Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 41 FÓLK í FRÉTTUM Islenska óperan STÓRHLJÓMSVEIT meðlima Sinfóníuhjjómsveitarinnar leikur fyrir dansi eins og á nýársdansleiknum í fyrra. V ínar dansleikur á nýársdag ÍSLENSKA óperan heldur Vínar- dansleik á nýársdag á Hótel ís- landi þar sem 25 meðlimir Sin- fóníuhljómsveitar íslands leika fyrir dansi undir stjórn Páls P. Pálssonar. Auk Sinfóníunnar koma fram einsöngvararnir Garðar Cortes, sem einnig er veislustjóri og kynnir kvöldsins, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Ólaf- ur Ami Bjarnason og kór Is- lensku óperunnar. Borin verður fram margrétta veislumáltíð. Þetta er í fyrsta skipti sem Óperan stendur fyrir Vinardans- leik á nýársdag, en Hótel ísland hélt slíka veislu fyrir ári. Ólöf Kolbrún segir að í fyrstu hafi skemmtistaðurinn ætlað að sjá sjálfur um dansleikinn, en síðan hefði veitingamaðurinn stungið upp á því að íslenska óperan sæi um hann. „íslenska óperan á stóran styrktarfélagahóp, sem við ætl- um að reyna að höfða til,“ segir Ólöf Kolbrún. „Þetta er ágætis leið til þess að halda sambandi við þá sem sýna óperunni áhuga. Við erum komin á fullt með að undirbúa La Traviata, sem frum- sýnd verður í febrúar, og er þetta góð leið til þess að kveikja upp í fólki fyrir veturinn." Metnaður að fylla danskortin A dansleiknum verða leiknir dæmigerðir Vínarvalsar, en ein- söngvaramir og kórinn munu syngja aríur, dúetta og kórverk úr óperettum. Ólöf Kolbrún segir að þetta sé síðkjólaball og verði dömurnar með danskort, þar sem herramir skrifi sig á lista til að fá að dansa við þær. „Ætli það verði ekki metnaður út af fyrir sig að fylla danskortið," segir hún. Einnig verði tvö dömufrí. Ekki er búist við neinum ágóða af dansleiknum, enda segir Ólöf Kolbrún að það sé dýrt að halda dansleik á nýársdag. „Við viljum fyrst og fremst láta vita af okkur og sýna að við séum lifandi,“ segir hún. ’þrofessVfeal 500 KRINGLUNNI, SÍMI 887230. TAGHeuer SWISS MA.Dt SINCE 1860 Mynd um Dietrich? _^BIÁA LÓNIÐ j -œvintýri líkast! ►LEIKSTJÓRINN Louis Malle er að þreifa fyrir sér með gerð myndar eftir ævi Marlene Ðiet- rich og hefur hann þegar boðið leikkonunni Umu Thurman að fara með hlutverk söngkonunn- ar. Thurman er að íhuga málið, en hún er mjög eftirsótt um þessar mundir í Hollywood eftir góða frammistöðu sína í Reyf- ara Tarantinos. MARLENE Dietrich Opið um jól og áramót: Þorláksmessa.........kl. 11-19 Aðfangadagur.........kl. 10-14 Jóladagur............kl. 13-18 Annar í jólum........kl. 10-21 Gamlársdagur.........kl. 10-16 Nýársdagur.................kl. 11-18 Ath. ný símanúmer! Skrifstofa 92-68800 -fax 92-68888 Baðhús - meðferð 92-67988 Óskum öllum landsmönnum gleðilegra jóla ogfarsœldar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Gleðileg jóll Óskum öllum landsmönnum í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.