Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞÁTTASKIL í SÖGU SVÍÞJÓÐAR URSLIT þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Svíþjóð á sunnudag marka þáttaskil í sögu landsins. Rúmlega 52% Svía greiddu aðild að Evrópusambandinu atkvæði sitt, en tæp- lega 47% voru henni andvíg. Fylkingar fylgismanna og andstæðinga höfðu um hríð verið hnífjafnar í skoðanakönn- unum, en Evrópusinnar sigu framúr á lokasprettinum. Það að hér skuli vera komið í sögu Svíþjóðar, sýnir auð- vitað fyrst og fremst hvað heimurinn hefur breytzt gífur- lega á síðastliðnum fimm árum. Fyrir hrun sósíalismans í Austur-Evrópu var Evrópusambandsaðild ekki á dagskrá í neinni alvöru í Svíþjóð. Atburðirnir í Austur-Evrópu gerðu Svíum hins vegar kleift að endurskoða hlutleysisstefnu sína, sem þeir hafa fylgt í meira en öld, og þar með urðu til forsendur fyrir ESB-aðild. Efnahagslegu rökin fyrir aðild að Evrópusambandinu hafa lengi verið til staðar í Svíþjóð, enda er iðnaður lands- manna alþjóðavæddur og á mikið undir greiðum aðgangi að Evrópumarkaðnum og áhrifum Svía á þær reglur, sem atvinnulífinu eru þar settar. Um miðjan níunda áratuginn voru sænsk stórfyrirtæki mjög farin að ókyrrast vegna áforma Evrópusambandsins um að koma á hindrunarlausum innri markaði, og beindu langstærstum hluta fjárfestinga sinna til Evrópusambandsríkjanna. Hlutleysisstefnan stóð hins vegar í vegi fyrir því að Svíar gætu tekið þátt í starfi samtaka eins og ESB, sem er yfir- lýst bandalag vestrænna lýðræðisríkja og hefur fram til þessa samanstaðið af flestum aðildarríkjum í Atlantshafs- bandalaginu, auk írlands. Nú liggur Ijóst fyrir að Svíþjóð mun taka þátt í mótun sameiginlegrar utanríkis- og varnarmálastefnu Evrópusam- bandsins og landið verður því, ásamt Finnlandi, útvörður Vesturlanda í Norðaustur-Evrópu, nálægt Rússlandi og víg- hreiðrfnu á Kóla-skaga. Svíþjóð var stórveldi í Evrópu á 17. og 18. öld, allsráð- andi við Eystrasalt og gerði hernaðarbandalög við stórveld- in. Allt frá lokum Napóleonsstyijaldanna hafa Svíar hins vegar lítið blandað sér í stjórnmál á meginlandi Evrópu, heldur haldið sig til hlés og staðið utan bandalaga. Nú mæta Svíar til leiks að nýju, en ekki sem stórveldi sem öðrum stendur ógn af, heldur á nýjum forsendum — til þess að taka loks virkan þátt í samstarfi evrópskra lýðræð- isríkja og hafa þar áhrif á ákvarðanir, sem snerta bæði þá sjálfa og aðra Evrópubúa. Margir Svíar vonast til þess að Svíþjóð, ásamt hinum ríkjum Norðurlandanna, geti haft áhrif í Evrópusambandinu, til dæmis á sviði umhverfismála, lýðræðis og opinskárra stjórnarhátta, jafnréttismála og vel- ferðar- og félagsmála. Hins vegar er það staðreynd, sem sænskir stjórnmála- menn, sem börðust fyrir ESB-aðild, verða nú að taka tillit til, að stór hluti þjóðarinnar óttast að einmitt á þessum sviðum muni ESB-aðild grafa undan því samfélagsmynstri, sem ríkjandi hefur verið í Svíþjóð undanfarna áratugi. Sennilega breytir ESB-aðild þó engu þar um. Núgildandi reglur Svía um jafnréttismál, stjórnarhætti og umhverfis- mál munu ekki þurfa að víkja þótt landið gangi inn í ESB. Og hvað velferðarmálin varðar, hafa Svíar í raun aldrei haft efni á því umfangsmikla kerfi, sem byggt hefur verið upp, og sagt hefur verið að sjái um þegnana „frá vöggu til grafar“. Það riðar til falls, haldi áfram sem horfir, alveg burtséð frá áhrifum Evrópusambandsaðildar. Hins vegar er ekki ósennilegt að þetta tvennt verði spyrt saman og Evrópusamstarfinu kennt um, þegar sænsk stjórnvöld halda áfram því óumflýjanlega verki að vinda ofan af velferðar- kerfinu og skerða þannig rétt fjölda einstaklinga til bóta og styrkja. Þetta á eftir að verða erfiður vandi í sænskum stjórnmálum. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Svíþjóð munu hafa mikil áhrif í Noregi, en þar verður gengið til atkvæða um ESB-aðild eftir tæplega tvær vikur. Það á eftir að koma í ljós hvort þau verða svo mikil að núverandi afstaða Norð- manna, sem kemur fram í skoðanakönnunum, snúist við og þeir fylgi grönnum sínum inn í ESB. Fari svo, mun það óhjákvæmilega hafa umtalsverð áhrif á umræður hér á landi um ESB-aðild, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Síðast en ekki sízt eykur jáyrði Svía Evrópusambandinu sjálfu sjálfstraust. Stærsta og áhrifamesta Norðurlandaþjóð- in hefur nú ákveðið að ganga til liðs við sambandið, og slíkt mun festa í sessi þau öfl, sem vilja áfrám efla samstarf ESB-ríkjanna, um leið og stækkun sambandsins verði hald- ið áfram. „KARLAR GEGN OFBELPI“ Meðferð á ofbeldisi um getur gefið g’óðí Eiga íslenskir karlmenn að gæta kynbræðra sinna sem beita konur ofbeldi? Er hægt að snúa slíkum mönnum til betri vegar? Þessum spumingum var reynt að svara á ráðstefnu karlanefndar Jafnréttisráðs, sem Hugi Ólafs- son sat. Þar var kynnt sálfræðiaðstoð við of- beldismenn, sem þykir hafa reynst vel erlendis. 1992 189 ----- voru fluttir á 9 a elysadeild. 1 » ’ ' , , A arinu leituðu 168 börn til Kve ,1993: 181 sk I) heimiiisof einhverri U£S*»J«v o, „ , von“otti \) slysadeild. 4 áeit* 1« k°nur m r ®eð 198 bön» tii „ Xvennaathvc Morgunbl HJÖRLEIFUR Sveinbjörnsson og Sigurður Snævarr ráðstefnustjórar í iusar Rákil sálfræðings í Ósló sem flutti erindi um sálfræði hins hneigða karlmanns. UMRÆÐA um ofbeldi á heimilum hefur opnast mjög á síðari árum, en karlar hafa þar lítt haft sig í frammi. Það er kominn tími til að breyta því, að mati karlanefndar Jafnréttisráðs, sem gekkst fyrir ráð- stefnu með yfirskriftinni „Karlar gegn ofbeldi" í Norræna húsinu á laugardag. Eitt helsta umræðuefnið þar var hvort hægt væri að „lækna“ ofbeldismenn. Tveir sérfræðingar lýstu sálfræðimeðferð sem virðist hafa gefið góða raun erlendis og spurt var hvort bjóða ætti upp á slíka meðferð hér á landi. Það er kannski ekki skrýtið þó að karlar hafi látið sig vanta í umræð- una sem hefur fylgt stofnun Kvenna- athvarfsins og hópa fórnarlamba sifjaspells. Ofbeldi á heimilum þýðir undantekningarlítið að konan er þo- landi en karlinn sá sem lemur og meiðir. Hvað geta karlmenn gert annað en að hrista hausinn yfir fólsku kynbræðra sinna og reyna að bæla niður sektarkennd yfir horm- ónastarfsemi sinni, sem sumum virð- ist undirrót alls ofbeldis, hvort heldur er í Bosníu eða reykvískri blokkar- íbúð? Éða kannski sett upp meinleys- issvip ef þeir lenda einir í lyftu með konu, eins og Karl Ágúst Úlfsson leikari sagði í léttum vangaveltum um samviskubit karlpeningsins á ráðstefnu um annars alvarlegt mál. Karlaathvarf? Kvennaathvörf og refsikerfið hafa sínum hlutverkum að gegna, en það er líka hægt að ráðast að röt vand- ans, ofbeldismanninum, og snúa hon- um til betri vegar. Það er að minnsta kosti mat Marius Rákil, sem vinnur sem sálfræðingur við stofnunina Alt- ernativ til vold (ATV) í Ósló, sem sérhæfir sig í að taka karla sem , beita konur ofbeldi til meðferðar. ATV var stofnuð árið 1987 og er ennþá sú eina í Evrópu sem sérhæf- ir sig í þessu efni. Um þúsund karl- ar hafa leitað þar meðferðar frá stofnun og um 180 á ári. Karlar sem beita konur ofbeldi eiga það flestir sameiginlegt að hafa litla sjálfsvirðingu og bældar tilfinn- ingar, sem brjótast yfirleitt fram sem reiði. Fyrsta skrefið í meðferðinni er samt ekki að ráðast að þessum vanda, heldur að fá mennina til að taka ábyrgð á hegðun sinni. Þeir kenna yfirleitt fórnarlambinu eða ytri aðstæðum um í fyrstu og líta jafnvel á sjálfa sig sem fórnarlömb. En þegar þeir eru beðnir að lýsa ofbeldi sínu í smáatriðum og þannig fengnir til að horfast í augu við gerð- ir sínar fást þeir oft eftir nokkurn tíma til að viðurkenna að sökin sé engra nema þeirra sjálfra. Þá er hægt að hefja næsta stig meðferðar- innar, þegar reynt er að ráðast að tilfinningalegri rót vandans. Karlar, öfugt við konur, fá oft útrás fyrir innibyrgðar tilfinningar með ofbeldi, sagði Rákil, sem sæist kannski á því að í Noregi væru konur í meirihluta á geðdeildum, en fangelsin full af körlum. „Stundum er eins og tilfinn- ingar karla séu í fangelsi. Það er mikilvægt að við hleypum þeim út úr því fangelsi." Meðferðin tekur oft í kringum eitt ár og reynsla ATV er að flestir breyt- ast og eru betur í stakk búnir til að stjóma eigin lífi og gjörðum að henni lokinni og að leysa vandamál sín án hótana og handalögmála. Það er erf- itt að mæla árangur, en margir karl- anna halda sambandi við sálfræðing sinn eftir meðferðina til að láta vita hvernig gengur og stundum hringja sambýliskonur þeirra ti! að segja að þeir séu hættir að beita þær ofbeldi. Ofbeldi á íslandi Sumir ræðumenn á ráðstefnunni héldu því fram að ofbeldi væri minna á íslandi en í mörgum nágrannalönd- um okkar og að vandamálið væri kannski viðráðanlegra hér vegna smæðar þjóðfélagsins. Því fer þó tjarri að það sé smávægilegt. Árið 1993 var 181 mál vegna heimilisof- beldis skráð hjá lögreglunni í Reykja- vík, 376 konur með 198 börn leituðu á náðir Kvennaathvarfsins og gera má ráð fyrir að um 150 konur komi á slysadeild á ári hveiju vegna of- beldis á heimilum, samkvæmt tölum sem lögreglan í Reykjavík hefur tek- ið saman. Lögreglan tekur það líka fram að ætla megi að einungis hluti alls heimilisofbeldis sé kærður eða tilkynntur henni. Ofbeldi gegn konu getur líka verið annað en barsmíðar og getur lýst sér í ógnunum og til- finningalegri og fjárhagslegri kúgun, til dæmis með því að taka bankabók og póstkassalykla af henni, eða að banna henni að hafa samband við foreldra sína. Er hægt að nýta reynslu annarra þjóða og bjóða upp á meðferð fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.