Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 35
FRÉTTIR
NESKIRKJA
Jólaguðsþjónusta með
sérstökum hætti
Á SÍÐUSTU jólum var í fyrsta
sinn í Neskirkju aftansöngur
klukkan fjögur á aðfangadag.
Fjölmennt var og því verður
hafður sami háttur á í ár.
Þessi aftansöngur, jólaguðs-
þjónusta barnafjölskyldunnar,
er að því leyti frábrugðinn þeim
seinni klukkan sex og nátt-
söngnum klukkan hálftólf að í
stað hefðbundinnar prédikunar
kemur jólasaga.
Ætlast er til að kirkjugestir
syngi jólasálma sem allir kunna
við undirleik Reynis Jónasson-
ar. Þá verða hin fyrstu jól svið-
sett fyrir yngstu kirkjugestina.
Eins og á undanförnum árum
verður tekið á móti framlögum
til Hjálparstofnunar kirkjunnar
við fjárhúsið sem stendur við
anddyri kirkjunnar.
Það er góður sigur að leyfa
börnunum að gefa til bág-
staddra áður en þau fagna fæð-
ingu frelsarans sem sagði: „Það
sem þér hafið gjört einum
minna minnstu bræðra, það haf-
ið þér gjört mér.“
Jólahald í
Dómkirkjunni
DÓMKIRKJAN býður enn sem
fyrr fólk velkomið til að taka
þátt í hátíðarhaldi jólanna. Guðs-
þjónustur hátíðarinnar verða
sem hér segir: Aftansöngur á
aðfangadag kl. 18, messa á jóla-
nótt kl. 23.30 og hátíðarguðs-
þjónustur á jóladag kl. 11 og 14
ogannanjóladagkl. 11.
Flestir þekkja aftansöng og
hátíðarguðsþjónustu Dómkirkj-
unnar sem skapað hefur fremur
en annað mynd helgihalds jól-
anna með landsmönnum, segir í
fréttatilkynningu. Á jólanótt
hefur svo bæst við að nýju messa
með hátíðarsöngvum og altaris-
göngu. í jólanæturmessunni
syngur Kammerkór Dómkirkj-
unnar en við hinar guðsþjón-
usturnar syngur Dómkórinn.
Á annan jóladag býður Dóm-
kirkjan til barnahátíðar kl. 14.
10-12 ára börn sýna helgileik,
börn leika á hljóðfæri, Ebba Sig-
urðardóttir, biskupsfrú, lesjóla-
sögu og að lokum verður stund
við jötuna.
KETKRÓKUR
Ketkrókur
kemur í dag
KETKRÓKUR er kominn á kreik í
byggð og verður honum fagnað
sérstaklega á Ingólfstorgi kl. 14 í
dag, þar sem Sigurður Rúnar og
starfsfólk Þjóðminjasafnsins tekur
á móti honum með hljóðfæraslætti
og söng.
Ný tísku-
verslun í
Hafnarfirði
OPNUÐ hefur verið ný tískuversl-
un, Tískuvöruverslunin ímynd, í
miðbæ Hafnarfjarðar. Verslunin er
með úrval af tískufatnaði fyrir ungl-
ingsstúlkur.
- kjarni málsins!
Rauðakrosshúsið
Opið um jól
og- áramót
RAUÐAKROSSHÚ SIÐ er neyðar-
athvarf fyrir börn og unglinga,
starfrækt 24 tíma á sólarhring,
allan ársins hring. Opið verður um
jól og áramót eins og áður hefur
verið. í Rauðakrosshúsinu er einn-
ig starfrækt neyðarþjónusta sam-
hliða neyðarathvarfinu.
Ekki eru það allir sem geta
notið jólanna í friðhelgi heimilisins
og margir eiga um sárt að binda
einmitt um hátíðarnar. Því vill
starfsfólk Rauðakrosshússins
benda á þessa þjónustu, sem starf-
rækt er með meginmarkmið Rauða
krossins í huga: neyðarhjálp,
mannúð og hlutleysi.
Rauðakrosshúsið er við Tjarnar-
götu 35, 101 Reykjavík, sími 91-
622262, grænt númer 99622.
------»--------
■ FUNDUR stjórnar Vélstgóra-
félags íslands (VSFÍ) haldinn 13.
desember sl. lýsir yfir fullum
stuðningi við baráttu sjúkraliða
fyrir bættum kjörum sér til handa.
Fundurinn harmar það hvað verk-
fall þeirra hefur staðið lengi og
komið niður á þeim sem síst skyldi,
sjúkum og öldruðum, sem ekki
geta séð um sig sjálfir, miðað við
núverandi aðstæður. Fundurinn
átelur viðsemjendur sjúkraliða fyr-
ir það að hafa ekki strax, áður
en til verkfalls kom, tekið upp al-
vöru kjaraviðræður við þá með það
að markmiði að tryggja þeim sam-
bærilegar kjarabætur og aðrir í
hópi heilbrigðisstéttanna hafa not-
ið, segir í frétt frá VSFÍ.
afmælfstilboð
KitchenAid
:°.f,uf hakka9Ur' <
-****££>
'yiMa.**1
í tilefni 30 ára afmælis okkar og 75 ára afmælis EitcÚehAid
bjóðum við takmarkað magn af nýjustu heimilishrærivélinni K90
á kr. 31.400 (rétt vcrð kr. 36.900).
Staðgreitt kr. 29.830.
K90 vélin er framtíðaivél með enn sterkari mótor og hápóleraðri
stálskál með handfangi.
Fjöldi aukahluta er fáanlegur, m.a. kommylla og kransakökustútur.
*
Islensk handbók fylgir.
KitchenAid
Lágvær - níðstcrk - endist kynslóðir
Borgartúni 28 S 622901 og 622900
JÓL í GALLERÍ BORG
NÝJAR VATN SLITAM YNDIR
FRÁ KARÓLÍNU LÁRUSDÓTTUR
ÚRVAL VERKA YNGRI LISTAMANNA
MYNDIR GÖMLU MEISTARANNA
JÓLAGLÖGG OG PIPARKÖKUR
FRÁ KL. 16.00 í DAG
OPIÐ TIL KL. 23.00 í KVÖLD
OGKL. 10.00-12.00 AÐFANGADAG
BORG
v/Austurvöll, sími 24211