Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 9 FRÉTTIR * Arangur í hrossarækt RÆKTUNARMAÐUR ársins í hrossarækt, Magnús Einarsson frá Kjarnholtum í Biskupstung- um, veitti viðtöku verðlaunagrip frá Búnaðarfélagi íslands á fjöl- mennu hófi hestamanna, svökall- aðri uppskeruhátíð á föstudags- kvöldið á Hótel Sögu. Jónas Jóns- son búnaðarmálastjóri afhenti verðlaunin. Sigurbjörn Bárðar- son var í sama hófi valinn hesta- íþróttamaður ársins. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Alþýðubandalagsfélögin í Reykjavík Prófkjör fyrir alþingiskosningar KJÖRDÆMISRÁÐ alþýðubanda- lagsfélaganna í Reykjavík ætlar að halda opið prófkjör fyrir alþingis- kosningarnar í vor. Þetta er í fyrsta skipti sem Alþýðubandalagið heldur slíkt prófkjör í Reykjavík en hingað til hefur verið raðað á framboðslista eftir forval flokksbundinna félags- manna. Á aðalfundi kjördæmisráðsins á laugardag var samþykkt að stefna að prófkjöri í síðasta lagi 14. janúar sem yrði opið flokksmönnum og þeim sem undirrituðu stuðningsyfir- lýsingu við Alþýðubandalagið þrem- ur dögum fyrir prófkjörsdaginn. Sá fyrirvari var þó gerður að ef þingkosningum verður flýtt eða ef Alþýðubandalagið færi í samstarf við aðra flokka um framboð væri hægt að kalla kjördæmisráðið aftur saman og endurskoða þessa ákvörð- un. Ekki stefnt gegn þingmönnum Árni Þór Sigurðsson var kosinn formaður kjörnefndar sem var falið að undirbúa prófkjörið. Hann sagði við Morgunblaðið að á bakvið ákvörðun um prófkjör væri umræða í Alþýðubandalaginu, þar á meðal á miðstjórnarfundi um síðustu helgi, að lítil endurnýjun hefði verið í þing- flokknum sem væri að stofni til frá árinu 1978. í þeim hópi eru báðir þingmenn flokksins í Reykjavík, Svavar Gests- son og Guðrún Helgadóttir. „Það er ekki rétt að segja að þessu próf- kjöri sé stefnt sérstaklega gegn þingmönnunum í Reykjavík en það er áhugi á að opna þetta og fá breið- ari hóp fólks í framboð og jafnvel óflokksbundið fólk,“ sagði Árni Þór. Hann sagði aðspurður að rætt hefði verið við Ögmund Jónasson, for- mann BSRB, um framboð en ekkert ákveðið hefði komið út úr því. í Alþýðubandalaginu gilda reglur um jafnrétti kynja í trúnaðarstöðum flokksins. Um það hvernig sú regla samrýmdist prófkjöri sagði Árni Þór að formlega væri það kjördæmisráð- ið sem réði framboðslistanum og gæti því breytt uppstillingu ef til dæmis þrír karlar lentu í þremur efstu sætum í prófkjörinu. Haukur Már Haraldsson kennari var kjörinn formaður kjördæmis- ráðsins á laugardag og Bryndís Hlöðversdóttir iögfræðingur vara- formaður. Fimm félög eru í kjördæ- misráðinu: Alþýðubandalagið í Reykjavík, Birting, Æskulýðsfylk- ingin, Framsýn og Sósíalistafélagið og eru rúmlega 1.000 manns flokks- bundnir í félögunum. Framnesvegi 5, sími 19775. NÚ ER LAG Við bjóðum 15% afslátt af silfurhúðun á kaffikönnusettum og verðlaunagripum til 19. nóvember. Opið kl. 16-18 virka daga. í FYRIRTÆKI OG FJÖLBÝLISHÚS • Fangar yfir 80% af óhreinindum sem berast inn í húsnæðið. • Lækkar ræstingarkostnað. • Ver annað gólfefni skemmdum. Að kaupa 3M mottukeríið er því ráðstöfun sem borgar sig á mjög skömmum tíma. ÁRVÍK ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 687222 • MYNDRITI 687295 JAKKAR - PEYSUR - BUXUR - PILS MIKÐUFt/AL Hverfisgötu 78 - sími 28980. ÍJlpiir — flíspeysur skíða- og kuldagallar á alla f jölskylduna Cortína sport Skólavörðustíg 20, sími 21556. SILFURSKEMMAN Nýjar vörur Opið daglega frá kl. 13-18, laugard. frá kl. 10-14 5; eða eftir samkomulagi. Sími 91-628112 Miðbraut31, 170 Seltjarnarnesi*, Klassískar þýskar dömuúlpur með ekta skinni. Verðfrá 15.900. ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiöstöðina, símar 19800 og 13072. Nýtt útbob ríkissjóbs mibvikudaginn 16. nóvember Ríkisvíxlar ríkissjóbs: 3 mánaba 22. fl. 1994 Útgáfudagur: 18. nóvember 1994 Lánstími: 3 mánuöir Gjalddagi: 17. febrúar 1995 Einingar bréfa: 1.000.000, 10.000.000, 50.000.000, 100.000.000 kr. Skráning: Verða skráðir á Verðbréfaþingi íslands Viðskiptavaki: Seðlabanki íslands Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlarnir verða seldir með tilboðsfyrirkomulagi. Aðilum að Verðbréfaþingi íslands sem eru verðbréfafyrirtæki, bankar og sparisjóðir og Þjónustumiðstöb ríkisverðbréfa gefst kostur á að gera tilboð í ríkisvíxla samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu. Abrir sem óska eftir at> gera tilbob í ríkisvíxla eru livattir til ab hafa samband vib framangreinda abila. Hjá þeim liggja frammi útbobsgögn, auk þess sem þeir annast tilboðsgerb og veita nánari upplýsingar. Athygli er vakin á því að 18. nóvember er gjalddagi á 16. fl. ríkisvíxla sem gefinn var út 14. ágúst 1994. Öll tilbob í ríkisvíxla þurfa ab hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 á morgun, mibvikudaginn 16. nóvember. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 40 70. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 40 70. GOTT FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.