Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 37 BRÉF TIL BLAÐSINS Dýrð sé Guði í upphæðum Frá Sigfúsi B. Valdimarssyni: „DYRÐ sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á.“ Lúk 2:14. Þannig hljóð- ar lofsöngur englanna yfir Betlehemsvöll- um forðum, þegar þeir boð- uðu fæðingu frelsarans: „Yður er í dag frelsari fædd- ur“ Lúk 2:11. Því miðuf er þetta sungið í flestum guðs- þjónustum þjóðkirkjunnar á allt annan veg en stendur í Biblíunni I og meiningunni er gjörsamlega I breytt. Því dreg ég þennan texta fram og bendi á skekkjuna, sem er andstæð því, sem spáð var um komu frelsarana að. hann myndi frelsa lýðinn frá syndum þeirra“ og því er hann sjálfur sagðist vera kominn til að „leita að hinu týnda og frelsa það“ og postularnir héldu áfram með þessa kenningu. „Látið frelsast frá þessari rangsnúnu I kynslóð“ Post 2:40. Nú er sungið að Guð hafí velþóknun yfir öllum mönnum, þar með breytni þeirra hvernig sem hún er. Við skulum halda áfram með boðskap ritning- arinnar: Guð elskar alla menn, en hatar syndina, Þess vegna þráir hann að þeir alstaðar „Gjöri iðrun og láti frelsast". „Því að svo elsk- aði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafí eilíft líf“, Jóh 3:16. Því sagði Jesús líka: „Ég er vegurinn og sanuleikurinn og Iífið“, Jóh 14:6. Þegar fjárhirðarn- ir höfðu hlýtt á lofsönginn og heyrt boðskapinn um fæðingu frelsar- ans, „sögðu þeir hver við annan: Vér skulum fara rakleiðis til Betle- hem og sjá þennan atburð, sem orðinn er og Drottinn hefir kunn- gjört oss. Og þeir fóru með skyndi og fundu bæði Maríu og Jósef, og ungbarnið liggjandi í jötunni, þeg- ar þeir sáu það, skýrðu þeir frá því, er talað hafði verið við þá um barn þetta, og allir, sem heyrðu það, undruðust það, sem hirðarnir sögðu þeim. En María geymdi öll þessi orð og hugleiddi þau með sjálfri sér. Og hirðarnir snéru aft- ur og vegsömuðu og lofuðu Guð fyrir allt það, er þeir höfðu heyrt og séð, eins og sagt hafði verið við þá“, Lúk 2:15-21. Fjárhirðarnir voru fyrstu menn- irnir, sem vitnuðu um fæðingu frelsarans og áreiðanleika þess boðskapar, sem fluttur hafði verið frá himninum. Þeir höfðu trúað þeim boðskap, og voru fullir gleði og friði þegar þeir snéru aftur frá Betlehem. Svo fer fyrir öllum, sem trúa Guðsorði og taka við þessu hjálpræði sem boðskapur englanna flytur okkur. „En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðsbörn, þeim, sem trúa á nafn hans“, Jóh 1:12. Biblían gerir alltaf glögg skil á milli þeirra, sem trúa á Jesú, og þeirra, sem ekki trúa á nafn hans, en fara sínar eigin leiðir. „Vér fórum allir villir vega, sem sauðir, stefndum hver sína leið“, Jes. 53:6. Til þeirra, sem höfðu tekið trú á Jesú, skrifar Jóhannes postuli á þessa leið: „Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefir auðsýnt oss, að vér skulum kallast Guðs börn, og það erum vér, vegna þess þekkir heim- urinn oss ekki, að liann þekkti hann ekki“. Þarna var aðskilnað- ur. Heims andinn, höfðingi þessa heims, hefir aldrei og mun aldrei viðurkenna hjálpræðisverk Jesú Krists, þó margir reyni að sameina það. Jesús sagði: „Enginn getur þjónað bæði Guði og mammon" og hvað er „sameiginlegt með ljósi og myrkri“ „Sá, ssem ekki er með mér, er á móti mér.“ „Þér eruð mínir lærisveinar ef þér gjörið það, sem ég býð yður“ „Sá sem elskar mig, mun varðveita mitt orð“. Kæri lesandi minn: Hverfum nú aftur að jólaboðskapnum „Sjá, eg boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum. Yður er í dag frelsari fæddur.“ Hefur þú komið til Jesú og eignast þann fögnuð og frið, sem hann einn getur gefið? Ef svo skyldi ekki vera. Farðu þá að dæmi hirðanna í „skyndi“ á fund frelsarans, og þú munt öðlast sömu reynslu og þeir, að allt, sem ritningin skýrir frá um hann er sannleikur og þú munt fagnandi hafa hann í hjarta þínu „Minn frið gef ég yður, ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur.“ Hann kom til að frelsa synduga menn og var ég þeirra fremstur, sagði Páll postuli. Þetta er sameiginleg reynsla allra, sem koma til Jesú og láta frelsast. „Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á.“ Guð gefí þér í sannleika gleðileg og heilög jól í Jesú nafni. SIGFÚS B. VALDIMARSSON, Salem, Isafirði. Til ham- ingju með Internet Frá Jóhannesi Vaidemarssyni: KÆRA Morgunblað. Mér þykir við hæfi að óska ykkur til hamingju með aðild að „Inter- net“. Framsækið fréttablað, sem leitar að „kjarna málsins“, þarf auð- vitað að tengjast slíku upplýsinga- neti sem Internet er. Þetta auðveld- ar og flýtir örugglega samskiptum, auk þess sem þúsundir nýrra upplýs- ingagátta opnast með það sama. Það gleður lítið íslenskt hjarta í Danmörku að vita til þess að nú getum við á mjög einfaldan hátt nálgast hvort annað. Hugsaðu þér, lesandi góður, fyrir tæpu ári, þegar ég var nýstaðinn upp úr stól mínum í mötuneyti há- skólans hér og bijálaður maður kom inn og skaut á allt sem hreyfðist; drap tvo, særði fleiri áður en hann drap sjálfan sig. Þessu hefði ég getað sagt ykkur frá tveimur mín- útum eftir að það gerðist, ef þið hefðuð verið komin í samband. Þetta var sem sagt góð „fram- sókn“ hjá ykkur. Kær kveðja frá Danmörku. JÓHANNES VALDEMARSSON, Árósahásköla. Sigfús B. Valdimarsson Reynslan er bitur ‘ Frá Árna Helgasyni: JÁ, það fer ekki milli mála og alls staðar sjáum við ummerkin 0g því miður ekki góð. Hún er allta.f að endurtaka sig og menn láta sér ekki segjast, því miður. Maður sem þekkti vel hvernig áfengið fer illa með og eitrar þjóðlífíð kvað: I Vínið hrindir mennskri mynd magnar lyndi skitið, I gerir yndið allt að synd og steinblindar vitið. í hverri línu þessarar stöku felst bitur sannleikur og þó er ekki minnst á hve hver einstaklingur verður að greiða fyrir sopann og bíða tjón á sál og líkama og ekki er spurt um heimilishaginn þegar út í þetta er komið og um með- 1 ferð líkamans er ekki minnst. Og alltaf verður hún áleitnari spurn- , ingin: Hvers vegna neyta menn þessa sem þannig fer með líf og sál, já, kaupa dýrum dómum. Og ekki má gleyma tóbakinu sem menn flaska á, byija smátt en geta svo ekki losnað við. Þetta er svo vanabindandi. Veitingahús rísa svo að segja í hverri götu og auðvitað er markmiðið að græða | á veikleika bróður og systur, því nú þykir sjálfsagt að kvenmaður- inn sé með. Eigendur húsanna vita 1 hvar á veikan er að róa. Það er talað um gjaldþrot heimilanna. En hefir verið rannsakað hve mikið Aðventu- 1 vers - 1994 1 Frá Þorgeiri Ibsen: Á ferli þínum, fegurst vetrarsól, - færðu sálum manna heims um ból þitt blíða Ijós: - Guðs-bamið jötu í, - sem boðar okkur heilög jól á ný. Það blessað ljós nú brýzt í gegnum ský og boðar okkur heilög jól á ný. I Á ferli þínum, - himins fagrahvel, - festu í hjörtum meira bróðurþel. ÞORGEIRIBSEN. Sævangi, á aðventu 1994, þessar eiturnautnir koma við sögu. Ég hefi orðið var við að jafnvel sterk og yndisleg heimili hafa fengið að kenna á vélabrögðum Bakkusar. Hann fer ekki í mann- greinarálit. Þá er ekki vílað við að peningarnir, sem áttu að fara fyrir föt og fæði, fari fyrir áfengi. Hvað skyldi okkar fámenna þjóð fara með mikið í þessar eitur- nautnir? Hefír það nokkurn tímann verið kannað? Það hefir margt verið kannað ónauðsynlegra. Við heyrum mikið talað um unglinga- vandamál, en síður minnst á hvernig þau væru tilkomin. Skyldi þá ekki vera að þess sé að leita á heimilunum, gæti jafnvel ekki fundist ástæðan fyrir því hvernig ungmennin haga sér? Ég sá um daginn huggulegan mann úti á götu leiðandi tvö lítil börn og auð- vitað var hann með sígarettu upp í sér. Er þetta ekki ein fyrirmynd og hversu menn gefa hlutunum öfug nöfn. Tala menn ekki um að fara út að skemmta sér? Og hvern- ig er skemmtunin. Það er líka talað um glögg. Það hefi ég aldrei skilið, ekki verða menn glöggari við að drekka áfengi, heldur annað. Það er líka talað um að gera sér glaðan dag. Og auðvitað með því að drekka áfengi eins og gleðin er þar mikil. En hvað er í för með áfenginu? Heyrum við ekki daglegar fréttir um bílveltur, innbrot, árásir, nauðganir, líkamsmeiðingar og allt af völdum áfengisins. Lögregl- an hefur nóg að gera allan sólar- hringinn. Göturnar útataðar eftir helgar og þrifin þurfum við skatt- greiðendur að borga. Jafnvel um hátíðir er ekki slakað á. Nú eru jólin í nánd. Hvernig ætlar hinn almenni borgari að eyða þeim? Fær lögreglan nokkurn frið? Hvenær ætlar mannkindin að hætta að gera sig vitlausari en hún er með aðstoð áfengisins? Gleðileg jól. Sönn jól. Vímulaus jól. ÁRNlHELGASON, Stykkishólmi. Veist.u að jólastjarnan er ekki aðeins eitruð, heldur getur hún ert augu og slímhúð? Hafðu hana þar sem börn ná ekki til. NÝ NILFISK - NÚ Á FRÁBÆRU KYNNINGARVERÐI - kjarni málsins! MUNURINN LIGGUR í LOFTINU - hreinna en frá nokkurri annarri heimilisryksugu! NILFIS ÓMENGUÐ GÆÐI NILFISK ÓMENGUÐ GÆÐI /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420 FÆRRI OFNÆMISTILFELLI: Læknisfræðilegar rannsóknir hafa sannað, að ofnæmi áf völdum ryks er sjaldgæfara hjá börnum í fjölskyldum, sem ryksuga oft og vandlega. Þökk sé einstökum Nilfisk-síunarbúnaði, getur þú nú fjarlægt allt ryk, einnig rykmaura og úrgangsefni þeirra, svo og astma- og önnur ofnæmis- valdandi óhreinindi. HEPA (High Efficiency Particular Air-filter): Undanfarin ár hefur Nilfisk þróað nýjan síunarbúnað til notkunar fyrir asbestryk og ýmiss fleiri eitruð efni. Sú reynsla, sem þar fékkst, hefur nú verið notuð við hönnun á nýju GM-heimilisryksugunum. Yfirborð síunarer 2.400 cm'. Þetta mikla yfirborð tryggir langa endingu síunnar, lágmarks- mótstöðu og áður óþekkta síunarhæfni. Við gegnum- streymi loftsins festast jafnvel smærstu rykagnir í HEPA-síunni. Síunin er svo fullkomin, að 99,95% rykagna, jafnvel þótt þær séu smærri en 1/10.000 úr millimetra, festast í síunni. Einmitt þessar örsmáu rykagnir geta skaðað lungun. HEPA-sían er staðalbúnaður í Nilfisk GM-210 ryksugunni. NILFISK GM210 NILFISK GM200 NILFISK GM200E 25.640,-stgr. 21.400,-stgr. 17.990,-stgr. 3 litir og 3 útfærslur: Sameiginlegt er 1200W mótor, inndregin snúra, innbyggð sogstykkjageymsla og aflaukandi kónísk slanga. GM200 og GM210 hafa rykmæli og stillanlega rörlengd. GM210 að auki 2ja hraða mótor, HEPA-síu og TURBO-teppasogstykki með snúningsbursta. HEPA-sía og TURBO-sogstykki fást aukalega með GM200 og GM200E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.