Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ 'OF KIESLOWSKI I LOFT UPP Tvær nýjar, spennandi & íslenskar! PRÍR LITIR: HVÍTUR Kvikmynd eftir Þór Elís Pálsson Kvikmynd eftir Ásgrim Sverrisson Hvað bíður á svörtum sandinum? Vafasöm fortíð, óviss framtíð og stund þíns fegursta frama. Tvær spennandi og skemmtilegar nýjar íslenskar myndir. TVÆR MYNDIR - EIN BÍÓFERÐ Miðaverð kr. 600. Sýndar kl. 5.05, 7, 9 og 11. Sýnd kl. 5.05. Sýningum fer fækkandi. Sýnd Kl. 6.30 og 9.10. Fyndið og sérstakt smll- darverk frá teikstjóranum sem kann allt. ó. H. T. Rás tvö Sýnd kl 5.05 og 7. S„Mátulega ógcðsleg hrollvekja og á skjön víð | huggulega skólann i lartskri kvikmyndagerð" A** Egill Helgason íÍMorgunpósturinn. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 7.10 og 9.10. háskölabIo SÍMI 22140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. Stærsta sprenging sem fest hefur verið a filmu! Kolklikkaður sprengjusérfræðingur heldur Boston í helgreipum. Fyrrum lærisveinn hans er sá eini sem getur stoppað hann... Aðalhlutverk: JEFF BRIDGES, TOMMY LEE JONES OG FOREST WHITAKER. LEIKSTJÓRI STEPHEN HOPKINS. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.15. Geislaplatan frábæra fæst í öllum hljómplötuverslunum. Fjögur brúðkaup og jarðarfór Tom Hanks « Forrest Gump 140 mín. ZBICNIEW ZAMACHOWSKI JllLIE DELPY TROIS COULEURS Frumleg og alíslensk TONLIST III j 6 m p I a t a KYNJASÖGUR KOLRÖSSU KRÓKRÍÐANDI Kynjasögur, önnur breiðskífa Kolrössu krókríðandi. Kolrössur eru Eiíza M. Geirsdóttir söngkona og fiðluleikari, Ester Bíbí Ásgeirsdóttir bassaleikari, Sigrún Eiríksdóttir git- arleikari, Anna Margrét Hraundal gítarleikari og Karl Agúst Guð- mundsson trommuleikari. Upptöku stýrði ívar Ragnarsson. Smekldeysa gefur út. 42,20 mín., 1.999 kr. STÚLKNASVEITIN Kolrassa krókríðandi vakti mikla athygli fyr- ir frumleika og kraft þegar hún sigraði örugglega í Músíktilraunum Tónabæjar snemma árs 1992. Vissulega hafði sitt að segja að sveitin var eingöngu skipuð stúlk- um, en öllu meira skipti að tónlist- in var frumleg og alíslensk, þó greina hafi mátt áhrif víða að, og söngur og svið.sframkoma Elízu Geirsdóttur undirstrikaði sérstöðu Kolrössu í íslenskum tónlistar- heimi. Fyrsta plata sveitarinnar, Drápa, sem kom út haustið 1992 var og skemmtileg sem frumsmíð ungrar hljómsveitar og sú sveit í meira lagi efnileg. Þannig gaf Drápa ýmis fyrirheit sem öll rætast frábærlega á Kynjasögum; tví- mælalaust bestu breiðskífa sem komið hefur út hér á landi á árinu. Það var lán í óláni fyrir Kolröss- ur að mannabreytingar urðu í sveit- inni á síðasta ári, þegar trommu- leikari stofnmeðlimur sagði skilið við sveitina. Ólán því Birgitta sem áður barði bumbur var vaxandi trommuleikari og féll vel inn í sveit- ina, en lán því hljómsveitin frestaði gerð breiðskífu sem koma átti út fyrir síðustu jól og fékk prýðis tækifæri til að þróa tónmál sitt frekar. Nýr trommuleikari gekk til liðs við sveitina, Karl Guðmunds- son, einn besti trommuleikari landsins af yngri kynslóðinni, og nýr gítarleikari, Anna Hraundal, slóst í hópinn. Með þeim tveim koma nýir straumar, aukinheldur sem hljómsveitin fékk ár til viðbót- ar til að semja á plötuna, nokkuð sem íslenskar hljómsveitir nota sér of sjaldan. Islensk nýbylgja síðustu missera hefur verið heldur sviplaus og iðu- lega sem bergmál frá útlöndum, eftir því hvort hæst ber breskt gítarpopp eða, bandarískt grodda- rokk. Síðustu misseri hefur aukist til muna að hljómsveitir syngi á ensku og önnur hver hljómsveit virðist á leiðinni í heimsfrægðina í útlöndum. Þó nokkur og vaxandi hópur framsækinna tónlistar- manna hefur þó beitt fyrir sig ís- lenskunni með góðum árangri, þat' fremstar Kolrössur, sem tryggja sess sinn í fremstu röð með Kynja- sögum; plötu sem er í senn forvitni- leg, grípandi og ögrandi, með text- um sem eru skemmtilega súrreal- ískir, en einnig iðulega þrungnir merkingu þó aldrei sé beitt. kímni langt undan. Tónlist sveitarinnar undirstrikar og textana, nútímalegt og bráðskemmtilegt popp sem kem- KOLRASSA krókríðandi á útgáfutónleikum sínum í Þjóðleikhússkjallaranum. ur víða við og öllu ægir saman af græskulausu gamni og lífsgleði. Hljóðfæraleikur á Kynjasögum er almennt til fyrirmyndar og hljómur allur skemmtilega lifandi. Trommuleikur Karls er sprell- fjörugur og þegar við bætist frábær bassaleikur Esterar er rytma- grunnurinn skotheldur. Elíza nýtir fiðluna einkar smekklega; notar hana hæfilega sparlega, enda er fíðluleikur hennar meðal helstu sér- kenna Kolrössu. Gítarleikararnir tveir Sigrún og Anna eru allstaðar, líkt og faðir.Hamlets forðum; hvar- vetna flétta þær saman lipurt gítar- spil og leiftrandi rytma eða trega- blandið tónaflúr. Söngur Elízu er samt aðal sveitarinnar; hún hefur sprottið fram úr því að vera efnileg og raddmikil en ómarkviss söng- kona í unglingasveit í að verða ein helsta söngkona íslensks rokks; gríðarlega fjölbreytt og hugmynda- rík, bregður fyrir sig hverri rödd- inni af annarri og fer með þær eins og „virtúós" á hljóðfæri, gæðir þær ótal tilfinningum eins og við á. Upphafslag plötunnar, (Þú deyrð) í dag, er gott dæmi um nýjan stíl Kolrössu, grípandi popp- lag með óvanalegum hljómagangi. Sérstaklega er röddun lagsins skemmtileg. Engill er seiðandi popplag með fyrirtaks texta, sem samspil fiðlu og gítara gefur sér- kennilegan blæ. Þriðja lag plötunn- ar, Ljáðu mér vængi, minnir um margt á Kolrössu Drápu, þ.e. gítar- ar eru þéttir og raddsetning „Kolrössuleg". Textinn er að nokkru fenginn úr samnefndu ljóði Huldu, en í stað rómantíkur og bjartsýni ungmennafélagshugsjón- arinnar, þegar skáldkonan ávarpar grágæsa móður og óskar liðsinnis hennar til að fljúga til blómlegrar eyjar „bak við sund og tinda, bak við sæ og silfurhvíta tinda“, er komin nútímalegt raunsæi og öllu myrkara yfirbragð; „lof mér að kroppa Ijöður af / lykta hana eins og náinn / grafa hana holu í / geyma þar til hún er dáin.“ Ég gef mér er skemmtilegt lag og sér- kennilegt, þar sem taktklifun gefur laginu dreymið yfírbragð með áber- andi snjöllum bassaleik Esterar. íkarus, með eftirminnilegum texta, sem hlaðinn er góðum samlíkingum eftir Huldu Geirsdóttur, er líka í ætt við eldri tíma með samfelldan þéttan seiðandi gítarleik, en í því lagi má vel heyra hvað það gefur sveitinni að hafa bætt við gítarleik- ara sem skreytir laglínuna mikið. Hver vill þjást er dægilegt lag og skemmtilega nútímalegt, en Fro- skaprinsinn er sannkölluð perla; einfalt lag og vel flutt með áleitnum texta, tilfinningaríkum söng og skemmtilegri röddun, þó ekki séu öll hljóðin falleg. Gaman er að heyra hve upphaf Beljunnar minnar minnir á aðra hljómsveit, Risaeðl- una, þar sem fiðlan var í stóru hlut- verki, en framvinda lagsins er Kolrössuleg fram í fingurgóma og textinn skemmtilega kíminn. Hlut- verk er önnur perla af Kynjasögun- um, frábært lag með margræðum texta. Anna er væntanlega kynn- ingarstef Önnu, en Ormadansinn er kraftmikil keyrsla, sem kemur einkar vel út á tónleikum, Lokalag plötunnar, Ó, ég er svo svöng, er svo ágætt lokastef, einskonar stemma frekar en lag, sem kemur brosi fram á varir hlustandans og sýnir að Kolrassa hefur einnig á valdi sínu strákahúmor, í það minnsta gætir hans vel í lokahljóð- um lagsins. Með Kynjasögum sínum sýna Kolrössur og sanna að þær eru annað og meira en efnileg kvenna- sveit; þær hafa komið sér kyrfilega fyrir í framlínu íslenskrar nýbylgju, með gott innhlaup inn á hefðbundn- ar poppslóðir, sem ein fremsta, ef ekki sú fremsta, hljómsveit sem þá gerð af tónlist iðkar. Umslag plötunnar, sem Eiður Snorri hannar, er afskaplega vel heppnað og frágangur til fyrir- myndar, þó frágangur á textablaði mætti verið markvissari. Sérstak- iega var gaman at) sjá geisladisk- inn, sem er eins og smáskífa á að líta. Arni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.