Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR_______________ Upphaf Grindavíkur Jón Þ. Þórs Morgunblaðið/Grimur Bjarnason GÍSLI Árni Eggertsson, Lýður Björnsson, Vigdís Finnbogadótt- ir, Júlíus Hafstein og Klemenz Jónsson. Hátíð í hálfa öld ÚT ER komin bók um sögu 17. júní hátíðarhalda í Reykjavík frá upphafí til afmælisársins 1994. Bókin hefst á ávarpi Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra og Júlíusar Hafstein formanns Lýðveldishátíðamefndar í Reykjavík. Rakin er forsaga 17. júní hátíð- arhalda, sérstakur kafli er um lýð- veldisárið 1944 og sagan síðan rakin nokkum veginn í tímaröð. Miðar kaflaskiptingin einnig við breytingar sem verða á hátíðar- höldunum, t.d. fyrstu árin í Hljóm- skálagarðinum, miðbæjartímabilið fyrra, hátíðarhöld í Laugardaln- um, skemmtanir í útverfunum o.s.frv. Bókin skiptist í tíu slíka þætti auk bókarauka og ítarefnis. Það var frá upphafi ákveðið að vanda til þessarar bókar. Klemenz Jónsson var ráðinn ritstjóri til að afla fanga til þessa verks snemma árs 1993. Ritnefnd bókarinnar hóf störf í árslok 1993 og skipuðu hana Lýður Bjömsson formaður, Böðvar Pétursson, Gísli Ámi Egg- ertsson, Eyjólfur Halldórs og Ósk- ar Guðmundsson. Ritnefndin sá um vinnslu og gerð bókarinnar og útgáfu fyrir hönd Lýðveldishátíð- amefndar Reykjavíkur og á vegum íþrótta- og tómstundaráðs. Útgáfa og dreifing íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur. BÖKMENINllR Sagníræði SAGA GRINDAVÍKUR eftir Jón Þ. Þór. Frá Landnámi til 1800. Grindavíkurbær, 1994-282 síður. í AÐFARAORÐUM höfundar segir að Grindavíkursaga verði þriggja binda verk. Hið fyrsta tek- ur yfir tímabilið frá landnámi til ársins 1800, annað bindi frá 1801- 1939 og hið þriðja frá 1939 til okkar daga. Þetta fyrsta bindi er því eins konar forsaga Grindavíkur. For- saga er það líka í þeim skilningi að sá þéttbýliskjami sem nú ber Grindavíkumafnið varð ekki til fyrr en síðar. Af þessum sökum nær þessi frásögn yfir mun stærra svæði, þ.e. Grindavíkurhrepp hinn foma. Hann var býsna víðlendur, þó að ekki væri hann þéttbýll, náði frá Valhnjúkum — og erum við þá komin vestur fyrir Reykja- nestá — og í Seljabót austan Krísu- víkurbergs. Krísuvík var austasti bær í Grindavíkurhreppi og Staður sá vestasti. Eftir að höfundur hefur í sam- þjöppuðu máli gefið yfirlit yfir sögusviðið hefur hann þann hátt á að fylgja lesanda sínum um hrepp- inn allan. Hann byijar vestast og fer með ströndinni austur á hrepps- enda. Öll helstu örnefni á leiðinni verða stiklusteinar. Síðan heldur hann áfram austur frá Krísuvík og fylgir örnefnum til landsins vesturúr. Þessi ágæti leiðsögumað- ur hefur frá mörgu að segja á þessu ferða- lagi, sem fróðlegt er á að hlýða. Sú nærgætni hefur verið viðhöfð að bókinni fylgir sérstakt örnefnakort. Það er því svo að þegar þess- ari yfirferð er lokið og tæpur þriðjungur bók- ar er búinn er les- andinn orðinn býsna vel kunnugur á sögu- slóðum og vel undir það búinn að taka við þeirri fræðslu sem á eftir kemur. Þar era teknir fyrir allir helstu þættir mannlífs: mannfjöldi, bú- seta, búskapur og lífshættir, ver- stöðin, eignarhald á jörðum, versl- un og klykkt út með frásögn af Tyrkjaráninu 1627 og sölu stóls- og konungseigna um aldamótin 1800. Það er þá fyrst sem Grind- víkingar verða sjálfseignarbændur og grundvöllur er lagður að Grindavík nútímans. Margt mætti vissulega um ein- staka kafla þessa rits segja en hér gefst ekki tími til þess. Höfundur hefur greinilega gert sér far um að nýta sér allar fáanlegar heimild- ir, en þær eru þó heldur fátækleg- ar fyrir þetta landsvæði. Hefur hann orð á því að heimamönnum hafí ekki verið ýkja sýnt um að grípa til stílvopnsins. Sjaldan hafa aðrir fundið hvöt hjá sér til að rita um neitt sem viðkom Grindavíkur- hreppi. Hann var sjaldnast í mið- depli þjóðarsögunnar. Það er þá helst að annálar geti um sjóslys eða að biskupamir þurftu að skrifa vegna eigna sinna og ann- arra hagsmuna. Saga Grindavíkurhrepps er því afar gloppótt og fáir menn eru nafn- greindir frá fyrri tím- um. Höfundur þarf því allvíða að geta í eyður og smíða sér tilgátur til að úr verði heilleg og læsileg saga. Þessa getur hann ávallt sam- viskusamlega og gerir lesanda mögulegt að meta traustleika til- gátunnar. Höfundur ritar gott mál og þægilegan stíl. Þar sem hann jafn- framt hefur skýran frásagnarhátt verður ritun hans auðveld aflestrar og aldrei þunglamaleg eða leiði- gjörn, eins og óneitanlega getur verið nokkur hætta á með texta af þessu tagi. Bókin er prýdd miklum fjölda ágætra mynda og hefur Ólafur Rúnar Þorvarðarson tekið allan þorra þeirra. Hann á því hér merk- an og góðan hlut að máli. Ýmsar aðrar myndir og línurit eru hér einnig milli spjalda. Prýðilega er frá þessari bók gengið í alla staði. Tilvitnanir og heimildaskrár eru eins og vera á. Þetta upphaf Grindavíkursögu lofar vissulega góðu. Það leggur traustan og breiðan grundvöll að framhaldinu sem væntanlega kem- ur áður en langt um líður. Sigurjón Björnsson Merkileg* bók um fyrir- bæri heimshafanna BÓKMENNTIR F r æ ð i r i t HAFFRÆÐI II eftir Unnstein Stefánsson. Háskóla- útgáfan, 1994 — 541 síða. Í BYRJUN desember kom út á vegum Háskólaútgáfunnar bókin Haffræði II eftir Unnstein Stefáns- son prófessor. Haffræði II er nokk- uð sjálfstætt framhald af Haffræði I, sem kom út á vegum sömu út- gáfu árið 1991. Haffræði H er viða- mikil bók og hefur að geyma ítar- lega nafna- og atriðaorðaskrá. Ennfremur hefur Haffræði II að geyma efnisyfírlit Haffræði I, en slíkt er til bóta þegar leita þarf að einhveiju einstöku atriði. Hér er á ferðinni ákaflega merkileg bók. í bókinni er fjallað um margvísleg fyrirbæri heims- hafanna, svo sem um hafís, sjávar- föll, sjávarbylgjur, vindstreymi og ennfremur um efni í sviflausn og snefilefni. Unnsteinn fjallar um það nýjasta sem er að gerast á alþjóðavettvangi haffræðanna. Fyrstu kaflar bókarinnar Ijalla um hreyfífræði hafsins og þessi umfjöllun kristallast í einum meg- inkafla bókarinnar, sem fjallar um hringrás heimshaf- anna og.þau lögmál sem henni ráða. Hér er m.a. fjallað af þekk- ingu og reynslu um Golfstrauminn og um strauma og sjógerðir í norðurhöfum, enda er Unnsteinn einn þeirra sérfræðinga sem lagt hafa grann að nútíma þekkingu á haffræði þessara svæða. Sjávarbylgjur og sjávarföll fá um- talsverða umfjöllun. Hvort tveggja eru þetta efni sem höfða mikið til íslendinga. Umfjöllun Unnsteins um hafísinn er almenns eðlis og ætlað að auka skilning á hafísnum, en hafís við ísland er ekki ræddur sérstaklega. Umfjöllun um efni í sviflausn er ákaflega fróðleg. Hér er líklega í fyrsta sinn ritað á íslensku um sjávarsnjó, en það era stórgerðir myndlausir klumpar eða kekkir, sem era eins og slæður í sjónum. Klumpamir falla til botns og eru taldir framkalla. árstíðabundna tímgun hjá sumum djúpsjávarlíf- veram. Unnsteinn fjallar um ýmis sporefni sem notuð eru til að kanna dreifíngu sjáv- ar, en þeta svið haf- fræðinnar virðist vera ákaflega frjósamt um þessar mundir. Þetta viðfangsefni hefur mikla þýðingu fyrir íslendinga, því aukin þekking á dreifíngu efna í sjónum auðveld- ar allt erftirlit með mengandi efnum á ís- landsmiðum. Víða era íslensk hafsvæði tekin sem dæmi og fyallað um hafsvæðið við ísland þar sem við á. Sem dæmi um hið fyrr- nefnda fjallar Unnsteinn sérstak- lega um Nýpslón og Patreksfjörð þegar hann ræðir um vatnshag innhafa (bls. 81 til 82). Bókin er eins og önnur rit Unn- steins skrifuð á ákaflega fallegu og auðskiljanlegu máli. Þótt bókin sé einkum skrifuð fyrir nemendur Háskóla íslands er hún aðgengileg fyrir flesta þá sem áhuga hafa á hafínu. Höfundur hefur víða stillt fræðilegri umfjöllun í hóf til að gera bókina aðgengilega. Bókin er í senn skemmtileg aflestrar, en einnig gagnleg sem uppflettirit, þegar ýmsar spumingar vakna um eiginleika hafsins. Ef bókin væri rituð á enska tungu er ég viss um að hún væri notuð sem meginefni í haffræðinámskeiðum um allan heim. Unnsteinn á þakkir skildar fyrir að leyfa okkur að njóta þessa forvitnilega efnis á þjóðtungunni. Frágangur bókarinnar er allur til fyrirmyndar og myndir skýrar og greinargóðar. Eg vil óska Unn- steini til hamingju með þetta merka rit. Jörundur Svavarsson Góð úlpa erhlýjólagjqf Mikið úrval af úlpum með og án hettu. Stærðir 34-50 Póstsendum \<#Hl45ID Laugavegi 21, s. 25580 - Unnsteinn Stefánsson ÁSDÍS Thoroddsen kvikmyndaleikstjóri tekur við styrknum úr hendi Guðrúnar Stephensen, dóttur Þorsteins. Leiklistarsjóður Þorsteins Ö. Stephensen > _______ Asdís Thoroddsen leiksljóri hlaut styrk ÞORSTEINN Ö. Stephensen, leik- ari og fyrrverandi leiklistarstjóri Ríkisútvarpsins, hefði orðið 90 ára 21. desember síðastliðinn. í tilefni af því hefur Leiklistarsjóður Þor- steins Ö. Stephensen í samvinnu við Ríkisútvarpið gefið út geisla- disk og hljóðsnældu með upplestri Þorsteins sem ber heitið Ljóð og saga. Þar les hann ljóð eftir ýmis höfuðskáld þjóðarinnar svo sem Jónas Hallgrímsson, Stephan G. Stephanson, Snorra Hjartarson, Jóhannes úr Kötlum og Stein Steinarr. Auk þess brot úr Fjall- kirkjunni eftir Gunnar Gunnars- son. Upptökumar era frá árinu 1947 til 1977. Þorsteinn Ö. Stephensen, leikari og fyrrverandi leiklistarstjóri Ríkisútvarpsins, fæddist 21. des- ember 1904 og lést 13. nóvember 1990. Hann var einn fremsti leik- ari þjóðarinnar og brautryðjandi á sviði útvarpsleiks. Styrkur úr Leik- listarsjóði Þorsteins Ásdísi Thoroddsen leikstjóra var veittur styrkur úr Leiklistarsjóði Þorsteins Ö. Stephensen við hátíð- lega athöfn í húsakynnum Ríkisút- varpsins í Efstaleiti 1, miðviku- daginn 21. desember. Leiklistarsjóður Þorsteins Ö. Stephensens var stofnaður að frumkvæði Félags íslenskra leik- ara til heiðurs Þorsteini í tilefni af fimmtíu ára afmæli Ríkisút- varpsins. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að eflingu íslenskrar leik- listar í Ríkisútvarpinu. í stjórn sjóðsins sitja nú; María Kristjáns- dóttir, Guðrún Þ. Stephensen og Sveinbjöm I. Baldvinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.