Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fiarmal menningarfulltrúans í London: Ég get fullvissað þig um að þetta er innan markanna. Hátíðin hjá okkur fór nákvæmlega 100% fram úr áætlun eins og hjá Þingvallanefndinni. . . Fjármálaráðherra um fjárlög næsta árs Vel má una við niðurstöðuna ALÞINGI afgreiddi fjárlögin að- faranótt fimmtudags með rúmlega 7,4 milljarða halla, sem er rúmlega 900 milljónum meiri halli en upp- haflegt fjárlagafrumvarp gerði ráð fyrir. Útgjöld ríkisins verða rúmir 119,5 milljarðar króna á næsta ári, samkvæmt fjárlögunum, og tekjur 112,1 milljarður. I meðförum Alþingis jukust útgjöldin um 3,6 milljarða og tekjuáætlun um 2,7 milljarða. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði fyrr í haust að útgjalda- hlið fjárlaga næsta árs yrði væntanlega lægri en raunveruleg ríkisútgjöld þessa árs en nú er óvíst að það markmið náist. „Auðvitað hefði ég viljað sjá minni halla og minni útgjöld en koma fram í fjárlögunum," sagði Friðrik. „En á næsta ári verður verulegu fjármagni varið til sam- göngumála, bæði til að bæta sam- göngur og auka atvinnu og koma þannig til móts við sjónarmið Al- þýðusambands íslands og Vinnu- veitendasambands Íslands. Þá var tekin ákvörðun um að hætta við að biðja sveitarfélögin um að taka þátt í beinni fjármögnun á Atvinnu- leysistryggingarsjóði, eins og þau hafa gert undanfarin ár. Loks höf- um við gert samninga við stærstu sjúkrahúsin um reksturinn og þannig komið í veg fyrir að hann fari úr böndunum á næsta ári. I Að öllu samanlögðu held ég að árangurinn sé vel viðunandi. Hann verður einnig að skoða í því ljósi að á yfirstandandi ári var ríkis- sjóðshallinn áætlaður 9,6 milljarðar í fjárlögum, þótt nú sé að koma í ljós að hallinn verði væntanlega eitthvað minni. A næsta ári er hall- inn áætlaður 2 milljörðum lægri þrátt fyrir að útgjöld hafi aukist í meðförum þings. Og í hlutfalli við verga landsframleiðslu verður að fara aftur til ársins 1987 til að sjá eins Iág hlutföll tekna og gjalda. Því höfum við dregið úr ríkisum- svifunum," sagði Friðrik. Fjármálaráðherra segist telja niðurstöðu fjárlaga næsta árs vel viðunandi í ljósi þess að á næsta ári á að verja miklu fé til samgöngumála og tryggja rekstur stóru sjúkrahúsanna. Friðrik sagði að á kosningaári væri erfítt að leggja fram fjárlög sem gerðu ráð fyrir miklum niður- skurði og eðlilegt væri að ný ríkis- stjóm, sem taki við eftir kosning- ar, setti sér sín eigin markmið um ríkisumsvifin. „En ég tel að sá grunnur sem nú er lagður eigi að geta gagnast nýrri ríkisstjórn og viðskilnaðurinn verði með þeim hætti að sómi sé að.“ Fjárlög afgreidd Fjárlögin voru samþykkt á Alþingi með 32 samhljóða atkvæðum. 26 þingmenn greiddu ekki atkvæði og 5 voru fjarverandi. Áður hafði far- ið fram atkvæðagreiðsla um breyt- ingartillögur frá meirihluta fjár- laganefndar og breytingartillögur frá einstökum þingmönnum stjórn- arandstöðuflokkanna. Samtals námu breytingartillögur fjárlaganefndar um aukin útgjöld rúmum 3,2 milljörðum króna, en útgjaldatillögur stjómarandstöð- unnar námu samtals tæpum 1,1 milljarði. Þingmenn Framsóknar- flokks lögðu á móti fram tillögur um 600 milljóna króna viðbótar- tekjur ríkisins, sem fólust aðallega í því að breikka eignarskattstofn- inn. Allar tillögur stjórnarandstæð- inga voru felldar nema ein, frá Kristínu Ástgeirsdóttur þingmanni Kvennalista, um 5 milljóna króna styrk til kvennaráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Peking á næsta ári. Einstakir stjórnarþingmenn sátu þó hjá eða greiddu atkvæði með nokkrum tillögum stjórnar- andstöðunnar. Þannig greiddu Matthías Bjarnason og Ingi Bjöm Albertsson, þingmenn Sjálfstæðis- flokks, atkvæði með tiliógu frá Jóhanni Ársælssyni, þingmanni Alþýðubandalags, um að hækka framlag til Landhelgisgæslunnar um 75 milljónir en síðan var sam- þykkt tillaga frá stjórnarflokkun- um um að hækka framlagið um 35 milljónir. Ingi Björn greiddi einnig at- kvæði með tillögu frá Svavari Gestssyni Alþýðubandalagi um að heimilt verði að endurgreiða Ríkis- spítölum allt að 30 milljónir króna á næsta ári, eða helminginn af andvirði línuhraðals fyrir krabba- meinsdeild spítalans. Ráðherra sat hjá Flestar tillögur meirihluta fjár- Iaganefndar voru samþykktar bæði af stjórn og stjórnarandstöðu en stjómarandstæðingar sátu hjá í atkvæðagreiðslu um sumar, eink- um ef um var að ræða skerðingart- illögur. Matthías Bjarnason lýsti því yfir, þegar fjallað var um fjár- mál flugvalla, að þegar frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum komi til atkvæða eftir jól, muni hann greiða atkvæði gegn ákvæði um skerðingu á framkvæmdafé flugvalla. Nokkra athygli vakti að Friðrik Sophusson bað um sérstaka at- kvæðagreiðslu um eina tillögu fjár- laganefndar og sat síðan hjá í at- kvæðagreiðslunni. Tillagan var um að heimilt verði að undirbúa að- gerðir til að bæta samkeppnisstöðu graskögglaverksmiðja. Friðrik sagðist hafa viljað sýna með þessu, að hann teldi að ríkis- valdið hefði þegar á þessu ári gert það sem í þess valdi stæði til að bæta samkeppnisstöðu verksmiðj- anna með því að létta af þeim skuld- um og því hefði tillagan verið óþörf. Lyftuskoðunarmaður lætur af störfum Einu sinni lok- ast inni í lyftu Hákon Þorsteinsson Ahöfuðborgar- svæðinu eru hátt í 900 lyftur og undanfarin 42 ár hefur Hákon Þorsteinsson séð um að skoða þær fyrir hönd Vinnueftirlitsins. Hann lætur nú af störf- um fyrir aldurs sakir, en það má kannski segja starfi hans til hróss að á meðan hann hefur haft auga með lyftum borg- arbúa hefur ekkert lyftu- slys orðið. Fólkslyftur þarf að skoða einu sinni á ári, en vöru- og matar- lyftur af ýmsu dagi eru skoðaðar annað hvert ár. Þær skipta því tugum þúsunda lyftumar sem Hákon hefur prófað. En þrátt fyrir reglulegt eftirlit sem tryggir öryggi eru margir hræddir við að fara inn í lyftu, en Hákon segist aldrei hafa verið smeykur við það, enda hefði hann ekki enst þetta lengi í starfinu þá. - Hvers vegna er fólk hrætt við að fara með lyftu? Það er yfirleitt vegna innilokun- arkenndar. Það hefur hjálpað mörgum að settir hafa verið spegl- ar í lyftur því þá finnst fólki það ekki vera eins eitt. - Hefur þú einhvern tímann lokast inni í lyftu? Einungis einu sinni. Þá lokaðist ég inni í lyftu ásamt umsjónar- manni hennar. Sá vildi ekkert vera að auglýsa það að hann sem um- sjónarmaður lyftunnar og ég sem skoðunarmaður hennar værum báðir fastir í lyftunni. Það var von á manni sem gat náð okkur út, en hins vegar var gluggi á hurð- inni og fólk sem var á ferð þar framhjá veitti okkur strax at- hygli. Við sögðumst bara vera að skoða lyftuna, en fólki fannst við vera heldur lengi að því. - Er algengt að fólk lokist inni í lyftu? Eg veit það ekki. Umgengni hefur töluvert að segja í þessu sambandi. Sums staðar eru lyftur alltaf af bila og má þá iðulega rekja það til umgengni. Það er sparkað í hurðirnar og fiktað í þeim á annan hátt. Fólk reynir að opna þær þegar lyftan er á ferð. Þetta vill oft fylgja helgum í fjölbýlishúsum, þá reyna stund- um of margir að troða sér inn í lyftur, sem fer þá í svokallað enda- stopp. Lyftan stöðvast neðst niðri og oft opnast hurðin ekki. - Þú ert aldrei kallaður til þegar fólk lokast inn í lyftum? Það er sem betur fer hætt. Það lagaðist þegar við fórum að setja í lyftumar upplýsingar um hvert fólk ætti að hringja ef lyftan bil- aði, en slíkar upplýsingar eiga nú að vera í öllum lyftum. - Eru lyftur yfirleitt öruggar? Öll tæki eru þannig að þau bila, en það getur ekkert gerst þegar maður ferðast með lyftu og hún bilar. Ef til dæmis um er að ræða víralyftu og allir vírarnir fara í sundur, þá fellur hún aldrei nema í mesta lagi 3-4 sentimetra. Allar lyftur eru búnar fall- hemlum sem stöðva þær í slíkum neyðartil- vikum. Það eru engar fólkslyftur leyfðar nema þær hafí fallhemla. Þetta eru því mjög örugg tæki og þau óhöpp sem hafa orðið hafa öll orðið fyrif handvömm. Það er vel fylgst með þessum búnaði, umsjónarmönnum ber að skoða lyfturnar í hveijum mánuði og ég yfirfer þeirra vinnu einu sinni á ári. - Hvað er það sem bilar helst? Mjög ofarlega á lista er hurðar- búnaður á þessum nýju sjálfopn- ►Hákon Þorsteinsson hefur unnið hjá Vinnueftirliti rikisins undanfarin 42 ár. Undanfarin átta ár hefur hann eingöngu starfað við að skoða lyftur, en hann lætur af þvi starfi um áramót. Hákon fæddist árið 1924, lærði fyrst vélvirkjun og þaðan lá leiðin í Vélstjóraskól- ann þar sem hann lauk prófi árið 1952 og réðst ári síðar til Öryggiseftirlits ríkisins, sem síðar varð Vinnueftirlit ríkisins. Hann er kvæntur Benediktu Lilju Karlsdóttur og eiga þau fjögur uppkomin börn. andi lyftum. Það má svo lítið út af bera þannig að ljrftan stoppi. - Hvernig hafa lyftur breyst á þessum árum? Það hefur orðið mikil breyting á þeim. Þær eru orðnar að miklu leyti tölvustýrðar og allt sem heit- ir stýribúnarður hefur breyst mik- ið. - Er þá orðið flóknara að skoða þær? Nei, en þetta er orðið talsvert margbreytiíegra en var. Grund- vallaratriðin eru alltaf þau sömu, lyftumar ganga alltaf upp og nið- ur. Hákon hefur orð á því að eftir 1960 hafí verið farið að byggja hærri hús en áður og í þeim væru iðulega lyftur. Einnig hafi lyftum svo fjölgað gífurlega undanfarin tíu ár þannig að undanfarin átta ár hefur aðalstarf Hákons verið skoðun á lyftum á höfuðborgar- svæðinu en um 7-800 lyftur þar af skoða á ári. Áður var hann einn- ig eftirlitsmaður í fyrirtækjum á vegum Vinnueftirlitsins, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Þrátt fyrir að lyfturnar hafi breyst í áranna rás hefur Hákon aldrei fengið neina sérstaka þjálf- un til að kynna sér breytingarnar. Hann segist hafa fengið leiðsögn í byrjun, en síðan hafi hann sjálf- ur þurft að viðhalda kunnáttunni með því að lesa sér til og þjálfa sjálfan sig upp. - Hvað er það sem þú þarft að skoða í lyftunum? Það þarf sérstaklega að gá að öllum öryggisatriðum, eins og neyðarbjöllu og fallhemlum, hurðum og neyðarlýsingu. Einnig er alls konar búnaður ofan á lyftunni og inn í lyftugöngunum sem þarf að fylgjast með. Maður þarf mikið að ferðast ofan á lyftunum og í lyftustokknum til að athuga hvort allt sé í lagi. Þá athugar maður hvað hún fer ofarlega, en lyftur eiga ekki að geta klemmt mann við loftið. - Hversu langan tíma tekur það að skoða lyftu? Maður má reikna með 1-1 Vi tíma, en oft tekur það lengri tíma ef eitthvað kemur upp á. „Handvömm orsök flestra óhappa.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.