir. Með nægum tíma og peningum. Ungu leikararnir í aðalhlutverkun- um fara vel með sitt og Erlingur Gíslason og Þröstur Guðbjartsson eru gustmiklir í hlutverkum biskups og klerks. Sæbjörn Valdimarsson Beint í mark BRJÁNN Ingason, Marta G. Halldórsdóttir og Örn Magnússon. Stigi upp úr tilverunni LEIKUST Bíóhöllin, Akrancsi SKAGALEIK- FLOKKURINN Mark eftir Bjama Jónsson. Leik- stjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Aðal- hlutverk: Ámi Reynisson, Ásta Ingi- bjartsdóttir, Sigríður Hjartardóttir, Amar Sigurðsson, Guðleifur Einars- son. Laugardagur 12. nóvember. FYRIR nokkrum áratugum gaf Haraldur Böðvarsson Skagamönn- um Bíóhöllina. Stór í sniðum, kall- inn. Skagamenn ættu nú að vera stórir í sniðum líka og sjá til þess að þetta ágæta hús drabbist ekki niður. Hvernig væri nú að fela Skagaleikflokknum umsjá þess? Leikflokkurinn hlýtur að hafa burði til að sinna því verkefni vel úr því hann hefur kjark til að taka sjóvettling fullan af söltum sann- leik og reka framan í sveitunga sína í tilefni leiklistarafmælis á Skaganum og afmælis verslunar þar. Það á ekki af þeim að ganga Skagamönnum. Það er alveg sama hvað þeir vinna marga meistarat- itla í fótboltanum. Fyrst kemur Steinar Siguijónsson og sparkar í klofið á þeim og nú kemur Bjarni Jónsson, annað bæjarbarn, sprenglærður heim frá Þýskalandi með afhjúpandi Brechtíska epík á heilanum og sendir þeim lúmskan bolta fyrir netið. Og þeir lauma honum beint í mark með því að fjölmenna á ieikinn, afsakið, leik- ritið. Lögreglumaðurinn setur tóninn strax í upphafi með því að skoða á sér vöðvana fyrir framan spegil. Skagamenn eru stæltir. Þessi er jafnvel með húðflúr á upphand- legg. Þessi sanni karlmaður afneit- ar tilfinningum, bælir niður konu- missinn, bælir son sinn, bælir allt nema hvötina til kvenna sem leið- ir út í handlegginn á honum þegar hann klappar tengdadóttur sinni eins og vænni meri. Klórar hana við hnakkagrófina. Sonurinn Lárus er aðalpersóna verksins og hefur engin tök á lífi sínu. Hann á óuppgert við foreldr- ana, fótboltann, bankann og kon- urnar. Hann fer á flakk milli kvenna eins og títt er um menn þegar þeir finna ekki sjálfan sig. Tillinn teymir hann á eftir sér eins og tjaldvagn. Árni Pétur Reynisson leikur Lárus og gerir það þokkalega. Hann kemur vel fyrir á sviði og þótt ýmsu sé ábótavant í framsögn og leikrænni tjáningu kemur Árni vel til skila stöðu Lárusar: hann er pikkfastur í sama farinu. Sigríður Hjartardóttir er vel hreyfanleg á sviðinu sem Sigrún, yngri systir Erlu, eiginkonu Lárus- ar. Sigrún hefur leitað sannleikans í háskólum erlendis en bersýnilega ekki fundið. Nú er hún komin að þeirri niðurstöðu á Akranesi að hann liggi milli stóru tánna og hagar sér samkvæmt því. Ásta Ingibjartsdóttir leikur Erlu af inn- lifun og sannfæringu, og Guðleifur Einarsson er glymrandi góður sem fyllibyttan Atli. Handrit Bjarna Jónssonar er víða hnyttilega skrifað og ádeilan í því ásækin. En Markið iíður nokkuð fyrir það að þjóna tveimur herrum: eigin dramatískum mark- miðum og því að vera bæjarlífslýs- ing. Fyrir bragðið tvístrast verkið, hleður á sig aukaatriðum sem gera sviðsetningu erfiðari og atr- iðaskipti svifaseinni. En í þessu verki er metnaður. Metnaður höfundar, leikstjóra, leikenda, hópsins alls. Og alvara. Þótt höfundur líki Akranesi við kirkjugarð á einum stað, eru hér engar vofur á ferð heldur fólk af holdi og blóði sem sýnir að fjöl- breytt mannlíf þrífst á Skaganum. Ekki eru allir bjánar þótt þeir séu í boltanum. Guðbrandur Gíslason TÓNLIST Kjarvalsstaðir KAMMERTÓNLEIKAR CAPUT-HÓPSINS Flytjendur; Marta Halldórsdóttir, Brjánn Ingason og Örn Magnússon. Föstudagur 11. nóvember. YFIRSKRIFT tónleika Caput- hópsins bendir til þess að leita megi út fyrir þau mörk tilverunnar, sem sýnileg eru og má til sanns vegar færa, að svo sé, hvað varðar tilvist tilfínninga, þó margir haldi því fram, að tilfínning og vitsmunir séu eitt og hið sama og hvortveggja jafn óskilgreinalegt. Þá má benda á, að hægt er að leggja mismunandi mikla áherslu á innri andstæður þessara samhverfðu þátta og jafnvel svo, að mönnum fínnist að annan vanti algjörlega. Þessi aðgreining tengist oft þeim markmiðum sem listamenn setja sér um byggingu verkanna og virðist á stundum vera það eina sem þeir ætla sér, þ.e. að búa til verk úr einhverju sérstöku fyrirbæri eða nýta sér einhverjar afmarkaðar að- stæður, eins og t.d. ákveðna hljóð- færaskipan. Auðvitað byggir öll sköpun á leikni og kunnáttu en sú spurning verður oft æði áleitin, hvort tækni- markmiðin ein nægi til að skapa list. Það tók Schönberg tíu ár að ná þeim tökum á tólftónatækninni að hún gæfí honum tilfínningalegt frelsi og víst er að flókinn ritháttur J.S. Bachs hindraði hann ekki í til- finningaþrunginni túlkun. Sama má segja um Beethoven, hinn mikla byggingarmeistara sónötuformsins, og Mozart í sínum altæra tónaleik. Þessi samloka tilfínninga og vits- Sýning á ljósmynd- um frá Austur- Grænlandi OPNUÐ hefur verið sýning á ljós- myndum frá Austur-Grænlandi, sem Roland Thomsen tók af fólki og mannlífí. Sýningin ber yfírskriftina Austur-Grænland, Fólk og samfélag á 9. áratugnum. Sýningin er gerð til þess að sýna lífshætti fólksins sem búið hefur á austurströndinni um langan aldur. Myndirnar voru teknar í Ammassa- lik/Tasiilaq, Skjoldungen, Timm- iarmiut og Ittoqqortoormitt (Score- bysund). Þetta er veiðimannasamfé- lag og sýnir íbúana við dagleg störf og á hátíðarstundum. Einnig eru sýndar myndir af aðkomufólki sem hefur búið og starfað þama um lengri og skemmri tíma. Roland Thomsen er danskur en hefur verið búsettur í Grænlandi um árabil. Á 9. áratugnum bjó hann ásamt konu sinni og börnum á aust- urströnd Grænlands. Á þeim tíma tók hann um 3.000 ljósmyndir. Sýningin er gerð í tilefni af aldarafmæli Amm- assalik-bæjarfélagsins á þessu ári og var hún opnuð þann 12. júlí í sumar í Ammassalik-safninu í Tasiilaq. Grænlenska heimastjórnin og Konunglegi Grænlandssjóðurinn veittu styrk til sýningarinnar. Sýningin verður opin daglega og stendur til 27. nóvember. muna verður þá fyrst flókin, er frú „estetíka" kemur til skjalanna og fullgerir um vanhæfni manna til að festa sér eitthvað til viðmiðunar. Þessi vandamál hafa oft komið upp í tengslum við nútímatónlist og voru skemmtilega ljós á síðustu tón- leikum Caput-manna. Þijú verk frá Austulöndum nær, tvö píanóverk eftir Takemitsu og einleiksverk fyr- ir fagott eftir Isang Yun, voru flutt þarna og lék Örn Magnússon öll verkin, sem eru samsuða úr jazz- hljómaskipan, Messiaen-hljómum og evrópsku lagferli, sem má vera að sé eitthvað nýtt fyrir Japani, en er heldur svona grátt og gamalt á Vesturlöndum. Svo virðist að markmiðið með gerð einleiksverks fyrir fagott, hjá Isang Yun, hafi verið að kanna ýmis tóntaksmörk hljóðfærisins, sem að nokkru tókst og sem Brjánn Ingason gerði ágæt skil með tilþrifa- miklum leik sínum en varðandi fag- urfræðina, verður samt ýmislegt enn jafn óráðið sem fyrr og eftir stendur verk sem „gerir sig“ í hönd- um góðs hljóðfæraleikara en ekkert umfram það. Verk Vesturlandabúanna, nefni- lega Ástarljóð mitt, eftir Hjálmar H. Ragnarsson, og Apparition, eftir George Crumb, eru verk sem feta sig um refílstigu tilfínninganna. Ástarljóð mitt við kvæði eftir Else Lasker-Schúler í þýðingu Hannesar Péturssonar, er fallegt verk, þrung- ið af ást (og kunnáttu) og var það mjög vel flutt af Mörtu Halldórs- dóttur við undirleik Arnar Magnús- sonar. Apparition eftir Crumb er við texta eftir Walt Whitman, fjallar um dauðann á áhrifamikinn máta Eitt af því sem skapar sérlega sterka stemmningu, er að hann not- ar niðurhlutaðan textann oft sem viðlag, eða sem andstæðu við hrein- an textaflutning og nær með ein- földum tónmyndunaraðferðum á píanóið að að auka á áhrifamátt orðanna. Þarna slær saman vit- rænni skipan, þ.e. útfærslu á hljóð- möguleikum píanósins og tilfinn- ingalegri túlkun, er síðan tengist sérkennilegri fagurfræði, dauðans, þögn næturinnar, og ölduniðnum á stönd eilífðarinnar. Þetta áhfirmikla tónverk var glæsilega flutt af Mörtu Halldórsdóttur og Erni Magnússyni. Jón Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.