Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 45 . STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ Loais Diana GOSSETTJR RIGG joanne Sean WHAUTY-KHJVIER CONNERY HX |LU CASFIIM HX i Jólamynd 1994 GÓÐUR GÆI ÍY frá leikstjóra Driving Miss Daisy, Bruce Beresford. Frábær grínmynd um nakta, níræða drottn- ingarfrænku, mislukk- !aðan, drykkjusjúkan kvennabósa og spillta stjórnmálamenn. Valinn maður í hverri stöðu: Sean Connery (James Bond, Hunt for Red October), John Lithgow (Raising Cain), Joanne Whalley Kilmer (Scandal), Louis Gossett Jr. (Guardian), Diana Rigg (Witness for the Prosecution) og Colin Friels. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. M ★★★ Ó.T. Rás 2 '' ★ ★★ G.S.E. Morgun- pósturinn ★★★ D.V. H.K «1 í. ri * msm Komdu og sjáðu THE MASK, skemmtilegustu, stórkostlegustu, sjúklegustu, brjáluðustu, bestu, brengluðustu, fyndnustu, fáránlegustu, ferskustu, mergjuðustu, mögnuðustu og eina mestu stórmynd allra tíma! Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Jóladans o g dýfa TONLIST Hljómplata SENN KOMA JÓLIN Söngur: Sigríður Bein- teinsdóttir, Andrea Gylfadóttir, Helga Möll- er, Björgvin Halldórsson, Laddi, Ellen Kristjáns- dóttir, Stefán Hilmars- son, Margrét Eir, Böm úr Bamakór Grensás- kirkju undir sijóm Mar- grétar Pálmadóttur. Gít- ar, lUjómborð, bassi, for- ntun, söngur: Þorvaldur B. Þorvaldsson. HJjóm- borð, forritun, útsetning „Litlajólabara": Máni Svavarsson. Bassi: Eiður Arnarsson, Þórður Guð- mundsson. Trommur: Olafur Hólm. Harmon- >ka: Kjartjui Valdimars- _ son. Gítar, hjjómborð, útsetning „Þegar þú birt- lst“: Ari Einarsson. Verk- stjóm og útsetningar: Þorvaldur B. Þorvalds- son. Útgefandi Spor. Verð 1.999 kr. EINI jólasveinninn á þessari plötu er á umslaginu. Átta þekktir söngvarar og söngkonur flytja hér ellefu ný og gömul jólalög í ferskum útsetningum. ÞETTA er jólaplata fyrir uriga í anda. Það gengur á teeð éljum í bland við róm- antíska logndrífuna, hér er ekki rölt í kringum jólatréð heldur rokkað. Pyrst er titillagið Senn koma jólin, eftir Þorvald B. Þorvaldsson, sem axlaði þungann af gerð plötunnar, °g er það við texta Krist- laugar Maríu Sigurðardótt- ur. Sigríður Beinteinsdóttir syngur um tilhlökkunina til jóla og á Iagið ábyggilega eftir að helga sér sess með- al vinsælla jólalaga sem fá spilun ár eftir ár. Ónnur lög eru erlend og hljóma kunnuglega, þótt hér. séu þau tekin ferskum tökum. Hinrik Bjarnason hefur gert flesta texta plötunnar og hljóma þeir vel. Það leynir sér ekki að kunnáttumenn hafa verið að verki og nostrað við smá- atriðin ekki síður en heildar- myndina. Á þessari plötu er að fínna eyrnakonfekt, smá mola í útsetningum og flutn- ingi, sem gleðja eyrað við endurtekna hlustun og jóla- skraut sem ber vott góðu jólaskapi aðstandenda. Til dæmis óvæntar jóla- og ný- árskveðjur í tveimur lögum og jólakliður í Jólin þín og mín.. Unglingar á heimili und- irritaðs kváðu upp þann dóm að Iögin með Andreu væru mei-ei-ei-riháttar. Diskó- sálmurinn Drengur Maríu (Mary’s Boy Child) er brot- inn skemmtilega upp með bumbuslætti og söng án undirleiks. Danski sumar- smellurinn Litla jólabarn, sem Ómar Ragnarsson færði í íslenskan vetrarbún- ing, er hér í danstakti að hætti Mána Svavarssonar. Til mótvægis við jóladans- lögin má nefna tvö róleg og gamalkunn, Jólin held ég heima (I’ll Be Home for Christmas) sem Ellen Krist- jánsdóttir syngur og gamlan enskan sálm Líður að kvöldi (Morning Has Broken) í flutningi Stefáns Hilmars- sonar. Undirrituðum þótti lagið Þegar þú birtist skera sig úr, bæði hvað varðar útsetn- ingu og flutning. Það hefði styrkt heildarmyndina að láta Þorvald og félaga ann- ast þetta lag eins og hin. Þessi plata hefði átt skilið betra umslag. Porsíðan er líkt og unnin upp úr ófrum- legu amerísku jólakorti. Tit- illinn hefur meira að segja stórt J í jólunum! Textablað er þokkalegt, að frátöldum ritvillum, og upplýsingar um flytjendur og höfunda ágæt- ar. Guðni Einarsson iMm SIMI19000 GALLERI REGNBOGANS: SIGURBJORN JONSSON FRUMSÝNING Á JÓLAMYND REGNBOGANS OG BORGARBÍÓS Á AKUREYRI STJORNUHLIÐIÐ fFLYTUR^ Þ I G KURT ÞIG JAMES BUSSELL M I L L J Ó N SPADER LJÓSÁR „ Y F I R í A N N A N HEIM STARGAT E » .r ' ’WT* p F. N , ^ . KÉMSTU f TIL ■ BAKAr Stórfengleg ævin- týramynd, þar sem saman fer frábærlega hugmyndaríkur söguþráður, hröð framvinda, sannkölluð háspenna og ótrúlegar tæknibrellur. Bíóskemmtun eins og hún gerist best! Aðalhlutverk: Kurt Russell, James Spader og Jaye Davidson. Leikstjóri: Kurt Emmerich. Bönnuð innan 12 ára. Athugið breyttan sýningartíma: 4.45, 6.50, 9 og 11.15. SPENNANDI STARGATE-LEIKUR A REGNBOGALINUNNI Taktu þátt í stórskemmtilegum spurningaleik á Regnbogalínunni þar sem þú getur unnið 6 dósir af CocaCola og Maarud-snakkpoka frá Vífilfelli hf., 12 tommu pizzu frá Hróa hetti og boðsmiða á Stargate í Regnboganum eða Borgarbíói, Akureyri. Sími 99-1000. 39.90 mín. ★★★★★ E.H., Morgunpósturínn. ★★★★ Ö.N. Tíminn. ★★★’/a Á.Þ., Dagsljós. ★★★Vi A.I. Mbl. ★★* Ó.T., Rás 2. REYFARI Ótrúlega mögnuð mynd úr undir- heimum Hollywood. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 16 ára. ijmtz <:\K\n BttkÁnljn^wj PARADIS TKVPPLD l\ PAKUHSL BAKKABRÆÐUR * I PARADÍS Frábær jólamynd sem framkallar jólabrosið í hvelli. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. LILLI ER TÝNDUR Yfir 15.000 manns hafa fylgst með ævintýrum Lilla í stór- borginni. Sýnd kl. 5 og 7. UNDIR- LEIKARINN Áhrifamikil frönsk stórmynd. Sýnd kl. 5, 9 og 11.10. Morgunblaðið/Sverrir Sungið fyrir Kringlugesti PLÖTUSALA fyrir jól hefur verið Iífleg og listamenn haft í nógu að snúast við að kynna verk sín; árita plötur og grípa í hljóðfæri eða syngja. Þannig hefur Sig- rún Hjálmtýsdóttir, Diddú, verið á ferð og flugi undanfarna daga, meðal annars í Kringlunni, og lét sig ekki muna um að syngja fyrir viðstadda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.