Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sigurjón Sighvatsson hættír hjá Propaganda Films
„Þetta hefur verið
ævintýralegur tími“
SIGURJÓN Sighvatsson hefur sagt upp frá
og með áramótum starfi sínu sem annar af
stjórnendum Propaganda Films, sem hann
stofnaði fyrir átta árum ásamt Steve Golin
og byggði upp í fyrirtæki sem meðal annars
var brauti-yðjandi í gerð tónlistarmyndbanda
og veltir nú tíu milljörðum íslenskra króna á
ári. Siguijón sagði í samtali við Morgunblað-
ið að hann myndi halda áfram að vinna verk-
efni fyrir Propaganda og veita ráðgjöf þar,
en hann hygðist einbeita sér að kvikmynda-
gerð og vinna sem sjálfstæður framleiðandi.
„Ég er á ákveðnum krossgötum í lífinu,
bæði persónulega og hjá Propaganda; árið
1994 hefur verið uppgjörsár hjá mér á marg-
an hátt. Ég var til dæmis að ættleiða bam
og gerast uppalandi í annað sinn eftir 20 ár.
Ég var svo kannski ekki nógu ánægður með
það sem ég var að gera sjálfur,“ sagði Sigur-
jón.
Þurfti að velja
„Það var annað hvort að einbeita mér að
rekstri fyrirtækisins - sem er ennþá í vexti
og er að fara inn á ný svið - eða að ein-
beita mér að því sem ég ætlaði í raun alltaf
að gera hér: að búa til bíómyndir."
Siguijón sagði að það hefðu verið ákveðin
persónuleg vonbrigði fyrir sig að kvikmyndir
sem hann hefði gert hefðu ekki hlotið eins
góða aðsókn og við var búist þrátt fyrir góða
dóma. Til dæmis hefði myndin Red Rock
West verið í öðru sæti á lista Time yfir bestu
myndir ársins en aðsóknin hefði ekki verið
í samræmi við það. „Ég þarf kannski að
setja aðeins meiri einbeitingu í kvikmynda-
gerðina og sjá hvað gerist. Mér fannst ég
ekki geta getað verið í hvorutveggja, stjóm-
unarstörfum og kvikmyndagerð."
„Engin Ieiðindi“
Sigurjón ætlar að byija að vinna í janúar
við gerð myndar sem kallast Just Looking -
sem er gerð í samvinnu Propaganda og ann-
ars fyrirtækis - og hyggst síðan snúa sér
að gerð stórmyndarinnar American Rebel in
Paris, sem Propaganda stendur fyrir. Hann
sagðist væntanlega halda sambandi við
Propaganda að minnsta kosti næsta árið en
síðan yrði hann kominn alveg á eigin spýt-
ur. Hann myndi vinna í Hollywood að minnsta
kosti næstu árin. „Ég er kannski ekki trúað-
ur á fimm ára áætlanir eins og í Sovétríkjun-
um sálugu, en ég held að ef til vill komi svo
aftur tími til uppgjörs um aldamótin.“
Aðspurður sagði Siguijón að það hafi ver-
ið ákveðin spenna í Propaganda hvað varð-
aði framtíðarsýn fyrirtækisins - bæði á milli
hans og Golins og PolyGram, gem keyptu
Propaganda árið 1992 - en hann gæti ekki
kvartað yfir samstarfinu eða starfslokasamn-
ingi sínum. PolyGram hefði til dæmis boðið
honum sérstakan samning um að vinna við
kvikmyndagerð næstu árin, en hann hefði
ákveðið að það væri best að starfa sjálf-
stætt. „En ég væri ekki héma áfram hjá
Propaganda bæði sem ráðgjafi og að fram-
leiða kvikmyndir ef það væru einhver leið-
indi.“
Siguijón sagði að það væri heldur ekki
eins erfitt að yfirgefa fyrirtækið nú vegna
þess að hann ætti ekki fýrirtækið lengur.
Salan til PoIyGram hefði hjálpað vexti fyrir-
tækisins mikið, en við hana hefði hann í fyrsta
skipti farið að vinna hjá öðrum og hann vildi
helst vera eigin herra.
Úr 15 fermetrum í Hollywood-veldi
Siguijón var spurður að lokum hvernig það
væri að líta til baka á sögu Propaganda Films
á þeim átta árum sem hann og Golin hafa
stjómað fyrirtækinu og gert það að þekktum
framleiðanda á kvikmyndum, sjónvarpsefni,
tónlistarmyndböndum og auglýsingagerð.
„Þetta hefur verið ævintýralegur tími fyrir
mig. Ég held að það hafi enginn og allra
síst ég sjálfur gert ráð fyrir því að við mynd-
um byggja upp fyrirtæki sem í dag veltir tíu
milljörðum íslenskra króna. Við byijuðum
með tvær hendur tómar í 15 fermetra her-
bergiskytru með einn síma; við höfðum ekki
efni á að vera með tvo síma.
Við byggðum svo fyrirtækið upp sjálfir
og það hefur verið ævintýralegt. Maður hef-
ur helst verið hræddur um að allt hafi geng-
ið of vel. Við náttúrlega gjörbyltum auglýs-
ingabransanum og notuðum síðan þá þekk-
ingu sem við höfðum við tónlistarmyndbönd-
Sigurjón Sighvatsson.
in. Við vorum einir af þeim sem byggðum
upp þann iðnað. Við erum ekki bara þeir sem
hafa framleitt flest myndbönd fyrir MTV -
kannski um 7-800 - heldur byltum við því
hvernig tónlist er markaðssett.“
í frétt frá Propaganda Films, sem send
var út í gær, segir að undir stjórn Sighvats
hafi fyrirtækið vaxið í að verða stærsti fram-
leiðandi auglýsinga og tónlistarmyndbanda í
Norður-Ameríku og hafi náð að skapa sér
ímynd með gerð kvikmynda eins og Wild at
Heart, sem vann Gullpálmann í Cannes,
Truth og Dare söngkonunnar Madonnu og
Red Rock West, sem hlotið hafi lof gagnrýn-
enda. Þá hafi hann staðið fyrir sjónvarpsþátt-
um eins og Twin Peaks og Beverly Hills
90210.
Þar er haft eftir hinum stofnanda og
stjómanda Propaganda, Steve Golin, að Sig-
uijón hafí verið „mikilvægur samstarfsmaður
undanfarin átta ár. Ég veit að hann mun
sýna af sér sama dugnað og framsýni í fram-
tídarverkefnum sínum og hann sýndi við
uppbyggingu þessa fyrirtækis.“
Hæstiréttur
Lögleg
handtaka
veiðimanna
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað rík-
issjóð af kröfum tveggja manna sem
handteknir voru ásamt fleirum á
Blönduósi í ágúst 1991 fyrir að
hindra störf lögreglu og veiðieftir-
litsmanns og taka net úr höndum
hins síðarnefnda sem lagt hafði
hald á netin í sjó við Hvammstanga
þar sem þau voru talin bijóta gegn
ákvæðum laga um lax- og silungs1
veiði og reglum um netaveiði göngu-
silungs í sjó.
Mennirnir voru eftir handtöku
vistaðir í fangageymslu á Blöndu-
ósi. Hæstiréttur segir ljóst að fram-
ferði mannanna hafi verið með þeim
hætti að lögregla hafi haft lögmæta
ástæðu til að handtaka þá. Sýslu-
maður leitaði liðsinnis RLR við rann-
sókn málsins og liðu tæpar 16 klst.
frá handtöku og þar til mennirnir
voru látnir lausir eftir yfirheyrslu.
Hæstiréttur segir það hafa verið
eðlilega ráðstöfun sýslumanns að
óska eftir því að RLR rannsakaði
málið þar sem rannsóknin hafi m.a.
hlotið að beinast að viðskiptum
mannanna við lögreglu á staðnum.
Þetta hafi því átt að tryggja óhlut-
dræga meðferð málsins en hafi orð-
ið óhjákvæmilega til þess að rann-
sókn tófst þar sem rannsóknarlög-
reglumenn áttu um langan veg að
fara og fleiri menn en einn voru
grunaðir um aðild að málinu. Tafirn-
ar verði þó ekki taldar óhæfílegar
og að auki hafi mennirnir tilnefnt
sér réttargæslumenn sem hafi þurft
að koma frá Reykjavík til að vera
viðstaddir yfirheyrslur.
Bótakrafa hafði ekki
stoð í lögum
Þvl fellst Hæstiréttur hvorki á
að lögmæt skiiyrði hafi skort til
aðgerða lögreglu né að þær hafi
verið harkalegri eða víðtækari en
tilefni og aðstæður buðu. Því verði
bótakrafa mannanna ekki talin eiga
stoð í lögum. Ríkið var því sýknað
í Hæstarétti en Héraðsdómur hafði
tekið kröfuna til greina og dæmt
hvorum mannanna 50 þús. kr. bæt-
ur.
Viðbrögð VSÍ vegna fyrirhugaðra breytinga á skattalögum
.
A'crslunin, Laugavegfi 52 - sínii 5624244’
Sveigjanleiki í fyrn-
ingnm verði aukinn
VINNUVEITENDASAMBAND ís-
lands leggur til að í stað flýtifyrn-
inga í ár og á næsta ári sem eru
einn þáttur í aðgerðum stjórnvalda
til að styrkja stöðugleika verði svig-
rúm fyrirtækja til að ákveða sjálf
umfang skattlegra fyrninga aukið.
Vilja samtökin að hægt verði að
færa til frádráttar tapað hlutafé og
fram kemur að verktakamiðar í nú-
verandi formi, sem ekki skilji á milli
efnis og vinnu, geti ekki orðið hald-
bær grundvöllur skatteftirlits.
Þetta kemur fram í greinargerð
VSÍ til efnahags- og viðskiptanefnd-
ar Alþingis vegna fyrirhugaðra
breytinga á lögum um tekju- og
eignaskatt, en frumvarp þar að lút-
andi er til meðferðar á Alþingi.
Samtökin leggja til að sannanlegt
tap á eignarhlut í félögum verði frá-
dráttarbært, þannig að heimilt verði
að gjaldfæra tapað'hlutafé í öðrum
félögum. Þá er lagt til að í stað tíma-
bundinnar flýtifymingar verði svig-
rúm fyrirtækja til að auka sjálft
svigrúm fyminga aukið. Lagt er til
að mörk lágmarks- og hámarksfyrn-
inga verði víkkuð þannig að svigrúm
til gjaldfærslu fyrninga, til dæmis á
vélbúnað til iðnaðar og verksmiðju-
reksturs verði aukið.
Varðandi fyrirhugaðar breytingar
á tvísköttun lífeyris minnir VSI á
að mesta ranglætið varðandi sam-
spil skatta- og lífeyrismála varðar
sjálfstætt starfandi einstaklinga, þar
sem þeim sé ekki heimilt að draga
frá í rekstraruppgjöri lögbundið 6%
iðgjald í lífeyrissjóð. Þá er því beint
til þingmanna að þeir tryggi með
löggjöf að skattþegnar og skattyfir-
völd lúti sömu lögmálum. Ofteknir
skattar verði endurgreiddir með hlið-
stæðu álagi og innheimt sé á van-
greidd gjöld og sömu vaxtakjör gildi
fyrir báða. Jafnframt verði skipun
Yfirskattanefndar endurekoðuð, þar
sem það sé með öllu óviðunandi að
fjármálaráðherra, sem sé aðeins
annar hagsmunaðila í skattamálum,
skipi alla nefndina.
Verktakamiðar ekki grunnur
Þá segir að verktakamiðar j nú-
verandi formi geti ekki orðið hald-
bær grunnur skatteftirlits og sú
stranga refsiregla sem sé fyrirhuguð
samkvæmt frumvarpinu og geð-
þóttavald skattastjóra séu ekki
ásættanlegar og því er lagt til að
viðkomandi grein verði felld út úr
frumvarpinu. Ennfremur segir:
„Frumvarpið virðist þannig mótað
af því hugarþeli að allar tekjur fyrir-
tækja sé eðlilegt skattandlag en fyr-
ir sérstaka og þó afmarkaða náð
skattyfirvalda megi telja ýmislegan
kostnað við tekjuöflunina til frá-
dráttar áður en skattur sé á lagður.
Vafamál skýri skattstjórar og full-
trúar þeirra. VSÍ varar mjög við
þessari stefnu og beinir því eindreg-
ið til alþingismanna að þeir komi
réttarríkinu til varnar í þessu efni
og hafni þessum tillögum. Ef vilji
er fyrir því að herða refsingar ber
að horfa til þess verkefnis í heild,
þannig að þolanlegt samræmi sé í
refsingum og refsikenndum viður-
lögum við einstökum brotum og bro-
taflokkum, en ekki láta tilviljunar-
kenndar óskir embættismanna á ein-
stökum sviðum ráða þróun mála. í
öllu falli verður að viðhalda því
grundvallarlögmáli réttarríkisins að
allir eigi kröfu á réttlátari dómsmeð-
ferð. Því er brýnt að hafna tillögum
um sérstakar gildrur fyrir skatt-
þegna svo skattleggja megi tekjur í
atvinnurekstri án tillits til kostnaðar
við öflun þeirra.“