Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 19 Ákvörðun Svía fagnað í Evrópu Kaupmannahöfn, Dyflinni, London, Brussel, Bonn, Vín, Ósló. Reuter. NIÐURSTÖÐU þjóðaratkvæða- greiðslunnar í Svíþjóð um aðild að Evrópusambandinu hefur ver- ið fagnað víða í Evrópu. Niels Helveg Petersen, utanríkisráð- herra Danmerkur, sagði að um merkan pólitískan atburð fyrir Dani, Norðurlönd og Evrópu að ræða. • „Sjálfur hef ég unnið hart að aðildarviðræðum Svíþjóðar og Evrópusambandsins,“ sagði Hel- veg Petersen. „Ég er yfir mig glaður með jáyrði þeirra. Það kemur Danmörku til góða, það mun aðeins gera okkur auðveld- ara fyrir að vinna stefnu Evrópu- sambandsins fylgi í Danmörku." Danir munu efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um stefnu ESB eftir ríkjaráðstefnuna 1996. • Finnar tóku í sama streng, sögðu að niðurstaða Svía eyddi öllum efasemdum um að finnska þingið myndi fella aðildarsamn- ing Finniands að Evrópusam- bandinu. Aðild var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í síðasta mánuði en þingið á eftir að greiða atkvæði um þá niður- stöðu. Hindrun yfirstigin • Leiðtogar aðildarþjóða ESB fögnuðu jáyrði Svía. „Enn ein hindrunin hefur verið yfirstigin á þessu merka ári,“ sagði Erhart Margareta Winberg ráðherra ekur manni sínum á kjörstað. Busek, varakanslari Austurríkis en þjóðin samþykkti aðild fyrr á árinu. Neðri deild þingsins sam- þykkti samninginn á föstudag og er búist við að öldungadeildin geri slíkt hið sama í vikunni. • í sama streng tóku leiðtogar Bretlands, írlands, Þýskalands og Frakklands og kváðust vona að Norðmenn fetuðu í fótspor Austurríkismanna, Finna og Svía. • Sagði Helmut Kohl, kanslari Þýskalands að ákvörðun Svía væri enn ein sönnun aðdráttar- afls sameinaðrar Evrópu. Alain Lamassoure, Evrópumálaráð- herra Frakka, sagði niðurstöð- una í Svíþjóð sýna að ESB hefði náð að skapa sér jákvæða ímynd. • Jacques Delors, fráfarandi forseti framkvæmdasljórnar ESB, sagðist í gær vera afar ánægður með að Svíar kæmu inn í bandalagið. Sér þætti hins veg- ar leitt að að starfi hans lyki áður en Svíar gengju í ESB. Sagði Delors að sér þætti sér- staklega ánægjulegt framlag Svía á sviði umhverfis-félags- og kvenréttindamála. A fréttamannafundi í Brussel á sunnudagskvöld sagði Delors að EES-samningurinn gæti orðið biðstofa fyrir önnur lönd. Hvað Norðmenn varðaði sagði hann að þeir „kynnu að þarfnast Evr- ópusambandsins". Öryggismálin efst á bangi á APEC-fundi Mótmæli gegn ástandinu í Austur-Tímor þykja skyggja á fundinn Jakarta. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, kom til Jakarta, höfuðborgar Indó- nesíu, um helgina til að taka þátt fundi APEC, Efnahagssamvinnur- áðs Kyrrahafsríkja, en hann hefst í dag í bænum Bogor skammt frá höfuðborginni. Þykir kosningaósigur demókrata í síðustu viku skyggja nokkuð á ferðina en á fundinum verða öryggismál APEC-ríkjanna efst á baugi. Mikil mótmæli gegn Indónesíustjórn á Austur-Tímor og vera 29 a-tímorskra námsmanna á lóð bandaríska sendiráðsins í Jakarta setja einnig sinn svip á APEC-fund- inn. Clinton og Jiang Zemin, forseti Kína, ræddust við á sunnudag og aðallega um samning Bandaríkja- stjórnar og stjórnarinnar í Norður- Kóreu um kjarnorkumál. Lýsti Zem- in mikilli ánægju með samninginn og sagði, að enginn ágreiningur væri með Kínveijum og Bandaríkja- mönnum um framkvæmd hans. Hann var hins vegar loðnari í svörum þegar koma að mannréttindamálum, sem Clinton vék aðeins að, og sagði, að stöðugleiki innanlands væri brýn- ' asta verkefni kínverskra stjórnvaida. Kínverjar í WTO Kínverjar leggja metnað sinn í að fá aðild að GATT til að geta orðið stofnfélagar Heimsviðskiptastofn- unarinnar, WTO, sem tekur við af GATT um áramót, en Bandaríkja- stjórn hefur hingað til haldið því fram, að sósíalískt hagkerfi Kína væri ekki tilbúið til aðildar. Paul Keating, forsætisráðherra Ástralíu, sagði hins vegar í gær, að „öll Reuter BILL Clinton, forseti Banda- ríkjanna, og Suharto, forseti Indónesíu, koma til kvöld- verðar ásamt öðrum leiðtog- um APEC-ríkjanna í Jakarta. Ráðstefna APEC, Efnahagss- amvinnuráðs Kyrrahafsríkja, hefst í bænum Bogor í dag. APEC-ríkin ættu að vera aðilar að WTO, þar með talið Kína“. Verður yfirlýsing þess efnis gefin út í lok fundarins og Keating kvað Banda- ríkjastjórn vera því sammála. I gær ætlaði Clinton að hitta Kim Young-sam, forseta Suður-Kóreu, og Tomiichi Murayama, forsætisráð- herra Japans, til að ræða samning- inn við Norður-Kóreustjórn. Sam- kvæmt honum mun N-Kóreustjórn hætta við kjarnorkuáætlanir sínar gegn fjögurra milljarða dollara al- þjóðlegri aðstoð við endurnýjun Alsírskir flugræn- ingjar gefast upp Palrna de Majorka. Reuter. ÞRÍR flugræningjar frá Alsír, vopn- aðir hníf og kaffikvörn, neyddu flugvél til að lenda á Majorka á sunnudag, en létu alla um borð lausa og gáfu sig fram við lögregl- una. Mennirnir þrír biðu í gær eftir úrskurði rannsóknardómara um hvort flytja ætti þá aftur til Alsírs eða heimila þeim að vera áfram á Spáni. Talið var líklegt að þeir yrðu ekki fluttir til heimalandsins, heldur dregnir fyrir rétt á Spáni. Þeir óttast að þeir verði teknir af lífi í Alsír. Aflaðu þér bandarískrar háskólagráðu í London Nám í viðskiptafræði, auglýsingateiknun, tískuhönnun, mark- aðssetningu tískuvarnings, innanhússhönnun og mynd- bandaframleiðslu. Þér mun líða eins og heima í félagsskap annarra íslenskra námsmanna, sem hafa valið The American College í London. The American College býður upp á „master’s-", „bachelor’s-” og sambærilegar háskólagráður. Ef þú vilt fá nánari upplýsingar eða kynningarbækling, hafðu þá samband við: F^| The American College in London I 110 Marylebone High Street, PO| London W1M 3DB Englandi. Wy Sími (0171) 486-1772. Fax (0171) 935-8144. Námsannir hefast í október, janúar, mars, júní og júlí. kjarnorkuvera og annarra orku- gjafa. Mótmæli A-Tímora Síðustu þijá daga hefur verið efnt til mótmæla í Dili, höfuðborg Aust- ur-Tímor, gegn yfirráðum Indónesa en þeir lögðu iandið undir sig 1975, skömmu eftir að það fékk sjálfstæði frá Portúgölum. Síðastliðinn laugar- dag fóru einnig 29 tímorskir náms- menn inn á lóð bandaríska sendi- ráðsins og krefjast þeir fundar með Clinton, forseta Bandaríkjanna, eða Warren Christopher utanríkisráð- herra. Morð og mannréttindabrot Námsmennirnir fara fram, að skæruliðaleiðtoginn og sjálfstæðis- hetjan Xanana Gusmao verði látinn laus úr haldi og sjálfir vilja þeir fá hæli í Portúgal. AUSTUR TIMOR Indónesíska lögreglan handtók 80 mótmælendur eftir óeirðir í Austur-Tímor á mánudag. Aðrir 29 halda til á lóð bandaríska sendiráðsins í Jakarta Vestur- ;Timor« Tima haf , Eins og fyrr segir réðust Indónes- ar inn í Austur-Tímor 1975 og ári síðar innlimuðu þeir landið í Indónes- íu. Sameinuðu þjóðirnar ítrekuðu 1983 rétt landsmanna til sjálfstæðis en 1985 viðurkenndu Ástralir innlin- um A-Tímors í Indónesíu. 1991 skutu indónesískir hermenn á friðsamlega mótmælagöngu og jarðarför í Dili og drápu allt að 180 manns. Talið er, að um 100 manns, sem voru vitni að atburðinum, hafi síðar verið tekin af lífi. Á síðasta ári var Xanana Gusmao dæmdur í lífstíðarfangelsi en dóminum síðan breytt í 20 ára fangelsi. Flugræningjarnir hótuðu í fyrstu að sprengja flugvélina í loft upp ef ekki yrði gengið að öllum kröfum þeirra. Þeir kröfðust þess að póli- tískir fangar í Alsír yrðu látnir laus- ir, að boðað yrði til kosninga og að flugvélin fengi eldsneyti til Mar- seilles. Mennirnir reyndust þó að- eins vopnaðir hnífi og voru ekki með sprengiefni. Þeir sögðust vera með sprengju í skókassa, en í hon- um reyndist aðeins kaffikvörn. 42 voru um borð í vélinni og mennirnir létu þá lausa þótt ekki hefði verið gengið að kröfum þeirra. Sparaðu kr. 35.000 á ári fyrir heimilið! Ef þú bakar eitt brauð á dag í sjálfvirku EL-GENNEL brauðvélinni, sparar þú 35 þúsund krónur á ári í heimilisrekstrinum og getur að aukið boðið fólkinu þínu upp á nýbakað, ilmandi og hollt brauð án aukaefna! Vélin hnoðar, hevar og bakar algjörlega sjálfvirkt og notar lítið rafmagn. Islenskar leiðbeiningar og uppskriftir fylgja. Tilboðsverðið gildir aðeins fyrir takmarkað magn. Hafðu því hraðar hendur, því jólin nálgast! Fullt verð kr. 26.505 stgr. Afmælistilboð kr. 23.940 slgr. Umboðsmenn: REYKJAVÍKURSVÆÐI: Heimasmiðjan, Kringlunni Húsasmiðjan, SKutuvogi Rafvörur hf., Ármúla 5 H.G. Guðjónsson, Suðurveri Rafbúðin, Álfaskeiði 31, Hafnarf. Miðvangur, Hafnarfirði VESTURLAND: Rafþj. Sigurdórs, Akranesi Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi Blómsturvellir, Hellissandi Versl. Hamrar, Grundarfirði Versl. E. Stefánssonar, Búðardal VES TFIRÐIR: Kf. Króksfjarðar, Króksf. Skandi, Tálknafirði Kf. Dýrfiröinga, Þingeyri Laufið, Bolungarvík Húsgagnaloftið, ísafirði Straumur, ísafirði Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík NORÐURLAND: Kf. Hrútfirðinga, Borðeyri Kf. V-Húnvetninga, Hvammstanga Kf. Húnvetninga, Blönduósi Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki KEA, Akureyri og útibú Kf. Þingeyinga, Húsavík Kf. Langnesinga, Þórshöfn Versl. Sel, Skútustöðum AUSTURLAND: Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði Rafvirkinn, Eskifirði Kf. Héraðsbúa, Seyðisfirði Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum Kf. Fram, Neskaupstað Kf. Hérðasbúa, Reyðarfirði Kf. Fáskrúðsfjarðar, Fáskrúðsfirði Kf. A-Skaftfellinga, Djúpavogi Kf. A-Skaftfellinga, Höfn SUÐURLAND: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli Kf. Rangæinga, Rauðalæk Versl. Mosfell, Hellu Reynistaður, Vestmannaeyjum Kf. Árnesinga, Selfossi Kf. Árnesinga, Vík SUÐURNES: Samkaup, Keflavík Stapafell, Keflavík Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 'ST 622901 og 622900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.