Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 17 _______________ÚRVERiMU Varað við ofveiði úr djúpsjávarstofnum Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson NÓTIN tekin um borð í Sigurð VE fyrr á vertíðinni. Arni Friðriksson fann loðnu Bræla hamlar veiðum Sigfús Schopka fískifræðingur var fulltrúi íslands á furidi ráðgjafar- nefndar Alþjóðahafrannsóknaráðs- ins í Kaupmannahöfn á dögunum. A fundinum var farið yfir ástand ýmissa fiskistofna í Barentshafi, Norðursjó, suður með ströndum Biscayaflóa að Kyrrahafi. Sigfús segir að meðal niðurstaðna sé að þorskstofninn í Barentshafi sé eini botnfiskstofninn sem er í þokkalegu ástandi á þessu svæði. Ráðgjafar- nefndin varar við of mikilli veiði úr djúpsjávarstofnum eins og búra. Sigfús segir að nýliðun þorsks í Barentshafi sé góð og seiðarann- sóknir bendi til að 1994 árgangur geti orðið mjög stór. Hann segir að veiðiheimildir séu 700 þúsund tonn fyrir árið 1994 og var búist við að aflinn færi 10% fram úr kvóta, eða í 770 þúsund tonn með afla íslend- inga, veiðum annarra og því sem áætlað er að fari fram hjá kerfinu. Sigfús segir að hrygningarstofninn sé kominn í 1 milljón tonn og þrátt fyrir að loðnustofninn sé hruninn Á síðasta ári gaf Bókaklúbbur Arnar og Örlygs hf. út Sjómanna- handbókina í samvinnu við Lands- samband smábátaeigenda, Siglinga- málastofnunar, Slysavarnafélag Is- lands og fjölda annarra aðila. Forseti SVFÍ segir í formálsorðum sínum í bókinni m.a.: „Bókin er ætl- uð sem kennslu- og handbók. I henni er samankomið allt það efni sem stjórnendur báta varðar og þeir þurfa að kunna skil á. Bókin hefur verið í ítarlegri athugun hjá kunnáttumönn- um um ailt það efni sem íjallað er um. Ber öllum saman um að hér sé á ferðinni bók sem nýst geti eigend- Þorskstofninn í Barentshafi í þokkalegu ástandi og eitthvað hafi dregið úr vexti þorsks gerir ráðið tillögu um óbreyttan kvóta, þ.e. 700 þúsund tonn á næsta ári. Sigfús sagði að útlitið með aðra botnfiskstofna í Barentshafi væri hins vegar alls ekki gott. Draga þyrfti úr sókn í ýsu og ufsa. Sárali't- ið væri eftir af djúpkarfa- og gull- karfastofninum og Alþjóðhafrann- sóknaráðið leggur til veiðibann á grálúðu. Sá stofn var afar stór upp úr 1970 en klakið brást árið 1990 og hefur stofninn ekki náð sér á strik. Uppgangur síldarstofna Sigfús segir góðu fréttirnar á hinn bóginn þær að íslenski síldar- stofninn sé nú í sögulegu hámarki og batamerki sjáist á norsk-íslenska um og stjórnendum smábáta og sæ- farenda." Siglingamálstjóri segir m.a. á bók- arkápu: „Efni hennar er þess eðlis að það á erindi við alla sjómenn, jafnt á stórum skipum sem smáum bátum. Sjómannahandbókin stuðlar að auk- inni hæfni og öryggi sæfarenda." Sjómannahandbókin hefur m.a. verið notuð við kennslu til 30 rúm- lesta réttindanáms. Fyrsta upplag bókarinnar þraut fyrir nokkru og bókin hefur nú verið endurútgefin og í hana bætt nýjum kafla sem nefnist Þjónustuskrá íslenskra hafna. í þessari þjónustuskrá kynna fjöl- síldarstofninum. Ráðgjafanefnd Al- þjóðahafrannsóknaráðsins telur að unnt verði senn að slaka á strangri fiskveiðistjórnun á þessum stofnum. í niðurstöðum nefndarinnar segir að aðeins fjórar af 22 botnfiskteg- undum í Norðursjó búi við góð skil- yrði en átján tegundum stafar hætta af ofveiði eða lélegri nýliðun. Þorskstofninn vestan _ Skotlands og skarkolastofninn í írlandshafi eru ekki taldir ofnýttir né heldur langhverfustofninn í vestanverðu Ermarsundi. Sömu sögu er ekki að segja af meirihluta þeirra 31 botn- fískstofna á þessum svæðum. Nefndin telur að setja þurfi á stranga fiskveiðistjórnun á þessa stofna, t.a.m. ufsa vestan við Skot- land, til að unnt verði að nýta þá á hagkvæman hátt. Nefndin fjallaði einnig um djúpsjávarveiðar og lýsti áhyggjum sínum af veiðum úr stofn- um eins og búra, sem er langlífur en hægvaxta og fjölgar sér hægt. Slíkir stofnar séu afar viðkvæmir fyrir of mikilli veiði. mörg bæjarfélög hafnir sínar og þá þjónustu sem þar er veitt. Hið sama gera fyrirtæki og stofnanir innan þessara sömu bæjarfélaga. Þátttaka auglýsenda hefur gert útgefendum kleift að lækka verð bókarinnar um tvö þúsund krónur, þ.e.a.s. í 3.900 kr. í stað 5.900. Út- gefendum er í mun að hin nýja út- gáfa komist i hendur þeirra sem eiga fyrri útgáfu bókarinnar og bjóða þeim að hafa samband við fyrirtækið og skipta á eldri útgáfunni fyrir þá nýju. Þeir þurfa einungis að greiða sendingarkostnað. EKKERT veiddist af loðnu um helg- ina, en skip Hafrannsóknastofnun- ar, Árni Friðriksson, fann loðnu- torfur norður af Langanesi á laug- ardag. Bræla var á miðunum í fyrr- nótt og því gátu skipin ekki athafn- að sig. Víkingur og Hólmaborg eru á miðunum, en þau höfðu ekki kast- að um miðjan dag í gær. Reiknað er með að fleiri skip fari á miðin ef loðnan veiðist. Rannsóknarskipin Árni Friðriks- son og Bjarni.Sæmundsson eru að ljúka loðnurannsóknarleiðangri, sem staðið hefur síðan 25. október. Hjálmar Vilhjálmsson, leiðangur- stjóri, sagði að skipin hefðu víða orðið vör við dreifða loðnu, en torf- urnar sem fundust á laugardag hefðu verið einu torfurnar sem hefðu verið í veiðanlegu ástandi. Júlíus Ingólfsson, háseti á Vík- ingi, sagði að það hefði verið komið myrkur þegar Víkingur kom á mið: in og því erfitt að athafna sig. í fyrrinótt hefði verið bræla. Hann sagði óljóst um framhaldið, en Vík- ingur myndi sjá til hverju fram vindi. Júlíus sagði að eins og staðan væri í dag mætti allt eins búast við að skip, sem færu á miðin færu erindisleysu. Spáð er hægari vindi, þannig að búist er við að það skýrist í dag eða á morgun hvort loðnan er fund- in. Engin loðnuveiði hefur verið síð- ustu þijá mánuði. EUREKA HF ER NÝTT FYRIRTÆKISEM SÉRHÆFIR S!G i FRAMLEIPSLU AUGLYSINCAMERKINGA. EF ÞÚ VILTVITAMEIRA UM EUREKA, KOMDU ÞÁ i B0RCARTUN19, EÐA HRINCDU i SIMA 91-21666 Sjómannahandbókin endurútgefin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.