Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Píanótónleikar í Norræna húsinu ARNHILDUR Valgarðsdóttir heldur píanótónleika í Norræna húsinu mið- vikudaginn 28. desember kl. 20.30. Arnhildur er í námi við Royal Seottish Academy of Music and Drama í Glasgow. Hún lauk þaðan BA-gráðu í tónlistarfræðum og píanóleik árið 1993 og mun í vor útskrifast með post-graduate diploma í píanóleik. Hún hefur notið tilsagnar Philip Jenkins og Vanessu Lat- arche og kennari hennar nú er Colin Stone. Á efnisskránni verða: Prelúdía og fúga í Cís dúr úr bók II eftir J.S. Bach, Partíta í e-moll nr. 6. eftir J.S. Bach og fyrsti kafli ófull- gerðu „Reliqué" sónötunnar eftir F. Schubert. RAMMÍS * Rannsóknarráð Islands auglýsir styrki úr eftirfarandi sjóðum: * Vísindasjóði (áður Vísindasjóður í vörslu Vísindaráðs) er hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir. Umsóknarfrestur er til 15. janúar. * Tæknisjóði (áður Rannsóknasjóður í vörslu Rannsóknaráðs ríkisins) er hefur það hlutverk að styðja nýsköpun í íslensku atvinnulífi með því að efla tækniþekkingu, rannsóknir og þróunarstarf. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar. Umsækjendur geta verið: ★ Vísindamenn og sérfræðingar ★ Háskólastofnanir og aðrar vísinda- og rannsóknastofnanir. ★ Fyrirtæki, einstaklingar og samtök er hyggjast vinna að rannsóknum og nýsköpun. Veittir eru þrenns konar styrkir úr ofangreindum sjóðum sem hér segir: (1) „Verkefnastyrkir“ til fræðilegra og hagnýtra verkefna. Miðað er við að upphæð styrkja geti numið allt að 5.000 þús. kr. (2) „Forverkefna- og kynningarstyrkir“ (umsóknarfrestur er opinn) til undirbúnings stærri rannsókna- og þróunarverkefna, allt að 600 þús. kr. Styrkir til undirbúnings umsókna í 4. Rammaáætlun Evrópusambandsins, allt að 250 þús. kr. (3) „Starfsstyrkir“ Veittar verða tvær tegundir starfsstyrkja: ★ „Rannsóknastöðustyrkir“ eru veittir úr Vísindasjóði til tímabundinna starfa vísindamanna, er lokið hafa doktorsprófi eða hlotið samsvarandi menntun við viðurkennda háskóla. ★ „Tæknimenn í fyrirtæki“ er heiti styrkja, sem veittir eru úr Tæknisjóði til fyrirtækis í þeim tilgangi að ráða vísinda- og/eða tæknimenntað fólk tu starfa. Ný eyðublöð og leiðbeiningar fást hjá Rannsóknarráði íslands, Laugavegi 13, sími 5621320. Um Rannsóknarráð íslands — RANNÍS Hlutverk Rannsóknarráðs íslands samkvæmt lögum nr. 61/1994 er: ,,..að treysta stoðir íslenskrar menningar og atvinnulífs með því að stuðla að markvjssu vísindastarfi, tækniþróun og nýsköpun.“ Með hliðsjón af þessu hefur RANNÍS samþykkt að beita sér fyrir að mannauður þjóðarinnar verði virkjaður í sókn til betra manniífs og bættra lífskjara, m.a. með því að: * styrkja stoðir grunnrannsókna, einkum á sviðum þar sem iíklegt er að ísiendingar geti náð góðum árangri miðað við alþjóðlegar kröfur; * efla íslenskt atvinnulíf með markvissum, hagnýtum rannsóknum og auka tengsl atvinnulífs, rannsókna- og menntastofnana; * stuðla að aukinni þátttöku fyrirtækja í rannsókna- og þróunarstarfsemi; * auka þátttöku ísiendinga í fjölþjóðlegri vísinda- og rannsóknastarfsemi; * efla skipulegt mat á árangri vísinda- og rannsóknastarfs; * beita sér fyrir kynningu á niðurstöðum rannsókna og gildi vísinda fyrir atvinnulíf og menningu þjóðarinnar; * vinna að því að efling rannsókna og nýting þeirra verði í ríkara mæli samofin stefnumótun íslenskra stjórnvalda. Frá Saxlandi til Hellu BOKMENNHH Endurminningar DÝRALÆKNIR Í STRÍÐI OG FRIÐI eftir Karl Kortsson. Þýð. Óskar Ingi- marsson. 262 bls. Skjaldborg hf. Prentun: G. Ben. Edda prentstofa hf. Reykjavík, 1994. Verð kr. 3.480. BÓKIN Dýralæknir í stríði og friði, sem skrifuð er á þýsku en þýdd af Ó'skari Ingimarssyni, skipt- ist í tvennt: Endur- minningar frá Þýska- landi og endurminn- ingar frá íslandi. Fyrri hlutinn er bæði sam- felldari og efnismeiri. Fyrst segir höfundur frá bemsku sinni og æsku heima í Saxlandi. Hann átti góða að. Honum gekk vel í námi. Hann hafði metnað til að koma sér áfram í þjóðfélaginu. Og andstaða hans við ríkjandi stjórnvöld olli honum aðeins tíma- bundnum óþægindum. Hann gekk í augun á veikara kyninu. Og það heldur betur! Varð sannkallaður hjartaknúsari. Kærustum kom hann sér upp hvar sem hann fór. Af hjart- ans lyst endurlifir hann í frásögn- inni sælustundirnar sem hann átti með þeim. Ef hann hefði verið uppi og skráð sögu sína hundrað árum áður hefði hún verið kölluð bæði opinská og berorð! En höfundur er næmur fyrir samtíma sínum og veit hvað má bjóða lesendum og hvað þeir vilja vita. Enda er svo komið að berorðar frásagnir þurfa ekki nauðsynlega að vekja forvitni nema efnið hafi með einhveijum hætti víðtækari skírskotun. Og svo er einmitt hér. Karl Kortsson segir vel frá. í þróttmikilli en jafnframt látlausri frásagnarlist stendur hann mörgum atvinnuhöfundinum fram- ar. Frásögn hans er bæði skipuleg og lifandi. Þar við bætist að hann hefur frá miklu að segja. Ekki tak- markast það við ástarsælu einbera. Fyrr getur reynsla manns talist frá- sagnarverð en hann hafi verið sjónarvottur og þátttakandi í heims- styrjöld. En sú var einmitt raunin um Karl Kortsson. Það er þó ekki svo að ástinni sleppi en stríðið taki við á samri stund heldur fléttast hvort tveggja saman. Sögumaður varð að gegna herþjónustu eins og aðrir ungir menn á hans aldri. Sú saga er auð- vitað harmþrungin fyrst og fremst, en sögulega fróðleg eigi að síður. Hagur her- mannsins Karls Korts- sonar fylgdi að sjálf- sögðu gengi landa hans í stríðinu. Fyrstu árin veitti Þjóðveijum hvar- vetna betur. Lífið í Þýskalandi gekk sinn vanagang. Vígstöðv- amar vom í óraíjar- lægð frá friðsælum heimahögum. En stríðsgæfaii er fallvölt jafnan. í nóvember 1941 fékk þýski herinn skip- un um að taka Moskvu. Kannski átti það að vera jólagjöf til foringj- ans. Sá var aðeins gallinn að skip- unin sú kom of seint, allt of seint. Þá var genginn í garð einn kald- asti vetur þar um slóðir í manna minnum. Herinn mikli, sem numið hafði staðar og beðið skipana skammt frá höfuðborg Sovétríkj- anna, komst aldrei lengra. Þar með vom úrslit siðari heimsstyijaldar- innar í raun og vem ráðin þótt hvorki gengi né ræki um sinn. Bandaríkjamenn sendu Rússum ókjör vopna. Víðátta Rússlands varð Þjóðveijum líka ofviða rétt eins og her Napóleons hálfri ann- arri öld áður. Næstu mánuðina var barist upp á líf og dauða á víglínu sem náði frá Leningrad til Svarta- hafs. Að lokum mátti þýska þjóðin reyna að sá einn er sekur sem tap- ar. Þeir sem gegndu herþjónustu á austurvígstöðvunum, sem og íbú- amir í austurhluta landsins, litu svo til að um þrennt væri að velja: Dauðann, Síberíuvist eða flótta. Sögumaður, sem var dýralæknir í hernum, valdi síðasta kostinn ásamt miklum fjölda annarra. Þar var ófeigum forðað. Fyrstu árin eftir stríðið færðu með sér þvílíkar hörmungar að við lá að þjóðin væri svelt í hel. Tvö prósent Þjóðveija fluttust úr landi, flestir vestur um haf. Þetta var ekki rótlaus kynslóð þrátt fyrir upp- Iausnina sem stríðið olli, enda alin upp við vinnu reglusemi og talsverð- an aga, heldur var hún að leita að nýjum grundvelli til að byggja líf sitt á. Nokkur hundmð fluttust til íslands, þeirra á meðal dýralæknir- inn Karl Helmut Bruckner eins og hann hét áður en hann varð íslensk- ur ríkisborgari. Þar með var fram- tíð hans ráðin. Hann settist að á Hellu á Rangárvöllum sem var þá mun minna þorp en nú. Frá Hellu þjónaði hann svo nálægum sveitum það sem eftir var starfsævinnar. Konu sinni, sem var frönsk, hafði hann kynnst við stríðslok í Dan- mörku. Eins og aðrir, sem gerast íslenskir ríkisborgarar, varð hann að taka upp nýtt nafn. Eftir það hét hann Karl Kortsson. Á íslandi beið hans nýtt líf í flestum skiln- ingi. Heima í Þýskalandi hafði hann næstum eingöngu fengist við hesta- lækningar. Hér varð hann að sinna öllum algengum bústofni bændanna í Rangárvallasýslu. Vegna stöðugra ferða fram og aftur um héraðið kynntist hann fljótlega mannlífí og landsvenju, tók mikinn þátt í félags- lífi og gerðist íslendingur miklu meira en í orði kveðnu. »Mér hefur hlotnast lífsfylling,« segir hann að leiðarlokum, »því að ég hef fylgt arabíska spakmælinu og byggt hús, alið upp börn, gróðursett tré, skrif- að bækur og tamið villta hesta!« í styijöld ræður enginn sínum næturstað. Það sannast á þessari sögu. Þýðing Oskars Ingimarssonar er lipur og vönduð. Erlendur Jónsson Karl Kortsson Ljúflingsbók BOKMENNTIR Saga RÚMIÐ HANSÁRNA eftir Bubba Morthens Myndskreyting: Tolli Hönnun: Magnús Arason Prentverk: Oddi hf. Setberg, 1994 - 31 síða. OFT HAFÐI eg spurt sjálfan mig: Hvað veldur öllu dálætinu sem þjóðin hefir á syni sínum Bubba? Eg heyrði hann spila á gítar. Ekki var svarið þar. Eg heyrði hann fara með frumsamin' ljóð. Ekki var svarið þar. Eg sá hann ærslast á sviði. Ekki var svarið þar. Eg heyrði lög hans. Ekki var svarið þar. Svo allt í einu, við skírn á barni vinar hans, laukst svarið upp fyrir mér: Bubbi er holdiklæddur draumur okkar allra, — draumurinn um að fá að vera EG SJÁLFUR, frjáls, — engu bundinn, tildrið og uppskafnings- hátturinn rakið burt, — nakið hjarta. Hann þorir að vera hann sjálfur, þorir að standa við hlið lítilmagnans, vera honum bróðir. Þorir að takast á við eigin galla, glíma til sigurs; þorir að láta sig dreyma og breyta þeim í dag- mynd, án þess að hugsa, hvað öðrum finnist. Þorir að faðma og sýna kærleik, af því að það er svo undur gaman að taka þátt í ævin- týrinu líf. Kærleikurinn sem hann umvafði barnið við skírnarsáinn var slíkur, að bænmál kirkjunnar við at- höfnina varð eins og músartíst. Síðan þá hefi eg hlustað á Bubba með ykkur hinum, ekki endilega á tóna hans og orð, heldur á hjarta hans slá. Nú sendir hann frá sér bók. Hann gerir enga kröfu um að verða talinn meðal spekinga, nei, heldur velur sér að viðfangs- efni lítinn dreng, sem þykir ósköp notarlegt að kúra milli pabba og mömmu. Svo undur notarlegt, að hann veitir því fyrst athygli, er í leik- skóla kemur, að hann á ekkert rúm sjálfur. Hvernig má slíkt ske? Og þegar hann hefir unnið á ótta sínum, biður hann um rúm. Hann fær það. Undarleg tilfinn- ing að sofa einn í herbergi. En Bubbi bregzt ekki barni sínu. Hurðir eru opnar; ljós lýsir gang, og lítill drengur, SEM ER AÐ VERÐA STOR, getur óttalaus laumazt á tám til að líta á mömmu og pabba í sínu rúmi. Hver kann- ast ekki við við þessa mynd? Þetta er sagan af þér, — sagan af mér. Svona er Bubbi. Myndir Tolla eru sterkar, fjörlegar, falla vel að efni. Honum kippir í kyn við bróð- ur, hugsar ekkert um, t.d. að pabbi Arna líkist sjálfum sér milli mynda. Horfið á hann við myndatrönuna og berið saman við verzlunarferðina. Kannske viljandi, listamaðurinn að undirstrika, hve lang- an tíma tekur að spara fyrir rúmi, nú eða þá það að spara verður óþarfa eins og rakblöð, ef fátækur vill gieðja barn sitt. En skemmtilegar eru myndirnar, eins og bókin öll. Lítil börn ' munu gleðjast. Ekki er eg sáttur við letrið, gömlum augum er það alltof órólegt. Aftan á kápu stendur meðal annars: „laga- og textasmiður". Eg _ veit, að það er í tízku að SMÍÐA alla skapaða hluti. En eg man flug Sigurðar skólameistara, þegar hann þrumaði yfir okkur merking þessa orðs, er einhveijum nema hafði orðið það á að „smíða veg“ í ritgerð. Sigurður er að vísu látinn, við sem hlýddum á ekki, og hrökkvum við, — störum á, hvemig orðfæð þeirra, — sem þó við skriftir fást, leikur málið. Nú SMÍÐA menn alla hluti, jafnvel texta, og ELSKA síðan að enskum sið þeirra sem hafa ekki nennu til að læra málið nema til heimanota. Prentverk vel unnið. Mjög ljúf bók. Sig. Haukur Guðjónsson. BubbiMorthens

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.